Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 26. febrúar 1953 EFTIRLEST EFTIR ECON HOSTOVSKY & Framha.ldDsaga.il 31 er, verður þetta að vera leyndar- mál, vegna þess að kommúnistar i'ara ekki einir með völd hérna og það er ekki leyfilegt, að Þjóð- verjar komi hingað til að setjast að, jafnvel þótt þeir séu félagar. En Brunner hefur gefið mér í skyn, ef Matejka veit, það sem mig grunar núna, muni Kral ekki fá leyfi. svo lengi sem hann er á lífi, því að Kapoun er alltof þýð- ingarmikíll maður til að nokkur, sem þekkir hann fái að fara úr landi. Ef Kapoun er enn hérna, er hann í felum annað hvort hjá ■ kommúnistaflokknum sjálfum eða einhverjum, sem engan grun- ar. En hver getur það verið? Kral cr nógu rómantískur til að gera það, nema að það sé —“ „Hættið!" hrópaði Eric og var nærri taugaóstyrkur. En herra Morgan hélt miskunar Igust áfram. „Getur það verið, að liann sé í felum hjá yður, herra Brunner?“ „Nei, ekki hjá mér — hættið þessu, gerið þér svo'vel. Þér eruð iiræðilegur." „Já hættu þessu!“ sagði Marga- ret og hafði nú samúð með Eric. „Ertu ekki ánægður að heyra það, sem herra Brunner segir okkur af frjálsum vilja.“ „Eg var fæddur undir einhverri óheillastjörnu", sagði Morgan. Ilvenær sem ég ætla að hjálpa oinhverjum, fær sá hinn sami alltaf það á tilfinninguna, að ég vilji honum það versta. Herra Brunner, við skulum ekki minn- ast á Alois Kapoun, ef þér viljið það, en þér þarfnist minnar hjálp ar.“ „Þakka yður fyrir, ekkert orð um hann“, sagði Eric og saup á glasinu, og það var í fyrsta sinn, síðan hann kom þangað. Margaret lauk úr sínu glasi og nú voru glösin fyllt aftur. • „Skál!“ sagði Morgan og hló nú liærra en venjulega. „Hamingjan góða, Gerard, livers vegna ertu að hlægja? Það Iilýtur að vera hræðilegt að vera rneð þér á gamanmvndum í kvik- myndahúsi, ekki vildi ég sitja við Idiðina á þér!“ „Fyrirgefðu mér fyrir að hlæja, Margaret! Það ert þú, sem kemur mér til hlæja. Þegar ég hugsa um þína friðsömu ævi í San Francisco- fyrir aðeins tveim ár- j um síðan og að horfa á þig núna, þár sem þú ert á leynifundum og ■ kiifrar yfir girðingar að nætur- J iS’gi. Ég er að velta því fyrir mér j livað hún móðir þín mundi segja ei hún sæi þig núna.“ „Móðir min dó, fyrir löngu síð- ah, en þegar hún var á lífi, var lian vön að lesa ævintýri fyrir okkur krakkana. En þau ævin- fýri voru allt öðruvísi, en þau, ! sem nú gerast.“ „Fáir vita betur en ég, hve er fitt er að greina sannleikann. Við skulum taka vin okkar Kral ti! dæmis — því að það er vegna hans, sem við erum hérna. Hvers Vnnar maður er hann? Mér dettur i nú í hug, að herra Brunner segi okkur eitthvert atvik úr lífí hans og þú Margaret eitthvað, sem þú | .veizt um hann, þú hefur þekkt hann dálítinn tíma, og svo segi j ég eitthvað atvik úr lífi hans “ < Eric talaði fyrst. Hann tók nú eftir hve barnaleg hans fyrri áform höfðu verið. Morgan hafði , ■kki neinn áhuga á Kral eða ör- Jiögum hans, hann hafði ekki Íiuga á sannleikanum. f stuttu ‘ áli, hann hafði ekki áhuga á iru en að geta fengið einhverj- ! upplýsíngar um eitthvað og cinhveYh. Þessi maður átti aðeins eitt metnaðarmál, sem sé að kom ast að meira og meira um ein- hvern án þess að gera ,sér grein fyrir, að þessar upplýsingar yrðu nokkrum til góðs. „Þetta er ágæt uppástunga hjá yður, herra Morgan. Ég skal segja ykkur eitthvað frá Kral — eitt- hvað sem getur hjálpað Kral í ykkar augum, en sem getur opnað augu yðar ungfrú Pollinger fyr- ir tilfinningum mínum í hans garð. Þetta skeði skömmu eftir Munchensáttmálann. Þá þyrpt- ust blaðamenn frá vesturveldun- um hingað, svo að tugum skipti. Þeir voru mjög nærgöngulir, þeir vildu fá að vita allt. „Einn þessara blaðamanna var um þetta leyti eigandi útgáfu- fyrirtækis í Ameríku, hann ræddi við fréttafulltrúann ameríska og bauð til sín fimm tékkneskum blaðamönnum og rithöfundum. Við Kral vorum meðal þeirra. Hann bauð okkur á hótelið til sín og þar hafði hann á boðstólum wisky, hann sagði okkur, að hann byði okkur einstakt tækifæri til að gera okkur fræga. Við áttum að skrifa í blaðið hans og tímarit fimm dálka — hver með sínum sérkennum og stíl — um það, hvað skeð hefði í Tékkóslóvakíu eftir Munchensáttmálann. Síðan var okkur tilkynnt, að greinin ætti að vera svo og svo mörg orð hún yrði að vera lifandi og hug- myndarík og umfram allt bjart- sýn. Ef við vildum ganga að þessu, skyldi hann greiða okkur tvö þúsund dollara hverjum. Ég spurði hann þá, hvort hann hafði nokkurn tíma skrifað eftir látinn, náinn ástvin grein, sem væri bjartsýn, hugmyndaríkt og lif- andi. A'nnar blaðamaður sagðist ekki geta gengið að þessu. Við fórum allir nema Kral. Hann var kyrr og gekk að boðinu." Morgan var óvenjulega alvar- legur, er hann sagði: „Góð saga, en mér fannst hún lýsa yður bet- ur en Kral.