Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilil í dag: SV-stinningskaldi. Dálitil súld eða rigning. 43. tbl. — Þriðjudagur 22. febrúar 1955 Kosinaður af skólahaldL Sjá blaðsíðu 9. Fjáröflunardagur Rauða Kross fslands er á morgun, öskudag f fyrra voru seid merki í Rvík fyrir um 90 þús. krónur AMORGUN, öskudag, er hinn árlegi fjáröflunardagur Rauða Kross íslands um land allt. Þann dag eru merki félagsins seld s götum úti hér í bænum, og einnig hjá deildum Rauða Krossins út um land og hjá trúnaðarmönnum félagsins. Eins og allir vita, Þefur félagið margþætta starfsemi með höndum og þarfnast þess vegna mikils fjár, enda hefur almenningur skilið vel mannúðar- starfsemi þess og verið örlátur á merkjasöludaginn. VEGNA hins fádæma langa frostkafla, er nú jafnvel svo komið vegna þess hve vatnsbrýst- ingurinn er lítill orðinn, að all- víða í bænum er skortur orðinn á neyzluvatni. o—o í þeim hverfum bæjarins sem hæst liggja, er í sumum tilfellum orðið svo alvarlegt, að vatnsdropi hefur ekki komið þar úr krönun- um undanfarinn hálfan mánuð. o—□□ o Margir hafa reynt að bæta úr þessu með því að láta dæla af vatnsbílum í vatnsgeyma hús- EeysiSeg cs.sékn að spilokvöldi Sjólíslæðisíéloganno í gærkvöldi OJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík héldu í gærkvöldi eitt af O hinum vinsælu spilakvöldum i Sjálfstæðishúsinu. Húsfyllir rar, og komust færri að en vildu. Spiluð var félagsvist af miklu fjöri og verðlaun veitt. iv.r.uiu u ivi VINNUDEILUR OG KAUPGJALDSMÁL Kjartan Jóhannsson alþingis- maður flutti ágæta ræðu og ræddi um vinnudeilur og kaup- gjaldsmál. Var máii hans mjög vei ickjo og ræoumaour nyutur með dynjandi lófataki. Eins og fyrr segir var geysileg aðsókn að spilakvöldinu. Sýnir þetta glögglega hve slíkar sam- komur eiga miklum vinsældum að fagna meðal almennings. MARGIR RÉTTA HJÁLPARHÖND Fréttamenn áttu í gær viðtal við stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands í tilefni af fjáröflunardeginum, en formaður hennar er séra Jón Auðuns, dóm- prófastur. Kvað hann marga rétta fram hendur til starfsins, -einkum hefðu ungar námsmeyjar j kvennaskólunum veitt ómetan- lfega hjálp við afhendingu merkj- anna til sölubarnanna, sem ekki hafa látið á sér standa, undan- farin ár. Á síðastliðnu ári seldu hátt á annað þús. börn merki Rauða Krossins hér í bænum. 10 DEILDIR VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ Rauði Krossinn hefur marg- þætta starfsemi eins og kunnugt er. Hefur þó mest kveðið að, og ílestum mun kunnugast, starf- rækslu barnaheimila og sjúkra- flutningum. 10 deildir eru starf- andi á vegum hans á ýmsum stöð- um á landinu sem vinna að hjúkr unarmálum og eiga nú 7 sjúkra- bifreiðir til afnota. Á vegum fé- lagsins er gefið út meðal annars ritið Heilbrigt líf, um heilbrigðis- mál og unglingablaðið Unga ts- Iand. Þá rekur það sjúkraskýli í Sandgerði og auk þess í fyrra- sumar sjúkraskýli á Raufarhöfn um síldveiðitímann. Það hefur fastráðna hjúkrunarkonu í þjón- ustu sinni sem ferðast um landið og heldur námskeið í „Hjálp í viðlögum" í skólum og víðar eftir því sem óskað er. „HJÁLP í VIÐLÖGUM“ Síðastliðinn vetur gekkst Reykjavíkurdeild Rauða Kross tslands fyrir námskeiðum fyrir almenning í „Hjálp í viðlögum". Var þátttakan ókeypis. Stóð Elías Eyvindsson læknir fyrir nám- skeiðunum, sem voru mjög fjöl- sótt. Hefur Rauði Krossinn nú ákveðið að halda slíkt námskeið í vetur, með sama fyrirkomulagi og í fyrra. Verður það bæði fyrir karla og konur. Kennd verður ýmiss konar hjálp m. a. blóðgjaf- ir og meðferð á losti. — Innan skamms mun koma út ný útgáfa af bók Jóns Oddgeirs Jónssonar, „Hjálp í viðlögum“, og mun hún verða kennd á námskeiðinu. Er bókin að nokkru leyti samin um í samráði við Elías Eyvindsson lækni, sem hefur skrifað kafla í henni. 