Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. jan. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
KARL
STRAND:
LUNDÚNABRÉF
* Þegar Big Ben hefir lokið tólfta slaginu — Jafnvægis
timabil á alþjóðavettvangi — Batnandi fjárhagur — /ðn-
aður eykst — Visindastörf — Sir Alexander Fleming
og penicillinið
KLUKKAN tólf á miðnætti,
þegar gamla árið er að
kveðja og nýja árið að hefjast, er
venjulega margt um manninn á
Piccadilly og Trafalgar Square.
t>eir, sem úti eru að skemmta sér
— og þetta er sá dagur ársins,
sem flestir borgarbúar telja það
sjálfsagt — safnast gjarnan þang-
að í þúsundatali til þess að syngja
gamla árið út og nýja árið inn.
Þegar Big Ben klukkan hefir lok-
ið tólfta slaginu syngur mann-
fjöldinn Auld Lang Syne — Hin
gömlu kynni. — Það er dansað,
hrópað, faðmast og kysstst, veif-
ur og pappírshattar fljúga og
sumir stökkva jafnvel upp í gos-
brunnana til þess að kæla í sér
blóðið. Þótt flestir séu við skál
eru harla fáir ofurölví. Frain
eftir allri nóttu eru glaðværir
hópar á ferli um borgina sumir
fara í heimsóknir, aðrir í leit að
nýjum félögum og ævintýrum.
Löngu eftir að járnbrautir og
strætisvagnar eru hættir að
ganga og allar leigubifreiðar yf-
irfullar má sjá samkvæmis-
klædda herramenn og fegurðar-
dísir á síðum kjólum leggja fót-
gangandi af stað heimleiðis i
veikri von um að finna bifreið
á leið sinni, veifandi frá gang-
stéttunum í hvaða bíl sem fram-
hjá fer til þess að fá að fljóta
með út í útborgirnar. Og þótt
fullur vinnudagur sé að morgni
hér í landi miðar enginn hátta-
tíma sinn við það.
LÖGREGLAN OG
INNBROTSÞJÓFAR
Meðal þeirra fáu stétta, sem
taka gamlárskvöld alvarlega
eru innbrotsþjófamir og lög-
reglan. Svo mörg hús eru
mannlaus meðan heimilisfólk-
ið er úti að skemmta sér, að
tækifærið til innbrots er ó-
viðjafnanlegt. Ýmsir skilja
eftir lofandi Ijós til þess að
blekkja þessa óvelkomnu
gesti. f húsinu þar sem þetta
er ritað í Victoria Grove log-
uðu ljós yfir tómum bekkjum
fram yfir miðnætti að öllum
fjarverandi og engin tíðindi
gerðust, en hinumegin í göt-
unni nokkur skref í burtu
voru húsráðendur um 1000
sterlingspunda virði fátækari
að fötum og skartgripum þeg-
ar þeir komu heim síðla um
nóttina. Til þess óvelkomna
gests er þar var að verki hefir
ekkert spurzt — ennþá. Jafn-
vel gleðskapur áramótanna
getur haft sínar skuggahliðar.
JAFNVÆGISTÍMABIL
AÐ HEFJAST
Enginn vafi er á því að hér í
landi eru miklar vonir tegndar
við þetta ár sem nú er að hefj-
ast. Þótt ef til vill sé hæpið að
segja að enn líti friðvænlega út
í veröldinni, þá er sú skoðun al-
mennt ríkjandi hér i London að
með þessum áramótum sé að hefj
ast jafnvægistímabil, sem mikils
megi vænta af. Þetta eru fyrstu
áramót um meir en tuttugu ára
skeið þar sem ekki hefir verið
um meiri háttar styrjaldarástand
að ræða einhversstaðar í heimin-
um og litlar ýkjur er að segja,
að síðan Balkanstríðin hófust fyr-
ir 42 árum hafi styrjaldarkeðjan
verið nær órofið. Framan af
þessu ári var útlitið þannig, séð
frá London, að fyr en varði gæti
nýr hlekkur keðjur bætzt við í
þessa keðju. En með Genfarráð-
stefnunni og þeim áföngum, sem
síðar hafa náðst, og nú loks við
ákvörðun franska þingsins um að
hefja varnarsamvinnu við Þýzka-
land, hefir þeim, sem bezt haía
skygni yfir þessa atburði, virzt
sem rofa taki nú í lofti.
