Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 19 Tvö frumskilyrði til framfara á Þingvöllum ÝMSIR nuetir menn meðal þjóð- ar vorrar hafa te-kið sér fyrir hendur að gera tillögur til að hefja hinn forna höfuðstað lands ins til vegs og virðingar í sam- ræmi við óskir og kröfur nú- tíma manna. Má í því sambandi benda á merka grein eftir for- mann Þingvallanefndar, Gísla Jónsson alþingismann, en hún birtist í Morgunblaðinu í júlí s. 1. ár. Getur sá, er þetta ritar, af heil- um hug tekið undir það, sem sagt er í þeirri grein, enda munu varla skiptar skoðanir um flest það er‘þar segir meðal þeirra, er Þingvöllum unna. Mætti einnig segja hið «ama um tilJögur ann- arra merltra manna, sem hugleitt hafa einstök verkefni, er hér bíða úrlausnar. Það er sjálfsagt rétt og nauðsynlegt að hér þarf nýja kirkju, nýtt gistihús og yfirleitt margt nýtt hér í Þjóð- garðinum, sem hér hefir aldrei verið, en þarf þó að vera í sér- hverjum sæmilegum þjóðgarði — bæði til sæmdar staðnum og til þæginda fyrir almenning. Margt heíir hér verið vel gert og viturlega til varðveizlu staðn- um, en mikil eru þau verkefni, sem enn bíða, eða hafa ekki verið varanlega leyst ennþá. Hafa sim þau mál er Þingvelli varða, verið rædd á Alþingi og verður þá vonandi eitthvað úr framkvæmdum einnig þeirra verka, sem eru svo kostnaðarsöm að Þingvallanefnd getur a. m. k. ekki ein komið þeim í fram- kvæmd nema með miklum íjár- veitingum. Samstillt þjóðfélags- átak þarf t. d. til að gera hér sæmilega kirkju og gistihús við hæfi nútímans. •— En hvers vegna skyldu þessi verkefni vera ofvaxin íslenzku þjóðfélagi svo mjög sem menn draga nú sam- an fé til hverskonar stórfram- kvæmda? Ef það er satt, sem sagt er um gistihús landsins, að þeirra mál séu mjög óviðunandi og ekki sambærileg við fram- farir á öðrum sviðum, þá getur það ekk'i verið af öðru en að menn vilja ekki leggja það til þeirra, sem þeir heimta af þeim. Skepna, sem fær of lítið að éta, stækkar ekki eðlilega né þrífst og sama lögmáli gildir um stofn- anir, þar á meðal íslenzk gisti- hús. Tilgangur minn er hér ekki að gagnrýna neitt, sem aðrir hafa gert, heldur benda á tvö einföld atriði, sem þó eru fiumskilyrði til annarra framfara í sambandi við Þjóðgarð 'íslands hér á Þing- völlum. Menn gera sér ekki grein fyrir nauðsyn jafn einfaldra hluta er þeir koma hingað í sól- skir.i og sumarblíðu, hrifnir af fegurð fjallatinda, hlíða og hæða, niðursokknir í unað landslags og veourblíðu og fríðleik náttúr- unnar (eða flöskunnar) í henn- ar fegursta skrúða hér á þess- um helga : tað. — Það er vinn- an hér og reynslan, sem kennir mönnum hvar skórinn kreppir. TIL HÓTELREKSTURS ÞARF ÖRLGGT RAFMAGN Áður en skilyrði geta orðið sæmileg til hótelrekstrar, þarf að leiða hingað rafmagn frá Sog- inu. Nú framleiðir Hótel Valhöll rafmagn handa sér með diesel- vél. Eyðist til rafmagns og hit- unar á þriðja þúsund lítrar af olíu á hverri viku meðan hótelið er starfrækt og þarf sérstakan, vel hæfan nann til að gæta vél- anna. Þarf ekki að skýra það nánar hve gífurlega þetta tor- veldar rekstur hótelsins og ger- ir hann dýran •— og auðvitað með öllu óarðbæran, þegar að- sókn er lítil. Þó er þetta raf- magn alls ekki öruggt. Fyrir kemur að vélin bilar þegar mest á liggur og mikið er um gesti. Geta menn gert sér í hugarlund hversu óþægilegt það er fyrir hótelstjóra, starfsfólk