Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐI9 Laugardagur 26. febrúar 1955 Hefir Rauði herinn töglin og hagldirnar I Kreml ? indverska lýsið á sovézkum laumuleiðum Krushchev ber nú hæsf i valdastreitunni, en er hann aðeins dægurfluga, er vikur i fyllingu timans eins og Malenkov BLQÐ Ráðstjórnarríkjanna hafa undanfarið undirbúið jarð- veginn fyrir þá breytingu, er verður ef að líkum lætur á sögu þeirra vegna ný afstaðinna stjórn arskipta þar í landi. Aðalritari kommúnistaflokksins, Nikita S. Krushchev er nú hafinn til skýj- anna. Slíkt tíðkaðist mjög á ríkis- stjórnarárum Stalíns í þeim til- gangi að hann yrði óskeikull í augum almennings. Þessa tók að gæta í frétta- flutningi rússneskra' blaða nokkru áður en Malenkov var steypt, og jafnframt tók nú- verandi forsætisráðherra Nikolai A. Bulganin að hækka á baugi í sögu Káðstjórnar- ríkjanna. ★ „STADGENGILL STALINS í ORRUSTUNNI UM STALIN- GRAD“ í grein, er birtist nýlega í Pravda, málgagni kommúnista- flokksins, til minningar um sig- urinn við Stalíngrad var enginn hershöfðingjanna, sem beinan þátt áttu í sigrinum nefndur né heldur fyrrverandi forsætisráð- herra Malenkov, er áður hafði verið kallaður „staðgengill Stal- íns í orrustunni við Stalingrad". Krushchev var eini núlifandi Rússinn, sem nefndur var í þess- ari grein. Nú er Krushchev talinn meðal hinna leiðandi „gömlu bosévíka" og er sagður hafa átt drjúgan þátt í því ásamt Lenin og Stalin að leiða farsællega til lykta borg- arastyrjöldina, er fvlgdi í kjölfar byltingarinnar. Blöðunum verður einnig tíðræddara en áður um skerf Bulganins og Krushchevs til unnins sigurs í síðustu heims- styrjöld, en Malenkovs er að engu getið. Ýmis ummæli Krushchevs á umliðnu ári benda til þess, að leiðtogar kommúnista, er fylgt hafa Malenkov að málum, hafi fulla ástæðu til að óttast að frek- ari breytingar fylgi í kjölfar for- sætisráðherraskiptanna. Þegar daginn eftir að Malenkov var vikið frá, misstu sex hæstaréttar- dómarar stöður sínar og sjö nýir voru skipaðir í stað þeirra. ÍC HVER ÖRLÖG BÍÐUR SEROV Síðustu hausaskipti innan hæstaréttar Ráðstjórnarríkjanna áttu sér stað í ágúst 1953, er þrír nýir dómarar voru skipaðir. Skömmu síðar var Beria hand- tekinn og tekinn af lífi, og er álitið, að nýir dómarar hafi verið skipaðir til að koma í kring af- töku Beria. Óvíst er að nýaf- staðnar brevtingar í hæstarétti boði víðtækar „hreinsanir" í kommúnistaflokknum, enda eru sérstakir dómstólar oftast settir á laggirnar til slíks. Samt er ein- mitt ástæða til að hafa gát á, hvort Serov, hershöfðingi og yfirforingi leynilögreglunnar, fær að sitja áfram í embætti sínu, sem hann var skipaður í eftir aftöku Beria. ★ „SANNLEIKURINN“ OG „FRÉTTIRNAR" Það sem fram fór bak við tjöldin í Ráðstjórnarríkjunum, áður en Malenkov var stevpt, kom ef til vill skýrast fram í greinum Pravda (sannleikur- in'n) og Izvestia (fréttir), og þó að eitthvað sé vafalaust til í þéirri skrýtlu, „að engar fréttir séu í sannleikanum og enginn sánnleikur í fréttunum", er samt hsegt að finna sannleikann um valdabaráttuna í Ráðstjórnar- ríkjunum með því að bera sam- an þessi tvö blöð. Izvestia, mál- gagn Ráðstjórnarinnar fylgdi Malenkov nokkuð að málum um aukna framleiðslu neyzluvara, en Pravda heíir hinsvegar stutt mál- stað þungaiðnaðarins. Pravda gerði mjög vel til Stalíns á af- mælisdegi hans, en Izvestia lét hans að litlu getið. Malenkov- tímabilinu