Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiif í dag: A-kaldi. Víðast úrkomulaust en skýjað. 47. tbl. — Laugardagur 26. febrúar 1955 Sjúkraflug Samtal við Ejörn Pálsson á bls. 9. MIKSL VEIKimí I SKÓLUM BÆJRRINS PJARVISTIR NEMENDA í SKÖLUNUM ERU FRÁ 10-55 AF HUNDRAÐI MIKLAR fjarvistir hjá skólanemendum hér í Reykjavík hafa gert vart við sig í þessari viku og kveðið svo rammt að því að í einum skólanum vantar um 55% nemenda og í einum 12 ára bekk Austurbæjarbarnaskólans mættu ekki í gærmorgun nema 9 börn af 32. Mbl. hafði í gær tal af nokkr- «m skólastjórum barna- og fram haldsskóla hér í Reykjavík. Bar þeim saman um að þessi vetur væri óvenju kvillasamur og veik- indafjarvistir barna sérlega mikl- ar. Arnfinnur Jónsson skólastjóri Austurbæjarbarnaskólans skýrði blaðinu svo frá að þeir, er við skóla hans störfuðu myndu ekki í störfum sínum við skólann eftir jafn kvillasömum vetri hjá bæði nemendum og kennurum. Sagði hann að þegar veikindi barnanna liefðu verið nafngreind hefði oft- ast verið um hettusótt að ræða. Sagði hann að veikindin væru nú aðallega hjá eldri börnunum. í gærmorgun t. d. komu ekki nema 9 börn af 32 í einum 12 ára bekknum, en að vísu væri það með allra mesta móti, yfirleitt væru fjarvistir barna ekki svo miklar í einstökum bekkjum. % NEMENDA VEIKIR Árni Þórðarson skólastjóri Gagnfræðaskólans við Hring- braut sagði að s.l. mánudag hefðu íjarvistir nemenda skyndilega aukizt gífurlega mikið. Væri svo komið nú að um 35% nemenda skólans vantaði. Virtist svo sem aðallega væri um innflúenzu að ræða. Sagði Árni Þórðarson, eins og aðrir þeir er blaðið ræddi við, að óvenjumiklar fjarvistir hefðu "verið í vetur og veikindin þá að- allega verið hettusótt og rauðir hundar, en nú væri innflúenzan mest áberandi, svo sem fyrr segir. « MÆTTU AF 23 Einna verst mun ástandið vera í Gagnfræðaskóla verknámsins og tjáði Magnús Jónsson skóla- stjóri blaðinu það, að liðlega helming nemenda, eða um 55%, hefði vantað í skólann í gær. — *Teldi hann ekki ástæðu til þess að enda varasamt að kenna í dag og myndi því kennsla falla niður, en reynt yrði að hefja hana að »ýju á mánudag. Sagði hann að í einum bekknum hefðu aðeins 6 mætt af 23 í gær og bezt hefði það verið 14 af 26. NEITAÐI NEMENDUM UM SKÍÐAFÖR Magnús Jónsson sagði að ung- lingunum hefði verið lofað að þau skyldu fá að fara í skíðaferð s.l. miðvikudag, en á mánudag og þriðjudag hefðu fjarvistir verið orðnar svo miklar, að hann hefði orðið að taka aftur loforðið um skíðaförina. Hann hefði séð að hverju stefndi og sem raunar kom í ijós á fimmtudaginn, þegar ekki mætti í skólanum nema um helm- ingur nemenda. Hefur sú ráðstöf- un hans vafalaust verið mjög heppileg eins og á stóð. VANTAR VÍÐAST UM 25% Sömu sögu er að segja frá öðr- um skólum, en þó sérstaklega framhaldsskólunum. — Yfirleitt mun þó ekki vanta meira en 25% nemenda í skólunum. Hefur vet- urinn verið óvenju kvillasamur og hver pestin gengið yfir eftir aðra og fjöldi barna og unglinga tekið þær allar í röð, rétt komizt nokkra daga í skólann áður en þau lögðust í næstu veiki. Hefur þetta eðlilega dregið mikið úr þrótti þeirra og þau því illa við- búin kvefsótt þeirri og innflú- enzu, sem virðist vera að skella yfir bæjarbúa nú svo skyndilega. Hínni afii á HÖFN, Hoinafirði, 25. febrúar — A£li þeirra báta sem héðan róa hefur verið heldur minni undanfarna viku en vikuna á vindan. Mus; það vera vegna þess að loðnan er komin á miðin. —Gunnar. Óku um Öræfin ausi- ur tii Hornafjarðar HÖFN, Hornafirði, 25. febrúar — Um hádegið í dag komu tvær nýjar vörunifreiðar frá Reykja- vík í Suðursveitina. Var þeim ekið frá Rcykjavík leiðina aust- ur um Öræfin og komust þær á ís alla leið. Gekk ferðin prýði- lega og án allra óhappa. Eigandi ánnarrar bifreiðarinnar er bú- settur í Suðursveit en hinn í Lóninu. Nýlega fór Gísli Björnsson héðan frá Höfn til Reykjavíkur að sækja nýja sendiferðabifreið og lagði hann af stað i gær aust- ur og mun hann fara sömu leið og vörubifreiðarnar. —Gunnar. Ljósmyndari Mbl. Ól. K. M. tók þessa mynd, er liann var af til- viljun á ferð í Laugarneshverfinu. En á Laugateignum höfðu krakk- ar búið til snjókerlingu, klætt hana í aldamótatízkuna og sett hana á skíðasleða og eitt barnanna gaf henni í Góugjöf skctthúfuna sina | og loks til að verjast snjóbirtunni var smeygt upp á nef hennar sólgleraugum með skrautlegum umgjörðum. Eins og sjá má á myndinni eru krakkarnir heldur en ekki hreyknir af þessu sköp- unarverki sínu. Mb. Hallvarðs írá Siisranda- O firði saknað í gær Var úi aí Láfrabjargi kL 9 í gærmorgun IGÆRKVÖLDI lýsti Slysavarnafélagið eftir m.b. Hallvarði frá Súgandafirði í útvarpinu, en hans var saknað. Hafði síðast frétzt örugglega til bátsins er hann var staddur út af Látrabjargi kl. 9 í gærmorgun, en síðan ekki meira svo full vissa væri á. a s? m m ABCDEFGH AUSTURBÆR ABCDEFGH VESTURBÆR 14. leikur Vesturbæjar: De2—d3. S/S kaupir vörubirgðir Ragnars Blöndals h.f. og leigir verzlunarhúsnæðið til 10 ára SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá Sambandi ísl. samvinnu- félaga í gær hefir samhandið samið um leigu á verzlunarhús- næði ög fest kaup á vörubirgð- um verzlunarinnar Ragnar Blöndal h. f. í Austurstræti 10 í Reykjavík. Aðstöðu þá, sem Sambandið fær með kaupum þessum, hyggst það nota til þess að bæta sölu- aðstöðu fyrir framleiðslu sam- vinnuverksmiðjanna, svo og til j að gera tilraunir með nýjungar í smásöluverzlun, segir í til- kynningunni. Verksmiðjur Sambandsins eru flestar starfandi á Akureyri, og hefir framleiðsla þeirra aukist mjög síðustu ár. Stærstu verk- smiðjurnar eru Ullarverksmiðjan Gefjun, Skó- og skinnaverk- smiðjan Iðunn og Fataverk- smiðjan Hrkla. FRUMVÁRPIÐ um þá breytingu á lögum um útsvar, að sveitar- félögum sé heimilt að leggja út- svar á s'ldarsöltun og síldar- verzlun þar sem hún er rekin, án tillits til heimilisfesti, var til um- ræðu í Neðri deild Alþingis í gær. Allsherjarnefnd hafði fjallað um málið og voru fjórir nefndar- menn sammála um að frumvarp- ið yrði samþykkt, en einn nefnd- armanna á móti. Einar Ingimundarson gerði grein fyrir efni frumvarpsins. En það er hið mesta áhugamál for- ráðamanna margra bæja og kaupstaða, þar sem síldarsöltun er rekin í stórum stíl og víða að miklu le.yti af mönnum, þar ekki búsettum, að fá lögunum breytt í það horf, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Var frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu. M. b. Hallvarður frá Súg-'®'- andafirði, sem er 38 lestir, var að sækja síld til Stykkishólms og á leiðinni til Súgandaf jarð-! ar aftuv. Var haft