Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABIÐ Þriðjudagur 8. marz 1955 EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY Framhaldr.sagan 39 Kral er ekki heima, og hamingj- an má vita, hvar hann er. Ég veit ekki, hvort þér munið eftir mér, en við höfum hitzt einu sinni eða tvisvar. Ég heiti Olov Arnesen, norskur sendiherra“. TÓLFTI KAFLI. Þegar þau komu út á götuna, sáu þau smáhópa af mönnum á öllum aldri, og þeir voru allir syngjandi. „Vitið þér, hvað þeir eru að hPópa, sendiherra? Þér talið þýzku, er ekki svo?“ „Þetta er einhvers konar harma kvein og lofsöngur Það er aug- Ijóst, að þeir í London og Wash- ington vilja gera þá að þrælum, þéir vilja ekki þola það, og lengi lifi Staiin og Gottwald." „Það er sorglegt að horfa á þá ganga þarna um eins og þræla, og þeir, sem ekki skilja, hvað þeir segja, gætu haldið, að þeir væru á helgöngu. Aumingja mennirn- ir.“ _ „Ég vorkenni þeim einnig, ung- frú Pollinger.“ „Þetta er einkennileg hylting. Haldið þér, að nokkurs staðar muni koma til óeirða eða blóðs- úthellinga?“ „Ég held ekki — ekki enn að minnsta kosti. En það kemur stundum eftir byltinguna. Friður- inn er stundum blóðugri en stvrj- aldirnar. Má ekki bjóða yður vín- glas, ungfrú Pollinger, ég bý ekki langt í burtu.“ Hún ætlaði að hafna boðinu, en allt í einu fann hún til ákafr- ar löngunar til að tala um Kral — en hún gæti ekki talað við hann — og hún mundi eftir að Morgan hafði oft sagt við hana, að enginn vissi meira um Kral en Arnesen sendiherra. „Þakka yður fyrir, það er dá- lítið óvænt. En ég var að vona að geta talað við Kral vegna þess—“ „Ég veit“, muldraði hinn hái Horðmaður. „Vitið þér hvað?“ spurði Margaret í flýti. „Þér eruð áhyggjufullar hans vegna.“ „Hefur hann ef til vill talað við yður um mig?“ „Nei, ég get varla sagt, að ég þekki hann. Við höfum ekki hitzt nema fjórum eða fimm sinnum allt í allt, en ég veit svo mikið hann á það skilið að hann sé virtur. Hefur yður þótt vænt um hann lengi?“ Hann sagði þetta svo sakleysis- lega rétt eins og hann hefði spurt, livað klukkan væri. Margaret roðnaði upp í hárs- rætur, og horfði undrandi á þennan undarlega mann, en hann liélt áfram og sagði: „Mér er það heiður að hafa vin Paul Kral að gesti.“ „En, herra, þér komið mér í vandræði." „Ég er gamall maður, sem hef- ur séð sitt af hverju, ungfrú Pollinger. Ég skil ekki hvers vegna fólk skammast sín fvrir vináttu og ást, þegar það lætur óspart í ljós hatur og fyrirlitn- ingu. Það getur verið, að Kral þarfnist hjálpar eins og árið 1939, og það var þess vegna, sem ég kom til hans. Og hvers vegna skyldum við ekki sameina krafta okkar í þessu máli?“ Ungfrú Pollinger var nú ekki lengur vandræðaleg, og hún þrýsti hönd Arnesen og sagði: „Þér hafið rétt fvrir yður, herra. Við skulum fara.“ Þau héldu áfram, en skýndi- lega heyrðu þau rödd í hátalara: „Ibúar Prag, nú að lokum gangið þið frelsinu í mót! Hlustið á bezta vin ykkar — forsætisráð- herrann Klement Gottwald . . “ Síðan heyrðist alltof hávær karlmannsrödd, sem drukknaði í hrópum fjöldans, en þar var ekki hægt að heyra nokkra hrifn- ingu og engar tilfinningar. ' Margaret titraði og Arnesen tók undir handlegg hennar til að stvðja hana. Hún leit á hann og henni til mikillar undrunar sá hún, að tár glitruðu í bláum aug- um hans. Hvorugt þeirra mælti orð. i AS lokum komu þau að húsi því, sem Arnesen sendiherra bjó í, og það mátti sjá á íbúðinni eins og honum, að hann vantaði um- önnun. „Hvað má bjóða yður?“ * „Ef þér hafið sherry, vildi ég þiggja lítið glas. Ég er ekki vön að drekka á þessum tíma dags, en í dag virðist allt vera á öðrum endanum." „Þegar Kral var hérna síðast, drukkum við tvær flöskur af koníaki. En þá vorum við að tala um mjög alvarlegt málefni." „Tvær flöskur!" sagði Margaret óttaslegin. „Ég vissi ekki, að Kral drykki svo mikið!“ „Verið ekkert hræddar, góða min. Eg sagði ekki, hvað hver hefði drukkið mikið um kvöldið.“ „Ég skil,“ sagði Margaret og hló og bætti síðan við. „Ég var undrandi að heyra, að þér þekkt- uð Kral aðeins lítið. Ég hélt, að þið væruð gamlir vinir. Voruð það ekki þér, sem hjálpuðuð Kral að komast til Noregs árið 1939?“ „Jú, ég gerði það. Er Kral í nokkrum vandræðum núna?“ „Mjög miklum. Hafið þér heyrt um skjólstæðing hans í Ame- riku?