Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. apríl 1955 MORGVTÍBLAÐIÐ Ný kapella og skólahús vígt í Hnífsdal A FÖSTUDAGINN LANGA vígði biskupinn yfir íslandi, herra Asmundur Guðmundsson, nýja kapellu í Hnífsdal. Er hún sambyggð nýjum barnaskóla, sem jafnframt var vígður þennan dag. Meðal gesta við athöfn þessa var Bjarni Benediktsson menntamála ráðherra, sem flutti þar ræðu og árnaði byggðarlaginu og íbúum þess til hamingju með hinn nýja skóla og kirkju. Er þetta annar skólinn, sem byggður er hér á . Iandi, sem jafnframt er kirkju- hús. Fjöldi fólks var viðstaddur þessa athöfn, sem fór hið virðu- legasta fram. Er skólinn og kap- ellan hin vandaðasta bygging. Hefur bygging hennar tekið skamman tíma. En eins og kunn- ugt er fauk barnaskóli Hnífsdæl- inga af grunni í ofviðri hinn 27. febrúar árið 1953. Stóð þá yfir kennslustund í skólanum og var hin mesta mildi að ekki skyldu hljótast af stórslys. VÍGSLA KAPELLUNNAR Vígsluathöfnin hófst kl. 2 e. h. Til aðstoðar biskupi við hana voru prestarnir séra Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatns- íirði, sóknarpresturinn séra Sig- urður Kristjánsson á ísafirði og séra Stefán Lárusson í Bolungar- vík. Biskup flutti vígsluræðu frá altari og prestar lásu ritningar- orð. Ennfremur las formaður EÓknarnefndar, Páll Pálsson, ritn- ingarorð. Prédikanir fluttu prófastur og sóknarprestur. Kirkjukór Hnífs- dælinga söng undir stjórn Krist- á föstudaginn langa Same'ming kirkjuhúss og skóla merkilegt nýmæli Biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, vígir kapelluna. Til hægri á myndinni eru prestarnir séra Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatnsfirði, og séra Sigurður Kristjánsson á ísa- firði. Til vinstri á myndinni eru séra Stefán Láms son í Bolungavík og Páll Pálsson sóknarnefndar- formaður i Hnífsdal. Mynda þá kórinn og skólastof-1 Aðrar gjafir, sem kapellunni i aðgerða væri þörf. Hefðu þessir hjálpa strjálbýlinu. Það hefði gerzt við byggingu þessa veglega skóla og kirkjuhúss. Bjarni Benediktsson kvað vel fara á því, aS kirkja og skóíi væru þannig sameinuð. Staif þessara tveggja öndvegisstofnana þjóðfélagsins væri náíengt. Ósk- aði hann síðan Hnífsdælirtgum til hamingju með hina nýju bygg- ingu, sem hann kvaðst vona að æska þeirra myndi á komandi ár- um sækja til þroska og menn- ingu. ÞÝÐINGARMIKILL ÁFANGI Sigurður Bjarnason, þingmað- ur Norður-ísfirðinga, flutti því næst stutt ávarp. Hann kvað^hina nýju kapellu og skólahús veré. merkan áfanga í fræðslumálum héraðsins í heild. Myndarlegir barna- og unghngaskólar væru nú risnir í Hnífsdal og Bolungar- vík. í Súðavík stæði nú einnig- yfir bygging nýs skólahúss. —j Þyrfti að ljúka þeirri byggingu sem fyrst. í Reykjanesi væri hins vegar barnaskóli fyrir sveita- hreppa héraðsins, auk héraðs- skóla, sem þar væri rekinn og fyrst og fremst miðaðist við verk- nám. Hann kvað Hnífsdælinga oft hafa sýnt það, að þeir tækju áföllum og erfiðleikum með manndómi og kjarki. Samúð og stuðningur granna og vina og hins opinbera væri þá mikiTs virði. En mest væri þó um það vert, að fólkið sjálft væri fram- kvæmdasamt og dugmikið. Þingmaðurinn kvað forráða- urnar einn stóran sal, þar sevn hátt á þriðja hundrað manns geta setið. j Fyrir enda skólastofanna er svo kennarastofa, nokkuð upp- hækkuð. Þar er kirkjukór ætlað- ur staður. Ennfremur geta nem- endur notað hana sem leiksvið. VEGLEGAR GJAFIR Að lokinni ræðu varaformanns bárust, voru þessar: og Alfons Gíslason símstjóri gáfu samband Frú Helga | aðiljar því þegar haft samráð og við ríkisstjórn, þing- krystalls Ijósakrónu í kór, ísa fjarðarkirkja gaf kaleik og patínu og sóknarprestur biblíu. Altarismynd var keypt fyrir minningargjöf frá hjónunum Ingibjörgu Halldórsdóttur og Hálfdáni heitnum Hálfdánssyni frá Búð. Ennfremur gaf Aðal- steinn Pálsson skipstjóri í Reykja sóknarnefndar voru flutt ávörp. | vík 10 þús. kr. til