og gesti -fc eitir sir. j Þing\'alla, en Almannagjá í sé ófær vegna þess að á aiLiirassosn konar frétt komið í Útvarpinu. Kvaðst hann þó hafa ekið þá í leið viðstöðulaust þann sama dag [ eins og ekkert hefði í skorizt. Nu getur einnig staðið svo á ■ að Mosfellsheiði sé fær og yfir- [ leitt öll leiðin vestan og austan ein vegin- um í gjánni liggur djúpur snjór eftir skafrenning. Þannig var t. d. nú fyrir skömmu, er skólabörn [ urðu að fara í skóla og önnur [ að koma úr skóla. Var þá akfært | að gjánni að vestan og frá ‘Val- höll að austan, en á þessum stutta kafla var torfæran. Urðu börnin að klifra niður •— og upp — gjána og bera farangur sinn í rigningu og ófærð — en þó telst þetta til minni háttar erfiðleika hér um slóðir. Hinn góðkunni vegaverkstjóri, Jónas í Stardal, hefir af mikl- um dugnaði haldið þessarri leið opinni mest af þeim tíma, sem liðinn er af þessum vetri. En það er ekki lítið erfiði fyrir menn og vélar að glíma við ófærðina í Almannagjá og hlýtur að kosta þjóðfélagið árlega nokkuð fé. Frá Þingvölium. þegar rafmagnið bregzt. Vatninu er t. d. dæit daglega með raf- magni, en þegar það vantar, verður að bera það í Jötum úr Öxará, eins og fornmonn gorðu — en þá gerðu heldur ekki gestir Þingvalla þær kröfui, sem þeir gera nú, — og höfðu engan hótel- stjóra til að hella skömmum sín- um út yfir, Þó að þjóðgarðsvörður hafi engan veg né vanda af hótel- rekstrinum, sem betur fer — því meir en nóg er hér að gera á sumrin — bá er mér kunnugt um ýmsa erfiðleika þeirra, sem leggja þetta erfiði á sig að ég veit greinilega að það er fyrst og fremst þessi geysihái kostnað- ur og óþægindi, sem valda því að hótelið sér sér ekki fært að halda starfi sínu áfram nema þennan stutta tíma, 3—4 mánuði ársins í mesta lagi, þó aðsókn sé nokkur bæði fyrir og eftir þann tíma Hvorki Hótelið né Þjóðgarður- inn hefir "jármagn til umráða til að bera allan kostnað af raflögn frá Soginu til Þingvalla, enda væri ekki verjandi að ráðast í slíka framkvæmd fyrir Þing- velli eina ef gert yrði. En íyrir þjóðfélagið yrði það ekki óarð- bært að leggja fram nokkuð fé til raflagna umhverfis Þingvaila- vatn, með því að á þessu svæði yrði rafmagnsnotkun álíka og í stórri sveit með 45—50 notend- um (hér í innifalin býlin um- hverfis vatnið, sumarbústaðir og hótelið, miðað við núverandi þörf og jafnaðartíma). Mun þetta þó án efa aukast miðað við það sem nú er. Til þess að hvergi sé máli hall- að ber að geta þess að Þing- vallanefnd lét gera góða diesel- rafstöð fyrir bæinn á Þingvöll- um árið 1953. Nægir það raf- magn bænum og kirkjunni vel. En rafmagnsskortur umhverfis- ins er jafn eftir sem áður, eins og gefur að skilja. ÁNÆGJULEG SJÓN Hér við Þingvallavatn hafa munn stundum þá ánægju, á vetrarkvöldum í góðu veðri, þeg- ar skýin eru í hæfilegri hæð, að sjá bjarman af rafljósunum við Ljósafoss • g í Reykjavík uppi 1 skýjunum. Er gleðilegt til þess að vita að það vatn sem héðan rennur, skuli nú svo vel notað — (Ljósm. Har. Teits.) í þágu fjölda manns, sem raun ber vitni. En varanleg raflýsing fyrir hinn forna höfuðstað lands- ins er þetta þó ekki, því bjarm- inn hverfur þegar skýin lækka, og þá sézt héðan hvergi neitt Ijós i neinni mannabyggð, — nema á bænum sjálfum og í kirkju- turninum. TIL ÖRYGGIS TJMFERDAR ÞARF NÝJAN VEGARKAFLA Á hinum þrönga vegi, sem liggur milli hamranna niður í