í London ryður sú skoðun
sér æ meira til rúms að vænta
megi nú frekar rólegrar yfir-
vegunar í alheimsmálum en
fyrr, áður en gripið sé til ör-
þrifaráða. Hiti og þungi, blóð
og tár stríðsáranna eru þeim
enn í fersku minni, sem sár-
ast áttu um að binda, og
Sir Alexander Fleming
mörgum þeirra kemur ugg-
vænlega fyrir sjónir sú stefna
að ganga til vopnabandalags
við þjóð sem barst við þá á
banaspjótum fyrir tæpum
áratug. En þrátt íyrir það gæt-
ir þeirrar skoðunar æ víðar,
að ef tryggja á frið á komandi
árum verði að færa til þess
fórnir, sem kosti hvern ein-
stakling þjóðarinnar sjálfsaf-
neitun í einni eða annarri
mynd. Og stundum er sú
sjálfsafneitun stærst að geta
látið það kyrrt Iiggja, sem
liðið er þótt ekkert sé gleymt.
ÞJÓÐIN HEFIR. ENN MIKLU
HLUTVERKI AÐ GEGNA
Sú hlutdeild, sem Sir Anthonv
Eden hefir átt í því að skipa mál-
um í heiminum á undanförnum
mánuðum, hefir ekki einun'gis
eflt hróður hans og vinsældir um
allt landið, heldur og einnig fært
þjóðinni heim sannanir á því, að
þótt fjárhagsleg og hervaldsleg
aðstaða hennar sé ekki lengur sú
sama og fyrr, þá hafi hún enn
miklu hlutverki að gegna sem
leiðandi í þeirri jafnvægisleitun,
sem nú á sér stað þjóða á milli.
Og margir hinna ágætustu manna
meðal þessara þjóðar munu fagna
því hlutverki og kunna því bet-
ur en hinu, sem grundvallaðist á
mætti sverðsins. Rómantík hern-
aðarvaldsins kann enn að eiga
fulltrúa hér í landi en meðal al-
mennings er glit hennar löngu
fölnað.
BATNANDI
FJÁRHAGUR
Önnur hofuðástæða fyrir því
að bjartsýni er meiri hér í landi
en nokkru sinni fyr, er fjárhags-
ástand og horfur þjóðarinnar. I
upphafi reikningsársins spáði
Butler fjármálaráðherra því, að
með sparnaði og gætni mætti tak-
ast að sýna tekjuafgang á ríkis-
reikningunum í lok þessa árs. Um
áramótin gaf stjórn skýrslu um
fjárhaginn, sem sýndi að ástand-
ið er betra nú en fyrir ári síðan
•g með sama frámhaldi má bú-
ast við því að í lok reiknings-
ársins, 31. marz, verði tekjuaf-
gangur ríkisins um 280—290
milljónir sterlingspunda. Á ár-
inu 1953 var tekjuafgangur um
94 milljónir.
Ef svona vel tekst til gera
menn sér vonir um það að
tekjuskattur verði lækkaður
að einhverju verulegu leyti á
næstu fjárlögum, en hann er
sem stendur þyngsta byrði al-
mennings. Önnur rá:ðstöfun,
sem einnig mundi verða tekið
fegins hendi er lækkun á
bensínskatti, sem er mjög hár
og kemur beint og óbeint nið-
ur á hverjum einstaklingi í
fargjöldum og vöruflutning-
um, auk þeirra, sem svo
heppnir eru — eða óheppnir
— að eiga bifreiðar sjálfir til
afnota.
AUKNING IÐNAÐARINS ....
