Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUPi BLAÐIÐ Fimmtudagur 6. jan. 1955 Hulunni Qlt FYRIR fimm árum síðan hurfu - bræðurnir Herman og Noel Field og kona Noels, Hertha, á dularfullan hátt bak við járn- tjaldið. Leyndardómur sá, er hvíldi yfir hvarfi þeirra hefir skýrzt nokkuð, en ýmsir þræðir, er að því liggja flókna samt stöðugt, og erfitt hefir reynzt að finna fullnægjandi.skýringu á til- drögum að hvarfi þeirra, né held- ur er vitað hvort Noel og Hertha Field hafa verið dæmd til íang- elsisvistar eða farið af fúsum vilja til samstarfs við kommún- ista. • „ORETTMÆTAR SAKURGIFTIR" Af þeim óljósu fregnum, er bárust af Field-bræðrunum, gerðu menn sér einna helzt í hugarlund, að þeir hefðu verið gabbaðir austur fyrir járntjald og dæmdir þar til íangelsisvistar á óréttmætum sakargiftum. Um miðjan nóvember s. 1. tilkynnti pólska stjórnin, að bandaríski ríkisborgarinn Herman Field hefði verið látinn laus eftir fjögra ára fangelsisvist, og íylgdi tilkynningunni sú skýring, að Hermnn Field, — það vildi hon- t til hálfs af leyndardóms varfi Fields-brœ&ra Ber ¥stt valdastreitunnar með æðstu mönnum Ráðstjórnarríkjanna hann hefði verið dæmdur á „ó- réttmætum sakargiftum". Þann 16. nóvember s. 1. til- .kynnti ungverska stjórnin, að Noel og Hertha Field yrðu látin laus úr fangelsi þar í landi, þar sem komið hefði í Ijós eftir fjög- ur ár, að ákærurnar gegn þeim væru rangar. Enn sem komið er hafa engar fréttir borizt af kjör- dóttur Noels Field, frú Robert Wallach, en hún hvarf í Berlín í ágúst 1950. Skömmu eftir 20. des. s. 1. til- kynnti útvarpið í Budapest, að Noel og Hertha Field hefðu beð- ið um landvistarleyfi í Ungverja- landi og hefði þeim verið veitt það á aðfangadagskvöld, sem pólitískum flóttamönnum. • NEITAÐI AÐ RÆÐA VIÐ FRÉTTAMENN Erlendir fréttaritarar fóru þess á leit við Noel Field, að hann ætti viðtal við þá milli jóla og nýárs, en 29. desember símaði Noel Field til fréttaritara brezka stórblaðsins „Times“, Ronalds Preston, og kvaðst harma að hann gæti ekki rætt við frétta- ritara vestrænna blaða. Talsmað- ur ungverska utanríkisráðu- neytisins lét þó í það skína, að ef til vill gæti Field síðar meir átt viðtal við blaðamenn. Ostaðfestar fregnir frá Vínar- borg herma að Field-hjónin hafi starfað við ungversku utanríkis- þjónustuna öll þau fimm ár, er álitið var, að þau væru í fangelsi • HYGGJAST DVELJA A HRE S SING ARÍIÆLI Noel og Hertha Field tjáðu embættismönnum sendiráðsins að þau hyggðust dvelja um skeið á hressingarhæii, en samt var ekki að sjá að þau væru þurf- andi fyrir slíkt. Raunverulega var ekkert því til íyrirstöðu, að þau yfirgæfu Ungverjaland þeg- ar í stað ef þau hefðu nokkra löngun til þess. Meðan stóð á heimsókn sendi- herrans og aðalritarans var hjón- unum boðin bifreið af ungversk- um embættismönnum, og þeim jafnframt tilkynnt, að þau gætu yfirgefið Ungverjaland þegar í stað. Þau höfnuðu boðinu. • ÚTBRLIÐS LIIST ARFSEMI Allar líkur virðast benda til, að tilkynningin um iausn hjón- anna úr fangeisi, hafi verið eins- konar forleikur að aðalþættin- um, þ. e. tiikynningunni um beiðni