Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVXBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. febr. 1955 Franih. af bís.J 1 samiiingurinn vseri stærji gfsji tryggingarfélagið boðið betri ikjör. ERFITT HLUTSKIPTI FRAMSÓKNARÞINGMANNS Jörundur Brynjólfsson tók til máls og virtist hlutskipti hans ekkit gott. Var að sjálfsögðu erf- itt fyrir hann að mæla í gegn þeirri tillögu að sveitarfélögin sjálf stjórnuðu sínu eigin trygg- ingaffélagi, því að öllum ætti að vera ljóst, að það er hagkvæmast fyrir þau. En af einhverjum ann- arlegum ástæðum virtist þó sem Jörundur yrði að vera á móti. Virtist hann alveg skorta sann- færingarkraft. Ræðumaður snerist af veikum mætti gegn þeirri tillögu að sveitarfélögin kjósi fulltrúaráð Brunabótafélagsins, sem komi saman á fund fjórða hvert ár til að ráða stefnu Brunabótafélags- ins og velja framkvæmdastjóra. Þetta sagði Jörundur að væri al- veg ómögulegt fyrirkomulag. Það væri miklu viðaminna að lát.a Alþingi kjósa framkvæmdastjórn ina. En á hitt minntist hann ekki, hve miklu öruggara og hagkvæm ara það væri fyrir sveitarfélögin að ráða sjálf tryggingarkjörun- um. Hann sagði og að kostnaður- inn við að kalla saman fulltrúa- ráðið væri svo mikill að slíkt væri ekki hægt. RÖK FRAMSÓKNAR LÉTTVÆG Jónas G. Rafnar svaraði Jörundi og benti honum á að það væru tryggjendurnir sjálfir, sem mestra hagsmuna hefðu að gæta um að félaginu væri vel stjórnað og einnig að tryggingargjöldum væri stillt í hóf. Þeirra hagsmuna ! væri bezt gætt með því að þau sjálf réðu stefnunni og veldu framkvæmdastjórnina. Hvað kostnaðarhlið af fund- iim fulltrúaráðsins viðvíkur benti Jónas á það að ýmis félög halda slíka fulltrúaráðsfundi. — Kom hann með sem dæmi SÍS og ým- is samtök útgerðarmanna og bænda. Björn Ólafsson benti á það að Stéttarsamband bænda kæmi saman á fund árlega. í því væru 47 fulltrúar. í fulltrúaráði Bruna- bótáfélagsins yrðu 33 fulltrúar sveitarfélaganna og kæmu þeir saman aðeins fjórða hvert ár. Svo að þessi rök Jörundar væru mjög léttvæg. Enda er sjálfsagt að þeir menn í sveitunum, sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta, komi saman til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Annað atriði, sem Jörundur gagnrýndi var að sveitarfélag, sem segði sig úr Brunabótafélag- inu yrði að gera það með 6 mán- aða fyrirvara. Þótti honum þessi fyrirvari óhæfilega langur. Jónas Rafnar hrakti þessar dylgjur. Hann benti á það að Brunabótafélagið hefði áður haft einkarétt á brunatryggingum, enda væri því lögskipað að taka allar brunatryggingar í sveitum að sér. Félagið er byggt upp með þetta fyrir augum og er því ekki nema eðlilegt að það fái nokkurt ráðrúm til að taka við úrsögnum. tílíkt myndi hafa ýmsar breyting- í'.r í för með sér í reksri þess. Svo mótsagnakenndur var allur málflutningur Jörundar Brynjólfssonar og sást þetta bezt í lok ræðu hans, er hann sagði: „Það er síður en svo I að ég vilji á nokkurn hátt skaða þennan félagsskap I (Brunabótafélagið). Ég vil honum allt gott!!“ Var furða I þótt þingmenn brostu í kamp- I inn og spyrðu: — Hvern vill hann þá skaða með því að leyfa ekki sveitarfélögunum að ráða og stjórna sínu eigin I gagnkvæma tryggingarfélagi? Það er vissulega illt að 1 Framsóknarflokkurinn skuli ! yilja gera þetta að pólitísku ‘ máli, því að hér er um að i ræða svo mikið sanngirnis og I réttlætismál bæjar og sveitar- { félaganha. 