Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. jan. 1955 Jón Einarsson verksfióri F. 12. ág. 1881. D. 3. jan. 1955. VINARMINNING í DAG er til moldar borinn vin- ur minn og starfsfélagi, Jón Ein- arsson verkstjóri, er með svo sviplegum hætti var kvaddur héðan þ. 3. þ. m. Við stöndum ávallt hljóðir og undrandi, er slíkar fréttir berast og svo var í þetta skipti, og við erum aldrei viðbúnir að taka slíkum frétt- um. Fyrir fáum augnablikum, að því er virtist, glaður og reifur að segja fyrir um verkefnin, en eftir örstutta stund er lát hans tilkynnt. Já, svona er lífið og svona kemur dauðinn. Jón Einarsson var fæddur í Hafnarfirði 12. ág. 1881 og dvaldi hann alla sína æfi á sama staðn- um í Firðinum, fyrst í „Jóhann- esarhúsi* eins og það var kallað og svo er það var rifið, í öðru, er byggt var neðar í lóðinni og sem nú er Strandgata 19. For- eldrar hans voru hjónin Einar Jóhannesson Hansen sjómaður og kona hans, Jensína Árnadóttir. Faðir Jensínu Árnadóttur var Árni Mathiesen verzlm., Jónsson- ar prests Mahiesens í Arnarbæli, en móðir Jensínu var Agnes Steindórsdóttir stúdents, en Stein dór stúdent var sonur Ragnheið- ar konu Bjarna riddara Sívert- sen. En faðir Einars Jóhannessonar var Jóhannes Hansen sjóm. og útvegsbóndi, en móðir Einars var Kristín Jónsdóttir, en hún var systir Jóns Jónssonar formanns frá Hraunprýði í Hafnarfirði. Átti hann því í báðum ættum hörku dugmikið fólk og í móð- urætt hans voru margir afrendir kraftamenn og harðgerðir, bæði á sjó og landi. Ólst Jón upp með foreldrum sínum við frekar kröpp kjör, eins og títt var um flest alþýðufiólk hér í Hafnarfirði á síðasta fjórð-- ungi 19. al#arinnar. Ungur að árum, eða 9 ára, fór hann að heiman til sumardvalar eins og títt var þá meðal ungmenna, til að vinna fvrir sér, og hélt því 1 6 sumur. En þegar hann er 16 ára og talinn of þrekmikill til þess að vinna í sveit kaup- laust, eða kauplítill, ræðst hann til föður míns Sigurgeirs Gísla- sonar vegaverkstjóra, er þá hóf verkstjórastarf sitt við lagningu vegar frá Hafnarfirði til Reykja- víkur, árið 1897. Taldi Jón þetta eitt hið mesta happaspor sitt að hafa kynnst Sigurgeir og notið leiðsagnar hans um áratugi. Varð samstarf þeirra að mestu óslitið alla æfi síðan utan nokkur ár, eða 1903—8, en á því tímabili veiktist Jón og lá lengi — og varð sennilega aldrei jafngóður eftir. Árið 1908 ræðst Jón sem lögreglu þjónn hjá hinu nýstofnaða bæjar- félagi og varð ásamt Jóni kenn- ara Hinrikssyni, síðar kaupfél,- st. í Vestmannaeyjum fyrsti lög- regluþjónn kaupstaðarins. Var þetta erilsamt og þreytandi starf fyrsta sumarið, þegar 4—500 Norðmenn komu til Hafnarfjarð- ar um hverja helgi og reyndust erfiðir, oft við skál. En þó fór svo, að þegar hausta tók og allt bæjarlífið komst í samt lag aft- ur, fannst Jóni ekkert starfsvið vera lengur fyrir hendi og undi ekki aðgerðarleysinu og sagði starfinu lausu af þeim sökum. En árið 1909 fór Jón aftur til föður mínsiog þá fara leiðir okkar að liggja saman að miklu leyti til hinztu stundar. Ég var þá ungur að árum, aðeins 16 ára gamall og var í flokki með Jóni og betri húsbónda og kennara get ég ekki hugsað mér en Jón reyndist þá þegar og alla tíð. í félagsmálum þeim, er Jón tók virkan þátt í, átti Góðtemplarareglan mest og bezt ítök í hug og hjarta hans, enda átti hann þá móður, er sáði snemma f’-æi bindindis í sál drengsins síns, eins og allra sinna barna, og bar