Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag:
SV og sunnan gola eða kaldi,
skýjað. Úrkomulaust.
Samfal
við sr. Bjarna Sigurðsson á bls. 9.
Hargþæ!! hátíðahöld verzl-
unarmanna í tilefni a! 100 ára
afmæli frjálsrar verrlunar
ALDARAFMÆLIS frjálsrar verzlunar á íslandi verður minnst á
föstudaginn um land allt, en aðalhátíðahöldin verða hér í
Reykjavík. Verzlanir, skrifstofur og bankar verða lokuð allan
ailan daginn, sýningargluggar skreyttir og margt til hátíðar. Síð-
óegis verður haldin í Þjóðleikhúsinu hátíðasamkoma, veglegt minn-
ingarrit verður gefið út, kvöldverðarboð haldið að Hótel Borg og
loks verður dagskrá útvarpsins að verulegu leyti helguð afmæl-
jnu um kvöldið. Þess er vænzt, að fánar verði dregnir að hún um
allt land þennan dag.
HÁTÍÐARITIÐ OG DAGSKRA
DAGSINS
Hátíðarrit dagsins nefnist „fs-
lenzk verzlun" og hefur Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
ritað það, en í því eru einnig
nokkur ávarpsorð í tilefni aldar-
afmælisins frá forseta íslands.
Dagskrá hátíðarsamkomunnar
í Þjóðleikhúsinu verður á þá
lund, að formaður hátíðarnefdar,
Eggert Kdstjánsson aðalræðis-
maður, setur hátíðina, Ingólfur
Jónsson viðskiptamálaráðherra
flytur ræðu, Vilhjálmur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri flytur ræðu, en
ávörp flytja þeir Erlendur Ein-
arsson forstjóri fyrir Samband
fsl. samvinnufélaga, Kristján
Jónsson kaupmaður fyrir Sam-
band smásöluverzlana, Guðjón
Einarsson fulltrúi fyrir Verzlun-
armannafélag Reykjavíkur og
Eggert Kristjánsson fyrir Verzl-
tmarráð fslands. Þá syngur
Karlakór Reykjavíkur undir
stjórn Sigurðar Þórðarsonar, en
Guðrún Á. Símonar og Guðmund-
ur Jónsson syngja tvísöng og ein-
söngva. Forseti íslands, ríkis-
stjórn, sendiherrar erlendra ríkja
og margt annarra gesta verða við-
staddir hátíðina og verður henni
útvarpað.
HÁTÍÐIN AÐ HÓTEL BORG
Um kvöldið flytja þeir ræður
yfir borðum á Hótel Borg, Stein-
grimur Steinþórsson, félagsmála-
ráðherra, Sigurður Sigurðsson
yfirlæknir og Björn Ólafsson fyrr
verandi viðskiptamálaráðherra.
í dagskrá útvarpsins verður
samfelld dagskrá um verzlunar-
hætti fyrr og nú, en auk þess
flytja þeir ávörp Steingrímur
Steinþórsson, Sigurður Sigurðs-
son og Björn Ólafsson.
HÁTÍÐ VERZLUNARSTÉTT-
ARINNAR
Verzlunarstéttin stendur heil-
steypt að þessum hátíðahöldum.
Hér í Reykjavík eru það Verzl-
unarráð íslands, Samband ísl.
samvinnufélaga, Samband smá-
söluverzlana og Verzlunarmanna
félag Reykjavíkur, sem tóku
höndum saman um að hrinda
þeim í framkvæmd. Samtímis
þessum hótíðaahöldum hér í
Reykjavík fara fram hátíðahöld
í stærri kaupstöðum landsins,
þar sem sami háttur er á hafður
um fyrirkoomuag þeirra. Veerða
hátíðahöldin út um land ýmist
útihátíðahöld síðdegis og, eða
samsæti um kvöldið.
Allar vexzlanir um land verða
lokaðar svo og skrifstofur, bæði
hins opinbera og einkafyrirtækja.
Frí verður í skólum og dagsins
minnzt þar. Gluggar verzlana
verða skreyttir sem fyrr segir
og fánar munu hvarvetna dregnir
að hún.
TÍMARITIÐ FRJÁLS VERZLUN
Tímaritið Frjáls verzlun, blað
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur, kemur út eftir helgina og
er það að þessu sinni sérstaklega
helgað þessu merka afmæli. Er
mjög vandað og fjölbreytt að
efni og eiga þar greinar ýmsir
þjóðkunnir menn um verzlunar-
mál fyrr og síðar.
SVR fekkaremi |
ferðum
SVO er nú komið, að Strætisvagn
ar Reykjavíkur verða að fækka
ferðum á öRum leiðum allveru-
lega þegar í dag. Bifvélavirkjar
eru sem kunnugt er í verkfalli,
og fá vagnarnir því enga viðgerð
eða viðhald og hafa af þeim sök-
um mjög týnt tölunni. Einnig er
nauðsynlegt að spara eldsneytið,
ef verkfallið skyldi ekki leysast á
næstunni. — Vagnarnir munu
hætta ferðum á tímabilinu frá
kl. 8 til 8,40 í kvöld.
