Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 1
16 sáður MiiWfeM 42. árgangur 67. tbl. — Þriðjudagur 22. marz 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vinnuveitendut buðu 7% kjuru bætur s.L luuuurduuskvöld -* giosa <r- Eisenhower Bandarikjaforseti hefur fyrirskipað 7. flotanum bandariska að verja Formósu, ef kínverskir kommúnistar skyldu gera tilraun til landgöngu. Er það ætlun forsetans að reyna að koma í veg fyrir orrustur í Austur-Asíu. Á myndinni sjást her- skip 7. flotans á siglingu á sundinu milli Formósu og megin- landsíns. Menntamálaráðlierrann ókæfur að gegna starfi Moskva 21. marz. Einkaskeyti frá Reuter. UTVARPIÐ í Moskvu tilkynnti í dag að menntamála- ráðherra Sovétríkjanna Georgy Alexandrov hefði verið vikið frá störfum. Astæðan var, sagði útvarpið, að hann var alls ófær um að standa vel í stöðu sinni. Brottvikningin var ákveðin í æðsta ráðinu skv. til- lögu Bulganins forsætisráðherra. Nýr menntamála- ráðherra var skipaður N. A. Mikhailov fyrrum sendi- herra Rússlands í Póllandi. ROMABORG 21. marz. — Píus páfi brýndi það fyrir bandarísk- um blaðamönnum er heimsóttu hann í dag, að láta hinn eilífa sannleika og eilífa réttlæti ráða í starfi sínu. Páfinn var veiklulegur, þegar hann tók á móti blaðamönnun- um, enda er hann ekki enn heill heilsu. Hann sagði blaðamönnun- um að styðjast ætíð við sann- leikann og láta engan ótta varna sér að standa með sannleikan- um. Hann kvað slíkt ekkí auð- velt, en ábyrgðin sem hvílir á þeim er þung að segja milljón- um manna frá því sem rétt er. — Reuter. Alvöruþrungin aðvör- unarorð Churchills til frönsku þjóðarinnar PARÍS, 21. marz: — Einkaskeyti frá Reuter. MENDÉS-FRANCE fyrrverandi forsætisráðherra Frakka, birti í dag bréf sem Winston Churchill ritaði honum í ársbyrjun, þar sem því er lýst yfir, að ef Frakkar staðfesti ekki Parísarsamn- ingana, þá muni það tákna slit samstarfs Breta og Bandaríkja- manna við þá. Engilsaxnesku þjóðirnar muni þá leita nýrra ráða til að treysta öryggi og varnir meginlands Evrópu, án alls sam- starfs við Frakka. Birting þessa bréfs hefur vakið óhemju athygli í Frakklandi, enda eru nú aðeins tveir dagar til umræðu i Efri deild franska þingsins um samþykkt Parísarsamninganna. Tiibo&inu var hafnað — Enginn sátfafundur í gœr SÍÐASTL. Iaugardagskvöld, er sáttafundur stóð yfir í vinnudeilunni, buðu fulltrúar vinnuveitenda samninga- nefnd verkalýðsfélaganna samkomulag um 7% kjarabætur. Var þetta tilboð í formi 1% hækkunar á orlofi, afnámi vísi- töluskerðingar, tilhliðrunar gagnvart nokkrum sérkröfum og beinna grunnkaupshækkana. Tilboðið um grunnkaupshækkun skyldi þó ekki ná til þeirra, sem fengið hafa grunnkaup sitt hækkað á s.l. 12 mánuðum. Samkomulagstilboð þetta skyldi gilda iðnaðarmenn jafnt og Dagsbrúnarverkamenn. Að því er snerti Iðju, félag verksmiðjufólks, þá gerðu vinnuveitendur henni sama tilboð og Dagsbrún að öðru leyti en því, að flokkar, sem fengu hækkun í desember 1954 skyldu fá 5% kjarabætur. -^S>NÝRRI UMBÆTUR METNAR HÖFNUÐU TILBOÐINU Fulltrúar verkalýðsfélaganna höfnuðu þessu tilboði, en settu fram gagntilboð. Fólst í því til- boð um að grunnkaupshækkun- arkröfur í lægsta launaflokki skyldu lækkaðar um 5%. Grunn- kaupshækkunarkröfur, í öðrum flokkum skyldu haldast óbreytt- Hreinn meirihliitl Kópavogsbúa undirritar áskorun til Alþingis En kcmmginistar í hreposnefnd virða að vettugi yfiriýstan vilja fólksins FJORVELDARAÐSTEFNA Bréf Churchills er svar við bréfi frá Mendes France þar, sem hann kvartaði undan því hve miklum erfiðleikum það væri bundið að fá meiiihluta þingsins til að samþykkja Parísarsamning ana. Hafði Mendes-France minnzt Framb, 4 bls. 2 Kröfur iðnaðarmanna skyldu þó lækka um 4% frá upphaflegu kröfunum. í þessu sambandi má geta þess, að lægstu kröfur um grunnkaups hækkun voru um 30% hækkun. En við