vissulega ríkan ávöxt. Hann varð bindindismaður til dauðadags og mikilvirkur starfsmaður sinnar stúku, alla tíð. Á ég margar og yndislegar minn- ingar um samstarí okkar og ýmissa annarra samstarfsfélaga okkar frá fvrri árum, þegar Jón var í blóma lífs síns, eins og það var kallað Ótaldir eru þeir Flens borgarskólanemendur, er bind- indismenn urðu fyrir atbeina Jóns, enda var hann glæsilegt og fjörugt ungmenni, er allir vildu vera með — og víst er um það, að „allar vildu meyjarnar með Ingólfi ganga“ í þann tíð. — Starf hans íyrir regluna og stúk- una hefir verið mikið allt til síð- ustu stundar og var hann Æ. T. St. Morgunstjarnan, er hann féll frá. í öðrum félögum var hann og mikilvirkur. íþróttafélagshreyf- ingin tók hann sterkum tökum í byrjun þessarar aldar — en lík- lega hafi veikindi hans dregið úr því að hann varð ekki einn af brautryðjendum á þeim sviðum er miklum árangri hefði komið til að ná. í bæiarstjórn Hafnarfj. sat hann í 6 ár og starfaði þar í mörgum nefndum. í stjórn frí- kirkjusafnaðarins hefir hann set- ið í 16 ár samfleytt og sat þar, er yfir lauk Víðar kom hann við sögu, en ég læt hér staðar numið. En þá er eftir þáttur sá í lífi hans er mér er hugstæðastur — en það er samstarf okkar í nær 4 tugi ára. Ég get verið fáorður um þetta tímabil, en margar á ég minningarnar, sem mér eru hug- stæðar — en ég geymi þær flest- ar. En s’amstarf okkar hófst, er við 1914 t'kum að afgreiða skip þau er til Hafnarfjarðar komu. Það var starfsvið fyrir vininn minn. Þar naut sín karlmennsk- an og dugnaðurinn, er við hin frumstæðustu skilyrði, varð oft á svo örstuttum tíma að ljúka aðkallandi verkum. Oft leit út fyrir að ei úðleikarnir væru óyf- irstíganlegir — en þá sást Jón aldrei glaðari og reifari ■— og öllu kom hann því fram með sínum alkunna dugnaði og útsjónar- semi. Ég reyndi að lafa með eins og ég gat. í æsku naut Jón lít- illar menntunar og fann hann stundum til þess að þar mundi sig skorta, enda var það það eina er ég þóttist geta lagt fram til stórvirkanr.a til jafns við hann — að geta skrifað bréf eða búið til reikning-— enda var okkar í milli gerður upp starfsorkureikn ingurinn svo að hann var sléttur og báðir voru ánægðir. En árin líða, skóflan og kola- og salt- pokinn hverfa að mestu og bak- burðurinn er úr sögiyjni, en í stað inn eru komin stórvirk véltæki, sem auðvelda alla vinnu. En þá erum við hættir aldurinn er far- inn að færast vfir okkur — en þegar rætt var um þennan sam- anburð, komst Jón vinur minn allur á loft — og eins og tilbúinn til að hella sér út í starfið á ný eins og í gamla daga, þó að ald- urinn væri orðinn hár og kollur- inn hvítur en kjarkurinn enn þá nógur, en ég gat ekki til slíks hugsað þótt 12 árum yngri væri. Og nú í 20 ár hefur hann unnið fyrir ríkissjóð að vegagjörðum, lagt mikið af Krýsuvíkurvegi, — minniffig breikkað og breytt Keflavíkur- vegi og haft viðhald þessara vega með höndum. Þá talast svo til á s.l. hausti, að hann taki að sér umsjón með nýjum vegi er byggja á umhverfis Hafnarfjörð, og nota á við þá byggingu þær stórtækustu vélar, sem um er að ræða. Veit ég. að það var með dá- litlum kvíða að Jón tók að sér þetta starf, enda sízt hvattur til þess hvorki af mér eða öðrum, er bezt til hans heilsu þekktu. En ef hann treysti sér til að taka verkið að sér, skyldi ég miðla þessu litla sem ég taldi mig hafa fram yfir hann hér að framan, enda fór svo að hann hóf þetta verk