Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúiiif í áag: Breytileg átt. Síðar SA kaldi, skýjað. Tungumál Sjá grcin á blaðsíðu 8. 55. tbl. — Þriðjudagur 8. marz 1955 Aðalfundur Heimdallar: Þorvaldur Garðar Kristjáns- son endurkjörinn formaður AFJÖLMENNASTA aðalfundi, sem fram hefur farið í Heimdalli, Félagi ungra Sjálfstæðismanna síðastl. sunnudag, þar sem vovu hátt á fjórða hundrað manns. Var formaður félagsins Þorvaldur •Garðar Kristjánsson, lögfræðingur, einróma endurkjörinn formaður og var hann einn í framboði við formannskjör. Á fundinum ias fundarstjóri Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi, upp nöfn um 300 ungra Reykvíkinga, sem sótt höfðu um inntöku í Heimdall og voru þessir nýju félagsmenn samþykktir. SKÝRSLA FORMANNS | í skýrslu formanns, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, kom fram hið mikla og margþætta jstarf félagsins. Minnti hann á hina velheupnuðu almennu um- ræðufundi sem félagið beitti sér fyrir, svo og þeirri nýjung meðal æskulýðsfélaga í bænum að efna til æskulýðstónleika. Þá voru starfandi leshringar og önnur fræðslustarfsemi rekin fyrir félagsmenn. Þá voru haldin fjöl- sótt stjórnmálanámskeið. Sumar- starfið beinfist einkum að ferða- j lögum Heimdellinga og var far- j ið í nokkrar ferðir, sem voru hinu unga fólki til hinnar mestu ánægju, en alls munu þátttak- endur í ferðunum hafa verið um 500. í Sjálfstæðishúsinu voru haldn- ar kvöldvökur og fullveldisfagn- aður og auk þess spilakvöld sam- eiginleg með hinum sjálfstæðis- félögunum og á vegum félagsins var lítilsháttar útgáfustarfsemi. Um starfið inn á við í félaginu ’ Bernhard Petersen verzlunar gat formaður þess að fjárhagur j skólanemi, Birgir Gunnarsson félagsins hefði batnað mjög á ár-j menntaskó'anemi, Bragi Hannes- inu, og kom það fram í skýrslu son stud. jur., Einar Árnason gjaldkera. Ásgeirs Einarssonar. lögfr., og Ólafur Egilsson Þá gat hann margháttaðra verk- } verzlunarskólanemi. — í vara- æfna sem biðu næstu stjórnar og stjórn þeir Einar Logi Einarsson næstu stjórna félagsins og væri gagnfræðask.ólanemi, Magnús Jó- Alfreð Gíslasyni vikið úr Aiþýðu- fiokknum MIÐSTJÓRN Alþýðuflokksins samþykkti á fundi sínum s.l. sunnudag, að staðfesta brott- vikningu Alfreðs Gíslasonar, annars bæjarfulltrúa flokksins í Revkjavík, úr flokknum. Áður hafði Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur samþykkt að víkja Alfreð Gíslasyni úr félaginu, ef hann fullnægði ekki innan ákveðins tíma nokkrum skilyrðum. — Þeim skilyrðum hefur hann ekki fullnægt. Eins og kunnugt er gekk þessi bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins til samvinnu við kommúnista í bæjarstjórn fyr ir skömmu og kom m.a. með því í veg fyrir að flokkur hans héldi sæti sínu í bæjarráði. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. næst fór fram kosning átta manna í aðalstjórn og þriggja í varastjórn og voru þessir kosnir: Ásgeir Einarsson vélstjóri, Bene- dikt Sveinsson, menntaskólanemi, Búnaðarþingi lýknr í dag ÁRDEGIS í dag lýkur Búnaðar- þingi. Helsi lokafundurinn kl. 10 árd. f gærdag voru afgreidd allmörg mál, m. a. breyting á jarðræktar’ögunum. Er það um- fangsmikið mál. Búnaðarþings- fulltrúar stóðu óskiptir um mál- ið og þar m. a. lagt til að hækk- aður verði um 20% jarðræktar- styrkurinn. Nál. 30 HoUendíngar keppn hér i landskeppni í frjálsíþróttnin Keppnin fer fram um 20. júli ENDANLEGA hafa nú verið gerðir samningar um landskeppni i frjálsíþróttum milli íslands og Hollands. Fer keppnin fram í Reykjavík um 20. júlí og verður keppt í öllum landskeppnisgrein- um — eða 20 talsins. Verður þetta í fjórða sinn er íslendingar heyja landskcppni í frjálsiþróttum. Sú fyrsta fór fram í Reykjavík gegn Norðmönnum 1948. Árið 1950 kepptum við einnig hér heima við Dani og 1951 sigruðum við í landskeppni Dani og Norðmenn í Oslo sem frægt er. m. a. mjög aðkallandi bætt hús- næðisskilyrði fyrir alhliða