Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. febrúar 1955 M ORClNBLAÐIÐ jálfsafgreílsla í sölubúðum Fréðlegt erindi Mr. Lindalls AFUNDI Félags íslenzkra iðnrekenda, sem haldinn var í ÞjóS- leikhúskjallaranum í gær flutti bandarískur maður að nafni Mr. Lindall erindi og sýndi kvikmyndir. Mr. Lindall er starfs- maður FOA og hefur hann komið hingað á vegum Iðnaðarmála- stofnunarinnar til þess að veita ýmsar leiðbeiningar um söluaðferðir, um útlit sölubúða o. fl. og fjallaði fyrirlestur hans um það. LEIBBEINIR UM UTLIT SÖLUBÚÐA Bragi Ólafsson forstjóri IðnaS- armálastofnunarinnar kynnti ræðumann fyrir áheyrendum, en Þjóðleikhúskjallarinn var þétt setinn. Hann skýrði m. a. frá því að Mr. Lindall hefði um skeið dvalizt í Danmörku og verið Dönum til leiðbeininga um útlit sölubúa. Gat hann þess m. a. að Mr. Lindall myndi eiga nokkurn þátt í þeirri skyndibreytingu, sem nú hefur orðið á fáum árum í Danmörku. TAKA ÞARF UPP NÝJA STEFNU Erindi Mr. Lindalls var grein- argott. Sagði hann að sér hefði þegar gefizt tækifæri til að heim- sækja allmargar sölubúðir hér í vanta, kemur fólk sér oft ekki að því að spyrja um verðið og afleið- ingin verður að það kaupir hana ekki. 5 JÁLFS AFGREIB SL A RYÐUR SÉR TIL RÚMS Mr. Lindall skýrði frá því að mikil breyting hefði orðið á Norð urlöndum síðustu þrjú ár í verzl- unarmálum, þar sem verzlanir með sjálfsafgreiðslu hafa rutt sér til rúms. Fyrir þremur árum voru 6 slíkar verzlanir starfandi í Danmörku, en eru nú um 500. I Noregi voru þær þrjár fyrir þremur árum en eru nú yfir 400. Eftir erindið sýndi Mr. Lindall með kvikmynd ýmis vandamál varðandi rekstur og útlit sölu- búða. — En kvikmyndir þessar munu nú verða í vörzlum Iðn- aðarmálastofnunarinnar og hún sýna þær félagasamtökum, sem áhuga hafa á þeim. Björn Sigfússon, háskólabókavörbur: ALMENNINGSBÓKASÖFNUM FENGINN GRUNDVÖLLUR Margrél Þorgeirs- Mr. Lindall. bæ og nágrenni. Virtist honum að hér eins og víða annars stað- ar væri þörf mikilla umbóta. — Menn þyrftu að hætta á það að taka upp algerlega nýja stefnu í þessum málum. Það sem hann átti sérstaklega við var að breyl:3 innréttingum verzlana þannig að fólk afgreiddi sig sjálft. Aðalat- riðið væri að fella niður þá teg- und afgreiðsluborða, sem stíar kaupendum frá vörunum. Slíkt taldi hann mest kaupmönnum sjálfum í hag, því að við sölu á vörunum væri mjög mikilvægt að kaupendurnir fengju að hand- leika þær. VERBMERKINGAR NAUÐSYNLEGAR Þá kvaðst Mr. Lindall undrant það mjög, hve sjaldgæft væri að vörur í verzlunum væru verð- merktar. Kvaðst hann hafa lagt spurningar fyrir verzlunarmenn- ina, hvers vegna þeir verðmerktu ekki. Fékk hann margar skýring- ar, en taldi að þær væru ekki réttar. T. d. var honum sagt að kaupendurnir þekktu verðið. — Litil tilraun sýndi að það væi i ekki rétt. Kaupendur vissu yfir- leitt verðið á nokkrum vörum, en aldrei á nærri öllum. önnur skýringin hefði verið að verðið væri svo hátt að kaupmenn vildu ekki birta það með verðmerk- ingum. En halda menn að það sé betra að fólk geri sér fyrst í hugarlund að einhver vara kosti t. d. 2 krónur, en þegar það spyr um verðið, þá kemur í Ijós að hún kostar 3 krónur. Það er stað- reynd að þegar verðmerkingar aotfir — minnmg Fædd 5. október 1949. Báin 12. febrúar 1955. EINS og við sjáum voru árin ekki mörg, en samt var hún köll- uð burtu, þessi elskulega litla stúlka. Hún fór út af heimili sínu glöð og ánægð að vanda, en er skömmu síðar borin inn liðið lík. Slysin koma svo óvænt að við eigum bágt með að trúa stað- reyndunum. En þau eru orðin nokkuð tíð slysin, sem elskuleg lítil börn verða fyrir. Margrét litla var ein af beim