3600 SJÚKRAFERÐIR í REYKJAVÍK Á S.L. ÁRI Reykjavíkurdeild Rauða Kross- ins er stærsta deildin og telur hún um 2 þús. félaga. Hún á nú þrjár sjúkrabifreiðar og er ný- búin að kaupa vandaða þýzka ejúkrabifreið. Eru bifreiðarnar reknar frá Slökkvistöðinni og á eíðastliðnu ári fóru þær 3600 ferðir með sjúka um borgina, þar af 177 ferðir í hreinum slysatil- fellum, og margar ferðir úr bæn- um. Eitt höfuðstarfið er að ann- ast sumardvalir barna úr Reykja- vik. Á liðnu sumri voru 240 börn á vegum Reykjavíkurdeildarinn- ar, helmingur þeirra á barna- heimili RKÍ í Laugarási og um 60 á hvorum staðnum Silungapolli ©g Reykjaskóla í Hrútafirði. BIRGÐASTÖÐ Nú er Reykjavíkurdeildin að vinna að því að koma sér upp birgðum á sjúkravörum og ýmsu því er viðkemur hjúkrun. Er ætlunin að slikum birgðum verði einnig komið upp í hinum ýmsu deildum úti á landi. Skortir fé- lagið nú tilfinnanlega fé til þess- ara framkvæmda. Þess má geta að deildin lánar hjúkrunargögn á heimili endurgjaldslaust. AFIIENDINGARSTAÐIR MERKJANNA Öll börn sem koma og selja merki Rauða Krossins á morgun fá aðgöngumiða að kvikmynda- sýningu á sunnudaginn kemur og auk þess dálitla hressingu um leið og þau skila andvirði merkj- anna sem þau selja. Merkin verða afhent á þessum stöðum frá kl. 9 árdegis á öskudaginn: Skrifstofa RKÍ, Thorvaldsensstr. 6. Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstr. 8, Fatabúð- in, Skólavörðustíg 21, Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53, Verzlun Sveins Egilssonar, Lauga veg 105, Sunnubúðin, Mávahl. 26, Silli og Valdi, Háteigsveg 2, Stóra-Borg, Baugsveg 12, Stjörnu búðin, Sörlaskjóli 42, Verzl. Elís- ar Jónssonar, Kirkjuteig 5, Verzl. Axels Sigurgeirssonar, Barmahl. 8, Raftækjavinnustofa Árna Ól- afssonar, Sólvallag. 27, Ung- mennafél.húsið Holtaveg Klepps- holti, KFUM við Reykjaveg (horninu á Kirkjuteigi og Reykja vegi) og KRON Langholtsvegi 136. Rauði Krossinn þarfnast þinn- ar hjálpar í dag. Þú kannt að þarfnast hjálpar hans á mofgun. Strandaði á Nafam- um, komst hjálpar- lausi af skerinu VESTMANNAEYJUM, 21. febr. — M.b. Freydís frá ísafirði er var að fara í róður í nótt héðan frá Vestmannaeyjum, varð fyrir því, að stranda á skeri, svonefnd- um „Nafar“, sem er vestan við Smáeyjar. Kemur sker þetta vel upp úr á flóðum. Engin slys urðu á mönnum enda veður mjög gott, en einhverjar skemmdir urðu á bátnum, og kom meðal annars að honum leki. Freydís komst þó hjálparlaust af skerinu og aftur ti! Eyja. Fór báturinn í dráttarbraut hér í dag til við- gerðar. —Björn. RahnagnsManir á Ólafsfirði veqna valnsskorls ÓLAFSFIRÐI, 21. febrúar — Hér hafa verið að heita má samfelld- ar frosthörkur síðan um áramót og eru ár og vötn orðin uppbólg- in eftir frostin. Mjög miklar truflanir hafa verið hér á raf- magni, vegna vatnsskorts í Garðsá en þaðan fær Ólafsfjörð- ur rafmagn —J. anna. Urðu slökkviliðsmenn á Reykjavíkurflugvelli mjög vel við ósk um aðstoð. En nú er vatns skorturinn orðinn svo víða og til- finnanlegur, að útilokað var fyrir slökkviliðið að veita úrlausn og var því vatnshjálpinni hætt. o—□□—o Þeirri ósk hefur Mbl. verið beð- ið að koma á framfæri við bæjar- yfirvöldin, að gripið verði án taf- ar til vatnshjálpar í þeim hverf- um, sem skorturinn er alvarleg- astur í og sú hjálp skipulögð. Mjólkurframleiðslsi) meiri en nokkru sinns áður Heildarmagnið reyndid nær 52 millj. kg. Y YEILDARMJÖLKURMAGN mjólkurbúanna (rnjólkursamlag- II anna) á árinu 1954 reyndist vera 51.946.673 kg, sem er 4.600.175 kg meira magn en á árinu 1953, eða 9,72% aukning. — Frá þessia er skýrt í frétt frá Mjólkureftirliti ríkisins. Þrjú börn yrðu fyrir bíl í GÆRDAG lá við stórslysi á Hringbraut-nni við gatnamót Njarðargötu. Bíll lenti þar á þremur börnum, sem hlupu skyndilega út á götuna og leidd- I 1. og 2. flokk flokkaðist 50.350.937 kg mjólkurinnar, eða 96,93%a og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera 1.595.736 kg, eða 3,07%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vcra 45.652.938 kg, eða 96,42%, og 3. og 4. flokks mjólk rcyndist vera 1.693.560 kg, eða 3.58%. Þyrilvængja sækir slosoðon mann ust tvö þeirra. Börnin sluppu svo til ómeidd, og má teljast mikið lán að ekki hlauzt ver'-a af Tvær brýslllofh orusfuflugvélar eyðileggjasi UM klukkan níu í gærmorgun vildi það til suður á Keflavíkur- flugvelli, að tvær kanadískar þrýstilofts orustuflugvélar eyði- lögðust og sú þriðja laskaðist lítilsháttar. Flugmaðurinn á einni flugvélanna mun hafa hlotið brunasár. Þessi flugmaður, sat í orustu- flugvélinni og mun hafa verið að búa hana til flugtaks, er hann einhverra orsaka vegna missti stjórn á henni og brunaði flug- vélin af stað og rakst á væng- brodd annarrar flugvélar og lask- aði hana lítilsháttar, en rakst á hina þriðju með þeim afleiðing- um, að eldur kviknaði í þeim. Tókst nærstöddum varnarliðs- mönnum að koma flugmanninum til hjálpar og bjarga honum út úr logandi flugvélinni, sem eyði- lagðist, svo og sú, sem hann rakst á. — Svona þrýstiloftsflugvélar, sem eru eins manns, munu kosta um 500 þús. dollara stykkið. Frá búnaðarþmgi FUNDUR hófst á búnaðarþingi kl. 10,30 í gærmorgun. Var þá til umræðu í fyrsta lagi reikningar Búnaðarþings íslands afgreiddir og samþykktir umræðulaust. Þá lagði framsögumaður fjárhags- nefndar, Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka, fram fjárhags- áætlun Búnaðarfélags íslands. — Fylgdi hann henni úr hlaði með ítarlegri ræðu. Niðurstöður henn- ar eru kr. 2,690,758. Þingið afgreiddi þrjú mál í gær. Um eyðingu refa og minka, rafmagnsgjaldskrá fyrir súg- þurrkun og þriðja málið var til- laga um útvegun búsýslutækja. Verður þeirra getið nánar síðar. ÞAÐ slys vildi til s. 1. sunnu- dag, við Skíðaskálann í Hvera- dölum, að amerískur maður varð fyrir jeppabifreið og hlaut opið fótbrot af. Var maðurinn síðan sóttur af þyrilvængju og fluttur til Keflavíkur. Þyrilvængjan í Hveradölum. Tildrög slyssins eru þau, að jeppabifreið var ekið á sléttu fyrir neðan skíðabrekkuna, en maðurinn kom á mikilli ferð nið- ur hana. Hafði maðurinn ekki nægilega góða stjórn á skíðum sínum og tókst ekki að víkja framhjá bifreiðinni þar sem hún Eldur í Brúarfossi LAUST fyrir klukkan tvö í gær var Slökkviðliðið kvatt að Brú- arfossi, sem liggur hér í höfn- inni. Var bar eldur milli þils og veggja í messa-herbergi, sem er ofanþilja. Þurfti að rífa þar þilið, og eldurinn var fljótlega slökkt- ur. Dálitlar skemmdir urðu þarna á skipinu. Eldsupptök eru sennilega þau, að neisti frá logsuðutækjum hef- ir fallið milli þilja, en verið var að logsjóða í loftskeytaklefa. Strandferð Brúarfoss norður og austur um land fellur niður vegna þessa óhappe. ók þvert fyrir undir brekkunni. Skipti það engum togum að mað-< urinn lenti fyrir jeppanum og hlaut hann opið fótbrot. 1 Það varð manninum til happa, að í Skíðaskálanum var stadduri amerískur læknir og bjó hanq' um fótbrotið til bráðabirgða. Vafl síðan hringt til Keflavíkurflug-* vallar til þess að biðja um þyriN vængju til að sækja hinn slasaðai mann. Kom vélin innan stundaU og lenti á veginum fyrir framanj Skíðaskálai n. Tókst bæði lend< ing og flugtak ágætlega og lauij skíðaför mannsins í sjúkrahúsi áí Keflavíkurílugvelli. Vaxandi fyfgi Iý3- ræðissinna í Múr- arafél. Rvíkur LÝÐRÆÐISSINNAR unnu glæsU legan sigur við stjórnarkjör 3 Múrarafélagi Reykjavíkur um s.I« helgi. Fékk listi þeirra 88 atkv* en listi kommúnista 59 atkv. Efl það meiri atkvæðamunur en ver< ið hefur við undanfarnar kosn<< ingar í félaginu. I Stjórn félagsins er þannig skipuð: Eggert G. Þorsteinsson* form., en meðstjórnendur: Jód G. S. Jónsson, Pétur Þorgeirssong Einar Jónsson og Þorsteinn Ein-< arsson. \ AUBTDRBÆR | ABCDEFGH * VISTUS3ÆR J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.