Samgöngur milli Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar munu enn hald
ast óbreyttar frá því sem verið
hefir, — eins Kópavogsférðir og
Vífilsstaða. j
Reykvíkingar reka líka dálítinn sauðfjárbúskap. Einn sauðfjár-
eigandinn er Sigmundur Ágústsson á Grettisgötu 23. Hann elur
tvær ær og einn hrút í smákofa bak við húsið sitt. Bar hin fyrri
þeirra 13. febrúar s.I. og var tvílembd. Á myndinni hér að ofan
sést eigandinn með annað lambið, sem nú er orðið nær sex vikna
gamalt. Nokkrir krakkar úr nágrenninu eru með á myndinní.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Skipstjórinn á Churchill
neitar sakargiftum
Konurnar á Eskifirði sögllus!
koma olíunni í land ef karl-
mennirnir gerðu það
MÖNNUM varð eðlilega tíð-
rætt um það í gær, er olíu
skipið Litlafell losaði olíu á
höfnum á Austfjörðum, þrátt
fyrir bann það er Alþýðusam-
bandið hafði lagt á skipið og
farm þess. — Á Eskifirði var
það allur almenningur í bæn-
um, sem neitaði að fallast á
fyrirmæli verkfallsstjórnar og
hafði bannið að engu.
Þegar Litlafell kom til Eski-
fjarðar klukkan 8 á þriðjudags
morguninn, var fjöldi manns
þar á bryggjunni. Verkalýðs-
félagið hafði tilkynnt umboðs
manni olíufélags þess er fá
átti farminn, að vegna kröfu
verkfallsstjórnarinnar, væri
olían, sem fara ætti þar í Iand,
bannlýst og myndi félagið fara
að fvrirmælum verkfallsstjórn
manna þar, að forráðamenn
verkalýðsfélagsins hafi ekki
treyst sér til að verja málstað
verkfallsstjórnarinnar, sem
leyfir olíu til upphitunar á
sjálfu verkfallssvæðinu,
Reykjavík, en vill hindra fólk-
ið úti á landsbyggðinni í því
að fá þcssar nauðsynjar, ekki
aðeins til heimilanna heldur og
til atvinnulífsins. — Réttláta
reiði fólks hér á Eskifirði,
vildu verkalýðsforsprakkarn-
ir ekki eiga á hættu.
Kaupfélagsstjórinn gat þess
og að í Neskaupstað hefði los-
un olíunnar einnig gengið
fljótt og vel, þrátt fyrir bann-1
ið og stjórn verkalýðsfélagsins
þar, aðhafðizt ekkert til þess'
Skipin stöðvast
óðum
ÞEIM fer nú ört fjölgandi skip-
unum sem stöðvast vegria verk-
fallsins hér í Reykjavík. í gær-
kvöldi kom Tungufoss að utan og
eru þá fimm Fossanna sem stöðv
ast hafa. f fyrrakvöld kom Brú-
arfoss. Eitt Sambandsskipanna
liggur hér, Arnarfellið, sem er
með nýtt kaffi frá Brazilíu. í dag
mun Katla vera væntanleg.
Úthlutna
skömmfunarseSla
ÚTRLUTUN skömmtunarseðla
fyrir næstu þrjá mánuði fer fram
í Góðtemplarahúsinu í dag og á
mánudag og þriðjudag kl. 10—5.
Seðlarnir verða eins og áður af-
hentir gegn stofnum, greinilega
árituðum.
Togarar landa fiski
r
a
að koma í veg fyrir að olían
kæmist í land.
SIGLUFIRÐI, 29. marz: — Tog-
arinn Ingvar Guðjónsson kom
hingað í morgun og losaði 90
lestir til S.R. eftir að hafa verið
eina viku á veiðum. — M.s. Súlan
losar í dag hjá ísafold 40—50
lestir. Allur fiskurinn fer til
vinnslu í frystihúsunum.
— Guðjón.
VESTMANNAEYJUM, 30. marz.
SKIPSTJÓRINN á brezka nýsköpunartogaranum Churchill, sem
tekinn var í landhelgi í gær, hefir verið hinn harðasti í horn
að taka í sambandi við rannsókn máls hans og hefir neitað ákæru
skipherrans á varðskipinu Þór um að hafa verið að veiðum innan
landhelgislínunnar.
JVýtt oiíuskip Sssf ai-
ffreiSsiu í HvaiiirSi
En eftir er að sjá hvort verkfallsstjórnin
lætur sóa gjaldeyri með stöðvun hess
í Reykjavík.