þeirra um landvistarleyfi í Ungverjalandi. Senniiegt er, að mál þetta eigi að vera snar þátt- ur í þeirri útbreiðsiustarfsemi kommúnista, er beinist að því að skapa mótvægi gegn íregnum af að baki járntjaldsins eða a. m. k. | þeirri mergð manna, er flýja lönd s. 1. tvö ár. Var í þessu sambandi' in að baki iárntialdsins. Ung- bent á, að vafaluast hefir Noel j verskir embættismenn hafa Field orðið þeim að miklu gagni sennilega getað gengíð að því eftir sinn langa starfsferil í þágu. vísu, að Fieid-hjónin vildu vera bandarísku utanríkisþjónustunn- ar. um til happs, að pólskur lögreglu- m.aður flúði — þeirra er stórt móttöku- og út- varpstæki Ef þau hafa búið þar undanfarin ár, hefir þeim verið hægur heiman að fylgjast með í utanríkismálum um ailan heim. um til að flýja Þýzk.aland, eftir að nazistar náðu þar völdum. Eftir aðra heimsstyrjöldina vann hann að ritstörfum og gekkst einnig fyrir hjálparstarf- semi í þágu tékkóslóvakiskra barna. Árið 1947 ákvað hann að rita bók um Pólland og Tékkó- slóvakíu og fór til Prag í maí 1949. Hann bjó í Palace gistihús- inu í Prag til 12. maí, en ákvað þá að fara í ferðalag til Bratis- lava, en skildi farangur sinn eftir í gistihúsinu. Frá því augnabliki, er hann gekk út um dyr gisti- hússins þann 12. og þar til til- kynningin kom frá ungversku stjórninni hafði ekkert til hans spurzt. • ÞAU HURFU EITT AF ÖÐRU Kona hans og bróðir hans, Her- um kyrrt í Ungverjalandi, og virðist því allt benda. til að þau hafi sótt um landvistarleyfi af frjálsum viija. Forsaga bessa :náls er umfangs- mikil og verður rakm hér að • VEL HEIMA I UTANRÍKISM ÁLUM Embættismenn bandaríska sendiráðsins í Budapest höfðu nokkru. samband við þau hjón nokkrumj dögum eftir tilkynninguna um; lausn þeirra úr fangelsi og þótti • HVERJIR ERU FIELD- þeim mjög grundsamlegt, hversu BRÆÐURNIR? vel hjónin virtust vera heima íj Þeir eru komnir af gamalli allri þróun utanríkismála á und- bandarískri kvekarafjölskyldu, anförnum árum og virtist ekkert en eru fæddir í Sviss Noel Field benda til að þau hefðu verið ein- stundaði fyrst nám í Sviss, því angruð innan fangelsisveggja. | næst við Harvard-háskólann og Sendiherra Bandaríkjanna í gerðist síðan stjórnarerindreki Ungverjalandi, Christian M. lands síns. j fyrri heimsstyrjöld- Ravndal, og aðalritari sendiráðs- inni var hann mjög áhrifamikill ins, Donald Dows, skýrðu svo frá, í hjálparstarfsemi þeirri, er KF að Field-hjónin virtust vera mjög UM gekkst fyrir í Rússlandi og inn undir hjá ungverskum em- Tékkóslóvakíu. Þrítugur að aldri bættismönnum, og eftir því sem varð hann starfsmaður Þjóða- þeir hefðu komizt næst, höfðu bandalagsins, og þá þegar var bæði hjónin skrifstofur til um- hann kenndur við kommúnisma ráða í ungverska utanríkisráðu- og átti marga vini meðal komm- neytinu. j únista. Ncel og kona hans Herta, Bústaður hjónanna er stórhýsi sem er af Gyðingaættum, unnu á bökkum Dónár. 