er lokið og Krushchev tímabilið hefst, og kjörorð þess er ósveigjanleiki Stalíns. it ♦ ★ En er Krushchev eins sterk- ur á svellinu og hann virðist vera? — Ef svo er hlýtur hann að hafa að baki sér stuðnings alls rauða hersins, en á því virðast nokkur tormerki eins og þráiátur orðrómur um ágreining milli Krushchevs og Zukov, hins nýja varnarmála- ráðherra bendir til. ic KOMMÚNISTAFLOKKUR- INN SKAPAÐI HANN Tíminn mun leiða í Ijós, hvort Krushchev hefir farið að dæmi fyrirmyndar einræðisherra Zukov: Hinn „rauði“ Napóleón? og séð fyrir því, að hættulegir keppinautar ættu ekki upp á pallborðið í valdabaráttunni. Eða hefir Krushchev aðeins aðalhlut- verkið á hendi í bili, en bíður aldurtila í lokaþættinum? Ferill hans, aðferðir og áform líkjast háttum Stalíns. En Stalín hafði þá yfirburði að vera tengiliður milli núverandi valdstjórnar og byltingarinnar. Þó að Krushchev sé nú sagður vera gamall í hett- unni, átti hann samt ekki eins ríkan þátt í sköpun Ráðstjórnar- i ríkjanna og Stalín. Krushchev skapaði ekki Ráðstjórnarríkin, kommúnistaflokkurinn skapaði hann. Krushchév getur því aldrei þeirrar stjórnar, er nú tekur aft- ur í notkun járnhæl hins harða orðið hálfguð, heldur aðeins tákn aga Stalinismans. ic •> ic Marskálkur er nú forseti Ráð- stjórnarríkjanna: Voroshilov, annar marskálkur er forsætisráð- herra: Bulganin, sá þriðji er land varnamálaráðherra: Zukov, og sá fjórði: Konjev hélt aðalræðuna á lokafundi æðsta ráðsins í byrjun febrúar. ★ RÚSSNESKUR BONAPARTISMI Allar líkur benda því til að einræði hersins — einskonar bonapartismi — sé nú að taka við af byltingunni í Rússlandi. Minn- ir þetta því óneitanlega á þróun þá er átti sér stað í Frakklandi eftir stjórnarbyltinguna í lok 18. aldar. Marskálkarnir, hershöfð- ingjarnir og aðmírálarnir ráða nú lögum og lofum í Rússlandi í síðustu heimsstyrjöld unnu rússnesku hershöfðingjarnir orr- ustur sínar með því herbragði að umkringja herdeildir óvina sinna. í stjórnmálunum hafa þeir beitt svipaðri herkænsku — og náð góðum árangri. í framsókn marskálkanna að æðstu stöðum landsins hafa þeir fylgt vel skipu lagðri áætlun, sem drög hafa sennilega verið lögð að áður en heimsstyrjöldinni lauk. Allt bend ir til þess að a. m. k. einn maður hafi óttast þessa áætlun: Stalín. Þessvegna kom hann því svo fyr- ir, að „hetjur föðurlandsins“: Marskálkarnir Zukov, Timosh- enko, Konjev, Vassilevski o. fl. hurfu af sjónarsviðinu eftir að hafa sólað sig í sigursæld styrj- aldarinnar. Nokkrir voru skipað- ir í stöður í hinni fjarlægu Síberíu, aðrir voru geymdir bak við fangelsisveggi. En þeir létu sér ekki segjast og sókn þeirra á stjórnmálasviðinu hófst áður en Stalín lézt. Malenkov, Krushchev, Molotov og Kikoyan eru þeir sem herforingjarnir tefldu fram á taflborðið í Kreml, en herfor- ingjarnir hafa sennilega hugsað út gang leiksins á víglínum heimsstyrjaldarinnar. ★ ♦ ★ í baráttu marskálkanna fyrir auknum völdum má greina fjög- ur kvartilaskipti. Hið fyrsta varð árið 1942, þegar Zukov — þá æðsti maður hers Ráðstjórnar- ríkjanna — gerði hina pólitísku eftirlitsmenn í hernum að „póli- tískum liðsforingjum" undir yfir- stjórn rauða hersins. Önnur kvartilaskiptin urðu með hinu svokallaða „lækna- samsæri“, sem skömmu fyrir dauða Stalíns lauk með handtöku nokkurra merkustu lækna í Moskvu, er bornir voru þeim sök- um — er síðar reyndust rangar — að hafa gert samsæri um