börnum, sem allir tóku eftir hvar sem hún fór. Fallegu ausun, sem líka gátu verið svo alvarleg, stöðvuðu okkur, ef við horfðum í þau. Enda þótt ég væri ekki nákunn ugur heimili hennar, þá bekkti ég þessa litlu vinkonu mína. — Ávallt er ég mætti henni eða sá hana að leik, dró hún mig að sér á einhvern óskil.ianlegan hátt. Ég spjallaði við hana og spurði kannske kjánalcgra spurninga. I fyrstu var hún hlédræg. en siðan var sem eitthvað losnaði úr læð- I ingi. Þarna áttum við margar stund- ir, sem mér verða ógleymanleg- ' ar. Ég á bágt með að trúa og 1 sætta mig við, að siá hana ekki I framar. En nú er hún farin til i móts við lítinn bróður sinn, sem ! áður er farinn til lands eih'íðar- i innar. Harmurinn, sem foreldramir urðu fyrir er sh'kur að orð fá ekki lýst. Það er samt sem áður svo, að minningarnar um þetta elsku- lega barn eru svo hlýjar og bjart- ar, að þær hljóta að færa nokkra hu*gun, Ég minnist þess að ég nn=tti pjnu sinni þessari hamingiusömu íiölskyldu á göngu. Foreldrarnir Ijómuðu af ást og umhygen' fyrir elsku litlu st'jlkunni þeirra, en barnið var eins og hamingjusólin beirra. Diúpt og óbætanlpi't skarð er falhð, sem erfitt verðurað fylla. Ég vil votta foreldrunum rnína innilegurtu samúð OR hjð sruð að hjálna þeim í rsunum þeirra. Margrét mín, þú ncu'si brirrar ástúðar, sem sðeins elskað barn nvtur, þú stráðir birtu hw sem þú fórst. Ég vil þakka þér fyrir dásamlega kynningu. Vertu sæl, unga vinkona. — Guð blessi þína björtu minningu. G. Þ. VERK MITT í dag er það, sem Svíar kalla að „tala yrke", ræða starfsgrein sína. Frumvarp, sem Alþingi mun nú gera að lög- um fyrir forgöngu "menntamála- ráðherra, um almenningsbókasöfn, tekur svo myndarlegt skref í safnamálum, að árin 2005 og 2055 verður afmælis þess minnzt. Því þarf ekki að lýsa, hve hæpin og- afslepp staða almenningsbóka- safna er í landinu enn, að örfáum stöðum undanteknum, og skilyrði þeirra til að vaxa og batna eftir langsýnni áætlun hvern áratug af öðrum hafa verið of aum til þess, að hægt væri að ætlast til þess af nckkrum úrvalsmanni, að hann kysi sér þar starf stundinni leng- ur. Það mun lagast. Fátt er meir en söfnin og notk- un þeirra komið undir starfsliði, sem þeim hlotnast. Sá grundvöllur skipulags- og fjárstuðnings, sem frv. vill veita almenningsbóka- söfnum, vekur og varðveitir trúna á hlutverk þeirra, og þá fyrst er i það, sem öll góð öfI munu koma , þeim til hjálpar. A f remur skömm- um tíma hlýtur að mótast dálítil bókavarðastétt með sömu réttar- stöðu og starfsmetnað og kenn- arastéttin (þar á meðal háskóla- menntaðar konur og karlar) og mun þá haía samvinnu við bóka- fulltiúa ríkisirs um að hindra saml.v. 0. gr. frv., að lítt hæft starís'ið og vond launakjör verði söfnunum til niðurdreps. Fjárframlögin, sem frv. ákveð- ur, eru töluvert átak fyrir ýmis byggðarlög, frá því sem verið hef- ur, og einnig fyrir ríkið. Þá ráð- stöfun vona ég þó, að allir aðilar fallist á óneyddir og margir þakk- látir. Auk þess er ég sömu skoð- unar og nefndin, sem samdi frv. og frá hefur verið sagt hér í blað- inu, að þörf sé eða þörf verði á meiri framlögum. En þó er slíkt í bili aukaatriði hjá hinu, að nú þegar sé fest hið heiibrigða, raun- bæfa skipulag, sem í frv. felst. Skiptingin í 29 bókasafnshverfi verður naumast hentugri gerð en þarna er, nema fylkissafr.avenja Norðmanna og Svía væri tekin upp, aðalsöfn höfð margfalt færri og stæri en þetta. Til þess væri ég hneigður, en játa, að slíkt er auð- veldara á síðara þróunarstigi, þeg- ar fáein héraðs- og kaupstaðar- söfn í landinu verða komin langt fram úr öðrum og fær um og viljug til að sjá t. d. iðnaði heils