Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilif í dag: Norðaustan kaldi. Bjartviðri. 8. tbl. — Miðvikudagur 12. janúar 1955. Isafjarðarbréf « blaðsíðu 7. Stöðva verbur þegar t stað smáufsa veiðina ^Jrér er !A,m ránurlijut «<( ræí>a TOGARAÚTGERÐARMENN hafa beðið Mbl. að vekja máls á því, að nauðsyn beri til að stöðva þegar í stað ufsa uppmokst- urinn í Keflavíkurhöfn, þar eð um sé að ræða hreina rányrkju. í 3 mán. námsferð í Bcndaríkgunum VEKÐMIKILL FISKLR Almennt mun fólk hafa litla hugmynd um, að ufsinn er verð- mikill fiskur, þegar hann er orð- inn fullvaxinn og togararnir veiða hann á djúpmiðum í salt. Greta má þess t. d., að í fiskfarmi J>eim sem Arnarfell er nú á leið með suður til Brazilíu, eru hundr- uð lesta af söltuðum og þurrk- uðum ufsa. En einnig fæst gott verð fyrir blautsaltaðan ufsa á saltfiskmörkuðum Evrópu. Það þarf engan að undra þó ufsatorfur séu hér upp í land- steinum, frekar en ýsu- og þorska seyði, því hér í Faxaflóa eru, eins og allir vita, uppeldisstöðvar fisksins. Ufsinn, sem þeir hafa mokað upp í nótum við bryggj- urnar í Kéflavík, er ekki stærri en svo, að hann er aðeins 10. hlut- inn af þeirri stærð er hann verð- ur, þegar togararnir veiða hann í salt eða til neyzlu og bátarnir á færi eða línu. Allir hugsandi menn telja brýna nauðsyn bera til að slík rányrkja, sem stunduð hafi verið undanfarið suður í Keflavík og víðar, verði stöðvuð þegar í stað. Því ufsaveiðar þessar eru ekki á neinn hátt réttlætanlegar og engu síður en t. d. að menn tækju upp á því að moka upp þorsk- og ýsuseyði, sem erú hér uppi í landsteinunum í Faxaflóa. Togarar fara á salífiskveið* ar mannaðir færeyskum Mjög litlar saltfiskbirgðir í landinu SEM kunnugt er hefur gengið mjög erfiðlega að fá togarasjómenn til starfa á togurunum, er þeir hafa farið til saltfiskveiða. Af- leiðingin hefur svo orðið sú að í landinu eru litlar sem engar salt- fiskbirgðir, til þeirra landa sem góður markaður er fyrir fiskinn, t d. til Ítalíu og Grikklands. SLÆMT ÁSTAND Til þess að bæta úr þessu slæma ástandi, og til þess að keppinautar okkar á saltfisk- mörkuðum nái ekki allri saltfisk- sölunni til sín, án þess að íslend- ingar fái þar nokkuð að gert, hafa nú þegar verið ráðnir marg- ir færeyskir sjómenn á togarana, til saltfiskveiða. Hafa ýmsir Fær- eyinganna verið á ísl. togurum áður, eða þá á færeyskum. FIMM TOGARAR BÆJARÚTGERÐARINNAR Bæjarútgerð Reykjavíkur hef- ur nú ráðið á fimm skip sín alls nær 60 Færeyinga, og togarar þessir eru að fara á saltfiskveið - ar. Fóru tveir togarar til Fær- eyja, Pétur Halldórsson og Jón Baldvinsson, til að sækja hina færeysku sjómenn. En auk þess- ara togara eru á saltfiskveiðum Þorsteinn Ingólfsson, Þorkell Máni og Ingólfur Arnarson. Jón Baldvinsson kom við í Færeyjum á leið sinni frá Ham- borg, en þar seldi hann afla sinn fyrir um 107.000 mörk. Fiskurinn fór til A.