Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. febr. 1955 MORGVNBLAÐiÐ 9 Mikilvægt að búa svo um hnútana að sem fæstar flækjur komi á IGÆK var hið nýja frum- varp menntamálaráðherra um kostnað af skólahaldi til fyrstu umræðu í Efri deild Alþingis. En í frumvarpi þessu er miðað að því að koma í veg fyrir margs konar óvissu, sem verið hefur í fjárreiðum menntamálanna. — Flutti menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson þá framsögu- ræðu, sem hér fer á eftir. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að síðustu áratug- ina hefur sótt í það horf, að ríkið hefur tekið meiri og meiri þátt í þeim kostnaði, sem stafar af skólahaldi í landinu. Ríkið og sveitarfélögin, þar með talin bæj- ar- og sýslufélög, annast nú í sameiningu barnafræðslu, gagn- fræðastigsfræðslu og húsmæðra- fræðslu. Hluti ríkisins af rekstr- arkostnaði þessara skóla nam 1953 h. u. b. 38 millj. og 100 þús. kr. og rekstrarkostnaður sveitar- félaganna nam h. u. b. 12 millj. og 900 þús. kr. Af þessum tölum er ljóst, að hér er mjög mikilla fjárhagsmuna að gæta, enda er rekstrarkostnaður ríkis og sveit- arfélaga af þessu skólahaldi áætl- aður samtals nær 55 millj. króna fyrir árið 1955. SKERA ÞAKF ÚR MÖRGUM VAFAATRIÐUM Núgildandi ákvæði um þessi efni eru í fræðslulöggjöfinni frá 1946. Samkvæmt lagaboðunum er ætlazt til, að um þetta sé nánar kveðið á í reglugerðum. Reglu- gerðir þess efnis hafa all lengi verið í undirbúningi í mennta- málaráðuneytinu, en að athuguðu máli varð ljóst, að sjálf lagaboð- in eru að ýmsu svo óskýr, sund- urlaus og sjálfum sér ósamþykk, að ekki var ráðlegt að setja reglu- gerðir samkvæmt þeim að lög- unum óbreyttum. Það er og mjög til óhagræðis að hafa fjármála- ákvæðin á víð og dreif innan um önnur ákvæði fræðslulaganna, og á allt þetta sinn þátt í því, að töluvert ósamræmi hefur orðið í framkvæmd laganna og hún öll yfirleitt slappari en viðunandi sé. Þegar af þessum ástæðum hefi ég látið undirbúa heildar- löggjöf um þessi efni og er það von mín, að eftir setningu henn- ar verði skorið úr mörgum vafa- atriðum, sem nú þvælast fyrir mönnum og að meðferð þessara mála verði þá í heild mun yfir- litsbetri en verið hefur fram til þessa. RÆTT UM HVAÐA REGLUR GILDI UM STOFNKOSTN- AÐ ARGREIÐ SLUR Mestu varðar þó að leysa þá efnisannmarka, sem fram hafa komið á gildandi lögum. Þar skiptir höfuðmáli, að skýr á- kvæði verði sett um stofnkostn- aðargreiðslu skólanna. Nú er mjög um það deilt, hverjar regl- ur gildi. Lögin gera að vísu ráð fyrir skiptingu milli sveitarfé- laganna og ríkisins. Af hálfu sumra er því haldið fram, að hlutföllin, sem nefnd eru í lög- Um, séu svo ákveðin, að hvor- um aðila sé skylt að greiða það fé, sem í hans hluta kemur sam- kvæmt þeim reglum, og eigi sveitarfélögin beina lagakröfu á ríkið um þaer greiðslur. Forráða- menn ríkissjóðs hafa hins vegar ætíð litið svo á, að hvað sem þessu hlutfalli líður sé ríkinu ekki skylt að greiða meira fé en hægt er að úthluta af því, sem veitt er á fjárlögum hverju sinni. Eftir þessu eru reglurnar um hlutfall ríkisins í greiðslum þess- Um einungis hámarksreglur og ræður þá fjárveitingavaldið því alveg, að hve miklu leyti það leggur fram fé í þessu skyni dnnan þeirra takmarka, sem há- marksreglurnar setja. Ef þetta er rétt er ljóst, að sveitafélögin eiga filveg undir högg að sækja hjá írmarp sem bætir lir því, hve ákvæði um gre'lsh kostnaðar af skólahaldi