landsfjórðungs fyrir erlendum tæknitímaritum, kennurum fyrir sérfræði- og uppeldisritum o. s. frv. Við því finnst mér ekkert að gera í lögum, þótt einhver þessara sýslubókasafna kafni undir nafni, þegar á þau fer að reyna. Sum þeirja munu þurfa að fá st.jórn- arráðsleyfi um linkind á skyldunni um bókband (25. gr.), sbr. 1. máls- grein í 27. gr. um skyldu þeirra að eiga handbær öll Alþingis- og stjórnartíðindi, hagskýrslur, dóma- söfn, skólaskýrslur o. fl. o. fl. Ef Hnkind fæst eigi, yrði' niðurstaðan sú, að rikið yrði látið (til bók- bandssparnaðar sér) kosta vél- band á hluta upplagsins af þess- um ritum. Lítum á mannfæstu bókasafns- hverfin, en iátum þau söfn vera sæmilega fær, sem hafa minnst 20 þús. kr. tekjur eítir frv. Það hafa ö!l söfnin, sem njóta meir en 700 íbúa heimaþorps auk upp- lands eða eru í stóru héraði. Söfn Vestur-ísfirðinga (Þing- eyri) og Strandamanna (Hólma, vík) eru ekki svo langt fyrir neð- an markið, að örvænta þurfi. Það gera ekki heldur Norður-Þingey- ingar, þótt fémennt sé; sýslan hefur veitt 10 þús. árlega til safns síns, þótt eigi kæmi teljandi ríkis- styrkur móti. Viðunandi stuðning- ur stórÝa sýslna kann og að b.jarga hinu ófædda Héraðssafni austur á Egilsstöðum. En sýslubókasöfnum Skaftfellinga í Höfn og Vík verð- ur lífið erfitt sökum fámennis og vegarlengda, tekjur vart yfir 14 þús. kr. hjá hvoru. Enn fátækara verður safn Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, en hjálp er í því, að í svo lítilli sýslu er auðvelt að sameina flest eða öll sveitarbóka- söfn við aðalsafnið. Allra bágast- ar tekjur virðast skapaðar hinum ófæddu sýslubókasöfnum Dala- manna í Búðardal og Austur- Barðstrendinga á Reykhólum. Eða gæti það orðið eitt safn í tveim deildum, sem flyttu milfi sin bækur? Getur það verið rétt að hamla nokkuð þroska safna í mannmörgu bókasafnshverfunum til þess þau fari ekki að gnæfa yfir hin snauðu söfn? Vissulega ekki rétt. Það er vond jöfnun að toppstýfa hæstu trén. Iðnaðar- og skólakaupstaðirnir Akureyri og Hafnarf,jörður eru einu bæirnir, sem hafa ásamt Reykjavík komizt töluvert upp fyrir 4 þús. íbúa, hinn fyrrnefndi í 8 þús. eftir viðtöku Glerárþorps. I frumvarpinu er af óþekktum á- stæðum sett það hörnluákvæði á þessa bæi, að safnstyrkur ríkis til þeirra á hvern íbúa skuli vera því lægri sem íbúafjöldinn fer meira yfir 4 þúsund, unz ríkisframlagið er komið niður í þriðjung þess, sem önnur söfn fá á íbúa hvern. (Bæjarframlög mega þá einnig lækka). Um Reykjavík er þetta sök sér vegna mikillar veltu og að- gangs manna að fræðisöfnum þar. En ég vildi eindregið mælast t'l þess réttlætis fyrir þessa baej þrjá, að í stað þess að styrklækkun byrji þegar við 4 þúsunda mann- fjölda, byrji hún ekki fyrr en við 10 þúsunda fjölda. Af inörgum rökum læt ég nægja að minna á ein, sem varða kostnaðarþungann, sem leggjast mun a Amtsbóka- safnið á Akureyri. Nefndarmenn hafa visvitandi sleppt að geta þess í frv. og grein- argerð sinni, að Amtsbókasafn Norðurlands er hið eina af um- ræddum 29 héraðssöfnum, sem hefur undantekningarlausa skyldu til að varðveita allt, sem prentað er á Islandi (3 önnur hafa ó- bundnari rétt til úrvals úr þvi, sbr. lög frá 1949 um afhendingu skyldueintaka til bókasafna). Sú skylda er í þjóðarþágu, ekki óhætt að geyma öll skyldueintökin í Reykjavík. Kostnaður við bókband á þeim er geysihár. Ekki cr held- ur um geymslu eina að ræða í slíku þjóðbókasafni, heldur tals- verða fræðimannanotkun, sem kallar þá jafnframt á mikinn stofn erlendra fræðirita til stuðn- ings. Næstelzta bókasafn landsins hlýtur einnig að leggja verulegt kapp á að eignast gamlar bækur, þó að dýrt