í langflestum iðngreinum hef-
ir liðna árið verið hagsælt. Fram-
leiðsla stáliðn. er um 18.5 millj.
smálesta á árinu í stað 17.6 smá-
lesta árið áður. Útflutningur stál-
vara hefir einnig aukizt. Um 1
milljón bifreiða af ýmsum gerð-
um hafa verið smíðaðar á árinu
og á fyrstu 11 mánuðum ársins
voru bifreiðar fluttar út fyrir
tæpar 108 milljónir sterlings-
punda, en fyrir 95 millj. á sama
tímabili árið áður. Skipasmíðar
ársins námu 1.500.000 smálestum
brúttó, sem er mesta skipafram-
leiðsla síðan fyrir stríð. Bretland
framleiðir nú 37% af vöruflutn-
ingaskipum heimsins. Þar af eru
olíuflutningaskip langhæst á
lista. Og loks hefir whiskyfram-
leiðslan aukizt að mun og nær
nú 144 millj. lítrum, og hagnað-
urinn af útfluttu whisky er yfir
35 milljónir punda.
1938. í engri iðngrein hefir sam-
svarandi kauphækkun átt sér
stað. Auk þessarar kauphækkun-
ar hafa starfsskilyrðin margvís-
lega batnað á sama tíma. Eigi að
síður gengur erfiðlega að íá
námumenn til þess að mæta
reglulega í vinnu og dæmi eru
til að allt að 25—30% vanti í
vinnu þeirra, sem skráðir eru
sem fastir starfsmenn. Og þótt
véltækni í námunum hafi auk-
izt hafa afköst hvers manns að-
eins aukizt um 0.1 smálest á vök-
unni samanborið við árið 1938.
Á árinu 1954 voru um 430.000
smálestir kola fluttar inn frá
Ameríku og nær 2 millj. smá-
lesta annarsstaðar að. Raunveru-
legt tap á innfluttum kolum hef-
ir orðið um tvö sterlingspund á
smálest, sem ríkið hefir orðið að
bera.
VÍSINDALEGAR
RANNSÓKNIR
Erfitt er að segja um hverjar
þær vísindalegar niðurstöður,
sem fengizt hafa á liðna árinu
eiga eftir að leika þýðingarmest
hlutverk í framtíðinni. En telja
má víst að rannsóknir þær, sem
gerðar hafa verið á þeim geisla-
virku efnasambörrdum, sem nefn-
ast isotopar eigi eftir að opna
nýjar leiðir einkum í efnafræði
og læknisfræði. Notkun isotopa
er margvísleg, í læknisfræði er
hún að nokkru leyti hliðstæð
notkun annarra þekktra geislana,
en þýðingarmest er hún í rann-
sóknum á ýmsum þeim breyting-
um, söm eigá sér stað í lifandi
vefjum. Frá líffræðilegu sjónar-
miði virðist hér vera um marg-
víslega nýja rannsóknarmögu-
leika að ræða, áður óþekkta. Loks
má nota isotopa til varðveizlu
matvæla, til prófunar á alls kon-
um sínum á sýklafræði og á
ónæmi.
Það er nú réttur aldarfjórð-
ungur síðan Fleming birti fyrstu
rannsóknir sínar á pencillin, sem
síðar urðu til þess að valda
straumhvörfum í lækningu
bakteríusjúkdóma. Penicillin,
sem unnið var úr myglusvepp-
um var fyrsta lyfið er varð al-
menningseign af stórum hópi
skyldra lyfja, sem síðar komu. og
enn í dag er það ódýrasta lyf
þessarar tegundar og að ýmsu
leyti það, sem vinsælast og
heppilegast hefir orðið í notkun,
þó önnur ný hafi komið fram á
sjónarsviðið, sum með víðtækari
notkunarmöguleika.
MISNOTKUN OG
OFNOTKUN
Penicillin og fylgilyf þess hafa
líkt og aðrar nýjungar átt í vök
að verjast gegn ásókn misnotk-
unar og ofnotkunar. Sir Alexand-
er Fleming hefir manna bezt gert
grein fyrir því, að þótt mörg
þessara lyfja séu sjálf hættulít-
il í notkun, geta margvíslegar af
leiðingar siglt í kjölfar lækning-
arinnar, sem hætta getur stafað
af. Ýmsar sýklategundir öðlast
smátt og smátt ónæmi gegn á-
hrifum þessara lyfja á þann hátt
að þau verða gagnslaus gegn á-
kveðnum sýklahættum. Til dæm-
is má nefna að í brezkum sjúkra-
húsum er um helmingur þeirra
stafsýkla, sem teknir eru til
ræktunar innan sjúkrahúsanna,
ónæmar, en utan sjúkrahúsanna,
er þessi hlutfallstala langtum
lægri. Líkur eru þó til að þess-
ar sýklaættir tapi ónæmi sínu er
fram líða stundir.