1 Aim farið iiigiéililÍJÍl :roora . — Hermann Field s VEGNA þess hve gæftasamt hef- ur verið í ollum verstöðvum hér við Faxaflóa, það sem af er ver- tíð, er nú svo komið, að bátar hafk almennt farið í 50 róðra. Mun talinn venjulegur róðra- fjöldi á vertíð alls um 70. Útgerð- ' armenn eru nú farnir að óttast | beituskort. ' í vetur hafa verið keypt til landsins frá Noregi um 300 tonn af beitusíld og hefur hýn líkað ' mjög vel. Þá hefur báturinn Haraldur, 1 eign Óskarr Halldórssonar h. f., ! verið sendur á reknetjaveiðar á vegum beitunefndar. Fyrir þrem vikum var mikil síld á Selvogs- banka, en í iögn þar fékk Harald ur aðeins nokkrar síldar. Nú mun báturinn láta reka austur við ! Dyrhólaey Togarinn Haili@i með góðan afla SIGLUFIRÐI, 21. febr. — Togar- inn Hafliði kom í morgun úr fyrstu veiðiför sinni eftir við- ■ gerðina, sem skipið fékk í vetur ! í Þýzkalandi. Afli skipsins í þess- ari för mun vera um 40 lestir af saltfiski og 220 lestir af ísfiski, þar af 60 lestir karfi. Allur ís- fiskurinn verður unninn í frvsti- húsinu hér. Undanfanra daga hefur verið ágætisveður hér, frost og heið- ríkt og sjóveður allgóð. Reitings- afli hefur verið hjá bátunum — Guðjón. GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN ( heldur sundnámskeið í Sundhöll | I Reykjavíkur og hefst námskeiðið j í kvöld. Námskeiðið er fyrir i stúlkur og pilta frá 12 ára aldri, ( bæði fyrir byrjendur og þá sem 1 lengra eru komnir. Námskeiðs- ' æfingar eru á þriðjudögum og ' fimmtudögum frá kl. 7—7,45 Isíðd. fyrir yngri flokka (frá 12, ' ára) og á sömu dögum kl. 7,45— ! 8,30 fyrir eldri. Sundkennari er ( Þuríður Árnadóttir sund- og 1 íþróttakennari, en auk þess munu j beztu sundmenn Ármanns kenna á námskeiðinu. Það skal tekið ! fram að námskeiðið er bæði fyr- j ir Ármenninga og þá aðra sem j hug hafa á að leggja stund á sundiðkun. Sunddeild félagsins hélt ný- lega aðalfund sinn og er stjórnin ' sem hér segir: Stefán Jóhanns- ( son, form, Guðbrandur Guðjóns- | son, ritari, Davíð Ólafsson gjald- keri og Olafur Guðmundsson, meðstjórnandi. Sunddeildin hefir t starfað af miklu kappi undan- farin ár og þjálfað undir stjórn hins dugmikla þjálfara síns Þor- steins Hjálmarssonar. — Hefur , ; félagið átt marga af beztu sund- : og sundknnttleiksmönnum lands ins um margra ára bil. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá kennurunum í Sund- höllinni á áðurnefndum tímum. (Frá Ármanni). kljeidir oPsf þrW ía* fötuin. Þeir sögðu mér að tæma vasa mína. Síðan fóru þeir með mig út og óku mér til öryggismála- ráðuneytisins. Þar var mér hald- ið í um það bil tvær vikur og ég spurður spjörunum úr. Ég hélt fyrst að grunur hefði fallið á mig vegna þess að ég hefði verið að taka myndir. En síðar hvarflaði það að mér, að hvarf bróður míns kæmi hér við sögu“. Field skýrði frá því að hann hefði aldrei verið beittur líkam- legu ofbeldi í fangelsinu í Pól- landi. En þetta var andleg raun, segir hann. Þeir reyndu að yfirbuga mig andlega með þrotlausum réttarhöldum. Á meðan á yfirheyrslunum stóð gat ég lítið sofið og stundum var ég yfirheyrður í samfellt sjö klukkustundir. Allan fangelsistímann eða frá því um miðjan september 1949 og þar til 25. okt. 1954, kom hann varla út undir beran himinn. Öll þessi