Morgunblaðið - 01.04.1955, Síða 2

Morgunblaðið - 01.04.1955, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. apríl 1955 ^ Merk stoinun til stnðnings frnnkvæmdalifí þjdð- orinnur, en kefur lítið lútið ú sér bera FORMAÐUR Iðnaðardeildar í Atvinnudeild háskólans, Jóhann Jakobsson, tók á móti blaðamönnum í Atvinnudeild- inni í gær. Hafði hann ritað stuttort yfirlit yfir starfstil- högun deildarinnar, er birtist hér. Þar segir svo: VEGNA framkominna óska er mér ljúft að láta blaði yðar í té ' hokkrar upplýsingar um starf- semi Iðnaðardeildar, Atvinnu- deildar Háskólans. Iðnaðardeildinni er ætlað að styðja að þróun iðnaðar í land- inu með því að vinna að ýmsum sjálfstæðum rannsóknum á því sviði og jafnframt annast próf- •anir og athuganir fyrir opinbera aðila, einstaklinga og fyrirtæki. í reglugerð um starfssvið Iðriað- ardeildar segir svo: „Iðnaðardeild annast rann- sóknir í þágu iðnaðar og verzlun- ar. Rannsóknarefni eru einkum þessi: MÖRG RANNSÓKNAREFNI 1. Hverskonar iðnaðarhráefni. 2. Orkuiindir landsins aðrar en fallvötn. 3. Efnavarningur, innlendur og erlendur. 4. Matvæli, þar með taldar mjólkur- og kjöt, neyzlu- og nauðsynjavörur þ.á.m. nið- ursuðuvörur. 5. Útflutningsafurðir, landbún- aðar og sjávarútvegs, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum og samningum. 6. Fjörefni og önnúr bætiefni matvæla. 7. Gerlarannsóknir. 8. Jarðefni hverskonar. 9. Byggingarefni.“ Af þessu er ljóst að starfsvið deildarinnar er mjög umfangs- mikið og fjölbreytilegt. Ef gera ætti öllum þessum greinum full «kil, væri það starf sem þarfnað- ist stóraukinna starfskrafta, fjár og húsrýmis fram yfir það sem deildin hefir nú yfir að ráða. Hverskonar iðnrekstur hér á landi er nú í örum vexti, og þess er að vænta, að starfsemi Iðnað- ardeildarinnar eflist og aukist samfara þeirri þróun. IHNAÐURINN GRUND- VALLAST Á PRÓFUNUM FYRIR OPINBERA AÐILA OG EINSTAKLINGA Allur iðnaður grundvallast á prófunum og rannsóknastarfsemi. I,eit iðnrekandans að bættum íramleiðsluaðferðum og betri framleiðslu er driffjöður hag- xiýtra rannsókna. Fyrirtæki með takmarkaða framleiðslugetu og eölumöguleika hafa erfiðar að- stæður til slíkra prófana og at- hugana af eigin rammleik. Rann- sóknatæki eru flest dýr og sér- menntun til að framkvæma próf- anir og túlka réttilega niðurstöð- ur þeirra er nauðsynleg. í litlu þjóðfélagi virðist því eðlilegast að starfrækja miðstöð er geti sinnt prófunum og rannsóknum þeim, sem iðnaðurinn þarfnast, jafnframt því sem bent er á nýj- ar leiðir. Iðnaðardeildinni er ætlað að vinna í þessum anda og vera slík miðstöð. SUMAR VÖRUR PRÓFAÐAR AÐ STAÐALDRI Eins og áður er getið er deild- inni ætlað að annast prófanir og rannsóknir fyrir opinbera aðila, einstaklinga og fyrirtæki. Þessi þáttur starfseminnar hefir vaxið mjög á síðustu árum samfara auknum skilningi á gagnsemi slíkra athugana, auknu eftirliti með framleiðslu og auknum kröf- um neytenda um tryggingu á gæðum ýmiskonar framleiðslu og nauðsynjavöru. Fjölmargar vöru- "tégundir bæði neyzlu- og „kapi- tal“-vörur eru þó að jafnaði ekki tryggðar með gæðaprófunum, Iðnaðardesld Atvinnudeiídarinnar iauk við rannséknir á 2819 sýnishornum árið sem leið FSest eru rcnnséknarefnin um hagnýt má! aímenningi tiS gcgns aðrar svo sem olíur, benzín, salt, fóðurefni o. II. eru