að drepa svo að segja alla leiðtoga rauða hersins. Þetta var snjallt skákbragð, upphugsað og fram- kvæmt af marskálkunum með fyrrverandi starfsbróður þeirra: Malenkov. Tilgangurinn var að spilla áliti Beria, sem var þá grunaður um að hafa ekki verið nógu vel á verði, og jafnframt lama einasta valdið í öllu ríkinu, sem herinn óttaðist: Lenilögregl- una. Stalín lézt áður en þessum áfanga lauk, og Beria setti krók á móti bragði með því að láta læknana lausa og gekk í lið „þrí- ' stjóraveldisins“ er tók við af Stalín. ★ FUNDUR MARSKÁLKANNA En sú dýrð stóð ekki lengi, — enn einu sinni tókst herforingj- unum að sýna, að Bería og lög- regla hans hefðu gengið slælega fram. Rauða hernum tókst ekki að koma í veg fyrir uppþotin 17. júní í Berlín, en notuðu þessi atvik til að styrkja aðstöðu sína í Moskvu og setja fram kröfur | sínar. Skömmu síðar kallaði j Bulganin alla marskálkana sam- an til fundar í Moskvu. Þetta átti sér engin dæmi í sögu Rússlands. A þessum fundi var gengið end- anlega frá áætluninni. Fjórðu kvartilaskiptin urðu á fundi æðsta ráðsins á dögunum. Marskálkarnir höfðu upphaflega haft Malenkov með í ráðum til | að losna við Beria, en nú settu ' þeir allt sitt traust á Krushchev i til að koma Malenkov fyrir katt- arnef. Og Krushchev sá sér leik ■ á borði, en varð þó að gera sér að góðu að Bulganin, hinn sterki ! maður hersins í Kreml, tæki við stjórnarforustunni. Áður hafði herinn potað sínum mönnum í áhrifaríkar stöður víða Timo- shenko marskálkur tók við for- Frh. á bls. 12 Eftirfarandi athugasemd barst Mbl. í gær: VEGNA villandi blaðaskrifa að undanförnn um afdrif meðala- lýsis þess, er sent var að gjöf frá íslenzkum stúdentum til bág- staddra stúdenta á Indlandi, vill Stúdentaráð Háskóla íslands taka fram eftirfarandi: 1) Á ráðstefnu Alþjóðasam- bands stúdenta, I.U.S., er hald- in var á s. 1. sumri í Moskva, flutti aðalfulltrúi Landssam- bands indverskra stúdenta opinberlega þakkir til ís- lenzkra stúdenta og Stúdenta- ráðs fyrir meðalalýsið, sem hann kvað hafa borizt fyrir nokkru og komið að miklum notum á heilsuhæli stúdenta í borginni Kalkútta. 2) Að indverskum yfirvöldum virðist ekki kunnugt >ð lýsið hafi borizt til Indlands, getur stafað af því, að upplýsingar, er þau hafa til þessa fengið frá fyrverandi Stúdentaráði í málinu, eru ekki nægilega ítarlegar. 3) Stúdentaráði er ókunnugt um, að umrætt lýsi, eða eitthvað af því, hafi hafnað á heilsu- hæli stúdenta í Peking. Frétt í Vestur-þýzka stúdentablað- inu Student Mirror, í þá átt er óstaðfest með öllu. ★ í þessu sambandi vill Mbl. benda á það utan töluliða, að athugasemd þessi var aðeins samþykkt af fjórum fulltrúum í stúdentaráði af níu sem þar eiga annars sæti. Er undarlegt að þess er ekkert getið -í bréf- inu, hve lítið atkvæðamagn stendur að baki samþ/ kktinni. Svo að einhver maðkur virðist vera í mysunni. — Þá er og rétt að taka eftirfarandi fram: 1) a) Undarlegt er að hinn svo- nefndi indverski fulltrúi skuli bera fram þakkir sín- ar í Moskvu, án þess að nokkuð hafi fyrr heyrzt um það að Indverjar hafi þakkað íslendingum fyrir sendinguna. Væri ekki eðli- legra að þakkarskeyti væri sent til Reykjavíkur held- ur en til Moskvu? b) Stúdentasambandi IUS er stjórnað af pólitískri stjórn kommúnista. c) Það er því með öllu óvíst og þyrfti að upplýsa það betur hvort hinn meinti fulltr’úi Landssambands ind verzkra stúdenta var í rauninni fulltrúi ind- verskra stúdenta, eða tók sér slíkt umboð heimildar- laust í hendur. 