hafa verið óljós Framsöguræða Bjarna Benediktssnoar | menntamálaráðherra á þingi í gær ! MIKILVÆG RÉTTARBÓT Vera kann, að sumum þyki þau nokkuð flókin og of þung skylda til undirbúnings verði lögð á sveitarstjórnir og menntamála- j ráðuneyti, ásamt fræðslumála- skrifstofunni, en ég fæ ekki séð, hvernig þetta verður umflúið, ef komast á út úr því öngþveiti, sem nú ríkir. Ef framkvæmd þessa ákvæðis tekst, svo sem vonir standa til, og ef ríkið getur innan hæfilegs tíma greitt þær kröfur, sem nú eru fallnar á í þessum efnum, hefur fengizt mjög mik- ilsverð réttarbót, er gera mun skólanefndum, sveitarstjórnum, skólastjórum og kennurum og öðrum þeim, er eiga að annast framkvæmd skólamála í landinu. ólíkt léttara að gegna skyldum sínum en nú er. Vona ég, að allir geti orðið sammála um að stuðla að því, að þessi mikilvæga rétt- arbót nái fram að ganga. SKÓLABÍLAR HAFA REYNZT VEL Þá er rétt að vekja athygli á ákvæðunum um skólabíla. Akst- ur á skólabörnum og unglingum til skóla hefur sums staðar gefið mjög góða raun, einkum í snjó- léttari sveitum hér í nágrenninu og á Suðurlands-láglendinu. Með sliku er hægt að spara byggingu sérstakra skóla og heimavista og liggur sannanlega fyrir, að stund- um er það fjárhagslega mun hag- kvæmara, jafnvel þótt rekstur skólabílanna sé allkostnaðarsam- ur. Auk þess vilja flestir foreldr- ar frekar hafa börn sín heima hjá sér, heldur en að koma þeim í heimavist, þótt góð sé. Um stofnkostnaðarákvæði frum varpsins er þess ennfremur að geta, að nákvæmar er nú talið en áður, hvað til stofnkostnaðar skuli telja og betra samræmi í því en verið hefur. ¥8|!egasfa SuðyrSandáförigi Orlof tekur Sólfaxa ó leigu til Paris- Rómar-Kairo-T unis-Alsir- Madrid-London FERÐASKRIFSTOFAN Orlof hefur nú lokið öllum undir- búnftigi að ævintýralegustu hóp- ferð, sem efnt hefur verið til fyr- ir ísl. ferðamannahóp. Er hér um að ræða 21 dags Suðurlandaferð og hefur hópurinn Sólfaxa til umráða, til þess að viðdvölin á öllum viðkomustöðunum geti orðið sem Iengst, en sem skemmst ur tími fari í sjálft ferðalagið milli staðanna. FERÐIN Hópferðin hefst 16. marz n.k. og lýkur 5. april og er gert ráð fyrir að í hópnum verði nær 50 manns. Hin skemmtilega ferða- óætlun er í stórum dráttum þessi: Frá Reykjavik verður flogið beint suður til Parísar. — Eftir nokkurra daga viðdvöl þar, flogið til Rómaborgar. Næsti viðkomu- staður er Kairo. — Þaðan flýgur Sólfaxi með hópinn til Túnis, þaðan til Algeirsborgar og er hópurinn heldur þaðan verður farið til Madríd og að lokum, áður en sjálf heimferðin hefst, verður komið við í Lundúnum. Á öllum þessum stöðum verður höfð nokkurra daga viðdvöl. Ásbjörn Magnússon forstjóri Orlofs, skýrði blaðamönnum frá þessari ferð í gærdag. Fyrir hvern þátttakanda kostar ferðin, öll um 14.000 krónur. — Á hverj- um stað verður hið markverðasta skoðað af söfnum, sögustöðum og merkum mannvirkjum, og einnig það, sem sérkennilegt þykir og einkum einkennandi fyrir hina mörgu og ólíku staði, sem komið verður á. — Við munum kappkosta að gera ferðina sem ánægjulegasta og fróðlegasta í senn, sagði Ás- björn Magnússon. En þar eð ferð þessi hefst um miðjan marz sem fyrr segir, þá er nauðsynlegt fyrir væntanlega þátttakendur að hafa tilkynnt þátttöku sína eigi síðar en 1. marz. Bjarni Benediktsson, menntamálaráðherra. fjárveitingavaldinu og geta í raun réttri litlu eða engu treyst um stuðning ríkisvaldsins við að