Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1955 Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. rramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlandi. í lausasölu 1 krónu eintakið. Sorpblaðamennska í algleymingi ÞEIR, sem lásu „Þjóðviljann" s. I. sunnudag sáu þar ótvírætt dæmi um sorpblaðamennsku í al- gléymingi. Svívirðingar komm- únistablaðsins um Ölaf Thors forsætisráðherra voru svo siðlaus ar að öllu heiðarlegu fólki, hvar í flokki, sem það stendur, hefur áreiðanlega ofboðið. Það er ómaksins vert að athuga lítillega, hver sé ástæða þessara vitfirringaskrifa kommúnista. Forsætisráðherrann hélt í s. 1. viku ræðu á Alþingi, þar sem hann benti m. a. á, að gengis- felling hafi í för með sér hagnað fyrir hina skuldugu. Sjálfur kvaðst hann vera í útgerðar- félagi, sem mikið skuldaði. Kem- ur það áreiðanlega engum á óvart þegar það er athugað að þetta félag hefir í 10 síldarleysis- ár rekið stóra síldarverksmiðju, gert sjálft út mörg skip og orð- ið auk þess fyrir stórtjónum af viðskiptum sínum. Það, sem forsætisráðherrann benti á var það, að þegar ræð- ir um verðgildi íslenzkrar krónu, geti ekki sá maður, sem sýndur hefur verið sá trúnað- ur af þjóð sinni, að vera for- sætisráðherra landsins látið stjórnast af eigin hagsmunum, heldur beri honum að gjalda trúnað almennings með því, að líta fyrst og fremst á hags- muni heildarinnar. í samræmi við þetta hefnr Ólafur Thors varað við öllum þeim ráðstöfunum, sem leitt gætu til gengisfellingar og skorað á þjóðina að slá skjald- borg um íslenzka krónu. Forsætisráðherrann endurtók þessa yfirlýsingu sína, að gefnu tilefni, á Alþingi í síðustu Viku, um leið og hann rakti einstaka þætti fjármála- og atvinnulífs landsmanna. Hann sýndi fram á, að sjávar- útvegurinn, sem er undirstöðu- atvinnuvegur íslendinga hafi lent í þrengingum vegna þess, að hann geti ekki hækkað söluverð afurða sinna á erlendum mörkuð- um þó að framleiðslukostnaður- inn hækki vegna hækkaðs kaup- gjalds í landinu. Jafnframt vakti ráðherrann athygli á því, að þótt hugsanlegt væri að aðrar atvinnu greinar væru aflögufærar þá teldi hann skynsamlegt og nauð- synlegt að óska eftir samstarfi um hlutlausa rannsókn á mögu- leikum þess að tryggja verka- lýðnum hækkað kaupgjald, án þess að krónan sé verðfelld. Þessum hófíegu og góðvilj uðu ábendingum svarar blað kommúnista með því, að lýsa forsætisráðherrann fremstan í hópi þeirra manna, „sem hafa stolið undan gjaldeyri og geyma hann erlendis"!! Með siíkum skrifum hefur sorpblaðamennskan vissulega komist á hástig. Með þeim hafa kommúnistar ennþá einu sinni sýnt almenningi, hversu gersamlega þeir eru sneyddir allri ábyrgðartilfinningu, jafn vel á hinum örlagaríkustu tímum. E. t. v. hefur „Þjóðviljinn" með þessu sýnt innræti sitt og tilgang með þeim kjaradeilum, sem nú standa yfir, betur en hann ætlaði sér. Sá, sem í raun og veru vildi berjast fyrir hags- munum lannþega hlyti að fagna uppástungu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild um nýja leit að úrræðum til að koma fram raunverulegum kjara- bótum launþega. Hitt er jafn auðskilið, að kommúnisti, sem ekki er að hugsa um að bæta hag almennings held- ur um pólitísk illindi og glundroða, verði því æðisgengn- ari og vitfirrtari sem stjórnend- ur landsins sýna verkalýðnum og samtökum þeirra meiri sanngirni í orði og verki. Þessi, og