ár sat hann innilokaður í klefa, sem var 2 sinnum 2 metr- ar, í kjallara í íbúðarhúsi, sem breytt hafði verið í fangelsi. — Hann skipti aldrei um föt þenna tíma. Nokkrum sinnum gerði Field hungurverkfall og einu sinni stóð ,,verkfallið“ í 27 daga, en þá var látið að vilja hans og hann látinn fá skrifblýant og pappír. Blýanturinn og pappírinn urðu honum til afþreyingar, hann lauk við tvö handrit í fangelsinu, annað þeirra er skáldsaga, en hitt kallar hann „hugleiðingar fangans um lífið“. Þetta síðara handrit er gert í félagi við pólsk- an — og pólitískan — samfanga, sem látinn var laus um sama leyti og Field. Field ráðgerir að gefa út bæði handritin. Field neitar því að hann sé kommúnisti og segist aldrei hafa verið það. Um bróður sinn, Noel, sem einnig var í fangelsi, en kaus að vera kyrr í Ungverjalandi, eftir að hann var látinn laus, sagði Herman Field, að sér væri fátt kunnugt. „Mér hefur aldrei verið það ljóst, hvort Noel væri komm- únisti. Ég hef ekki séð hann síðan 1947“. Að lokum fékk hann ekki var- ist gráti, er hann skýrði frá heim- sókn ameríska sendiherrans í fangelsið en hann færði honum þær fréttir, að hann væri frjáls maður. Og tárin streymdu niður .kinnar hans, er hann skýrði frá endurfundunum við konu sína og börn, en hann var búinn að gefa upp alla von um að sjá fjölskvldu sína nokkru sinni framar. Hann kvaðst að lokum „vera hamingju- samur maður nú er hann væri með fjölskyldu sinni“. Leitarflokkur skátafélagsins Hraunbúa. — Fyrirliðinn, Guðjón Sigurjónsson, er annar frá vinstri. — Ljósmyndastofa G. Ásgeirss. Aðstoðar bæjarbúa á ýmsasa háii Skátofél. Hraunbúar Hafnarfirbi 30 ára Hafnarf.i'.ði. IDAG eru liðin 30 ár frá því er skátafélagið Hraunbúar húr í bæ var stofnað, en það var 22. febrúar 1925. Stofnandinn var Jón Oddgeir Jónsson, sem starfaði þá í Skátafélagi Reykjavíkur. Á þeim árum, sem og æ síðan, var Jón mikill unnandi skátahreyf- ingarinnar og gerði sér far um að sem flest æskufólk gerðist skútar, svo að það mætti stunda hinar hollu útilegur skátanna og tileinka sér einkunnarorð þeii-ra og breyta samkvæmt þeim. í HafnarTirði stofnaði Jón skátafélagið Hraunbúa með nokkrum piltum, en ekki leið á löngu þar til er félagatalan jókst og fór stöougt vax .ndi næstu árin. Og aldrei fyrr hafa eins margir starfað í félaginu og nú. MIKIÐ STARFAÐ í allt hafa flokksforingjarnir verið 9. Nú er Eiríkur Jóhannes- son flokksforingi. Með honum í stjórn eru Gísli Magnússon, Katr- ín Káradóttir og Gunnar Bjarna- son. — Skátarnir starfa hér af miklum dugnaði og eru fundir einu sinni í viku hjá hverjum flokki, en starfandi eru 6 flokk- ar drengja, 4 flokkar stúlkna og 2 fl. ylfinga. Aðrir fundir eru eftir ástæðum. AÐSTOÐA BÆJARBÚA Á ÝMSAN HÁTT Eins og bæjarbúar verða oft varir við, koma skátarnir fram við ýmis tækifæri, hvort heldur þegar aðstoðar þeirra þarfnast á ýmsum hátíðisdögum, svo sem 17. júní o. fl. eða þegar t. d. Vetrar- hjálpin þarf á þeim að halda til þess að safna fé til hennar. Það er og margt annað, sem skátarnir láta gott af sér leiða, sem ekki verður upp talið hér. Það er kunn ara en frá þurfi að segja, að skát- arnir aðstoða bæjarbúa við ýmiss konar tækifæri, sem á þessum tímamótum er vert að þakka. • LEITARFLOKK URINN Enn er eitt ótalið, sem er kannske veigamesti þátturinn í — Frakkland Framh. af bls. 