Morgunblaðið - 01.04.1955, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
! Föstudagur 1. apríl 1955
Samvinnuféíögin og verzlunarfreisið
, Framh. af bls. 9
áfram við Björgvin og seldu þar
vörur sína: sem voru ull, salt-
kjöt og gæiur.
SKAMMLÍF FÉLÖG
Árið 18/8 dó J. A. Blöndal
forstjóri Grafarósfélagsins og
lagðist félagið þá niður. Borð-
eyrarfélagið líka um svipað leyti.
Þau félög sem nú hafa verið
nefnd urðu ekki langlíf, enda
höfðu þau við alla þá örðugleika
að etja, sem frelsisbarátta í
verzlunarmálum hefir versta átt.
En þessi félög voru brautryðj-
endur og gerðu mikið gagn. Þau
faerðu stórté inn í iandið með
betra verðlagi, vöndu menn af
undirlægjuhætti við erlenda
kaupmenn, sýndu að landsmenn
þurftu eigi að sætta sig við
skemmdar vörur og urðu að
vanda meðí'erð eigin afurða. Þau
byrjuðu á því að flytja inn nyt-
samleg áhaid og reyndu útflutn-
ing lifandi fjár og hrossa til Skot-
lands; byrjuðu á því að koma á
samgöngurn við Noreg og Bret-
land, Þau *estU þá hugsun meðal
margra manna, að fyrir því yrði
að þerjast þrotlaust að gera
verzlunina innlenda. Samvinnu-
hugsjþnina höfðu þau vakið, og
ruttskarð í valdamúr hinna ríkj-
andi verztana
COGHILL OG VÖRU-
PÖTNTUNARFÉLAGIÐ
Méðan Húnaflóafélagið og
Gránufélagið voru starfandi byrj
aði útflutningur hrossa og sauða
til Skotlands. Voru það enskir
kaupmenn, sem þar komu við
sögu, keyptu hrossin og féð og
fluttu út á eigin ábyrgð. Var einn
þeirfa, John Coghill að nafni,
stórvirkur á þessu sviði, og mjög
vinsæll meðal íslendinga,
Hann hóf þessa verzlun aðal-
lega árið 1875 og hélt henni áfram
til dauðadags, en hann dó á leið
til íslands 1896. Coghill var í fé-
lagi við enskan auðmann. Robert
Sliman að nafni. Keyptu þeir
fjölda sauða og hrossa í Húna-
vatn's- og Skagafjarðarsýslum og
víðat um land. Til marks um það
hve mikil þessi verzlun var, má
geta þess að á mesta harðinda-
ári, sem komið hefir síðustu 100
árin,; árinu 1882, geyptu þessir
menn 1481 hross og 22370 fjár.
Þar af 7849 kindur í Húnavatns-
sýslu. Verðið var 54.00 að meðal-
tali 'fyrir hrossið og 16.59 kr.
fyrir kindina. — Árið 1884 var
fjáróerðið hjá Coghill 18—21 kr.
fyrir tveggja vetra sauði; 15—16
fyrir geldar ær og 14 fyrir vet-
urgamalt fé.
Greiðsla fór fram í ensku gulli
og vörum, sem byrjað var um
þessai- mundir að panta.
VÖIÍUPÖNTUNARFÉLAGIÐ
Hdnvetningar og Skagfirðingar
pöntúðu fyrst í stað vörur hjá
Cogliill án skipulags félagsskap-
ar nema innan hverrar sveitar.
En hinn 15. ágúst 1884 var fund-
ur haldinn á Sauðárkróki og
stofnað Vörupöntunarfélag Hún-
vetninga og Skagfirðinga“. For-
maðúr félagsins var kosinn Er- j
lendur Pálmason, bóndi i Tungu-
nesi og var hann það til dauða-
dags; 28. okt. 1888.
Með honum í stjórn voru þeir
lengst af Óiafur Briem á Álf- j
geirsvöllum og Pétur Pétursson
á Gunnsteinsstöðum.