þessi ein, er skýr- ingin á hinum sóðalegu og vitfirrtu skrifum kommúnista blaðsins um viturlegar og vel- viljaðar tillögur Ólafs Thors forsætisráðherra, sem fsrst og fremst miða að því, að firra miklum vandræðum í hinu ís- lenzka þjóðfélagi. Vilja spenna upp Innflutiiingiir á holdanautum samþykktur BÚNAÐARÞING var mjög skipt í skoðunum um hvort fara skuli inn á þær brautir að flytja inn holdanaut erlendis frá. En á fundum þingsins í gær, var sam- þykkt að mæla með þvi, með 11 atkv. gegn 8, en þrír fulltrúar sátu hjá. Aftur á móti samþykkti þing- ið að hafnar verði samanburðar- tilraunir á ísl. nautgripum og blendingum af Gallowaykyni til kjötframleiðslu og að tekin verði upp skipuleg ræktun sunnlenzks holdanautstofnsins. Telur þingið Laugardæli sérlega hentuga í þessu skyni. Uppruni tungumáianna Kennirsg dr. Alexanders Jóhannessonar ÉG verð að játa það, að er ég j dr. Alexander, að sjá megi sam- kynntist fyrst kenningum dr. j ræmi á milli þessara eftirlíking- Alex. Jóhannessonar um uppruna ar-hljóða handapatsins í tungu- tungumálanna, leit ég á þær með ' málum, sem taiin eru gersam- nokkurri varúð, því að sú skoð- lega óskyld, og sé hér um að ræða un var rótgróin í mér frá fornu nokkurs konar steingjörfinga eða fari, að am upphaf mannlegs fornleifar írá elztu tíð mannlegs tungþtaks yrði ekkert vitað. En þær kenningar eru í aðalatriðum á þann veg, að rætur tungumál- anna séu ti! orðnar yfirleitt íyr- ir ósjálfráða eftirlíkingu talfær- anna á lögun og hreyfingum hluta, að undanteknum tilfinn- ingahljóðum, sem eru sambæri- leg við hljóð dýra, og náttúru- hljóðum, sem eru bein eftirlík- ing hljóða í náttúrunni. Telur 'Uefuahandi áhrifar: AÐ því hafa verið leidd gild rök hér í blaðir.u, að ein af afleiðing- um stórfelldra grunnkaupshækk- ana í landinu hlyti að verða mikil hækkun á byggingarkostnaði. En af því leiddi aftur, að fjöldi fólks, sem nú undirbýr íbúðabyggingar myndi gefr.st upp við þær. Allur almenningur veit að þetta er satt og rétt. Bygg- ingakostnaður er nú þegar svo hár, að efnalítið fólk verður að taka á öllu til þess að geta klofið hann, enda þótt hið opinbera hafi fyrir forgöngu núverandi ríkisstjórnar reynt að auka Iánastarfsemi til íbúðabygginga. Kommúnistar eru hræddir við þennan skilning almennings á augljósri staðreynd. Þess vegna ráðast þeir með miklu offorsi að Ólafi Björnssyni prófessor s. 1. sunnudag, og telja hann hafa lýst sig andvígan íbúðabyggingum. Þetta er hin mesta blekking. Ólafur Björnsson hefur þvert á móti bent á, að stuðningur við íbúðabyggingar væri þýðingar- mikill þáttur í baráttunni fyrir raunverulega bættum lífskjör- um. ÖU þjcðin veit líka að ríkis- stjórnin hefur undanfarið undirbúið tillögur til þess að stuðla að nýjum leiðum til um bóta í húsnæðismálum. Það, uppbyggingarstarf vilja komm I únistar ólmir stöðva. Þess vegna vilja þeir spenna bygg-, ingakostnaðinn upp úr öllu valdi og kenna svo ríkisstjórn- inni um allt saman! En „Þ.ióðviljinn“ vill ómögu lega að almenningur geri sér skemmdurstarfsemi kommún-' ista í byggingamálunum ljósa. Þess vegna ræðst hann hat-' rammlegast á þá menn, sem bezt skilja þarfir fólksins fyr-. ir íbúðabyggingar og kveður þá vilja hindra þær. Allt ber þetta að sama brunni. Fyrir kommúnistum vakir það eitt, að hindra eðli- lega þróun í framfaramálum hins íslenzka þjóðfélags. Við það