sé. Og á aðra hlið eru atvinnugreinar bæjarins og Eyjafjarðar vel þess veiðar, að þarna sé haft langbezta tæknisaín og atvinnulífssafn utan Rcykja- víkur. Umfram þessa.r staðreyndir mun s.iást, miðsafnaþróun framtiðar, að ekkert var innantómt né skammsýnt í þeim metnaði Davíðs Stefánssonar bókavarðar að neita því að láta amtsbókasafTisheitið hverfa úr hinu löglega nafni safns síns. Er þessi refsifrádráttur ofan 4 þúsund ibúa marksins settur mest til bess að refsa forystusafri ng norðlenzkum metnaði? — Fiá.r- hæðirnar, sem umfram vrði nð Treiða til 3 bæ.ia. ef ínarkið færist úr 4 í 10 þúsund, nema 3% eða mest 4% af ríkisframlaginu öllu og kæmu vel í þörf. Að lokum fáein orð út frá því sjónarmiði mínu, að bókaKaTns- rekstur rikisms sé ein st.irfsheild með tvenns konar starfsst;;ðvum sem heita almennintrsbókr^öfn annars vegar, séifræðisöfn hins vegar með Landsbókasafn að for- ystusafni og kjarna. Framfarir í sérfræðisöfnum og betri hagnýt- ing þeirra eru háðari framförutn almenningssafna en flestir halda. Það er skiljanlegt orsakakerfí, að almenningsbókasöfn munu. kenna landsmönnum að meta góð- ar bækur, svo aðsókn að vísinda- söfnum glæðist; einnig losa hin fyrrnefndu Landsbókasafn við al- þýðufræðslu, sem það var "áður skyldugt til. En auk þess spái ég" óbeinni verkan laganna um al- menningsbókasöfn á kerfun hinna smáu sérfræðisafna, sem skotiS hafa upp kolli í reykvískum þjóð- arstofnunum með vaxandi hraða síðustu 20 ár. Vera má, að hægt yrði að krefja af landsbókaverði sams konar eftirlit með þeim eins og bókafulltrúi á samkv. þessn frv. að hafa með almenningsbóka- söfnum. Til þess þyrfti engin ný lög í fyrstu, aðeins reglugerð. lijörn Sigfúsfon. cfilr Só! Sveinssosi gefín ýf í Mew York NÝLEGA kom út bók á vegum Vantage Press í New York- borg eftir Ronda Rivers, sem er rithöfundarnafn Sólveigar Svcins son. Nafn bókarinnar er ,.We loved them once" (Eitt sinn unn- um við þeim). Sóiveig Sveinsson. er af íslenzkum ættum, var lengi bwsett í Chicago, 111., og vann. lengi við unglingadómstólinn þar í borg. Nú er hún búsett í Blaine í Washington-ríki. Sólvcig Sveinsson hefir einnig fengizt nokkuð við leiklist og kennarastörf og skrifaS talsvert um uppeldismál. Hún hefir ferð- ast víða um Ameríku og Evrópu og ritað ferðalýsingar. „We loved them once" er saga mannlegra ástríðna, og jafnframt lýsing á hversdagslífi í smábæ í Bandaríkjunum. Atburðarásin er hröð og gripur lesendann föstum tökum. Höfundurinn hefir sjálf sagt, að aðaláhugamál hennar sé: ,.Líf- iS — ég nýt lífsins til fullnustu hvern dag. Það hefir ekki alltaf verið auðvelt, en hefir upp á ó- tæmandi áhugaefni að bjóða. Ánægjustundir gera okkur kleiít að líta fram hjá hversdagslegum erfiðleikum . . sorgin skilur okk- ur eftir skilning er ferðbýr okk- ur inn í eilífðina." Fjarstýrð skeyti á skipnm brezka flota ns LONDON, 22. febrúar — Flota- málaráðherra Breta, .1. P. L. Thomas, ræddi :í dag við blaSa- menn um skýrslu :"Iotamálaráðu- neytisins e-r gefin var út í dag. SagSi flotamálaráðherrann, aði- nú á kjarnorkuöldinni yrði brezki flotinn búinn ílotadeild- um flugvélamóSurskipa og skapa búnum 'íarstýrðum sprengju- skeytum. Unnið er áð því að smíða ílugvélamóSurskip og iafn framt endurbæta önnur. Fyrstu fjarstýrðum aprengju- skeytum flotans verður >.nngörigu hægt aS beita í loftvarnarskyni, en síðar verða smíðuð skeyti spm einnig er hægt að nota í sjó- orustum. Búizt er við, að fiar- framlög til aukningar og enrlur- bóta á brezka i'Iotanum á þessu ári nemi ailt aS 340 milj. sterlings punda, 12VÍ> millj. minna en á S t s. 1. ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.