Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 1
16 sáður
Kaupmáttur Dagsbrúnarkaups
hefir aukizt um 1,1% s.l. tvö ár
vegna lækkunar skatta og útsvars
Ef skaf Hi og útsvari er sleppt hef-
ir kaupsnéf f isrinn rýrnað um 2,9%
GreinargerB frá rikisstjórninni
FYRIE nokkru fól ríkisstjórnin tveimur hagfræðingum,
þeim Klemens Tryggvasyni hagstofustjóra og Ólafi
Björnssyni prófessor að framkvæma athugun á þeim breyt-
ingum, sem orðið hefðu á kaupmætti verkamannalauna í
Reykjavík frá janúar 1953 til janúar 1955. Hafa þeir fyrir
nokkru skilað álitsgerð um þetta atriði. Er niðurstaða þeirra
á þá lund, að þegar hlutfallið milli kaups og framfærslu-
kostnaðar í janúar 1953 annars vegar er borið saman við
hlutfallið milli kaups og framfærslukostnaðar í janúar 1955
hins vegar, þá komi í ljós, að kaupmáttur Dagshrúnarkaups
hafi aukizt um 1,1% á umræddu tímabili. Er þá miðað við
kaupgjald í janúar 1955 og við grundvöll kauplagsnefndar
að meðtöldum skatti og útsvari. Ef sleppt er skatti og útsvari
þá hafi kaupmáttur launa hins vegar rýrnað um 2,9%.
Hér fer greinargerð hagfræðinganna á eftir í heild.
Ríkisstjórnin fól þeim Klemens
Tryggvasyni hagstofustjóra og
Ólafi Björnssyni prófessor, að
gera athugun á þeim breyting-
um, sem orðið hafa á kaupmætti
verkamannslauna í Reykjavík frá
janúar 1953 til janúar 1955. Hér
fara á eftir helztu niðurstöður
álitsgerðar þeirra um þessi mál.
KAUPGJALD 1953 OG 1955
Það er álitamál, við hvaða
kaupgjald skuli miðað, þegar
bera á saman kaupmátt launa á
mismunandi tímum. í álitsgerð-
inni er miðað við vegið meðaltal
Dagsbrúnarkaups, fundið á þann
hátt, að almenni Dagsbrúnar-
taxtinn er látinq gilda að %,
lægsti sértaxti Dagsbrúnar að
1/6 og meðaltal annarra sértaxta
sömuleiðis að 1/6. Vegið dag-
vinnutímakaup Dagsbrúnar verð-
ur með þessu móti kr. 14,94 í
janúar 1953, kr. 15,04 í janúar
1955 og kr. 15,23 miðað við kaup-
gjaldsvísitölu svarandi til fram-
færsluvísitölu janúarmánaðar
1955, en hún er tveim stigum
hærri en nóvembervísitalan, sem
kaup mánaðanna des. 1954 —
febr. 1955 er reiknað eftir. En nú
hefur kaupgjaldsvísitalan, reikn-
uð eftir framfærsluvísitölu
febrúar 1955, hækkað um þau tvö
k'ramh. á bls. 2
Eyjan Nanchishan seld
í hendur kommúnistum
Nehru telur kröfu Rauða Kína til
Formósu réttmæta
• TAIPEH, Formósu, 25. febr.
— Þjóðernissinnastjórnin á For-
mósu hefur tilkynnt, að lokið sé
brottflutningi herliðs og borgara
af litlu eyjunni Nanchishan
skammt fyrir norðan Tachen-
eyjar. Var það nyrzía eyjan, er
þjóðernissinnar höfðu á valdi
sinu, 40 km undan strönd megin-
lands Kína og 200 km norður af
Formósu. Brottflutningurinn af
Nanchishan hefur staðið yfir
undanfarna tvo daga og fór fram
án nokkurrar aðstoðar frá sjö-
undu deild bandaríska flotans. —
Eyja þessi heyrir ekki undir hinn
gagnkvæma varnarsamning For-
mósu og Bandaríkjanna fremur
en eyjarnar Quemoy og Matsu.
• Undanfarna daga hefur
fiugher kínverska alþýðulýðveld-
isins haldið uppi látlausum loft-
árásum á Nanchi-eyjaklasann.