1 stuðning síns eigin flokks. Þar á Mendes France marga trausta ’ fylgismenn, en þeir eru sagðir | vilja fá íhaldsmann til þess að mynda næstu stjóm. Þá væri kannske hægt að koma sökinni | á núverandi örðugleikum á hægri (menn og leiðin þar með gerð greiðfærari fyrir Mendes France til þess að mynda stjórn síðar. Flokkur Bidaults hefur lýst yfir, að hann muni greiða at- kvæði með Faure. Faure skýrir Coty forseta frá því í nótt, hvort hann treystir sér'til þess að mynda stjórn. Gekk 3 km í næloiisokknm í 17 stiffii frosfi O Hiaul kaisár og kuidabólgu á báóum fóðum Hvammstanga, 21. febrúar. FYRIR nokkrum dögum vildi það til í Bæjarhreppi að stúlka um tvítugt, varð fyrir allverulegu kali á fótum, eftir að hún var úti í 17 stiga frosti í nælonsokkum. GEKK 3 KM í NÆLONSOKKUM Stúlkan þuffti að fara milli bæja, sem mun vera um þrír km. — Gekk hún þessa vegalengd í þunnum nælonsokkum, en eins og fyrr segir var 17 stiga frost. HLJÓP UPP í BLÖÐRUR Er hún kom inn úr frostinu, voru báðir fætur orðnir mjög bólgnir'ög hafði húft-hlbtið'kal- sár og frostbólgu sem hljóp í blöðrur eins og sokkarnir sögðu til um á fótum hennar. TALAÐ VIÐ LÆKNI Var þegar brugðið við og hringt til læknis og leitað ráða hans, en ekki var unnt að ná fundi hans sjálfs þennan dag. — Hefur stúlkan legið síðan með fæturna reifaðar, en er nú á bata- vtgi'. —* Fréttaritarí......... starfsemi Hraunbúa. En það er leitarflokkurinn, sem er deildl innan félagsins, og var stofnaður fyrir nokkrum árum. Hefur þessi flokkur þrásinnis tekið þátt ? leit að týndu fólki. Er þessi floklc- ur ávallt reiðubúinn þegar kallið kemur, en það er ekki svc lítið öryggi að hafa vísan flokk manna sem leita má til þegar í nauðir rekur. Fyrirliði leitarflokksins er Guðjón Sigurjónsson, kennari, sem er duglegur og áhuga:; mur skáti. Hefur hann starfað í skáta- félaginu um mörg ár, t .d. verið flokksforingi. NÆSTA SKREFIB — NÝR SKÁLI Skátaskála eiga Hraunbúar skammt fyrir sunnan Þjóðkirkj- una, sem er nú reyndar orðinn alltof lítill fyrir félagsstarfsem- ina. Er eitt aðaíáhugamál þeirra að koma sét; upp nýju félags- heimili, en til þess þarf mildð fé. Ætti bæjarfélagið að styrkja skátana við að koma upp nýjum skála, sem fullnægði félagsstarfi þeirra, sem vex með hveiju ár- inu, sem líður, því að ávallt bæt- ist við félagatöluna. Þá hafa skátarnir byggt sér skála við Kleifarvatn, sern þeir nota af og til bæði að sumri til og einnig á veturna. Er það frek- ar rúmgóður skáli, sem stend.ur á fögrum stað þar upp frá. VORMÓTIÐ Fastur liður í starfsemi Hraun- búa er hið svokallaða vormót, sem haldið er um hvítasunnuna uppi í Helgadal, sem er skammt frá Kaldárseli. Hafa skátar úr nærliggjandi byggðum, svo sem Keflavík og Kópavogi, sótt vor- mótið og farið með Hraunbúum í útilegu í Helgadal um hvíta- sunnuna. Fara þar fram íþróttir, göngur, og fleira er gert sér til skemmtunar. — Hefur þátttaka ávallt verið mikil. AFMÆLISINS MINNZT Skátafélagið Hraunbúar minn- ist afmælisins með skemmtun í Góðtemplarahúsinu næstkomandi sunnudag, 27. febr. Verður þar margt til skemmtunar, sem skát- arnir sjá um að öllu leyti, Einnig verður kaffidrykkja. — f cfag óska Hafnfirðingar Hraunbúum til hamingju með afmælið og heiilaríkt starf á komandi árum, ’ ' *..............—‘ G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.