Almannagjá að vestan, er þegar orðin mikil slysahætta þegar umferð er mest á sumrin. Hefir stundum hcrft til vandræða og umferð stöðvast í bili, er bifreið- ar hafa bilað í brekkunni. Veg- ur þessi er svo brattur og mjór að hann hæfir engan veginn þeim stóru bifreiðum, sem nú er tekið að ncta hér á landi. Vildi ég óska að úr yrði bætt áður en stórslys verða. Ekki dregur það úr hættunni að vatn rennur þarna í leysing- um vor, haust og vetur, en oft frýs þetta vatn svo öll brekkan verður hál sem gler, svo slys vofa yfir ef ekki er gætt ýtrustu varúðar. Auk þess þarf ekki nema tveggja stunda skafrenning til þess að þessi vegarspotti í gjánni verði ófær með öllu þótt aðrir vegir, bæði að austan og vestan séu vel færir. — Gerði ég tilraun I vetur með þetta og gerði gjána færa bifreiðum eitt sinn er hún var ófær. Tveim til þrem stundum síðar var allt verkið ónýtt vegna þess að skaf- rennjngurinn fyllti meira en það, sem hreinsað hafði verið. Oft vill svo til að leiðin aust- ur um Þingvelli er vel fær úr Reykjavík þótt Hellisheiði sé ófær. Þótt undarlegt megi virð- ast, fær almenningur hér alls engar fréttir í Útvarpinu um þetta eða beinlínis rangar þegar talað er um fjallvegi. Kom einu sinni í vetur sú frétt að Mos- fellsheiði nivndi ófær. Menn fóru þó heiðina þann sama dag og farið var líka þar yfir með veik- an mann nokkrum tímum eftir að fréttin barst. Daginn eftir var mælst til þess við Fréttastofu Útvarpsins að fréttin yrði leið- rétt, en hún var samt ekki leið rétt. Þá tjáði mér bílstjóri að fyrir nokkrum árum liefði sams ÖRUGGASTA LEIÐ TIL SIGURS Á ÞESSA^RI TORFÆRU Vegafræðingar hafa athugað ýmsa möguleika (sbr. grein Gísla Jónssonar alþm.) til að komast fram hjá hættum og erfiðleikum Almannagjár. Þegar menn hafa séð hvernig ísar, snjó- ar og vötn haga sér á þessu svæði á ýmsum árstímum, þá virðist ein þeirra leiða, sem háfa verið athugaðar, bera af hinum. Hygg ég að hún sé bæði örugg- ust, ódýrust og þægilegust úr því sem komið er með byggingar á svæðinu fyrir vestan Þjóðgarð- inn. Vilji menn fá öruggan veg iíl Þingvalla og um Þingvelli og lim leið forðast hættuleg þrengsiiv brekkur, hálku, snjóa og vatns- rennsli á veginum, þá mun heppi legast að leggja þann veg fyrir vestan Almannagjá og yfir hanai á móts við velli þá, sem Leirúr nefnast. Kæmi hinn nýi vegur þar á Kaldadalsveginn á Leir- unum, en þær eru skammt norð- ur frá Efri Völlunum. Væri þá hægt að friða þann hluta Al- mannagjár sem geymir hinar sögulegu minjar, Lögberg og búð ir og gamla veginn. i Áður voru oft torfærur á Leir- unum sökum vatnsflóða, en s.; 1. sumar var úr því bætt er Vega- gerð ríkisins lét gera nýjan veg- arkafla yfir það svæði, sem lægst liggur. (Verkstjóri Jónas í Star- dal). Um leið gerði Þingvalla- nefnd skurði til að verja Leir- urnar gegn frekari skemmdum af völdum vatnavaxta og hafa þeir til þessa reynst vel. Mikið er talað um vaxandi slys og skemmdir í umferð. Skynsam- legra væri að gera nú öruggan veg til hins forna höfuðstaðar en að biða eftir að slys minni mann á það, enda efast ég um að þess- ar vegabætur kosti meir en ein ný stór bifreið kostar. Þingvöllum í febrúar 1955. Jóhann Hannesson. Úr bréii íra Noregi E INN af piltunum, sem nú stunda nám við bændaskóla í Noregi á vegum félaganna Norsk-Islandsk Samband og Fé- lagið Ísland-Noregur, skrifar ný- lega meðal annars