Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 2
MORGUHBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 i8 IimikiziÍMgiií á erlendu f jármn lll stdriðjn og ntvinnnaukningar Frú umræðufundi Stúdentofélags Reykjavikur SÍflASTLÍPIÐ fimmtudagskvöld liélt Stúdentafélag Reykjavíkur •umræðufund í Sjálfstæðishúsinu og, var fundarefni: Innflutningur á erlendu fjármagni til stóriðju og atvinnuaukningar á Islandi. Frummælendur voru þeir próf. Ólafur Björnsson og Torfi Ás- geirsson, hagfræðingur. Fundur- inn fór ve'. fram, en var eigi fjölsóttur -:em skyldi, þar sem hér var á ferð umræðuefni, sem oft ber á góma og getur skipt þjóð- ina miklu máli í framtíðinni. Fyrri frummælandi próf. Ólafur Björnsson ræddi meira almennt um málið, sem var á dagskrá, og leitaðist við að gera fræðilega grein fyrir möguleikum á stofn- setningu stóriðju á íslandi með eða án erlends fjármagns. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu hans: „í upphafi er rétt að spyrja að því, hvað við sé átt með stóriðju. í>ar geta ýmsar skilgreiningar komið til greina og má auðvitað urn það deila, hver sé sú skyn- samlegasta. Ég mun velja þann kostinn að skilgreina stóriðju sem iðjufyrirtæki, sem hafi þá afkasta getu að framleiðsla þeirra verði að meira eða minna leyti að byggjast á útflutningi og er jafn framt framleiðsla, sem við áður höfum verið háðir innflutningi. Er æskilegt að stofnað sé til stóriðju hér á landi? Það verður svo með þessa spurningu, að henni verður ekki svarað, nema menn hafi áður gert sér grein fyrir því, hvaða markmið í efna- ha.gsmálunum sé æskilegt að keppa að Er það aðalatriðið að xaunverulegar þjóðartekjur á íbúa séu sem mestar, á að leggja megináherrluna á tekjuskipting- nna eða að fyrirbyggja atvinnu- leysi og síðast en ekki sízt, hvort á að leggja megináherzlu á það .að búa í haginn fyrir framtíð- ina eða bæta kjörin í nánustu frimtíð". „Það sjón ’rmið á mjóg almennu fylgi að fagna, að æskilegt sé að raunverulegar þjóðartekjur á íbúa séu ;cm mestar. En til þess að svo megi verða, er ekki nægi- legt að tryggja það eitt, að fram- leíðsluöfl þau, er þjóðfélagið xæður yfir séu hagnýtt á ein hvern hátt, heldur þarf að tryggja hitt, að þau séu hagnýtt á sem .skynsamlegastan hátt. Er það þá þannig, að stóriðja sé sá þáttur atvinnulífsins, ' sem mesta áherzlu beri að leggja á að efla. Svarið við þeirri spurningu er undir því komið, hvort líta beri £vó á að ísland hafi þau skilyrði íil stóriðju, að fjármagni því, ■er við höfum yfir að ráða á hverjum tíma sé bezc ráðstafað á þann hátt að efna til hennar“. „Ef litið er á málið frá efna- hagslegu sjónarmiði einvörð- •ungu, virðast skilyrði stóriðju vera takmörkuð hér á landi. •— Bandið er snautt að flestum þeim I ráefnum, sem er undirstaða stór iðju í öðrum löndum. Hin af- íkekkta lega landsins veldur því i>.ð flutningskostnaður til lands- ins og frá er tiltölulega mikill, </kkur vantar a.m.k. fyrst um t'mn faglært vinnuafl á þessu •sviði og síðast en ekki sízt, er hér mikill skortur á fjármagni, þannig að það er dýrt Landbún- aður, sjávarútvegur og smærri iðnaður viroast vera þær atvinnu greinar er bezt hæfa náttúruskil- yrðum landsins og allri aðstöðu hcr“. „Stóriðja kemur þó einnig til greina, sem einn þáttur uppbygg- ingar íslenzkra atvinnuvega. ísland ræður yfir miklum orku- lindum, þai sem eru fallvötnin og heita vatnið, og enda þótt beizl- un orkunncr