-Þýzkalands. Fleiri togarafélög munu hafa ráðið til sín færeyska sjómenn á saltfiskveiðar. Nýjárcfagnaður Hvafar í KVÖLD heldur Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt nýársfagnað í Sjálfstæðíshúsinu. Verður þar margt til skemmtunar, meðal annars félagsvist og verða verð- laun veitt. Formaður félagsins frá Guðrún Jónasson heldur ávarp og síðan verður sámeigúi- leg kaffidrykkja. Samkomunni lýkur með dansi. Félagsvistin hefst stundvíslega kl. 9, en húsið verður opið frá kl. 8. Er félagskonum heimilt að taka með sér gestL AÐ UNDANFÖRNU hafa marg- ir hópar íslendinga átt þess kost að fara til Bandaríkjanna til sér- menntunar á einhverju sviði og kynningar. Hér er mynd af ein- um slíkum „íslendingahóp“ en þeir eru frá vinstri á myndinni (í vinnufötum): Ingvar A. Jó- hannsson, Ólafur Thorsteinsson, Hans Vilhjálmsson og Sverrir Vilhjálmsson frá Akureyri (á hækjum sér). Með þeim eru á myndinni tveir Bandaríkjamenn, ráðamenn í verksmiðju í Cleve- land. Þeir félagarnir dveljast um 3 mánaða skeið vestra og ferðast þeir á þeim tíma milli ýmissa verksmiðja er framleiða þungar og stórar vinnuvélar. Allir hafa þeir mikið unnið við vélar áður í vélsmiðjum hér í bænum og víðar. Myndin er tekin í Cater- pillerverksmiðjunum í Cleveland og sjást þeir þar sem þeir hafa „rifið í sundur“ Caterpiller vél. Segir undir myndinni í Cleveland blaðinu, sem hún birtist í, að það kunni að vera auðvelt að rífa vél í sundur, en öllu erfiðara sé að setja hana rétt saman. En það séu íslendingarnir m. a, komnir til að læra. í blaðinu var stutt samtal við „fjórmenningana" og segir þar að þeir séu í Ameríku á vegum bandarísku og íslenzku ríkis- stjórnanna. Leggja þeir áherzlu á það í samtalinu að leiðrétta misskilning fólks er þeir hafa hitt um ofsalega kalda veðráttu á íslandi og segja stuttlega frá landi og þjóð. I ióndi í Rauðasand undir traklor og fó) AL ClíflÁI á AfímC 1?YRIR nokkrum dögum vildi það slys til í Kollsvík í Rauðasands- lU Hu31 ft yillllj jr hreppi, að bóndinn að Mel, Ingvar Guðbjartsson féll af traktor og fótbrotnaði. Liggur Ingvar nú á sjúkrahúsi Patreksfjarðar og er líðan hans eftir atvikum góð. stöðiim og Möðruda! f GÆRDAG var frost um allt land og snjókomá á norðan- og austanverðu landinu, en bjart annars staðar. Mest frost var á Grímsstöðum á Möðrudal eða 16 stig. í Reykjavík var 9 stiga frost um hádegið. Veðurstofan spáir 1 áframhaldandi kulda, eða NA! kalda og bjartviðri hér sunnan-, lands. GulHoss ftyfur færeyska sjómenn VONIR standa nú til, að milli 200 og 300 færeyskir sjómenn fá- ist hingað að þessu sinni til vinnu við bátaflotann og togarana, en eins og kunungt er, vantar til- finnanlega menn í sambandi við fiskveiðarnar. Gullfoss, sem fór frá Leith í gær, kemur við í Færeyjum á leið sinni hingað til lands og flyt- ur færeyska sjómenn hingað. Akranesbátur fékk 11 lestir fiskjar AKRANESI, 11. jan. — Afla- hæsti báturinn í gær var Reynir, sem fékk 11 lestir fiskjar og var hann langhæstur. f dag voru 15 bátar á sjó héðan og var aflinn sýnu> lakari en í gær eða frá 3J4—7 lestir. Landnorðan hvass- viðri var á miðunum í dag með hörkufrosti. — Togarinn Akurey er væntanlegur hingað á morgun og mun vera með unr 200 lestir fiskjar. — OddUr. VEGARKANTURINN LÉT UNDAN Ingvar var á leið milli bæja í Kollsvík á traktornum og var með honum ungur drengur. Á einum stað var vegurinn mjög tæpur og laus möl í kantinum. Þoldi hann ckki þunga traktors- ins og seig niður. ÞRJÁR VELTUR Skipti það engum togum að traktorinn tók þarna þrjár veltur út af veginum en kanturinn var talsvert hár. Tókst drengnum að stökkva af traktornum, og komst slysalaust af. Ingvar stökk einnig af honum en varð ekki nógu fljót ur að forða sér undan. Lenti Lausf !i! umséknar DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur nú auglýst laust til umsóknar embætti sýslumanns í Dalasýslu. Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumað ur þar sagði því lausu, sem kunn- ugt er, nú um áramótin. — Um- sóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. febrúar næstkomandi. Lítill afli á Stokkseyri STOKKSEYRI, 11. janúar. — Vetrarvertíðin er ekki hafin hér ennþá, en stóru bátarnir eru óð- um að búa sig undir hana. Trill- ur hafa lítið verið á sjó undan- farið. Ein trilla fór á sjó í gær og reri á grunnið; var fiskur bæði smár og tregur. Var báturinn með 3—400 kíló úr róðrinum. — Mun ekki verða hugsað um sjó- sókn á smærri bátum að sinni. hjólið á fæti hans með þeim af- leiðingum að hann fótbrotnaði. FLUTTUR Á PATREKSFJÖRÐ Var þegar brugðið við og feng- inn bátur frá Patreksfirði til að flytja Ingvar á sjúkrahúsið þat'. Kom þar í ljós að báðar pípurn- ar í fætinum höfðu brotnað. Rafmapskerfi | Bolungavíkur athugað BOLUNGARVÍK 11. jan. Hing- að komu nýlega verkfræðingar frá Raforkumálastjórninni til að athuga rafmagnskerfi bæjarins. Var það gert vegna hinnar fyrir- huguðu vatnsvirkjunar í Fossá. Almennur fögnuður er hér ríki- andi yfir því að virkja á ána, enda mutn það vafalaust auka alla atvinnumöguleika hér að fá nægi- legt rafmagn, en það hefur ekki verið algjörlega fullnægjandi til þessa. Annars er atvinnuástand hér nú gott og fyrirsjáanlegt að svo verði áfram. Ágóðinn af happdrætti háskólans gengur til náttúrusafnsbyggingar TVrÝTT happdrættisár Háskólahappdrættisins er nú að hefjast og 1V verður dregið í 1. flokki á laugardaginn kemur. Allar horfuf eru á því að miðar happdrættisins muni allir seljast upp. íFYRRA OG NÚ í gær átti Mbl. stutt samtal við próf. Pétur Sigurðsson há- skólaritara, er skýrði svo frá, að starfsemi happdrættisins hefði gengið mjög vel síðastl. ár. Voru þá aðeins um 5% af happ- drættismiðaupplaginu, allt fjórð- ungsmiðar, óseldir. — En nú eru þessir miðar allir farnir, og ekki annað af óseldum miðum, en þeir sem viðskiptamenn frá fyrra ári, hafa ekki endurnýjað. En byrjað var að selja þessa miða í gær. 60% MIÐANNA Um 60% af miðum happdrætf- isins eru hér í Reykjavík og Hafn arfirði. Þó hlutur Reykjavíkur sé mikill, þá varð útkoman á fyrra ári sú, að hærri vinningar dreifð- ust mjög um allt landið. ÓHEPPINN MAÐUR í 12. flokki var í fyrsta sinn dregið urn 250.000 kr. vinning. Kom miði þessi á %-miða, en að- eins tveir miðanna voru í umferð, þar eð eigandi tveggja hafði á árinu hætt við sína miða. Féllu þeir því í eigu Háskólans. Þetta mun vera einsdæmi, a. m. k. er um hæsta vinning hefur verið að ræða. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Aðspurður um næsta verkefni happdrættis Háskólans, gat próf. Pétur þess, að það væri bygging náttúrugripasafnsins, sem kosta myndi 5—6 milljónir króna. Er svo ráð fyrir gert að þetta yerði allmikið hús. — Það á að rísa I Háskólahverfinu sunnanverðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.