1 vinnustofu mikið að því að hjálpa Gyðing- Kona Herman Fields og synir hans hafa loksins fengið fréttir — man, er þá var húsameistari í Cleveland, hófu þegar í stað eftir- grennslanir, og í byrjun ágúst fóru þau flugleiðis til Prag. Svo virðist sem Herman hafi komizt á snoðir um, að slóð Noels lægi til Varsjá, og fór hann bangað flug- leiðis 21. ágúst. Á flugvellinum í Prag beið Herta Field, — en Herman Field kom ekki Nafn hans var á íarþegalistanum — en hann sjálfur var horfinn. Eftir því sem vi.ð bezt vitum nú, sat hann þá í fangelsi í Póllandi. Frú Herta dvaldi nokkrar vik- ur áfram í Prag, — en einn fagr- an septemberdag hvarf hún einn- ig. Um ári síðar fór Erika Wall- ach flugleiðis frá Frankfurt til Berlínar 26. ágúst. Hún yfirgaf flugvöllinn í bifreið, er beið hennar — og hvarf. • ÓLJÓSAR FRÉTTIR ÖÐRU IIVORU Nokkrum sinnum á s.l. árum hefur nöfnum Field-bræðranna skotið upp í fréttum hinum meg- in járntjaldsins án þess að nokk- ur vitneskja fengizt um hvort bræðurnir væru á lífi. Meðan stóð á hinum miklu hreinsunar- aðgerðum í Ungverjalandi, m. a. gegn utanríkisráðherranum Rajk og einnig í Póllandi gegn Gom- ulka, kom fram vitnisburður, kenndur við Field-bræðurna, og var sá vitnisburður mjögí óhag hinum ákærðu. Samkvæmt því höfðu Noel og Herman Field ját- að að hafa unnið með bandar- ískum njósnurum og títóiskum flugumönnum í því augnamiði að „sýkja pólska, ungverska og tékk neska kommúnistaflokkinn með villukenningum títóistra flugu- manna“ .. ^. Rajk og nokkrir aðr ir voru dæmdir til dauða, og Noel Field, — látinn laus eftir fjögra ára fangelsisvist — huliðshjúpurinn lagðist aftur um hvarf Field-fjölskyldunnar. • PÓLSKUR LÖGREGLU- MAÐUR FLÝR LAND Upphaf og orsök þess, að Field-bræðurnir hafa nú verið látnir lausir og nokkuð hefur upplýstst um hver örlög þeirra voru, má rekja til flótta Swiat- los, háttsetts embættismanns í pólsku lögreglunni, til V.-Þýzka lands fyrir nokkrum mánuðum. Eftir komu sína til Bandaríkj- anna fyrir rúmum þremur mán- uðum lagði hann fram þær at- hyglisverðu upplýsingar, að hann hefði sjálfur handtekið Herman Field á flugvellinum í Varsjá árið 1949. Fáeinum vikum síðar var frá- sögn hans birt í Bandaríkjunum, og leið þá ekki á löngu, að pólsku yfirvöldin tilkynntu, að Herman Field hefði verið lát- inn laus, þar sem hann hefði verið ákærður á röngum for- sendum og dæmdur á fölskum vitnisburði „flugumanns Banda- ríkjanna og föðurlandssvikar- ans Swiatlos“. Pólverjarnir hafa ef til vill ekki tekið með í reikninginn, að Herman Field, til að staðfesta fréttina um að hann. hefði verið látinn laus, hringdi þegar til konu sinnar og skýrði frá því, að hann yrði fyrst um sinn að dveljast á hressingarhæli til að jafna sig eftir fangelsisvistina, þó að hann langaði mikið til þess að komast heim.. Þetta hljómar all kynlega, ef gert er ráð fyrir, að falskur vitnisburður Swiatlos hafi orðið til þess, að Field var dæmdur í fangelsi, en Swiatlo leikur nú lausum hala í Banda- ríkjunum. Herman Field er nú staddur í Sviss, og þykir líklegt, að hann haldi heimleiðis fljótlega. • MARGT ER ENN Á HULDU Það eru margar spurning- arnar, sem enn er ósvarað í þessu máli. Það er stað- reynd, að Noel Field átti vini meðal háttsettra kommúnista, einkum þeirra er þekktir urðu í borgarastyrjöldinni