sé kosnaðarsöm, ættu að vcra hér skilyrði fyrir j stóriðju, þar sem orkan er þýð- ingarmesi þáttur framleiðslu- kostnaðarms, ekki sízt ef hægt er að einhverju leyti að nota inn- lend hráefni. Niðurstaðan af því, sem sagt hefur verið er því sú, að enda þótt aukin stóriðja hér á landi viiðist út af fyrir sig ekkert skilyrði efnahagslegra framfara og velmegunar hér á landi, þá er sjálfsagt að athugað séu vandlega allir þeir mögu- leikar, sem hér kynnu að vera fyrir hendi í þeim efnum“. ER ÆSKILEGT AÐ KOMA Á STÓRIBJU MEÐ ERLENÐU FJÁRMAGNI? „íslendingar hafa lengst af átt við mikinr. fjármagnsskort að stríða. En fjármagn eða með öðrum orðum sparnaður er undir staða fjárfcstingar. En þetta hvorutveggja, sparnaður og fjár- festing er undir því komið, hve mikið af ækjum þjóðarinnar erj afgangs því, sem þarf til daglegr- ar neyzlu. Sparnaðurinn og fjár- festingin kostar með öðrum orð- um þá fórn að þjóðin verður að minnka neyzlu sína, þ. e. skerða kjör sín. Hér á það sama við um einstaklingana og þjóðarheild- ina. Spurningin um það hversu mikið sé hægt að auka fjármagns myndunina eða sparnaðinn er því spurning um það, hvort þjóð- in vilji og geti sætt sig við kjara- skerðingu. Ég býst ekki við að nokkur treysti sér til að svara þeirri spurningu öðru vísi en neitandi. Þvingaður sparnaður er ekki æsidlegur. Ef ráðast á í stóriðju, er inn- flutningur erlends fjármagns óhjákvæmilegur. — Hvaðan á að flytja það inn, er komið undir því, hvar lánskjörin eru bezt og hagstæðust fyrir okkur íslend- inga. Öll lán verður einhvern tíma að endurgreiða. Þjóðin verður því að gæta þess að binda sér ekki óleysanlega skulda- fjötra“. ★ Að lokinni ræðu próf. Ólafs Björnssonar tók til máls Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, er var annar frummælandi. í upphafi ræðu sinnar dró hann upp skýra mynd af hinu islenzka hagkerfi á liðnum árum. Rakti hann þróun landbúnaðarins og sjávarútvegs- ins og væntanlega útþenslu- möguleika þessara atvinnugreina í framtíðinni. Taldi hann, að þessar atvinnugreir.ar væru farnar að nálgast hámarksafkasta stig sitt. Komst Torfi meðal ann- ars svo að orði: „Það er bersýnilegt, að ef við eigum að halda áfram að auka velmegun okkar 1 þessu landi og að taka inn í atvinnulífið þann mannfjölda,- sem bætist við á hverju ári, þá verðum við að litast um cítir nýjum leiðum. — Undanfarið hefur verulegur hluti af aukningu mannfjöldans farið inn í iðnað og iðju, sem aðallega hefur verið iðnaður til fram- leiðslu á neyzluvörum fyrir inn- lendan markað Hefur þetta ásamt öðru stuðlað að bættum lífskjörum landsmanna“. FRAMTÍÐ EFNI-IÐNAÐAR Á ÍSLANDI „Hugur rnanna hlýtur að bein- ast að iðju þar sem kostnaðarhlut föllin eru þannig, að tiitölulega mikið þarf af raforku eða hita- orku eða þá hvorutveggja. Er þá aðallega um ýmiss konar efni- iðnað að ræða, þar sem annað hvort hráeíni eru fyrir hendi hér á landi eða þar sem flutningur slikra hráefna verður ekki allt of dýr“. Ræddi Tcrfi síðan um væntan- dega mögu’eika efniiðnaðar óg grundvallaði skoðanir sinar á rannsóknum, «em þrír banda- rískir efna'ræðingar höfðu gert hér á landi árið 1953- Ræddi hann einkitm um möguleika á stofnun klórverksnuðju er hann áætlar að kosta myndi 200 milljón krónur, ei; nig urn fosforfram- leiðslu, en t'osforverksmiðja, sem framleiddi um 20 þús. tonn af fosfór, mu :di kosta í kringum 70—-80 mill'. króna. Vinnsla hrá- efna beint