• Það gengur því á ýmsu
fyrir Formósu-stjórninni. M. a.
berst stjórnin nú gegn stöðugt
vaxandi verðbólgu innanlands, er
á rætur sínar að rekja til ógnana
Rauða Kína um að gera innrás á
eyjuna. Á þremur vikum hefur
Formósu-dolíarinn fallið svo í
gildi, að 36 Formósu-dollarar
jafngilda einum bandarískum
dollar.
ð NÝJU DELHI, 25. febr. — í
dag ræddi Nehru, forsætisráð-
herra Indlands, um Formósu-
málin í indverska þinginu. Drap
hann einnig nokkuð á hernaðar-
| bandalög þjóða í milli og þýð-
ingu þeirra.
^ Nehru lýsti yfir því, að Ind-
verjar litu á kommúnistastjórn-
ina sem hina einu sönnu stjórn
Kina. Kvað hann kröfu komm-
únistastjórnarinnar til Formósu
I vera reista á réttmætum rökum,
ekki aðeins af þvi að Formósa
! hefði tilheyrt Kína um aldaraðir,
i heldur einnig þar sem þetta hefði
verið viðurkennt á ráðstefnum
þeim, er kenndar eru við Kaíró
og Potsdam.
> Kvaðst hann álíta, að það
sem lægi næst fyrir í Formósu-
málunum væri afsal þjóðernis-
sinna á eyjunum úti fyrir megin-
landi Kína, t.d. Quemoy og Mat-
su, í hendur kommúnistum.
♦ Forsætisráðherrann taldi
hernaðarbandalög gagnslítil
nema í ógnunarskyni, og jafrrvel
þesskonar ógnanir væru orðnar
all úreltar á öld kjarnorkuvopn-
anna.
25 þns. manns
heimilislousir
— 19 druhhnu
O CANBERRA, 25. febr. —
Mikil flóð eru nú í Nýja Suður-
Wales í Ástralíu, einkum í
norð-vestur og miðhluta fylkis-
ins, og fer vatnsflaumurinn stöð-
ugt vaxandi. Taiið er, að um 25
þús manns hafi orðið að yfirgefa
heimili sín, a. m. k. 19 manns
hafa drukknað og margra er
saknað.
• Fimmtíu borgir og þorp hafa
orðið illilega fyrir barðinu á flóð-
unum, og ferðir járnbrautarlesta
um flóðasvæðin hafa ýmist tafizt
eða stöðvast alveg, svo að elztu
menn muna ekki aðrar eins sam-
göngutruflanir í Suður-Wales.
9 Þyrilvængjur hafa unnið að
því að bjarga fólki af húsþökum
og úr trjátoppum. — Flugvélar
ástralska hersins hafa -varpað
niður birgðum matvæla og
læknislyfja til staða er einangr-
ast hafa á flóðasvæðunum. Sveit-
ir hermanna og lögreglumanna
vinna að mannbjörg á bátum.
PARÍS, 25. febr. — Óstaðfestar
fregnir herma, að á fyrsta ráðu-
neytisfundi hinnar nýju stjórnar
Edgars Faure, hafi samkomulag
orðið um að leggja Parísar-samn-
ingana um endurhervæðingu V.-
Þýzkalands fyrir efri deild
franska þingsins til löggildingar
fyrir lok næsta mánaðar. Edgar
Faure tjáði blaðamönnum, að
hann myndi gera sitt bezta til að
fá Parísar-samningana löggilta
Ottó Strasser, þýzki stjórnmálamaðurinn, er var um tíma náinn
samstarfsmaður Hitlers, en síðar hans versti óvinur, hefur fengið
þýzkan borgararétt að nýju og er kominn lieim eftir að hafa verið
landflótta í mörg ár í Kanada. Á myndinni sjást Strasser og kona
hans, sem allan þennan tíma hefur búið í litlu húsi nálægt Herrli-
berg við Zurich-vatnið í Svisslandi og stundað kennslustörf.
Bankok-ráðstefnunni lauk í dag
Aðildomhin viljo vinna í onda Sþ.
Bangkok, 25. febr. — Reuter-NTB.
IDAG lauk ráðstefnu utanríkisráðherra Suðaustur-Asíu banda-
lagsríkjanna í Bangkok. Ráðstefnan hefur staðið í þrjá daga.