Önnur aðalhættan, sem staf-
ar af notkun lyfja þessarar er
ofnæmi það, sem skapast get-
ur hjá einstökum sjúklingum
einkum við endurtekna notk-
un. Þau miklu og mörgu skrif,
sem birzt hafa um lyf þessi,
sum harla óþörf, hafa gert
það að verkum að ýmsir sjúkl-
ingar vænta antibiotiskra
lyfja þar sem þeirra er lítil
eða engin þörf í stað þess að
spara sér möguleikana á því
að njóta hjálpar þeirra þar
til hin alvarlegri tilfelli steðja
að.
í hendi þess læknis, sem kann
að vega og mæla rök með og
móti notkun þessara lyfja eru
þau eitthvert bitrasta vopn ^ians
í baráttunni gegn dauðanum.
Framleiðsla þeirra hefir vaxið
stórkostlega ár frá ári. Árið 1945
var öll penicillinframleiðsla
heimsins um fimm smálestir, en
nú eru 300 smálestir af penicillin
framleiddar í Bretlandi og Amer-
íku eingöngu. Myglusveppir Sir
AlexanderFeimings hafa því í
orðsins fyRstu merkingu risið
upp úr skúmaskoti vanþekking-
arinnar og sezt að háborði vís-
indanna.
London, 2. 1. 1955.
K. S.
Butler fjármálaráðherra
Eins og fyrrum er það einkum
i kolagreftrinum sem skórinn
kreppir. Með vaxandi iðnaði vex
kolaþörfin æ meir en framleiðsl-
an ekki að sama skapi. Árið 1953
voru unnar 220 millj. smáles+a
af kolum en um 221 millj. á síð-
astliðnu ári. Á þessu nýbyrjaða
ári er áætlað að verja 90 millj.
sterlingspunda í námugröftinn,
sem er 15 millj. meira en s. i.
ár. Samt sem áður. þarf enn að
flytja inn kol.
KOL FLUTT INN
Vikukaup hvers námuverka-
manns er að meðaltali fjórum
1 sinnum hærra en það var árið
ar efnum og ýmissa annarra
hluta.
SIR ALEXANDER
FLEMING
Einn þeirra manna, sem kunn-
astur hefir orðið í brezkri lækn-
isfræði á síðari árum lætur af
störfum nú við þessi áramót. Það
er Sir Alexander Fleming, sem
fann upp penicillinið. Sir Alex-
ander hefir verið forstjóvi
Wright-Fleming rannsóknarstofn
unarinnar á St. Mary’s Hospital
í London, og lætur nú af því
starfi, þar sem hann er orðinn
74 ára gamall. Hann mun eigi
að síður halda áfram rannsókn-
- Úr daglega lífinu
Framh. af bls. 8
Rakti dósentinn í máli sínu alla
þá möguleika, sem kynnu að
vera fyrir því að Jesú hefði orðið
fyrir utanaðkomandi áhrifum í
kenningu sinni, og eftir hvaða
leiðum þau áhrif kynnu að hafa
borizt. Niðurstaðan af þessum
hugleiðingum dósentsins voru
þær, að um framandi áhrif væri
ekki að ræða, heldur reisti Jesú
kenningar sínar á trú þjóðar
sinnar, Gyðinganna og Gamla
testamentinu. — Var erindi dós-
entsins fróðlegt og vel flutt.
----------------------
Viðskiptasamningur
MOSKVA — Júgóslavia og Rúss-
land undirrituðu s.l. miðvikudag
: (5. jan.) sinn fyrsta viðskipta-
1 samning síðan 1949. Júgóslavía
mun selja kjöt, en kaupa baðmull
I og olíu.