með þessari ódrepandi starfs gleði og starfslöngun. Mig dreymdi draum, skömmu áður en Jón hafði hugmynd um vega- gjörð þessa og allra sízt að til orða kæmi að hann yrði að ein- hverju leyti við hana riðinn — en mig hafði æfinlega á undan förn- um árum dreymt fyrir því, er Jón hóf einhver meiriháttar störf fyr- ir ríkið. Mér þótti sem ég væri einhvers staðar við jarðrask á hrjúfu landi, en með stórtækari vinnu- vélar heldur en að ég hafði áður augum litið. Þóttist ég sjá jarð- ýtur bylta um þessum úfna og grýtta jarðvegi og sá ég aðallega eina stóra ýtu sem mér fannst eins og vera mest metin, eða hafa einna mesta þýðingu. En allt í einu kemur hún að mjórri en djúpri gjá og mér finnst hún keyra þar yfir og hverfa alger- lega ofan í hyldýpið. Bregður mér svo við, að ég vakna. Sagði ég vini mínum drauminn og réð- um við hann síðar í sambandi við stöðvum þá, er á verk þetta kom í haust, og tafði það um þrjár vikur, en nú finnst mér ég hafi! fengið ráðningima. Ein þýðingar- mesta vél hvers vinnuflokks er góður og útsjónarsamur verk- stjóri, og nú er Jón kallaður skyndilega frá hálfenduðu verki. Mér finnst ég hafi þarna horft á eftir þýðingarmiklu vélinni, þar sem að duglegi og þróttmikli gamli verkstjórinn með hamar- inn og múrsleifina — stórtæku ýtuna og stóru vélskóflurnar •—1 hafandi sér í hönd, til þess að gera úfið og grett land að ljúfum ' og þægilegum vegi, fyrir aldna og óborna, að'renna eftir á þægi- legum farartækjum framtíðar- : innar, — hnígur niður örendur við starfið. En þetta var dauð- dagi að hans skapi, að gefast aldrei upp fyrr en yfir lyki. Og svo síðasta kvöldið, sem hann lifði, kom hann að rúmi mínu, þar sem ég lá veikur, og settist þar til að ræða um hugð- arefni sitt, verkið að morgni •— og eftir að hafa leyst sameigin- | lega örlítið vándamál er okkur báðum fannst, varð hann svo barnslega glaður og ræddi um ýmislegt annað. En svo sneri hann sér í.ð hvítvoðung, lítilli sonar dóttur minni, er var við rúm mitt og dvalið hefur hjá okkur hjónum um sinn. Það var yndislegt að sjá Ijómann, er færð- ist yfir ásjónu hins aldna vinar míns, er hann fór að hjala við litlu stúlkuna og brosið, sem færðis yfir andlit hans. Þetta var eins og síðasta kveðjan til okkar ! heima. Svo kvaddi hann mig með kossi og litlu stúlkuna með sínu blíðasta brosi. — Morguninn eftir fór hann svo eldsnemma til vinnu sinnar. Og þó að kveðjan hafi ekki verið eins hlýleg að sjá eins og tillitið til litla barnsins, þá skil ég það vel, þar sem slíkur maður sem hann var, hvað heil- brigði snerti og engum var kunn- ar um en okkur heimilisfólki hans og lækninum hans — hefur þurft að brynja sig mikilli hörku til þess að fara út í skammdegis- nóttina til erfiðra starfa og að harka sú, sem til þess þurfti, varð að koma í ljós — þó að inni Framh. á bls. 11 Can-can-dans i nýtízku búning dæmdur ógildur FYRIR nokkru ætlaði leikhús eitt í Lundúnum að hef ja sýn- ingar á hinum víðfræga franska pilsadansi „can-can“. En dans sá naut mikilla vin- sælda á gleðihúsum Parísar- borgar á siðustu öld. Er hann aðallega fólginn í því að dans- meyjar sveifla fótum hátt í loft upp og þyrla margföldum blúndupilsum upp frá bygg- ingu líkamans. NÝTÍZKU CAN-CAN En í þetta skipti ætlaði hið enska leikhús í samráði við tízku- húsið að endurvekja „can-can“ dansinn í nútíma mynd. Voru sniðnir nýjir búningar, fegurri og einfaldari að gerð en hinir gömlu en blúndubuxum