koma skólum upp. 17 MILIiJÓN KRÓNA ÓGREIDDAR KRÖFUR Ég skal ékkert um það segja hér, hvað rétt sé í þessu, hvort sveitarfélögin eigi réttarkröfur á ríkið eða ekki, enda er orðalag laganna ekki allt á einn veg og engan veginn víst, að efni þeirra sé hið sama, þó að sennilega hafi verið til þess ætlazt. Það, sem hér skiptir máli, er, að ríkið hefur hvergi nærri greitt framlög, sem samsvari því hlutfalli, er lögin nefna, og gera sveitarsjóðir nú kröfur á hendur ríkissjóði fyrir barnaskóla 12Vz millj. króna, fyrir gagnfræðaskóla 3 millj. og 350 þús. króna, fyrir húsmæðra- skóla IV4 millj. króna. Þessum kröfum þarf að fullnægja fyrr en síðar, vegna þess, að sveitarfélög- in hafa reist skólana í þeirri trú, að greiðslurnar fengjust. Engu að síður hafa þessar skuldir auk- izt.frá ári til árs og nema nú sem sagt samtals 17 millj. og 100 þús. króna. Við setningu gildandi fjár- laga fékk ég því áorkað, að í fjár- veitingum skyldi greint á milli greiðslna á áföllnum kröfum og þess, er færi beint í skóla, sem verið er að reisa. Upp í þessar rúml. 17 millj. króna kröfur fékkst ekki nema 1200 þús. kr. fjárveiting og var þá að vísu ætl- unin að veita mun meira í því skyni af tekjuafgangi ársins 1954, hvað sem úr því verður. Hins vegar voru 6 millj. 890 þús. kr. veittar til stofnkostnaðar nýrra skóla, og er það mun meira en nokkru sinni áður, enda von- uðust menn þá til, að skuldirnar myndu ekki vaxa á þessu ári. Höfuðnauðsyn er að setja um þessi efni ákveðnar reglur, er gildi í framtíðinni, svo að hver og einn viti, að hverju hann eigi að ganga, og ekki sé unnt að ásaka ríkið fyrir vanefndir. Menn verða að gera sér grein fyrir hverjar byggingarframkvæmdir helzt þarf að ráðast í og tryggja síðan fyrirfram, að fé til þeirra sé fyrir hendi. Verður þá hvort tveggja að fylgjast að, að Al- þingi sjálft ákveði, hvaða skólar skuli reistir með tilstyrk ríkisins og hvenær ríkisframlögin skuli greidd, og að enginn vafi sé , á, að þessi framlög verði greidd á tilsettum tíma, enda stofnist ótví- ræð réttarkrafa, sem sveitarfé- lögin geti knúið fram greiðslu á lögum samkvæmt, ef greiðslur dragast úr því. Ákvæði frum- varpsins miða að þessu. Maður hœft kominn þegar kviknar í vélbát OF SMAIR GAGNFRÆÐA- STTGSSKÓLAR Ákvæðin um reksturskostnað eru mörg til samræmingar og skýringar frá þvi, sem verið hef- ur. Sérstök ástæða er til að benda á, að samkvæmt frumvarpinu eru látnar gilda tilsvarandi reglur um þátttöku ríkisins í kennara- launum við gagnfræðaskóla og barnaskóla varðandi þann fjölda nemenda, sem þarf að vera fyrir hendi svo að skóli öðlist rétt til kennara. Undanfarið hafa ákvæð- in verið óljós um gagnfræðastig- ið og hefur það leitt til þess, að víðs vegar um landið hafa mynd- azt mjög smáir gagnfræðastigs- eða unglingaskólar. Eftir frum- varpinu mundi ríkið ekki greiða laun kennara við slíka skóla, nema stuttan starfstíma á hverju ári. Leiðir af því, að annað hvort verða sveitarfélögin að leggja meira fram af sinni hálfu til skól- anna en áður, eða að haga starfi þeirra svo, að það standi þeim mun skemur, er svari til tak- mörkunarinnar á skyldu rikis- sjóðs til greiðslu kennaralauna. Ef sveitarfélögin vilja á hvorug- an þennan kost fallast, er það ráð, að þau sameinist um stærri skóla eða noti þá skóla, sem fyrir eru og nú eru lítt sóttir sumir einmitt vegna þessara smáskóla, svo að jafnvel ein slík milljóna- bygging stendur nú ónotuð. Sjálf- sagt