Féjag þetta byggði vöru-
geymsluhús á Sauðárkróki og
kostaði það upp komið 2024,75
krónur.
Félagið hafði deildaskiptingu
eins og siðari samvinnufélög. —
Voru deildir bundnar við einn
hrepp víðast hvar. Verðhæð
pöntunarvörunnar var árið 1884
um 20 þús. kr., 1885 um 53 þús.
kr., 1886 um 45 þús. kr. 1887 um
44 þús. kr.
Um það bil voru ötulustu deild
arstjórar í Húnavatnssýslu þeir;
Jón 'Skúlason á Söndum, Björn
Frá Húsavík
Sigfússon á Kornsá, Jón Guð-
mundsson á Guðlaugsstöðum og
Guðmundur Gíslason á Bolla-
stöðum.
Félagið verzlaði aðallega við
Coghill og Sliman, en siðan við
Zöllner, er varð lengi aðalum-
boðsmaður kaupfélaganna.
Flest fé var flutt út árið 1890
um 70 þús., en árið eftir féll verð-
ið og þá var aðeins flutt út 24
þúsund.
Eftir að Erlendur Pálmason
féll frá slitnaði sambandið miili
Húnvetninga og Skagfirðinga
um skipulegan félagsskap. Kaup-
félag Skagfirðinga er líka talið
stofnað árið 1889. Var formaður
þess og aðal leiðtogi Ólafur
Briem, alþm. á Álfgeirsvöllum.
Ein deild í Húnavatnssýslu,
Bólstaðarhlíðarhreppsdeild, var
áfram í Kaupfélagi Skagfirð-
inga. En viðskipti hennar voru
mikil, enda var deildarstjórinn
sá ötuli maður Guðmundur Gísla
son á Bollastöðum. Aðrar deildir
héldu áfram viðskiptum við Cog-
hill beint. Var Svínavatnshrepps-
deild þar fremst í flokki undir
forystu Brynjólfs Gíslasonar í
Litladal og Jóns Guðmundssonar
á Guðlaugsstöðum, sem þá var
formaður Búnaðarfélags Svína-
vatnshrepps.
Samkvæmt vörubókum, sem
enn eru til úr Svínavatnshreppi
á árunum 1885—1890, voru það
frekar fáar vörur, sem Coghill
útvegaði. Þessar eru taldar: hrís-
grjón, bankabygg, hveiti, kaffi,
sykur, tóbak, steinolía, járn, kol,
ljáblöð og brýni. En verðmunur-
inn var mikill frá kaupmanna-
verði og vörurnar vandaðar. —
Coghill seldi þær „cif“ á Sauðár-
krókshöfn en félagsmenn önnuð-
ust uppskipun. Varð sá kostnað-
ur ásamt þóknun til kaupstjór-
ans 2% árið 1889. Mundu það
taiin góð kaup nú á dögum.
í ársbyrjun 1893 var Coghill
að mestu hættur vöruútvegun.
Gengu þá Svínavatnshrepps-
deild og Enghliðingadeiid aftur i
Kaupfélag Skagfirðinga. Voru
þeirra viðskipti allmikil, einkum
hinnar fyrrtöldu, ur.dir deildar-
stjórn Jóns á Guðlaugsstöðum,
sem einnig tók ýmsa utanhrepps-
menn vestan Blöndu í deildina.
Eitt árið flutti bann 6000 krónur
í peningum heim af aðalfundi
K. S., sem deildin átti inni við
reikningslok. Þótti það mikið fé
í þá daga.
Kaupfélag Húnvetninga var
stofnað á fundi á Blönduósi 16.
desember 1895 fyrir forgöngu
þeirra Þorleifs Jónssonar, alþm.,
sem þá var bóndi á Svðri-Löngu-
mýri og Jóns Guðmundssonar á
Guðlaugsstöðum.