prófaðar að staðaldri samkvæmt óskum inn- flytjenda. Gæðaprófanir sem þessar hafa mikið gildi. Verðgildi kola er t. d. beint tengt hitagildi þeirra, sement af ýmsum tegund- um hefir mismunandi eiginleika eftir samsetningu, sama gildir og steypustyrktarjárn og stál o.fl. o.fl. Af innlendum neyzluvörum, sem háðar eru eftirliti, má nefna ýms matvæli og mjólkurvörur. Frjálst eftirlit er hinsvegar á niðursuðuvörum, en framleiðend- ur láta þó fylgjast með þeirri framleiðslu að staðaldri, og er sú starfsemi, ásamt með rann- sóknum á því sviði, í örum vexti. YFIRLITSSKÝRSLA UM STARFSEMINA Til að gefa hugmynd um starf það, sem unnið er í þessu skyni eru hér gefnar nokkrar tölur úr yfirlitsskýrslu um starfsemina s.l. ár. Samtals voru rannsökuð 2819 sýnishorn, sem skipta má í flokka þannig: 1. Fóðurefni ýmiskonar og út- flutt fóðurmjöl 400 2. Matvæli ýmiskonar og niður- suðuvörur 379 3. Mjólk og mjólkurvörur 674 4. Eldsneytisolíur og benzin 368 5 Byggingarefni ýmiskonar 289 6. Vatn 186 7. Gerlarannsókn á ílátum und- ir matvæli, og vegna með- höndlunar á matvælum 314 8. Ýms steinefni og málmar 41 9. Önnur sýnishorn 166 STOFNUNIN í ÖRUI ÞRÓUN í samræmi við aukningu starf- seminnar er stöðugt reynt að bæta vinnuaðstöðu og tækjakost. Nokkuð hefir áunnizt í þessu efni á síðustu árum. Þannig hefir gerla rannsóknastofa deildarinnar fengið stórbætt vinnuskilyrði í húsi fyrirhugaðrar rannsóknar- stofnunar fyrir sjávarútveg og fiskiðnað við Skúlagötu 4. Til rannsóknastofu fyrir byggingar- efni hefir verið aflað nýrra og fullkominna tækja fyrir togþols og þrýstiþols prófanir og ný „standard" tæki til prófana við malbikslagnir er verið að taka í notkun. Á efnarannsóknastofunni gegnir sama máli. Nýjum tækjum er árlega bætt við eða gömul end- urnýjuð eftir því sem fjárhagur frekast leyfir hverju sinni. RANNSÓKNIR Á FÓÐUR- EFNUM, NEYZLUVATNI O.FL. Nú nýlega hefir þannig verið sett upp nýtt fullkomið tæki til ákvörðunar á eggjahvítuefnum í fóðurefnum o. fl. og önnur að- staða til efnagreiningar á fóður- mjöli stórbætt. Takmarkið að þessu leyti verð- ur að vera það, að búa svo ! hag- inn að stofnunin geti gegnt hlut- verki sínu á hverjum tíma. Af sjálfstæðum rannsóknarefn- Um sem verið er að vinna að nú má hér nefna, sem dæmi, rann- sókn á neyzluvatni og vatni, sem notað er til iðnaðarþarfa, í öll- um kauptúnum og kaupstöðum landsins. Vatn er mikilvægt iðnaðarhrá- efni og sem neyzluvara stendur það í fremstu röð. Það er því mikilvægt að vita efnainnihald þess og gæði. Vatn hérlendis er yfirleitt tal- ið gott. Þessari rannsókn er ætl- að að skera úr um, hvort þessi skoðun er rétt, jafnframt því sem þess er vænst, að það geti orðið til leiðbeiningar og vakið til um- hugsunar um gildi þess að velja gott vatnsból, hvort sem vatnið er ætlað til ne\*zlu eða iðnaðar. LEIT AÐ HAGNÝTUM JARÐEFNUM i Starfsemi jarðfræðings deildar innar, er að mestu sjálfstæð ! rannsóknarstarfsemi, og leit að hagnýtum jarðefnum. Árangur þeirra rannsókna er meðal ann- ! ars að fundizt hafa stórar perlu- steinsnámur svo sem áður hefir verið greint frá í blöðum. A*hug- unum þessum verður haldið áfram. Vinnsla þessa jarðefnis er þó hvergi nærri tryggð, en nokkr- ar vonir eru tengdar við mögu- leika þá, sem fyrir hendi eru. JARÐFRÆÐIKORT AF RVÍK OG NÁGRENNI Þá hefir nokkur