í skýrslu ráðstefnunnar lýstu ráðherrarnir yfir því, að stjórnir
aðildarríkjanna vildu vinna í anda SÞ og gera allt, sem í þeirra
valdi stæði til að vinna að friði þjóða í milli. Lögðu þeir áherzlu
á, að framkvæmdir bandalagsins á sviði hermála yrðu eingöngu
bundnar við varnir aðildarríkjanna.
* UNDIRRÓÐURSSTARF-
SEMIN ÓGNAR FRELSI
OG SJÁLFSTÆÐI
Ráðherrarnir lýstu yfir óbeit
sinni á hvers konar árásaráform-
um, t. d. undirróðursstarfsemi, er
græfi undan frelsi og sjálfstæði
þjóða. í skýrslunni var skýrt frá,
að talsverð brögð væru að undir-
róðursstarfsemi á vegum or-
lendra rikja á yfirráðasvæði
bandalagsins. Fullt samkom >
varð um þær greinir Man:l ítt-
málans, er gera ráð fyrir eina-
hagsaðstoð við SA-Asíulöndin. —
Var sérstaklega getið um slíka
aðstoð til handa Indó-Kína ríkj-
unum þremur, Laos, Cambodgia
og Suður-Vietnam.
Ákveðið var, að utanríkisráð-
herrar aðildarríkjanna kæmu
saman til fundar einu sinni á ári
Fimmveldaráðstefna
í London um afvopnun
Nutting: Allt mannkynið veit, að cngin
von er um varanlegan frið fyrr en
þjóðir heims hafa allar afvopnazt
London, 25. febr. — Reuter-NTB.
UNDIRNEFND afvopnunarnefndar SÞ hóf í dag ráðstefnu sína
í Lundúnum. Tilgangur þessarar lokuðu ráðstefnu er að reyna
að finna leið til alþjóða afvopnunar, en undanfarin 10 ár hefur
alþjóða afvopnun verið eitt helzta ágreiningsatriði milli austurs
og vesturs.
---------------;--—-----^OPINBERAR RÁDSTEFNUR —
OF MIKIL ÁRÓÐURS-
STARFSEMI
Fimm lönd eiga aðild að ráð-
stefnu þessari: Bandaríkin, Bret-
land, Frakkland, Kanada og Ráð-
stjórnarríkin. Aðstoðarutanríkis-
ráðherra Breta, Anthony Nut-
ting, bauð fulltrúa velkomna og
lýsti yfir því, að fundur þessi
færi fram fyrir lokuðum dyrum
samkvæmt fyrirmælum allsherj-
arþings SÞ frá því í nóvember
s.l. ár.
Talið er, að Nutting hafi beint
þessari athugasemd sérstaklega
til fulltrúa Ráðstjórnarríkjanna,
þar sem Rússar hafa tjáð sig vilja
heldur opinbera ráðstefnu.
Afstaða vesturveldanna
skapast af þeirri skoðun, að
opinbcr ráðstefna leiði til þess,
að of mikill áróður verði hafð-
ur í frammi af hálfu hinna
ýmsu landa, 'og tillögur til úr-
lausnar verði meira miðaðar
við að þær líti vel út á prenti.
Nutting minnti fulltrúana á,
að SÞ hefði falið þeim að reyna
að ná samkomulagi um alþjóða
afvopnun, og enginn mætti láta
sitt eftir liggja í því að verða
við því trausti, er þeim væri
sýnt. Allt mannkynið veit, að það
er engin von um varanlegan frið
fyrr en þjóðir heims hafa allar
afvopnazt, sagði Nutting.
Fulltrúi Ráðstjórnarríkjanna
Framh. á bls. 2
og oftar ef nauðsyn krefði. —
Skyldu fundir þessir að öllum
jafnaði haldnir á yfirráðasvæði
bandalagsins. Næsta ráðstefna
bandalagsins verður haldin i
Manila í apríl að ári.
Síðasti fundur ráðstefnunnar
var opinber. Eden, utanríkisráð-
herra Breta, lét þar svo um mælt,
að mikill og góður árangur hefði
náðst með ráðstefnunni, og hún
hefði tekizt jafnvel betur en bú-
ast hefði mátt við. Dulles, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna.
kvaðst vera sannfærður um eitt:
Ekki yrði nú eins auðvelt og áð-
ur að hefja árásarstyrjöld í SA-
Asíu.
Hernaðarsérfræðingar banda-
lagsins munu halda með sér fund
á næstunni.