starf- semi Heimdallar og væri þetta eitt helzta /nálið innan félagsins. Formaður lauk skýrslu sinni með því að benda á nauðsyn þess að Heimdaliur haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið á því starfsári sem nú væri -að ljúka. STJÓRNIN Þessu næst fór fram kjör for- manns. ,— Sem fyrr segir kom aðeins ein uppástunga fram um formannsefni og var Þorvaldur Garðar því sjálfkjörinn. — Þessu hannesson trésmiður og Stefán Snæbjörnsson iðnnemi'. — Þá voru kosnir 40 menn í trúnað- armannaráð og endurskoðendur þeir Haukur Heiðar bankamað- ur og Þorkell Valdimarsson verzi unarmaður. ♦♦♦♦♦ Áður en fundi lauk ávarpaði Þorvaldur Garðar Kristjánsson fundarmenn og þakkaði það traust sem sér væri sýnt. Lauk hann máli sínu með nokkrum hvatningsorðum til fundarmanna um að vinna að eflingu sjálf- stæðisstefnunnar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Þr jú olíuskip | UM helgina komu þrjú stór olíu- , skip hingað til Reykjavíkur með benzín og olíu til olíufélaganna. Var stærst þessara skipa amerískt 16000 lesti> og fór það í fyrri- nótt. í gær lá við BP stöðina rússneskt olíuskip innan við 10 þús. lestir og í gær sigldi norskt skip, 12 þús. lestir, frá Shell stöðinni upp í olíustöðina í Hvalfirði.____________ Umferðanefnd SAMKV. ályktun bæjarstjórnar hinn 3. þ. m. samþykkti bæjar- ráð á fundi sínum þann 4. þ. m. að kjósa eftirtalda menn í um- ferðarnefnd: Einar B. Pálsson, yfirverkfræðing, Geir Hallgríms- son bæjarráðsmann og Þór Sand- holt skólastjóra. FORSAGA MALSINS Stjórn FRÍ ræddi í gær við blaðamenn ásamt nefnd þeirri, er sjá mun um framkvæmd lands- keppninnar nú eftir að samningar hafa tekizt. í þeirri nefnd ei u Erl. O. Pétursson form.. Jens Guðbjörnsson, Bragi Kristjáns- son, Örn Clausen og Björn Vil- mundarson. Brynjólfur Ingólfsson formaður FRÍ skýrði forsögu málsins, en leitað hefur verið víða um samn- inga um landskeppni. Kvað hann upphaflega hafa verið reynt að fá Norðurlöndin til keppni, en þeirra sambönd vilja að ísland greiði allan kostnað af slíkri keppni — svo samningar þar fóru fljótt út um þúfur. Hollendingar sýndu hins vegar samningslipurð og nú hafa samningar verið gerð- ir og til athugunar er að gera áframhaldandi samninga við Hol- land á sviði frjálsíþrótta. ÞÝÐINGARMIKIÐ Form. FRÍ benti á þá þýðingu, sem slík keppni hefur. Kvað hann meira vera æft og fleiri æfa þeg- ar slíkt verkefni sem landskeppni stæði fyrir dyrum. Hann sagði að hingað myndu koma 28—30 hollenzkir frjáls- íþróttamenn tii Iandskeppn- innar. — Hollendingar, sagði hann, eru gömul íþróttaþjóð og gat þess að frjálsíþrótta- samband þeirra væri stofnað á árunum 1880—1890. Þeir hafa löngum átt ágæta sprett- hlaupara og eiga enn. Þau væru þeirra sterkasta hlið, en þó hefði okkar bezti 200 m hlaupari (Ásmundur Bjarna- son) sigrað einn þeirra beztu manna í Bern á s.l. sumri. í stökkum eru þeir einnig sterk- ir en í köstum heldur lakari en okkar beztu menn nema í spjótkasti. Ætti þessi keppni því að verða mjög jöfn og engan veginn verður hægt að segja fyrifram um úrslitin, þó Mennfamálaráð ú!h!u!ar 247 námsmönnum lán og sfyrki • I GÆR birti Menntamálaráð tiikynningu um úthlutun 247, •Jiámsstyrkja og námslán scm það . Þefur veitt ungu fólki til fram- j haldsnáms erlenöis. AIIs bárust 327 umsóknir um styrki eða lán 1 og hafa umsóknir aldrei áður verið svo rnargar. • Að þessu sinni hafa verið veittir námsstyrkir samtals að upphæð kr 803,500,00 og sam- þykktar hafa verið tillögur um lán að fjárhæð kr. 369,500. Af Jiámsstyrkjum fóru kr. 341,500 í framhaldsstyrki og kr. 462,000 i nýja styrki • Námsmenn þeir sem ein- göngu fá styrki eru 148, en 63 var gefinn kostur á láni og 36 #á fjárhæðina bæði í styrk og láni. • Langsamlega flestir íslenzkra námsmanna sem erlendis leggja stund á framhaldsnám, eru við skóla í Danmörku, 103, en næst kemur V.