úr sjó, aðallega magne síum, er framtíðarverkefni, sem Torfi tagði áherzslu á, að ekki mætti missa sjónar af. Fram- leiðsla á saiti úr sjó kæmi einnig til greina, en slík framleiðsla myndi einkum miðast við inn- lendar þarf’r. Þá benti hann á, að hinir þrír bandarísku sérfræðingar hefðu lagt mikla áherzlu á möguleika aluminium framleiðslu hér á landi. Flytja byrfti inn málm- grýti og hví þyrfti að breyta í aluminium með gufu, sem þarf að vera yfir 200 gr. Celsíus heit. Sem stendur er enginn af gufu- hverunum, sem framleiða gufu með slíku hitastigi, en ísl. verkfr. telja að með nægilega djúpum borunum sé hægt að fá gufu með þessu hitartigi. Verksmiðja, sem gæti framleitt 1000 tonn af alu- mini á dag mundi þurfa um 7500 tcnn af gufu. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að búið er að finna upp nýja aðferð til þess að vinna a'rmin úr leir með því að leiða rafstraum í gegnum leir- blöndur. E‘ þessi aðferð reynist nothæf, ei hún mjög athugandi fyrir íslendinga. Stofnkostnað- ur alurrin;um-verkrmiðju er mjög mikill og skiptir hundruð milljóna kióna Þá ræddi Torfi fjárhagslega möguleiga á því að ráðast í stór- iðjuframkvæmdir hér á landi. Gerði hann mjög góða grein fyrir því, hversu mikið erlent fé ís- lendingar hafa haft tii ráðsöfun- ar á undanförnum árum. Sagði hann m. a.: „Ef gert er ráð fyrir, að hrein fjármunamynd- un landsmanna sé að stærð ui þ. b. 600 millj. kr. á ári hverju, miðað við núverandi verðlag, sézt, að við höfum sjálfir aðeins getað staðið undir 2/3 af fjár- munamynduninni á þessu tíma- bili. Að vísu hafa þessi hlutföll ekki veriö okkur eirs óhagstæð unanfarin *vö ár. Það er því augljóst mál, að leita verður eftir fjármagni er- lendis, ef nenn vilja hrinda í framkvæmd nýrri stóriðju á ís- landi. Æskdegt væri, að slíkt fjármagn fengist sem lán, þannig' að þær virkjanir og verksmiðjur, sem til greina koma, væru frá upphafi e;gn okkar. 8—10% skuldabyrði af samtíma útflutn- ingi ætti ekki að vera okkur of- viða. Sú leið, rem virðisl því helzt koma til mála fyrir okkur, er að reyna að tengja samana hina eiginlegu virkjun náttúruauðæfa okkar, þ.t.a.s. vatns- og hvera- orku til verksmiðjuiðju. Þetta mætti gera á þann hátt, að vilyrði fyrir einkaleyfi fyrir framleiðslu á byggingu verk- smiðju, væri háð því skil- yrði að hinn erlendi einka- leyfishafi útvegaði lán að mestu eða einhverju leyti til þeirra virkjana, sem nauðsynlegar væru til verksmiðjurekstursins og myndi því virkjun hinna íslenzku Frh. á bls. 21 ÞýSingar Ivars Orglands á ( kvæðuni ÐayiSs Slefáassonar. Helgafell. AÐ getur ekki leikið á tveim tungum, að túlkun Ivars Org- lands á kvæðum Davíðs er meist- araleg. Elie og hljómi ktæðanna hefur hann á nýncrskunni náð svo vel, að manni finnst, að slíkt verði hreint ekki betur gert. Það er langt síðan ég hef séð jafngóða þýðingu úr íslenzku. Og það et- gleðiefni, að ljóð Davíðs eru nú tiltæk í jafn lýtalausri útleggingu á norslcu máli. Bókin er gefin út af Helgafelli, Ivar Orgland en verður einnig seld í Noregi. Þýðandinn er kunnur hér á landi fyrir ritstörf sín og kennslustörf, en þykir auk þess mjög efnilegt ljóðskáld í heimalandi sínu. Hann hefur lengi unnið að doktorsrit- gerð um Stefán frá Hvítadal, og mun henni nú að mestu lokið. Hann er mjög vel að sér í íslenzku og þekkir ísland og íslenzka menn- ingu betur en flestir, ef ekki allir, landar hans aðrir. Formáli hans fyrir