Hafði Þorleifur árið áður flutt
hmm í æskubvggð s:na fullur
áhuga um félngslegar fram-
kvæmdir. Hann varð nú formað-
ur og framkvæmdarstjóri hins
unga félags og gegndi því starfi
bar fil hann flutti úr héraðinu
árið 1900. Meðstjórnentíur voru
þeir Árni Þorkelsson á Geita-
skarði og Benedikt Blöndal í
Hvammi. — Við forystunni tók
svo Brynjólfur Gíslason í Litla-
dal þegar Þorleifur flutti burt.
GEITASKARÐ SETT AÐ VEÐI
Félagið verzlaði við L. Zöllner
fyrstu árin. Fyrir fyrsta láninu,
sem félagið tók, kr. 2500 setti
Árni Þorkelsson Geitaskarð að
veði.
Það, sem hér hefir verið sagt
sýnir og sannar, að í verzlunar-
málum Húnvetninga og Skagfirð-
inga hélzt þráðurinn óslitinn frá
þvi að Húnaílóafélagið var stofn-
að árið 1869 og þar til núverandi
kaupfélög tóku við. Breytingarn-
ar í baráttunni við örðugleikana
á harðindatimabili, voru forms-
breytingar meira en efnisbreyt-
ingar. Frelsisþráin, félagshyggj-
an og sjálfsbjargar viðleitnin,
voru vel vakandi og óhvikular
hjá hinum mörgu hugsjónasterku
bændaforingjum þessara héraða.
Kaupfélag Þingeyinga á Húsa-
v’’k var stofnað 1882 í mestu
harðindunum. Það er því elzta
kaupfélag landsins í núverandi
mvnd og forystufélag fvrir
margar hluta sakir Aðal forvíg-
ismenn þess fyrstu árin voru
þeir Jakob Hálfdánarson, bóndi
á Grfmsstöðum við Mývatn og
.Tón Sigurðsson, alþm. á Gaut-
löndum.
Varð Jakob Hálfdánarson
framkvæmdarstjóri félagsins og
gegndi þvj starfi um aldarfjórð-
ungs skeið. Varð hann frægur af
atorku sinni og hyggindum og
mun alltaf minnzt sem þýðing-
armikils leiðtoga síns merka hér-
aðs.
Þau hrjú norðl^nzku sam-
vinnufélög, sem hér hefiir nokk-
uð verið sagt frá: Kaupfélag Hún-
vetninga, Kauofélag Skagfirð-
inga op KauDfélag Þingevinga,
eru að bví levti merkustu sam-
vinnufélög þessa lands. að þau
eru elzt. Bændumir í þessum
héruðum voru brautryðjendur,
sem ruddu örðugustu steinunum
úr annarra götu. Því er rík
ástæða til að rekja sögu þeirra
fremur en annarra þegar talað
er og ritað um samvinnumál. Á
100 ára afmæli verzlunarfrelsis
á Tslandi er líka sérstök ástæða
að minnast á þessa menn. Þ"ir
voru frelsishetjur og hugsjóna-
menn. Barátta beirra var hug-
siónabarátta, ekki við innlenda
smákaupmenn, heldur við er-
lenda verzlun og erlenda yfir-
drottnun.
STARF BRAIITRYÐJENDANNA
Aðal brautrj’ðjandi á byrjun-
arárum Kaupfélags Húnvetn-
inga, Þorieifur Jónsson frá Stóra-
dal, var smábóndi á hálfri jörð.
Hann hafði verið ritstjóri Þjóð-
ólís um 5 ára skeið og ritað mik-
ið um verzlunarfrelsi og sam-
vinnufélagsskap. IJndirbúið þar
með jarðveginn, ekki einasta í
Húnavatnssýslu, heldur og um
allt land. Þegar hann svo flytur
heim í æskubyggð sina, hefst
hann handa um stofnun kaupfé-
lags. Það er eitt hans fyrsta verk.