-Þýzkaland 70, þá Noregur 31, Bretland 29, Svíþjóð 24 og Bandaríkin 22. • Blaðið mun síðar birta nöfn námsfólksins sem styrkina og námslánin hlaut svo og greinar- gerð mcnntamálaráðs. Norðlendingar kaupa Vestmannaeyjatogarann Frænka (harleys í 75. sinn ANNAÐ KVÖLD sýnir Leik- félag Reykjavíkur gamanleikinn Frænku Charles í 75. sinn. Virð- ist hin aldna „frænka“ aldrei hafa verið sprækari en nú, var troðfullt hú= hjá félaginu á sunnu dagskvöldið var og mikill fögn- uðun ÓLAFSFIRÐI, 7. marz — Bæj- arstjórn Ó'afsfjarðar boðaði til almenns borgarafundar í sam- komuhúsinu föstudaginn 4. marz. Tilefni fundarins var að ræða um kaup á botnvörpungnum Vil- borgu Hcrjólfsdóttur, ásamt Sauðárkróki og Húsavík. Var fundurinn all fjölmennur og tóku margir til máls. Fundinum stjórnaði forseti bæjarstjórnar Þorvaldur Þorsteinsson. —• — Bæjarstjóri Ólafsfjarðar, Ás- grímur Har'mannsson, sem unn- ið hefur að þessu máli ásamt Sigvalda Þorleifssyni og Jóni Gunnarssyn' kaupfélagsstjóra, flutti mjög ítarlega ræðu um gang þessa máls frá því byrjað var að vinna að því í nóvember s. .1 Ejftirfarandi tillaga kom fram frá bæjarstjórn og var hún sam- þykkt samhljóða: —•— „Almcnnur borgarafundur haldinn í Ólafsfirði 4. marz 1955 samþykkir að unnið verði að því að kaupa togarann Vilborgu Herjólfsdóttur ásamt Sauðárkróks- og Húsavíkur- kaupstað á grundvelli þess samkomulags við ríkisstjórn íslands, er fulltrúar nefndra byggðarlaga hafa þegar gert og verði nú þegar leitað stuðn- ings almennings til þessara kaupa til hlutafjársöfnunar og undirbúnings hlutafélags- stofnunar hér heima. Skulu kosnir 5 menn og verði þeir tilnefndir af bæjarstjórn Ólafs fjarðar og stjórn verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarð- ar“. Laugardaginn 5. marz kom svo bæjarstjórn og stjórn verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar saman til fundar og kaus eftir- talda 5 mcnn til hlutafjársöfn- unar: Guðmund Þorsteinsson, Jón Björnsson, Gunnlaug Magnús son, Björn Stefánsson og Ár- mann Þórðarson. —J. A. að HoIIendingar virðist standa heldur betur að vígi. En þess er þó að gæta að þeir eru vanir beztu aðstæðum, sem sjaldnast eru fyrir hendi hér. hetja sefur Á HVERJUM BÆ Erl. O. Pétursson, form. fram- kvæmdanefndar keppninnar, kvaðst vilja hvetja menn til auk- inna æfinga. Frjálsar íþróttir hafa verið í öldudal á undanförn- um árum, en hann kvaðst vilja segja sem skáldið er sagði hetju sofa á hverjum bæ, og kvaðst fullviss að í sumar kæmu fram á sjónarsvið frjálsíþrótta margir afreksmenn, sem myndu hefja gengi frjálsíþrótta til vegs og virðingar. Slíkt væri mikilsvert fyrir þjóðina inn á við sem út á við, að því bæri að stuðla á allan hátt. Tvö umferðaslys í GÆRDAG urðu tvö börn fyrir bílum í úthverfum bæjarins. —' Varð telpa fyrir bíl á Sundlauga- vegi og handleggsbrotnaði. — Á Suðurlandsbraut varð lítill dreng ur fyrir bíl á móts við Múla. Hann fótbrotnaði og hlaut víða skrám- ur. Þeir, sem urðu sjónarvottar að þessu slysi eru beðnir að koma til viðtals hjá rannsóknarlögregl- unni. í gær slasaðist verkamaður við uppskipun vestur á Ægisgarði er hann féll 3—4 m niður af vöru- bílspalli niður á þilfarið. Maður- inn hlaut ekki mikil meiðsl. — I malbikunarstöð bæjarins við Ell- iðaárvog féll mulningsskúffa of- an á mann. Hann hlaut ekki sjá- anlega áverka. Menn þessir voru fluttir heim til sín að lokinni ranu sókn í sjúkrahúsi. Verðiir Kmg í Sol bjargað? FRAM fer nú athugun á því á Meðallandsfjörum, hvort tiltæki- legt sé að bjarga togaranum King Sol út af Meðallandsfjörum. —. Fóru austur þangað þeir Bjarni verkstjóri Jónsson í Hamri og brezkur björgunarsérfræðingur0 sem kominn er á vegum vátryggj- enda. Við athugun kom í ljós affi togarinn er enn óbrotinn meö öllu. Stýrisvélin er brotin. Tog- arinn er kominn allmiklu hærra upp í sandinn en fyrstu dagana eftir strandið. abcdefgh í AUSTURBÆR 1 ABCDEFGH VESTURBÆR 16. leikur Austurbæjar: Bf6—d7 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.