“ „Ég vona að þið farið ekki að rífast“, sagði Margaret. „Sagan yðar var mjög góð, en ég gæti ekki dregið nokkra ályktun af því sem þér sögðuð Fyrst langar mig til að vita, hvers vegna Kral tók boðinu. Var það vegna pen- inganna? Þér trúið því ekki?“ „Hvað er rangt við það?“ skaut Morgan inn í. „Ég hef sjálf allt aðra sögu að segja um Kral og ég held, að hún sýni hans mannkosti mjög vel. Ég var einu sinni samskipa hon- um frá New York til Evrópu og þar var einnig mjög hrokafullur Suður-Ameríkumaður með fjöl- skyldu sinni. Hann hafði negra- barnfóstru fyrir börnin og fór með hana eins og þræl. Dag nokk urn sendi hann hana eftir sígarett um og súkkulaði, og er hún kom með þetta og rétti honum af- ganginn af peningunum, fór hann að hrópa, að hann hefði látið hana hafa tíu dollara seðil, en stúlkan hafði aðeins komið með afgang- inn af fimm dollara seðli. Stúlkan fór að gráta og sór, að hún hefði ekki fengið nema fimm dollara, en hann hélt fast við sitt og varð nú æ háværari, þar til hópur var kominn til þeirra af fólki. Skyndi lega gekk Kral að hinum æpandi manni, kraup niður og sagði: Stúlkan gaf yður rétt til baka, en þér misstuð fimm dollara seðil. Hann er hérna.“ Maðurinn varð orðlaus — en áhorfendurnir ekki, og nú létu þeir hann heyra ó- þægilegar athugasemdir, því að nú stóðu allir með negrastúlk- unni. En Kral sagði mér síðar, að hann hefði ekki fundið séðil- inn á þilfarinu, heldur hefði hann tekið hann upp úr vasa sínum. Hann gerði það aðeins til að hjálpa stúlkunni og veita þessum Suður-Ameríkumanni ráðningu." „Hlustaðu nú Margaret“, sagði Morgan og varð fyrir vonbrigð- um, „þetta kallast að svíkja og það er alveg sama, hve mikill hnekkur þetta var fyrir embætt- Jéhann handfasti JSNSK SAGA 116 En ancUitssvipur og vaxtarlag konungs míns sýndi kon- ungstign hans of greinilega til þess að nokkur, sem hafði séð hann einu sinni áður, gæti látið sér til hugar koma að hann væri aðeins einfaldur eldhúsþjónn. Maðurinn tók í handlegginn á Leópold hertoga, og sagði: „Hann er þarna.“ „Sannarlega er það rétt hjá yður!“ hrópaði Leópold og til manna sinna: „Takið hann fastan!“ Ég stökk fram með brugðnu sverði, en konungur stóð upp og skipaði mér að slíðra það. „Nei, Jóhann. Ég er mát. Blóð þitt er of gott og dýrmætt til þess að þegsir þrjótar megi úthella því.“ Svo sneri hann sér að Leópold og sagði með fullkomn- um tignarsvip, svo að hertoganum hefir hlotið að sárna mjög: „Þér eruð langminnugur, hágöfugi hertogi og ég dáist mjög að yður fyrir það.“ Leópold setti dreirrauðan, er þannig var vikið að deilu þeirra í Akre. Síðan rétti konungur honum sverð sitt, sem vott um uppgjöf sína og sagði um leið í gamni, sem nokkur meinfýsni bjó í: „Farið gætilega með sverð Ríkarðar konungs af Englandi, það hefir lengi verið talið hættulegt sverð.“ Ég gekk fram og afhenti hertoganum mitt sverð líka og sagði við hann: „Takið mig einnig til fanga.“ Þannig fékk hinn nafnfrægi Ríkarður Englandskonungur, sem hafði staðizt svo margar hættur og þrautir á sjó og landi. að reyna beiskju og harma fangelsisvistarinnar í fyrsta sinn. Móforhjólín góðkunnu eru kotnin aftur. — Mjög hentug fyrir iðn- aðarmenn, svo sem: rafvirkja, málara, múrara, pípu- lagningamcnn og fleiri, sem t. d. vinna á mörgum stöð- um sama daginn, eða fara langt til vinnu, svo og sendi- sveina. — Fást með afborgunum. VELA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN h.f. Bankastræti 10 — Sími 2852 Séra L. Murdoch flytur erindi í Aðvcntkirkjunni sunnudaginn 27. febrúar kl. 5. Erindið nefnist: Hvað er sannleikur — Sköpun eða þróun? Til skýringar mun verða sýnd í ifyrsta sinn hér á landi stór- merk litkvikmynd, sem nefnist DUST OR DESTINY Allir velkomnir. C3B mmmmmm mmmrnmm CIRÐINGANET n ý k o m i ð H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228. Bátafélagið BJÖRG j heldur fund í fundarsal Slysavarnafélags íslands, Grófin jj! 1, sunnudaginn 27. febrúar kl. 2 e. h. * Áríðandi mál á dagskrá. —• Fjölmennið. | Stjórnin. — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.