Og hann byrjar á því, að fá í lið
með sér mág sinn og frænda, Jón
á Guðlaugsstöðum og síðan hvern
af öðrum. Hann var fulltrúi Hún-
vetninga á Alþingi í 14 ár. Hann
gerðist fyrsti formaður og fram-
kvæmdarstjóri Kaupfélags Hún-
vetninga og samtímis varð hann
oddviti sveitar sinnar. — Fyrir
kaupfélagsformennskuna voru
honum ánafnaðar 300 krónur á
ári í laun, en hann lækkaði það
sjálfur í 200 krónur. Það fékk
hann fyrir að annast vöruinn-
kaup, sjá um uppskipun, skipt-
ingu milli deilda, innheimtu og
reikningshald. Reikningana gerði
hann á heimili sínu fram í Sól-
heimum.
Ég nefni þetta, um þennan
brautryðjanda, af því að mér er
það kunnast. En ég geri ráð fyrir,
að eitthvað sviplík hafi verið að-
staða hinna helztu forystumanna
félaganna í Skagafirði og Þing-
eyjarsýslu, þeirra Ólafs Briem,
alþm. á Álfgeirsvöllum, Jóns Sig-
urðssonar, alþm. á Gautlöndum
og Jakobs Hálfdánarsonar frá
Grímsstöðum.
Allir þessir menn höfðu við
svipaða aðstöðu að búa. Sam-
gönguleysi, lánsfjárleysi, hús-
leysi og harða andstöðu ríkjandi
verzlana. Á Sauðárkróki mun
fyrst hafa verið bætt að nokkru
úr húsleysinu. Það var gert, eins
og áður getur, af Pöntunarfélagi
Húnvetninga og Skagfirðinga.
Öll áttu þessi félög það sam-
eiginlegt, að þau voru pöntunar-
félög með deildaskiptingu. Skipt
var að mestu við enska kaup-
sýslumenn. Pöntunarvörurnar
komu einu sinni á ári, að vorinu.
ÞEGAR PÖNTUNARSKIPIÐ
KOM
Þegar pöntunarskipið kom á
hafnarstað var fljótt uppi fótur
1 og fit um allar sveitir. Formað-
ur félagsins sendi ríðandi hrað-
boða til allra deildarstjóra og
þeir svo hver til allra deildar-
manna. Hver deild var boðuð á
vissum tíma. Allir bændur í
hverju félagi lögðu á sínajáburð-
arhesta og flýttu sér eftir ítrustu
getu í kauptúnið. Hver varð að
hirða strax sína pöntun. Allar
vörurnar varð að taka upp og
flytja heim. Hjá flestum félags-
mönnum var það ársforði að-
fluttrar vöru. Þá var enginn sími,
engir vegir, engir bílar. Ekki
einu sinni kerrur. Engar hafnar-
bætur og fyrst engin vöru-
geymsluhús fyrir pöntunarvörur.
Meðan unt var voru vörurnar
greiddar með hestum og sauðum
; er fluttir voru út. En fyrir sauða-
útflutninginn tók þegar Bretar
settu sitt innflutningsbann árið
1896. Þá var aðeins eftir hrossa-
útflutningurinn og ullin en síðar
kjöt og gærur af heimaslátruðu
fé. Voru þær afurðir fluttar á
klökkum í kaupstaðinn.
Við alla þessa örðugleika
hiima fvrstu byrjunarára var
örðugt að etja. En þrautseigja,
fyrirhyggja, hugsjónatryggð og
manndómur bændanna sigraði
þá alla smátt og smátt. Forvígis-
mennirnir þekktu af eigin
i reýnslu og sögulegri reynslu, að
það var ekki ánægjulegt að eiga
allt sitt undir náðarvæng er-
lendra sölstöðuverzlana. — Þeir
vissu, að ekki mundi batna ef
hin félagslega frelsisbarátta
strandaði og gæfist upp.