undanfarin ár verið unnið að jarðfræðikorti fyrir Revkjavík og nærsveitir. Slík kortagjörð hefir hvort- tveggja, vísindalegt og hagnýtt gildi. Fullkomið jarðfræðikort gefur glögga innsýn varðandi heppilegt skipulagsform bæjanna gefur bendingar um hvar bygg- ingarefna sé helzt að leita o. s. frv. Starfsemi jarðfræðingsins er og þjónusta vegna jarðfræðilegra leiðbeininga og ráðlegginga við ýmsar stærri byggingafram- kvæmdir. STARFSEMI IÐNAÐAR- DEILDAR FIMMTUG Á NÆSTA ÁRI Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans er stærsta og elzta stofnun þessa lands er vinnur að haanýtum rannsóknum. Deildin hefir í þjónustu sinni sérfræðinga í efnaverkfræði. efnafræði, gerla- fræði og jarðfræði. Það er von okkar, sem hér störfum, að starfsemin haldi áfram að eflast og dafna til hags- bóta fvrir land og lýð. Er Jóhann hafði afhent þessa skýrslu sínað til blaðamannanna, sýndi hann þeim húsakynni deild arinnar, aðal-rannsóknarstofurn- ar á 2. hæð hússins, og aðrar vinnustofur, sem deildin hefur yfir að ráða. Svo sem vinnustofur Tómasar Tryggvasonar jarðfræð- ings þar sem hann m. a. rannsak- ar ýmiskonar bergtegundir, og stofur Haraldar Ásgeirssonar, er hann framkvæmir rannsóknir sín ar í neðstu hæð hússins, á alls- konar byggingarefni Svndi Jóhann blaðamönnum ýmiskonar tilfæringar, sem not- aðar eru við efnagreiningar og fleira. Var þessi skoðunarferð hin fróðlegasta fyrir viðstadda blaða- menn, sem flestir munu hafa haft mjög takmörkuð kynni af hinni fjölþættu og merku stofnun. Á næsta ári verður Iðnaðar- deildin fimmtug að aldri. Því hún hefur starfað samflevtt frá því á árinu 1906. Það ár kom fvrsti efnafræðingur fslands til starfa hér í Reykjavík, Ásgeir Torfason Bjarnasonar frá Ólafs- dal, að loknu efnaverkfræðiprófi í Kaunmannahöfn. Þá var efna- rannsóknarstofan stofnuð og var starfrækt lengi í gamla Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. Þetta opinbera fyrirtæki hefur síðan starfað að rannsóknum á hverskonar hagnýtum efnum fyr- ir almenning og opinberar stofn- anir í landinu, til ómetanlegs gagns fyrir iðnþróun íslendinga. * * — Avarp GEafs Tliars Frh. af bls. 1. þeirra skilið sess á æðri bekk íslenzkra athafna og framfaramanna, þótt sumir hafi fremur goldið þess haturs á kaupmannsheitinu, sem Iiíir i hugum þjóðarinnar frá einokunartímunum en hins að hafa gert þann hóp manna landrækan, er áður mergsaug þjóðina. — ★ — Sjálfstæðisílokkurinn hefur frá öndverðu verið brjóstvörn verzl- unarfrelsis í landinu. Ilann þekkir bezt og metur mest gildi frelsis og þeirrar atorku, er grær og þróast í skjóli þess. Hann skilur öðrum betur hvers virði verzlunarmannastéttin er þjóðinni. | Fyrir því Ieyfi ég mér í dag í nafni Sjálfstæðisflokksins að minnast með hlýhug allra þeirra er kaupsýslu stunda og verzlunar- störfin vinna, þakka þeim ágæt og þjóðholl störf og óska þeim alls velfarnaðar í mikilvægri þjónustu þeirra í bágu þjóðarheild- arinnar, en þó s'ðast og mest þess að frelsið verði hvorki afnumið ' né skert heldur ailkið eftir þvi sem auðið er. i ÓLAFUR THORS. Halldór Þorbergsson ávarpar skólastjóra og afhendir gjöfina. —- M. E. Jessen skólastjóri og Gunnar Bjarnason eru til hægri á myndinni. (Ljósm.: Har. Teits.) 