svohljóðandi: „-----Hér........er mjög gott að vera og tel ég mig hafa verið sérstaklega heppinn að eiga þess kost að dveljast hér. Leggst allt á eitt að gera dvölina hér sem ánægjuríkasta, skemmtilegir skólafélagar, afburða kennarar og síðast en ekki sízt, allt viður- væri. Skólinn hófst með hálfs mán- aðar námskeiði í meðferð drátt- arvéla, var það að vísu ekki lang- ur tími, en ánægjulegur. Fyrri vikuna var fengizt við að taka sundur vélina, en þá seinni við akstur, plægingu o. fl. Er ég hafði reynt, með misjöfn- um árangri, að járna hesta hér í þrjá daga hófst hinn venjulegi skóli. Þar sem skólinn hefur enn ekki bú er aðeins um theoriu að ræða, en engan praksis. Eg hef aðeins sótt tíma í eldri deild. þó ég verði og að taka próf í þeim fögum, er yngri deild leggur stund á, en þar er nú mest um kunnug fög að ræða s.s. eðlisfræði o. fl. Sem ég sagði áður eru hér mjög góðir kennarar og er gaman að hlýða á fyrirlestra þeirra, en öll kennsla fer fram í fyrirlestr- um og eru menn því aldrei „tekn ir upp“. Til að halda mönnum við efnið eru skriflegar æfingar á hverjum laugardegi. Skólavistin styttist nú óðum. Próf munu hefjast 24. marz og verður lokið 16. apríl. Ég mun þá fara að Ási, en þar verð ég lærl- ingur í sumar og vonast að kom- ast inn á skólann í haust. Oft hef ég verið spurður að því hvort mér leiddist hér. Ég hef, sem betur fer, alltaf getað gefið neikvætt svar. Ég held það þuríi sérstaka hæfileika til að láta sér leiðast í þessu gæða landi. Áður en ég lýk rr.usi þessu langar mig að ræða lítils háttar um tilraunafjós, sem hér er. (Ég sagði nú áður að skólinn hefði ekki bú, hann hefur þó 7 kýr í tilraunafjósi þessu, en nemendur koma þar ekki nærri verkum). Fjós þetta er lausgöngufjós, þar sem kýrnar ganga á flekagólfi, sem sauðfé. Var þetta fyrsta fjós sinnar tegundar sem byggt var í heiminum svo kunnugt sé. Nú munu vera komin nokkur slík fjós hér í landi oð e. t. v. víðar. Það sem einkum er einkennandi fyrir fjósið er að vinnusparnað- ur er mjög mikill. Öll vinna við mykju og hreinhald á kúm fellur burt. Maður gæti að óreyndu haldið að kýr í slíku fjósi væru mjög óhreinar, en það er ekki tilfellið. Vegna þess hita sem leggur úr haughúsi (sem hefur algjörlega þétta veggi og gólf) þornar mykjan fljótt og sparkast af rimlunum er kýrnar troða gólfið. Vegna hitans, sem leggur úr haughúsi er unnt að hafa hús- ið einfaldara að byggingu en ellá, en loftræsting verður að vera góð. Gólfflötur er um 5 m2 á grip. Þegar mjólkað er, eru kýrnar settar í sérstök hólf, sem er mjög haganlega fyrirkomið. Er inn- rétting þannig að sá sem mjólkar getur staðið uppréttur. Að sjálf- sögðu er mjólkað með vélum. Fóðurgeymslur eru í enda, tvö 3 m há silo og heyrúm með súg- þurrkunartækjum. Ekki er um neina eiginlegh jötu að ræða, en gefið í fóðurgang. Allt er húsið af tré, (ekki þó haughús) og mjög einfalt af gerð. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé það sem koma skal. Að vísu hafa ekki verið gerðar nægilegar tilraunir með nyt kúa.í slíku fjósi eða inni- hald mykjunnar af næringarefn- um. En eitt er víst, slíkt fjós sparar mikinn vinnukraft og hann er nú stærsti kostnaðurinn við landbúnað." Elzta beitarfjósið, með rimla- gólfi, í Gunnarsholti mun vera eldra en fjósið á bændaskólanum, en það er jafngaman fyrir því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.