bókinni er skrifaður af mikl- um skilningi á verkum Davíðs, er hann dáir mjög. Orgland yrkir á nýnorsku, þótt hann megi raunar heita jafnvígur á bæði málin, nýnorsku og ríkis- málið svonefnda. Nokkuð hefur hann og orkt á íslenzku. Nýnorsk- an leikur í höndum hans, og vakti málsmeðferðin í fyrstu ljóðabók hans almenna aðdáun. Síðan hefur hann þó náð miklu öruggara valdi yfir málinu, og smekkur hans er fágaðri en fyrr. Gætir þessa hvort tvegg.ia í „Eg sigler i haust“. Nýnorskan er fersk og fögur tunga, þegar smekklega er með hana farið. Að færeysku einni undanskilinni er hún skyldust ís- lenzku af öllum lifandi málum. Skulu hér sýnd nokkur dæmi þess: Úr: „Ég sigli í haust“: Islenzka: „Stormurinn liggur frá landi. Rrimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. Ég hegg á helgustu bönd, — yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipinu horfi ég heim. . . Faðir, fyrirgef mér. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer.“ Nýnorska: „Stormen ligger frá landet. Brimet brotnar ved naust. Eg kom hit sunnan i sumar og sigler i haust. Böner meinkar meg ikkje. Eg högg i heilage band, — dreg ifrá venene mine og ungdomens heimeland. Frá skipet skodar eg heim. . . Fader, tilgjev meg. Kvædi mine ber helsing. Eg kjem og eg dreg. „Abba-labba-lá“: Islenzka: „Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá óg átti kofa í skóginum á milli grænna greina og trúði á stokka og steina. // En enginn vissi, hvaðan liún kom í þcnnan slcóg; ; enginn vissi, hvers vegna | hún ærslaðist og hló, og enginn vissi, hvers vegna hún bæði heit og sló. —“ Nýnorska: „Ho het Abba-labba-lá. IIo var svart pá brun og brá og átte ei hytte i skogen imellom gröne greiner og trudde pá stokkar og steinar< Men ingen visste kvar ifrá ho kom til denne skog; ingen visste kvifor j ho östest opp og lo, í og ingen visste kvifor ho báde beit og slo.“ f „Dalakofint i“: tslenzka: „Vertu hjá mér, Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja, og kaldir stormar næða um skóg og eyðisand: Þá slcal ég okkur bæði yfir djúpið dökka syngja heim í dalinn, þar sem ég ætla atS byggja og nema land.“ Nýnorska: „Ver du hjá meg, Disa, medan kveldens klokkor ringjer, og kalde stormar rasar om skog og öydesand; dá skal eg oss i draumen over dökke djupet syngja heim i dalen, der eg etlar á byggja og ta land.“ Þetta ætti að nægja til að sýna, hversu nærri er farið frumtextan- uin víðast. — Þýðingin er framúr- skarandi vel vönduð og unnin. — Ivar Orgland á mikið hrós og- þakklæti skilið fyrir þetta afrek sitt. Kristmtmn Guömundsson. - YALTA Frh. af bls. 17. ur hins opinbera. Ekkja Edwards Stettinius hefir neitað að láta af hendi skýrslur þær, sem eru í einkaeign manns hennar og geymdar eru í 36 kössum. Deilurn-tr um ráðstefnuna halda áfram, þó að nú séu 10 ár umliðin. Var ráðstefnan stærsta uppgjöf lýðræðisríkjanna fyrir kommúnistum? Eða raun- sæ stjórnmálastefna, orðin til og réttlætt vegna stríðsins? Ers eitt er víst: Skuggar Yalta-ráð- stefnunnar munu teygja sig yfir stjórnmálaþras heimsins um margra ára skeið. Egil Steinrnetz. SILICOTE Househoid Glaze (húsgagnagljái) Clafur Gíslason & Co. H/F. Sími 81370. Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson GuSIaugur Þorláksson Guðtnundur Pétursson Austurstr. 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10-12 og 1-5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.