111VÍLSTJÖMM GEFA m\U i í GÆRDAG afhentu nemendur Vélstjóraskóla Reykjavíkur og rafmagnsdeildarinnar, skóla sínum að gjöf fullkomin kennslu- tæki í kælitækni. Viðstaddir athöfnina voru Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra, fjárveitinganelnd Alþingis, kennarar skól- ans og nemendur o. fl. í gærdag afhentu nemendur Vélstjóraskóla Reykjavíkur og rafmagnsrle.'Idar hans skóla sín- um veglega gjöf. Er hér um að ræða vandað kælitæki til notk- unar við kennslu í kælitækni. Hafa nemendur safnað fé því sem þurfti til að kaupa tækið, en það kostaði um 17 þús. kr. í * Halldór Þorbergsson, vélstjóra- nemi, afhenti skólastjóra Vél- stjóraskólans M. E. Jessen, gjöf- ina og talaði nokkur orð. Kvað hann nemendur hafa viljað minn ast 40 ára afmælis skólans með því að gefa þessa gjöf. Ræddi hann um hversu mikilvægt starf skólans væri fyrir atvinnuvegi landsmanna og hversu áríðandi væri að vélstjórastéttin væri vel menntuð. Þakkaði hann skóla- stjóra fvrir hönd nemenda ágæta leiðsögu í skólanum svo og kenn- urum skólans fyrir góða kennslu. ★ — Við, sem sitjum þennan skóla í dag. sagði Halldór, njótum eins og alhaf áður þeirrar beztu kennslu sem völ er á, húsnæði skólans er með ágætum, en skort- Menn þurfa ekki nema að líta í greinargerð Jóhanns Jakobssonar til að sannfærast um, hve miklu starfi iðnaðardeildin hefur af- kastað á undanförnum árum. Sýnishornin sem hún rannsakaði á árinu 1954 voru samtals 2819, svo mörg, að Iðnaðardeildin af- greiddi á því ári eina rannsókn á dag fyrir hvern starfsmann sinn, en þeir eru 15 talsins, 6 efnafræðingar, 5 aðstoðarstúlkur, 1 iarðfræðingur, 2 gerlafræðing- ar og 1 aðstoðarmaður að auki. En tala sýnishornanna í fyrra var álíka mikil og hún hefur verið á undanförnum árum. Nærri má * geta að sitthvað hefur komið fraxh á undanförnum árum við i rannsóknir þessar, sem fróðlegt er að kynnast fyrir almenning í landinu. ur á tækjum til kennslu er til- finnanlegur. — Að lokum sagði Halldór: — Ég vil óska þess, að við, sem nú Ijúkum námi hér, verðum skólanum okkar til sóma þegar út í starfið ei komið. — Síðan afhenti hann skólastjóra tækið formlega. ★ Jessen skólastjóri tók næstur til máls og þakkaði nemendum gjöfina og kvað tækið verða til mikils gagns fvrir þá, er í fram- tíðinni stunduðu nám við skól- ann. Síðrai útskýrði Gunnar Bjarnason kennari tækið og hvernig það ynni. Að lokum var viðstöddum boðið til kaffidrvkkju í matsal skólans. Þar hélt Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra, ræðu. Ávarpaði hann sérstak- lega Jessen skólastjóra, er hefði átt svo ríkan bátt í því, að skapa íslenzka vélstjórastétt. Þakkaði hann honum 40 ára starf við skól ann. Sagði ráðherrann síðan, að það hlyti að vera skólastjóra og kennurum til mikillar uppörv- unar sá hugur, er byggi að baki gjöf nemenda. M. E. J'-ssen þakkaði hin hlý- legu ummæli ráðherrans. Kvað það hafa orðið sér til mikillar gæfu að koma hingað til lands, en hingað kom hann 1. okt. 1911, eða sama iag og Háskólinn var settur í fyrsta sinn. Árnaði hann að ( lokum nemendum heilla f starfinu. Skipshöío ]óns Baldvinssonar SAMKVÆMT upplýsingum frá lögskráningarskrifstofu skips- hafna, var skipshöfn togarans Jóns Baldvinssonar, skipuð þess- um mönnum: Bv. Jón Baldvinsson RE 208 Þórður Hjörleifsson skipstjóri Indriði Sigurðsson I. stýrimaður, Framh. á bls, 5 f i i *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.