IGÆRMORGUN kom enn eitt af hinum stóru rúillilandaolíu-
skipum hingað til lands. Var það norska skipið Raila, sem
mun vera um 12 þúsund tonn. Lagði verkfallsstjórnin nú ekki
hindranir í veg fyrir að helming farmsins yrði dælt í land í Hval-
firði. Hefur skipið meðferðis olíu fyrir báta. t
BER EKKI SAMAN
Togarinn Churchill er stór ný-
legur Grimsbytogari. Varðskipið
Þór sá til togarans á þriðjudag-
xnn, og telur skipstjórinn togar-
ann hafa verið að veiðum 0,8
Sjóm. innan friðunarlínunnar,
skammt austan við Ingólfshöfða.
Skipstjórinn á togaranum virð-
ist hafa orðið varðskipsins var,
því að þegar það stöðvaði hann,
var togarinn að veiðum rétt ut-
an við línuna, en þá hafði varð-
skipið gefið honum aðvörunar-
merki um að nema staðar og
skotið að honum lausu skoti.
Handtaka togarans Churchills
byggist á radarmælingum varð-
skipsins, en þeir eru tveir og að
auki á hornamælingum. Er skip-
herrann á Þór kærði togaraskip-
Stjórann, John Robert Dore,
kvaðst skipstjórinn hvorki hafa
verið innan landhelginnar né
heldur á veiðum á því tímabili,
er skipherrann á Þór til tók.
Hér í Vestmannaeyjum tók
bæjarfógetinn mál togarans fyrir
í dag, en rannsókn var mjög
skammt á veg komin, þar eð skip
stjórinn á togaranum óskaði eftir
því, að yfirmenn á brezka eftir-
litsskipinu, sem hér er við land
yrðu viðstaddir málaferlin. Og
kom það skip hingað til Eyja í
kvölcl________— Bj, Guðm.
r
Ohugstæður um
1L9 mill i. kr.
HAGSTOFAN tilkynnti í gær að
vöruskiptajöfnuðurinn tvo fyrstu
mánuði yfirstandandi árs, sé ó-
hagstæður um 17,8 millj. kr.
Verðmæti útfluttrar vöru var
í janúar og febrúar síðastl. sam-
tals 133 milljónir, en verðmæti
innflutningsins 144,9 milljónir. í
febrúarmánuði varð útflutning-
urinn 73,9 milljónir á móti 75,7
millj. kr. verðmæti innflutnings-
ins.
Þær raddir urðu brátt
háværar á bryggjunni, sem
kröfðust þess að olíunni yrði
dælt í land þar eð yfirvofandi
væri olíuskortur í rafstöðinni,
sem myndi hafa í för með sér
að kauptúnið yrði rafmagns-
laust til ljósa og hitunar, en
nær öll heimilin eru með raf-
magnseldavél.
Það væri borgaraleg skvlda
hvers að stuðla að bví að olían
kæmist í land, einkum þar sem
það væri mjög vafasamt að
bann verkfallsstjórnar væri
réttmætt. Allmargar konur
voru á brvggjunni og þær
kváðust albúnar þess að
leggja hönd að verki, ef karl-
mennirnir hyrfu frá. Eftir
litla stund tóku menn að und-
irbúa löndun olíunnar, tengja
slöngur og þessháttar, án þess
að fulltrúar verkalýðsfélags-
ins á staðnum hreyfðu mót-
mælum, og Eskifjörður fékk
sinn skammt af oPufarmi skips
ins og er nú birgur af olíu um
sinn og þeim voða bægt frá
dyrum, sem yfir kauptúninu
og atvinnulífinu þar vofði.
Heimildarmaður Mbl. kaup-
félagsstjórinn á Eskifirði, Jón
Sveinsson, kvað það skoðun
SMERALDA LEYST FRÁ
Olíuskipið Smeralda lá í Hval-
firði þegar hið nýja skip kom.
Varð fyrst að taka það frá
bryggju og leysa í sundur tengsl
á olíuleiðslum áður en Raila
kæmist að, en síðan á dælingin
að ganga fljótt fyrir sig.
TILGANGSLAUS SÓUN
GJALDEYRIS
Helmingur farmsins úr
Raila átti að fara í olíustöð-
ina í Hvalfirði, en hinn helm-
ingurinn skyldi fara til
Reykjavíkur. Verður nú fróð-
légt að sjá hvort verkfalls-
stjórnin heldur áfram að setja
tilgangslaust bann við löndun
olíunnar, þar sem enn munu
vera í gildi heit um það að
þessari olíu verði ekki dreift
út meðan á verkfalli stendur.
Getur löndun hennar því eng-
in áhrif haft á verkfallið og
hlýtur almenningur að for-
dæma það að verkfallsstjórn-
in láti þannig sóa hundruðum
þúsunda króna í biðgjöld fyr-
ir skipin. v