sleppt úr skrautverkinu. DANSMEYJAR NEITUÐU Þá vildi aðeins svo illa til að danskonur leikhússins neituðu að dansa í hinum nýja búning. Töldu þær hann ósiðsamlegan, enda hefðu þær s&mið svo við leikhús- ið að dansa „can-can“ dans, en svo gæti dansinn ekki kallazt ef búning öllum væri gerbreytt frá því sem tíðkaðist í hinni gömlu glöðu París. Mál þetta fór fyrir dómstól- ana og varð niðurstaðan sú að dansmeyjarnar voru taldar hafa rétt fyrir sér. Taldi dómari ómögulegt að nefna það „can- 1880 Þannig leit „can-can“ 19. aldarinnar út. dansmær can“ dans sem sýndur væri í hin- um nýtízkulegu klæðum. DÓMARINN HAFÐI REYNSLU Úrslitum hefur það e. t. v. ráð- ið að dómari í þessu máli var 68 ára og gætir þess í dómsorð- um hans að hann harmar liðna daga, þegar dansmeyjar skemmtu honum og Heiri ungum mönnum aldamótaáranna með töfrandi dansi sínum. Dómarinn minnist þess, að þeg- ar hann var ungur maður, þá horfði hann stundum á ósvikinn „can-can“ dans Lýsir hann síð- an af eigin reynd hvernig bún- ingar dansmeyjanna voru úr margföldu plíseruðu og felldu silki með pífum og óralöngum blúndum, svörtum silkisokkum og glæsilegri hárgreiðslu. í loka- orðum segir dómarinn: •— Ég hef 40—50 ára reynslu og þekkingu í þessum efnum og get þessvegna kveðið upp þann dóm, að hinir nýju búningar eru ekki „can- can“ búningar. ÓSIÐSAMLEGIR? Vegna þessa var talið rétt af dansmeyjunum að neita að dansa í hinum nýju búningum. Er jafn- vel talið jaðra við það að hinir nýju búningar séu ósiðsamlegir, þótt dómarinn kvæði ekki upp úr með það. Nútíma-búningur dansmeyjanna getur ekki talizt „can-can“ og er jafnvel ósiðsamlegur. Ljóð eftir Jens Hermannsson FYRIR jólin kemur út ljóðabók eftir Jens Hermannsson frá Flat- ey á Breiðafirði. Hún er gefin út af Breiðfirðingafélaginu í Reykjavík, enda ljóðin gefin því af höfundi Jens er vinsæll höfundur og þekktur um Breiðafjörð og raun- ar allt Island af bókum sínum: Breiðfirzkir sjómenn. Munu því margir vita, að ljóð hans eru ekkert tízkutildur og atomhróf. Þau eru bergmál af sálaröldum hins breiðfirzka alþýðumanns, eins og hann verður göfugastur og menntaðastur í skóla lífs og reynslu. Það andar aðdáun, friði og starfi af hverju blaði þessara ljóða, þótt þau geti ekki talizt til hins stóra og átakaþrungna í íslenzkri Ijóðagerð. Astin til átt- haganna og ægis er líkt og rauð- ur þráður, sem tengir Ijóðin í eina heild. Þótt hver perla sé, ef til vill ekki unnin til hlítar, það var áreiðanlega lítill tími til þess fyrir Jens í margháttaðri lífs- baráttu, þá spegla þær allar gull- ið skin hins göfuga og góða, frá sál þess manns, sem ann bæði sannleika og fegurð. Þarf nútím- inn annars fremur, þrátt fyrir ný form og ný tök á ljóðagerð yngri skálda og hagyrðinga? Hlutverk listarinnar er að byggja upp, en ekki að rífa nið- ur. Breiðfirðingar, gefið vinum ykkar ljóð Jens Hermannssonar og eignist þau. Engan mun iðra þess. Þau snerta hlýja, viðkvæma minningastrengi og eru skerfur frá manni, sem sannarlega vill gera veröldina fegri og göfgari. Árelíus Níelsson. Tító í Rangoon ★ RANGOON, 6. jan. — Tító marskálkur hélt í dag frá Ind- landi til Rangoon og hyggst dvelja í ellefu daga í opinberri heimsókn í Burma. Hann er fyrsti þjóðhöfðingi Evrópu, er fer í slíka heimsókn til Burma. For- seti og forsætisráðherra Burma fögnuðu marskálkinum, klæddir viðhafnarmiklum þjóðbúningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.