miða þeir allar sínar gerð ir. Hvað varð af „Othello"? IBRÉFI frá F. V., sem ég fékk fyrir helgina segir: „Hvernig víkur því við að kvikmvndin „Othello", sem byrj- að var að sýna í einu kvikmynda- húsi bæjarins nú í vikunni, er horfin okkur. Hún var sýnd í tvo daga — hugsið ykkur, ekki minna en tvo daga! Um leið og ég heyrði, að byrjað væri að sýna þessa mynd hugsaði ég sem svo, að þarna væri áreiðanlega á ferð- inni kvikmynd, sem sýnd yrði oft og lengi hér í höfuðborginni. Það er ekki n^frna tiltölulega mjög sjaldan, sem hnífur okkar kvikmyndagesta kemur í svo feitt að sjá slík meistaraverk sem harmleiki Shakespeares á kvik- myndatjaldinu. Ég var staðráð- inn í að nota helgina til að sjá „Othello" með snillingnum Orson Wells — og hlakkaði ekki lítið til þeirrar bíóferðar, en — viti menn! Eftir tvo daga þurfti hann að víkja fyrir nýrri amerískri gamanmynd. Hvílík skipti! Skil hvorki upp né niður. EG skil hvorki upp né niður í þessu. Hafði viðkomandi kvikmyndahús ekki myndina lengur til umráða, eða hvernig stendur á að stórmynd sem slík, sem hlotið hefur heimshrós og viðurkenningu, er látin koma og fara svona þegjandi og hljóð- laust? Engum getum er að því að leiða, að fjöldinn allur af fólki hefur haft mikla löngun til að sjá þessa mynd, því að, sem bet- ur fer, eru til menn, ungir og gamlir, sem kunna að meta góðar kvikmvndir að verðleikum — fram vfir allt ruslið, sem ýtt er að fólki til lítils eða einskis menningarlegs ágóða og stund- um til verulegs menningarlegs tjóns, ekki sízt þar sem ungling- arnir eru annars vegar. En þetta er svo sem ekkert einsdæmi. Það er aðeins stutt síðan að sama kvikmyndahús tók til sýningar stórmvndina „Glæp- ur og refsing" eftir samnefndu heimsfrægu skáldverki Dostojef- skis og sýndi hana tvisvar sinn- um —og þar með var sagan búin. Furðulegt! Ég teldi sjálfsagt, þegar ágæt- ar kvikmyndir, gerðar eftir önd- vegisverkum heimsbókmennt- anna eru hér til sýnis, þá væri vakin á þeim sérstök athygli og jafnvel hafðar á þeim sérstakar sýningar með lækkuðu verði fyr- ir nemendur í skólum bæjarins. Hvað gerir ekki Þjóðleikhúsið okkar, hefur það ekki sérstakar skólasýningar? Kvikmyndahúsin geta engu síður verið menningar- tæki heldur en leikhús, sé vand- að til kvikmyndavalsins. Enginn ávinningur? ÞAÐ er ekki ólíklegt, að slíkar myndir sem „Othello“, svo að tekið sé eitt dæmi, gætu orðið til þess að vekja forvitni og á- huga unglinga á að kynnast nán- ar því sem Shakespeare hefur skrifað — og væri það ekki nokk- ur ávinningur? Að lokum: ég vona að þessar tvær góðu myndir, sem ég minnt- ist á séu okkur ekki horfnar fyrir fullt og allt. Ella — að einhver skýring verði gefin á þeim skyndi, sem varð á sýningum þeirra. — F. V.“ Þær geta tekið af gamanið. KÆRI Velvakandi! Þá er regnhlífaveðrið komið aftur — og þá er maður ekki lengur óhultur með augu sín og ásjónu fyrir blessuðum fósturlandsins freyjum, sem veifa þessum djásnum með ókristileg- - -, | j - v, 1 r •íw - ) ! í ■ 1 '' ’ um glannaskap yfir höfðum sér, okkur vegfarendum öðrum, sem guð hefur ekki gert því hærri í loftinu til ótta og skelfingar. — Beiddu þær að fara varlega, Vel- vakandi minn. Þær geta tekið af gamanið. — Varasamur". Andlegur fúi á hljóm- plötu. FJÖLDI manns hefur beðið Mbl. að benda forráðamönn- um útvarpsins á þá eindæma smekkleysu, sem þar er iðulega flutt af