“ j „Ég hef heyrt dálítið." „Kral vill komast til Ameríku vegna þess að skjólstæðingur hans er mjög veikur á einhverju góðgerðarsjúkrahúsi í Kaliforníu. En þeir þarna í Washington hafa ekki ákveðið, hvort þeir eigi að veita honum vegabréfaáletrun, og kommúnistarnir hika einnig, hvort þeir eigi að leyfa honum að fara úr landi. Og núna eftir bylt- inguna fær hann áreiðanlega ekki leyfi til að fara.“ „Arnesen setti glasið, sem hann hélt á, snöggt á borðið. „Hvað eruð þér að segja, góða mín? Hika Ameríkanarnir við að veita hon- um landvistarleyfi? Ég skal þá láta yður fá skjal, sem opnar Kral strax leið til Ameríku. Þegar hann var í París 1938, hjálpaði hann manni úr hinum mestu erfið leikum, en Kral vissi ekki, hver hann var, en það vissi ég. Og ein- hverstaðar hef ég bréf frá þess- um manni um þetta mál. Þessi maður reyndi lengi að hafa upp á Kral, ungfrú Pollinger. Og ég get sannað, að Kral þjónaði Ameríku vel og dyggilega þá. En hvar er bréfið? Er það hérna eða í sendiráðinu? Ef yður er sama, þótt ég leiti hérna, ætla ég að biðja yður að fá yður annað sherryglas.“ „Nei, herra, ég get ekki beðið — ég verð að fara heim. En ég kem aftur eftir þrjár klukku- stundir, og ef yður er sama ætla ég að koma með samstarfsmann minn, sem hefur með höndum mál Krals. Þakka yður fvrir allt. Þér hafið sagt mér ýmislegt, sem hefur angrað mig upp á síðkast- ið.“ Hún komst ekki heim, fyrr en eftir fullar tvær klukkustundir. Hún hringdi strax til Morgans og sagði honum frá samtalinu við Arnesen. „Ég skal koma strax. í gamla vagninum, og við getum siðan farið saman til norska sendiherr- ans, ef við getum komist gegnum torfærurnar." Aksturinn í sendiráðsbifreið- inni var ekki árekstrarlaus. Á krossgötum kom á móti þeim hópur stúdenta. Þeir veifuðu höndunum hjartanlega og köll- uðu á ensku „Lengi lifi Ameríka" Jóhann handfasti INSK SAGA 121 Það er ofur einfalt að hugsa um flótta, en að sjá út aðferð til að koma flóttanum í framkvæmd, er annað mál. í fyrstu var ég að hugsa um hvort ekki mætti takast að flýja í kven- búningi, .eins og ég gerði í Damaskus, en sá þá að slíkt var ógerningur á þessum stað, varðmennirnir þekktu allar starfs- konurnar í kastalanum mjög vel. í Damaskus flýði ég með blæju fyrir andlitinu, eins og konur bera þar, hér eru konur bjartleitar og blæjulausar, búnar hettu og höfuðdúk, og það hefði verið hlægilegt að sjá mig með dökkt, sólbrennt and- litið, þannig búinn. Hefði kastalinn verið varinn djúpu og breiðu síki, fullu af vatni, mundi ég hafa beðið tækifæris og leitað þangað á dimmri, tunglskinslausri nóttu, en nú var hann varinn djúpu. þurru síki landmegin, en ármegin voru virkisveggir reistir á háum standbjörgum. Frá ytri garðinum lá nokkurs konar skjólgarður niður að ánni. Eftir honum hefði ég getað skriðið, þó brattur væri. Ég hefði treyst á fimleika minn að detta ekki, því að þá. hefði ég hrapað í stórgrýtisurðina fyrir neðan. — Hefði ég aðeins komizt niður á hann. En þangað var engum fært nema fugl- (inum fljúgandi. Nú gat ég aðeins horft löngunarfullum augum niður á hann ofan af virkisveggnum. Það var sárt að sjá fuglana svífa fram og aftur í fölu vetrarsólskininu og finna það, að ég gæti flogið til Normandís eða Englands, ef ég hefði vængi þeirra, og sagt Eleanóru, móður konungs- ins, og vinum hans frá hörmum þeim, sem hann hefði ratað í. * Eftir margra daga bollaleggingar datt mér loks skyndilega ráð í hug. „Ef þetta fólk vill ekki hleypa mér út úr kastal- Bczta leiðin til að kaupa beztu blððin ‘i Cillettc málmhylki 10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ lír. 13,25 Þér borgið aðeins fyrir blöðin. Málmhylkin kosfa ekkert. Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyrirhafnar. Bláu biöðin með heimsins beittustu egg eru al- gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sérstakt hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleiri rakstra og betri með því að nota .... Bláu Gillette Blöðin Til leigu 60—70 fermtra upphitað pláss. Hentugt fyrir hárgreiðslu- stofu, verzlun, lager eða hávaðalítinn iðnað. Upplýsingar í síma 81037. Matsveinii Uppl. í síma 9165. Upp(. í síma 9665. 5 * '■* ■■ Fegurð og yndisþokki haldast í hendu^, þér notið ávallt A m o 1 í n ' Amolín tryggir full- komlega gegn óþæg- indum „útgufunar". Þér eruð ætíð, sem nýkomnar úr baði, og yður fellur vel mýkt þess, þjálni og fersk ilman. Ámofi moim er auðvelt í notkun — og um fram allt — það skemmir aldrei fatnaðinn og þornar aldrei upp i dósinni. Kaupið Amolín, — Reynið Amolín!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.