verða ekki allir á eitt sáttir í þessu, en ljóst er þó, að ákveðn- ar reglur verða að gilda, svo að menn viti, að hverju þeir eiga að ganga en ekki eins og nú, að Framh. á bla. 12 HAFNARFIRÐI — Á fimmta tímanum á sunnudagsmorguninn kom upp eldur í Síldinni, sem lá við ytri hafnarbryggjuna. Kvikn- aði í út frá olíukynntum ofni í káettu skipsins, en tveir menn sváfu í káettunni. — Þegar þeir vöknuðu lagði mikinn reyk upp frá ofninum. Annar skipverjinn, Gunnlaugur Árnason frá Elliða á Seltjarnarnesi, fór þegar inn í vélarúm skipsins og hugðist setja sjódælu í gang, en hinn maður- inn sem er Færeyingur, fór upp á þiljur og ætlaði að sprauta nið- ur í káettuna. Var eldurinn þá orðinn talsvert magnaður. Leið nú góð stund, og enginn sjór kom í slönguna, en reykur orðinn allmikill. Fór Færeying- urinn þá app á Slökkvistöð og náði í hjálp. Kom það þegar nið- ur á bryggju og gerði margítrek- aoar tilraur.ir til að komast nið- ur í vélarrúmið. Var þá allmikill reykur í káettu og á gangi, en minni í vélarrúmi. Varð Slökkvi- liðið að brjóta lestarþiljur til þess að komast inn í vélarrúmið. Gunnlaugur lá þá meðvit- undarlaus á gólfinu. Var hann þegar borinn upp í sjúkra- bifreið, sem beið á bryggj- unni. Var farið með Gunr< laug í siúkrahús og hafnar á honum lífgunartilraunir. — Komst hann til meðvitundar eftir nokkurn tíma, og líður honum nú sæmilega eftir at- vikum. Þegar verið var að bjarga Gunnlaugi, varð annað slys þarna. Albert Kristinsson verkstjóri hjá Rafveitu Hafnarf jarðar, sem ók sjúkra- bílnum, skarst mjög illa á hendi, og varð að flytja hann í Landsspítalann, þar sem gert var að sárum hans. Slökkvilíðið gekk vasklega fram í að slokkva eldinn, og hafði lokið því að klukkutíma liðnum. Skemmdir urðu talsverðar af eldi og vatni. —G. E. Fjörlegir leikir 1 knattspyrnu innanhúss Undanúrslit mótsins verða í kvöld ÞRIÐJA leikkvöld Reykjavíkur- mótsins í innanhússknattspyrnu fór fram á sunnudagskvöldið og fóru þá fram 7 leikir. í 3. flokki urðu úrslit þessi: KRB — ValurB 2:1 Fram A — Valur A 3:0 KR E — Fram B 4:1 KR C — KR A 5:1 í 2. flokki sigraði Þróttur A Val A með 4:3 eftir jafnan og tvísýnan leik. GANGUR LEIKJANNA Aðalleikir kvöldsins voru í meistaraflokki. Fyrst léku A-Iið KR og Fram B, og sigraði KR með talsverðum yfirburðum, 5:0. KR-ingar sýndu mjög góðan og léttan leik, einkum í síðari hálf- leik, er þeir skoruðu fjögur af mörkunum. Þetta lið er lítið j breytt frá þeim liðum KR, sem sigrað hafa í þeim tveim innan- hússmótum, sem fram hafa farið. í hinum leiknum sigraði Fram A Þrótt C með 3:2, eftir jaínan og tvísýnan leik. í fyrra komst Þróttur i úrslit í innanhússmóti í tilefni af 5 ára afmæli Þróttar, en tapaði þá naumlega fyrir KR. Þetta lið var skipað tveim af máttarstoðum þess liðs, og var því búist við að Þróttur mundi sigra Fram, en það fór á aðra leið. Fram hafði oftast yfir, þegar kom fram í síðari hálfleik stóðu leikar 2:1 og fékk þá Þróttur vítaspyrnu á Fram, sem mistókst. Nokkru siðar jafnaði Sherriffs fyrir Þrótt, en Guðmundur Jóns- son tryggði síðan Fram sæti í undanúrslitum. UNDANÚRSLIT í KVÖLD í kvöld fara fram undanúrslit í 3 flokkum. f 4. flokki fara fram þessir leikir: Fram A — Þróttur. KR A — Fram B. Undanúrslit i 2. flokki: KR C — Þróttur A. KR B — Fram A. Aðalleikir kvöldsins verða í meistaraflokki: KR B — Valur B. KR A — Fram A. . „ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.