Öll viðskipti félaganna voru
við það bundin, að útvega bænd-
unum vörurnar með sem allra
lægsta verði og ná sem beztu
verði fyrir seldar afurðir. Engin
álagning átti sér stað önnur en
útlagður kostnaður svo sem: upp-
skipun, vextir og hinn sára litli
félagslegi sameiginlegi kostnaður,
Síðar var svo byrjað á varásjóðs-
gjaldi og stofnsjóðsgjaldi. Með
þessum hætti urðu viðskiptin
mjög hagstæð og munaði miklu
frá því er menn höfðu átt að
venjast. Félögin urðu því brátt
vinsæl og þó margir stæðu utan
við í byrjun, þá dró máttinn úr
þeirri andúð þegar frá leið.
UPPHAF SAMBANDSINS (SÍS)
Um og upp úr síðustu aldamót-
um fór kaupfélögum að fjölga.
Fyrst á Norðurlandi og Vestur-
landi, síðan á Austurlandi og
síðast á Buðurlandi.
Stærstu og þróttmestu kaup-
félögin nú, svo sem Kaupfélag
Eyfirðinga, Kaupfélag Árnesinga
og Kaupfélag Borgfirðinga, eru
öll yngri í starfi en hin, sem áður
hefir verið lýst. Kaupfélag Ey-
firðinga þó elst. Það reis upp með
miklum krafti þegar hinn þrótt-
j mikli foringi Hallgrimur Krist-
' insson tók við forystu þess. Sá
maður, sem á tímabili vann sér
mest traust allra samvinnu-
. foringja þessa lands.
j Fyrsti vísirinn að Sambandi
ísl. samvinnufélaga er „Sam-
bandskaupfélag Þingeyinga", er
stofnað var að Ystafelli 20. febr.
1902 af þremur kaupfélögum
Þingeyinga Formaður þess varð
Pétur Jónsson alþm. á Gautlönd-
um.
Árið 1904 urðu formanna-
skifti og við tók Steingrímur
Jónsson sýslumaður.
Árið 1907 gengu í Sambands-
félagið: Kaupfélag Skagfirðinga,
Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs
og Kaupfélag Eyjafjarðar. Var
þá nafninu breýtt í „Sambands-
kaupfélag íslands".
Á aðalfundi 1909 gengu þrjú
félög í sambandskaupfélagið:
Verzlunarfélag Steingrímsfjarð-
ar, Sláturfélag Vestur-Húnvetn-
inga og Verzlunarfélag Hrút-
firðinga. En þá hafði Pöntunar-
félag Fljótsdalshéraðs sent úr-
sögn og var að hætta störfum.
Árið 1910 var aðalfundur hald-
inn á Sauðárkróki. Var þá nafni
sambandsins enn breytt í „Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga",
og hefir það haldist síðan. Þá
urðu aftur formannaskifti og tók
Pétur á Gautlöndum þá við for-
mannsstörfum á ný.
Árið 1913 gekk Sláturfélag
Austur-Húnvetninga í samband-
' ið. Þá gekk Kaupfélag Skagfirð-
. inga úr sambandinu en Slátur-
j félag Skagfirðinga gekk í það I
staðinn.
NÝ FELÖG
Á aðalfundi Sambandsins á
Akureyri 1917 gengu 5 ný félög í
Sambandið Þar á meðal Kaup-
félag Húnvetninga og Kaupfélag
Héraðsbúa. Var á þeim fundi
samþykkt að stofna heildsöluna
í Reykjavík.
Fram að þeim tíma hafði Sam-
bandið verið nær eingöngu félags
skapur samvinnuféiaganna á
Norðurlandi, en verið þó í sam-
vinnu við Sláturfélag Suðurlands
eins og síðan mun að vikið. En
eftir að Sambandið flutti sínar
aðalstöðvar frá Akureyri til
Reykjavíkur fjölgaði félögunum
í því mjög ört og nú munu þau
vera orðin 56 með um 30 þúsund
félagsmönnum alls. Eru nú starf-
andi félög i öllum héruðum lands
ins og fleiri en eitt í mörgum.
Sama er að segja um flesta eða
Framh. á bls. 11