þær bættust kröfur um ný fríðindi, sem í einstökum til- fellum námu allt að svipaðri hæð og grunnkaupshækkunin. HÆKKUN TIMAKAUPSINS Samkvæmt tilboði vinnuveit- enda um 7% kjarabætur myndi útborgað kaup Dagsbrúnarverka- manna hafa hækkað þannig: Kr. 14.88 verða kr. 15.77 — 15.21 — — 16.12 — 15.44 — — 16.37 — 15.91 — — 16.89 — 16.85 — — 17.85 — 17.16 — — 18.19 — 18.42 — — 19.53 UM 750 atkvæðisbærir íbúar Kópavogshrepps hafa undir- ritað áskorun til Alþingis um að hreppurinn hljóti kaupstaðarréttindi. Er þetta yfirgnæfandi meirihluti allra atkvæðisbærra íbúa hreppsins. Enn eru að bætast við undir- skriftir. Þetta kom í ljós á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var í gær, en þar reyndu Finnbogi Rútur og hreppsnefndar- meirihluti kommúnista enn að tefja málið. Virðast þeir nú ætla að reyna til hins ýtrasta að fresta þessu máli svo að það komi ekki fyrir yfirstandandi þing. KOMMÚNISTAR VILJA FRESTA Á hreppsnefndarfundi, sem boðaður var í gær kom greini- lega í ljós að kommúnistameiri- hlutinn í nefndinni vildi fresta kaupstaðarmálinu cnn um sinn. Komu þeir með tillögu um að almenn skoðanakönnun verði látin fram fara til að kanna vilja Kópavogsbúa um það hvort þeir vildu sameinast Reykjavík, stofna kaupstað eða jafnvel vera hreppsfélag áfram. 750 UNDIRSKRIFTIR Við þessa tillögu meirihlutans bar minnihluti hreppsnefndar fram eftirfarandi rökstudda dag- skrá: „Með því að nú þegar ligg- ur fyrir áskorun til Alþingis frá um 750 atkvæðisbærum íbúum Kópavogshrepps um að hreppurinn verði á yfirstand- andi Alþingi gerður að sér- stöku lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum, og þar Framh. á bls. 2 Frakkar ræða hernao- arástand X N-Afríku PARÍS 21. marz: — Einkaskeyti frá Reuter. FRANSKA STJÓRNIN lauk í dag að undirbúa frumvarp, sem hún ætlar að leggja fram á þingi á morgun um það að heimilt verði að lýsa yfir hernaðarástandi í Alsír. Tillagan mun verða rædd í þinginu n. k. miðvikudag. HREIÐRA UM SIG f FJÖLLUNUM I tillögu þessari endurspegl- ast áhyggjur stjórnarinnar vegna stöðugra hermdarverka í f jalllendi Alsír. Þar hef'ur f jöldi þjóðernissinnaðra mára gerst útilegumenn og strengl þess heit a6 hrekja Frakka úr land- inu. Er erfitt að sækja á þá ]>ar vegna þess að f jöllin eru há og erfið yfirferðar. Þúsundir fi'anskra hermanna hafa unnið að því, svo vikum skipt ir, að uppræta, útlagana. — Hóf- ust þær hernaðaraðgerðir í janú- ar og var m. a. beitt fallhlífarliði. Segir yfirmaður herliðsins að um 80% allra uppreisnarmannanna hafi verið yfirbuguð, en það er ekki nóg og þarf almennari að- gerðir til að hindra skemmdar- verkastarfsemi og hermdarverk. Búizt er við að umræðuv í fvanska þinginu um þetta verði mjög heitar. — LONDON — Rússneski fiskveiði- flotinn, er stundar veiðar norð- ur af Shetlands-eyjum, er nú stærri en nokkru sinni fyrr — 55 skip. Rússar hófu veiðar á þessum miðum fyrir fjórum ár- um síðan. Auk þess skyldi orlof hækka úr 5% í 6% af útborguðu kaupi, en fara að öðru leyti eftir regl- um orlofslaganna. Iðnaðarmenn á vikukaupi, sem nú fá útborgaðar kr. 878.58 skyldu frá kr. 931.29 en auk þess lágmarksorlof hækkað um 1%. ENGIR SÁTTAFUNDIR Engir sáttafundir voru haldnir í gær með fulltrúum deiluaðila og sáttanefndinni. Ekki er blað- inu heldur kunnugt um að til þeirra hafi verið boðað í dag. Á sunnudagskvöld, er síðasti sáttafundur var haldinn stóð fundur yfir til kl. hálftvö um nóttina. Stjórniacialæra BONN, 21. marz. — Það var til- kynnt í dag að stjórnlagadóm- stólinn í Karlsruhe myndi taka stjórnlagakæru þýzkra Jafnaðar- manna vegna Saar-samningsins til meðferðar 28. marz. Málið var löglega þingfest í dag, með und- irritun 162 þingmanna Jafnaðar- mannaflokksins, en skilyrði fyrir þingfestingu er nð þriðjungur þingmanna undirriti hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.