á Spáni. Það er því ekki ólíklegt, að sú fregn sé rétt, að hann hafi verið dæmdur fyrir samvinnu við titóista. í mörg ár var hann tal- inn með duglegustu mönnum í utanríkisþjónustu Bandaríkj- anna. í síðustu heimsstyrjöld vann hann í Sviss í þágu upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna (OSS), undir forustu Allan Dulles. Noel Field hefur nú ver- ið látinn laus, þar sem „allar ákærur gegn honum áttu sér enga stoð í veruleikanum“, þó ao hahn hafi áður verið sagðúr vera „hættulegasti njósnarinn í þjónustu bandaríska auðvalds- ins“, samkvæmt frásögnum í kommúniskum blöðum. • VALDASTREITAN I RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM Field-málið verður mjög mik- ilvægt, ef litið er á Field-bræð- urna sem peð í tafli innanríkis- mála Ráðstjórnarríkjanna og sýknun þeirra ekki aðeins tákn þess mótvægis, er kommúnistar vilja skapa gegn flóttamanna- straumnum frá „járntjaldslönd- unum“, heldur einnig tákn tog- streitunnar um æðstu völd í Kreml. En sú valdastreita er ef til vill djúptækari en mörg fyrri hausaskipti í Rússlandi og kann að gjörbylta meiru. Field-bræðurnar voru teknir höndum og látnir bera vitni gegn leiðtogum kommúnista í austur-evrópskum löndum, þar eð óttast var, að þeir færu líkt að ráði sínu og Tító: Rajk í Ung verja landi, Kostov í Búlgaríu, Xoxe í Albaníu, Patranascu í Rúmeníu og Gomulka í Póllandi o. fl. — Margir þeirra voru dæmdir til dauða, en spurning- in er, hvort þeim var refsað. Upp á síðkastið hafa skotið upp kollinum í Ungverjalandi fjöl- margir fyrrverandi embættis- menn og ráðherrar, sem dæmd- ir voru sem samstarfsmenn Rajks. Það mundi því enga furðu vekja, þó að Rajk kæmi sjálfur allt í einu ljóslifandi fram á sjónarsviðið. • FÓRNARDÝRIN VAKIN UPP Hið athyglisverða er, að fyrsta „hreinsunin" gegn títóistum átti sér stað meðan stjarna Malen- kovs var að hækka, og hann var í þann veginn að ná æðstu völd- um í Kreml. Því næst hófst önn- ur hreinsun undir einkunnarorð unum „sameiginleg forusta“, en tilefni þess var dauði Stalins. Þetta átti sér stað meðan stjarna Krushchevs hækkaði, og hann náði, bak við tjöldin, þeim völd- um er nú gera hann að áhrifa- mesta manni Ráðstjórnarríkj- anna, jafnvel enn áhrifameiri en Malenkov, sem er mágur hans. • HVER „HREINSUNIN" REKUR AÐRA Þegar uppgjörið í sambandi við næstu „hreinsun" á undan, hefst, eru fórnardýr þeirrar fyrri oft vakin upp frá dauðum, og fjöldi þáverandi ráðherra og fylgismanna þeirra eru látnir lausir. Þannig hefur leyndardómurinn yfir hvarfi Field-bræðranna skýrzt nokkuð, en lausnin bend- ir aðeins til annarrar óleystrar gátu: Baráttunnar um völdin með æðstu mönnum Ráðstjórnar- ríkjanna. Peningaskápur Eldfastur peningaskápur, sem nýr, hæð 68 cm., breidd og dýpt 52 cm., til sölu. Til- boð merkt: „Peningaskápur — 433“, sendist Mbl., fyrir 8. þ.m., kl. 12 á hádegi. Stór, sólrík 3ja herb. íbúð á góðum stað á hitaveitu- svæðinu til sölu eða í skiptum fyrir stærri íbúð, með milligjöf. Tilboð, merkt „Sólrík íbúð — 412“, send- ist afgreiðslu Morgunblaðs- ins fyrir þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.