2) a) Þessi liður í athugasemd- inni er staðhæfulaus. Ind- verzkum yfirvöldum voru sendf.r nákvæmar upplýs- ingar um málið og ætti að vera vænlegra að fá upp- lýsingar um innflutning til Indlands hjá þeim, heidur en austur í Moskvu. b) Indversk yfirvöld fullyrða að þetta lýsi hafi ekki komið til landsins. 3) Fréttin um að lýsi frá ís- lenzkum stúdentum hefði bor- izt til Kína var höfð eftir heimildyim frá kínverzku fréttastofunni, sem ætti bezt að vita um það. Það er því furðulegt að nokkr- ir fulltrúar í stúdentaráði (4 af 9) skuli fara að tala um villandi blaðaskrif. Áður en þeir gerðu það hefðu þeir átt að rannsaka ýtarlega, hvert lýsið hefði farið. Fregnir af sendingu og ferð- um þessa lýsis eru að vísu óljós- ar, enda var lýsið sent í heimild- arleysi til stúdentasambands kommúnista. Greinilegustu fregn ir sem enn hafa komið af skugga leiðum þess, eru þær sem hafðar eru eftir kínversku fréttastof- unni, að það hafi hafnað í Kína Annað en þetta veit Stúdentaráð ekkert um mál þetta og er því með öllu óviðeigandi hjá því að gefa yfirlýsingar í málinu að svo komnu. Væri stúdentaráði nær að rannsaka þetta mál ofan í kjöl- inn og þá um leið að láta þá menn sæta ábyrgð sem misfarið hafa með verðmæti sem nema tugþúsundum króna. Dulles: A.-Asíu bandalagið stefnir að friði og frelsi Bangkok, 22. febr. — Reuter-NTB. FULLTRÚAR hinna átta aðildarríkja A.-Asíubandalagsins eru nú allir komnir til Bangkok til að sitja fyrsta fund bandalagsins, er hefst á morgun og stendur í þrjá daga. Sir Anthony Eden fór í dag flugleiðis frá Karachi um Kalkútta til Bangkok. Aðalviðfangsefni fulltrúanna á þessum fyrsta fundi bandalagsins verða: 1. Astandið í Suðaustur-Asíu löndunum. 2. Hvar skuli stað- setja bækistöðvar bandalagsins. 3. Varnir Suðaustur-Asíu ríkjanna. 4. Efnahagsleg og tæknileg aðstoð við lönd Suðaustur-Asíu. John Foster Dulles kom til Bangkok í morgun. Ræddi hann við blaðamenn. Tjáði hann þeim, að markmið bandalagsins væri „friður og frelsi“ til handa A.- Asíu. Kvaðst hann sannfærður um, að aðildarríkjunum yrði vel ágengt í þessu efni. ic ÁRÓÐURSSTARFSEMIN ER HÆTTULEGUST Casey, utanríkisráðherra Ástralíu, lagði áherzlu á það í viðtali við blaðamenn, að banda- lagið yrði að taka skjótt til hönd- unum við áform sín, ef afstýra mætti auknum áhrifum komm- únista í A.-Asíu löndum. Lönd- um þessum stafar ekki mest hætta af árásarstyrjöld af hendi kommúnista heldur af þeirri áróðursstarfsemi, er þeir reka sí- fellt um lönd þessi þver og endi- löng. Bandalag þetta var stofnað í sept. s.l. á Manila-fundinum og gekk formlega í gildi fyrir nokkr um dögum, er fulltrúar aðildar- ríkjanna lögðu fram gögn til lög- gildingar í utanríkisráðuneyti Filippseyja í Manila. SÍÐUSTU FRÉTTIR 9 9® FuIItrúar aðildarríkja A.-Asíu bandalagsins gengu í dag á fund konungs Thailands í Bangkok_____ Síðar ræddi Hendri Bonnet, að- alfulltrúi Frakka, við sendimenn frá Indó-Kína ríkjunum þremur, Suður-Vienam, Laos og Cambod- gia. mn\ SÝNINGUM S íslenzka leikrit-. inu „Þeir koma í haust“, eftir Agnar Þórðarson, sem sýnt hef- ir verið í Þjóðleikhúsinu í vetur við hina beztu dóma leikhúsgesta og góða aðsókn, lýkur í kvöld, en þá verður það sýnt í síðasta sinn. — I eikritið er mjög at- hyglisvert og spennandi á köfl- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.