samband við bátinn í gegnum talstöð. hans í gærmorgun um kl. 9J Hann var þá staddur út af Látrabjargi og var allt í Iagij um borð. Síðan heyrðist ekki til bátsins svo full vissa væri á. Þó töldu menn á Þingeyri sig hafa heyrt til hans um kl. 5 í gærdag. Heyrðist mjög ógreinilega til bátsins, en svo. virtist sem hann væri að kalla j á eitt varðskipanna. Þóttust mennirnir á Þingeyri heyra það til hans siðast að rafhlöð- ur talstöðvarinnar væru að verða rafmagnslausar. Heyrð- ist svo ekki meira til bátsins. Læknadeild Hafnarháskóla býður Birni Sigurðssyni til doktorsvarnar um ónæmisrannsóknir I7-IÐ Læknadeild Kaupmannahafnarháskóla fer fram þ. 15. marz næstkomandi doktorsvörn Björns Sigurðssonar læknis á Keld- um um „Ónæmisrannsóknir á garnaveiki". LÝST EFTIR BATNUM í gærkvöldi var svo lýst eftir bátnum í útvarpinu og annar viðbúnaður viðhafður til þess að reyna að ná sambandi við bát- inn eða að komast að því hvar hann væri niður kominn. Bar það engan árangur. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekkert fréttst af bátnum, en eitt varðskipanna mun hafa verið að leita hans inni í fjörð- um þarna fyrir vestan, en einskis orðið vart enn. —■ Veður mun hafa verið sæmilegt á þessum slóðum í gær. BílainnflnLiiing- uriim vex BÍL AINNFLUTNIN GURINN til landsins, á þeim bílum sem veitt var leyfi fyrir á s. 1. ári, er haf- inn fyrir nokkru, en mun auk- ast mjög á næstunni. Munu langsamlega flestir bílanna verða fluttir frá Bandaríkjunum. Munu t. d. Fossarnir flytja hingað um 500 bíla fra New York á næstu mánuðum. Einnig munu skip SÍS flytja ljölda bifreiða þaðan. Frá Evrópulöndum mun bílainn- flutningurinn verða miklu minni. Doktorsvörn Björns byggist á ritgerðum, er hann hefur ritað á undanföjmum árum í ýmis er- lend tímarit, og hefur lækna- deild Hafnarháskóla tekið rit- | gerðir hans gildar til doktors- f varnar. En Bjöm hefur, sem kunnugt er, framkvæmt víðtækar \ rannsóknir á ónæmi þessa sjúk- i dóms, sem hann fær með bólu- setningum. BÓLUEFNI GEGN GARNAVE'KI Á síðustu árum hafa rannsókn- i ir þessar leitt til framleiðslu á bóluefni gegn gamaveiki, sem nú hefur verið notað í nær 190 þús- und fjár hér á landi með góðum árangri. TILRAUNIR STAÐIÐ í 8 ÁR Bólusetningartilraunir þessar hafa nú staðíð í 8 ár og aðallega farið fram á Austurlandi. í þeirri tilraun, sem nú stendur yfir og hófst árið 1950 hafa fram til þessa 520 kindur drepizt úr garnaveiki, en úr jafnstórum bólusettum fjárhóp hafa drepizt á sama tíma einar 30 kindur. LONDON — KAUPMANNAHÖFN Björn fer í dag til London og situr þar fund sérfræðinga um þennan sjúkdóm, er efnahags- stofnun Evrópu boðar til. Þar mun Björn skýra frá rannsókn- um sínum, en fer síðan til Kaup- mannahafnar, þar sem doktors- vörnin á fram að fára. Björn Sigurðsson. J't Framsófenarfrum- í varofð fsllt iu FRUMVARP Framsóknarmanna um brunatryggingar utan Rvíkur var í gær fellt eftir aðra umræðu í Neðri deild með 17 atkv. gegn 9. Framsóknarmenn voru þeir einu, sem greiddu atkvæði á móti þessu. Meirihluti Allsherjar- nefndar Neðri deildar hafði mælt gegn því að frumvarpið væri Á sama tíma er frumvarpið um Brunabótafélag íslands komið til Efri deildar og var það sam- þykkt til Allsherjarnefndar og 2. umræðu í gær. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.