hljómplötu: Á Lækjar- torgi. Víst er að þessar umkvartanir eru á rökum reistar og gegnir furðu, að Ríkisútvarpið skuli leika þessa hljómplötu æ ofan í æ, án þess að gera sér þetta Ijóst. Hefur blaðinu t.d. verið á það bent, að í texta þessa andlega fúa á hljómplötu útvarpsins, sé farið með hreint guðlast, en slíkt varðar við lög hér í landi. Undir þær áskoranir fjölda les enda blaðsins til forráðamanna tónlistardeildar útvarpsins, um að taka þessa plötu úr umferð í eitt skipti fyrir öll, vill Velvak- andi taka. Enginn er annars bróðir í leik. tungutaks. Hefur hann borið saman orð og rætur í sex óskyld- um tungumálaflokkum og xund- ið, að sú Tannsókn staðfestir kenningar hans. Eftir því, sem ég hef kynnst þessu máli betur, í ritum þeim, sem dr. Alexander hefur um það samið, hefur mér orðið æ Ijós- ara, hversu styrkar st.oðir renna undir þessa kenningu, og tel ég, að hún sé í aðalatriðum svo vel sönnuð, sem unt sé að búast við, þegar um svo forn efni er að ræða. En staðreyndirnar tala sínu máli og eru svo öflugar, að ekki er hægt að véfengja þær. Síðasta rit dr. Alexanders um þetta efni er nú nýkomið út og heitir „Some Remarks on the Origin of the N-sound“, eða Nokkrar at.hugasemdir um upp- runa n-hljóðsins. Er það á ensku og er gefið út sem fylgirit ár- bókar Háskólans 1953—1954. Er það reynt að grafast fyrir upp- runalega merkingu og notkun n- hljóðsins í ýmsum samböndum, og eru til þess borin saman orð og rætur í indógermönskum mál- um, polýnesisku, grænlenzku, fornri kínverzku, hebresku og tyrknesku, og ber allt að sama brunni, en það yrði of langt mál og flókið að fara nákvæmlega út í það eða einstök atriði í þessu máli. Það er að vísu ekki leyst úr öllum vandaspurningum um upp runa tungumálanna, þó að fallist sé á kenningar dr. Alexanders, enda er ekki við því að búast, en mikið hefur þó áunnist til íræðslu um þá aðferð, sem manns andinn hefur notað til þess að skapa þetta því nær guðdómlega menningartæki, sem tungumálin eru. Vitur maður hefur sagt, að það sé því líkast, að guðir en ekki menn hafi skapað tungu- málin, og má það heita sannmæli- En verulega mannlegt verður tungutakið þá fyrst, þegar mönn um er orðið ljóst, að orðin eru aðeins tákn fyrir sérstaka hluti eða hugmyndir, en ekki eingöngu eftirlíkingu á hljóðum náttúr- unnar eða ósjálfráð tilfinninga- hljóð. Dr. Alexander komst inn á þessar brautir við starf sitt að hinni miklu upprunaorðabók sinni um íslenzka tungu, sem nú er að koma út og er geysimérki- legt verk Gegnir það furðu, hversu mlklum og merkilegum vísindastörfum hann hefur af- kastað, auk kennslu og tímafreks starfs við stjórn og rekstur há- skólans. Svo má lofa einn að lasta ekki annan, og ég hygg, að ég dragi ekki skóinn niður af nein- um, þó að ég telji dr. Alexander með allra mestu vísindamönnum í málfræði!egum efnum, sem nú eru uppi, og má lengi !eita að slíkum afkastamanni. Jakob Jób. Smári. Sfcemmfifundur „Germania" í kvöld „GERMANIA“ heldur skemmti- fund í Tjarnarcafé í kvöld kl. 8.30. Er þetta fyrsti fundurinn á árinu og vel til hans vandað. Sýnd verður kvikmynd „Deuts- land Spiegel“, þar sem sagt er frá þeim aðalviðburðum, sem gerzt hafa í Þýzkalandi að und- anförnu. Meðal annars eru þar flóðin í Rín, undirbúningur Par- ísarsamninganna, kosning forseta Vestur-Þýzkalands, heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.