kapellunnar. Sigurður Guðmundsson frá Dal gaf tvær silfur ljósastikur og Neisti h.f. á ísafirði gaf ljósa- krónu í skólastofu. Páll Pálsson formaður sóknar- nefndar gaf kirkjuklukkur til minningar um konur sínar látní.r. VÍGSLA BARNASKÓLÁNS Nú hófst athöfn í sambandi við hinn nýja barnaskóla. Einar Einar Steindórsson oddviti flytur ræðu. jáns Jónssonar skólastjóra. — Sjálfri hinni kirkjulegu vígslu- athöfn lauk með því að sunginn var þjóðsöngurinn. SAGA KIRKJUBTGGINGAR- MÁLSINS Að lokinni vígslu kapellunnar flutti Kristján Jónsson, varafor- xnaður sóknarnefndar ræðu. — Rakti hann þar sögu kirkjubygg- ingarmálsins. En kirkja hefur aldrei verið í Hnífsdal áður. Hef- nr skóli kauptúnsins jafnan verið notaður við guðsþjónustu síðan t>yggðarlagið varð sérstök kirkju- sókn. Kristján Jónsson skýrði fra því að lengi hefði verið unnið að fjársöfnun til kirkjubyggingar. Þegar barnaskólinn fauk fyrir rúmum tveimur árum hefði sú hugmynd komið upp, að sameina kirkju og skóla í einu húsi. Væri hún nú orðin að veruleika. Þakk aði ræðumaður öllum þeim, sem að framkvæmd hennar hefðu unnið. Hann kvað kostnaðinn við byggingu kapellunnar nema um 13% af heildarbyggingarkostnaði alls hússins. Húsaskipan er þannig háttað, að í austurenda byggingarinnar er kapellan. í framhaldi af henni koma svo tvær rúmgóðar skóla- stofur. Milli þeirra og kapellunn- ar eru rennihurðir, sem dregnar eru til hliðar við guðsþjónustur. Fyrst talaði frú Margrét Hall- dórsdóttir fyrir hönd Kvenfélags Hnífsdalskirkju. Afhenti hún kapellunni gjafir, messuklæði, gólfábreiðu á kór, töflu fyrir sálmanúmer og ljósakrónu í aðra skólastofuna. Ennfremur dúk á altari frá frú Þorbjörgu Jónsdótt- ur frá Búð. Þá tók til máls frú Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður kven- félagsins Hvatar í Hnífsdal. Það Steindórsson oddviti stjórnaði félag hafði gefið altari, grátur, j henni. Fyrstur tók til máls Þórð- altarisklæði, prédikunarstól, vegg ur Sigurðsson formaður skóla- lampa í kór og skólastofur, skírn- , nefndar. Bauð hann gesti vel- arfont, silfurskál og bikara. Enn- komna, en rakti síðan byggingnr- fremur orgel og orgelstól. Eru sögu skólahússins og lýsti fram- þessar gjafir kvenfélaganna hin- kvæmdum við endurreisn þess. ar veglegustu. Fluttu þær frú Kvað hann hreppsnefnd og skóTa- Margrét og frú Ingibjörg byggð- nefnd hafa verið það ljóst strax hægt að byrja kennslu í því um menn héraðsins og fræðslumála- stjórn. Hefði alls staðar verið vel tekið undir óskir byggðarlagsins um stuðning við nýja barnaskóla- byggingu. Gunnlaugur Pálsson arkitekt var fenginn til þess að teikna húsið og hinn 27. maí um vorið hefði öllum undirbúningi undir byggingarframkvæmdir verið lokið heima fyrir. Var verkið síð- an boðið út og varð niðurstaðan sú að Ragnar Bárðarson bygg- ingarmeistari á ísafirði tók að sér að byggja húsið og gera það fokhelt. Jón Þórðarson múrara- meistari á Isafirði annaðist svo múrhúðun þess, en Finnbjörn Finnbjörnsson málarameistari á sama stað tók að sér málningu þess. Raflagnir annaðist Neisti h.f. ísafirði, en hita og vatns- lagnir Marzelíus Bernharðsson. Öllum þessum mönnum, verka- mönnum og fynrtækjum kann ég beztu þakkir fyrir mikið og gott starf, sagði Þórður Sigurðsson. Vegna þess, hve bygging hússins hefði gengið rösklega hefði verið arlaginu og söfnuðinum kveðjur og gamla skólahúsið fauk hinn og árnaðaróskir gefendanna. 27. febrúar árið 1953 að skjótra það bil 8 mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var stungin í grunni þess. | Þá þakkaði formaður skóla- nefndar forgöngumönnum Hnífs- dalssöfnunarinnar, sem safnaði miklu fé víðsvegar um land til hinnar nýju skólabyggingar. Nam hún samtals 148 þús. kr. Enn- fremur færði hann menntamála- ráðherrunum Birni Ólafssyni og Bjarna Benediktssyni sérstakar þakkir fyrir ágæta fyrirgreiðslu og stuðning við byggingarfram- kvæmdirnar. Heildarbyggingar- kostnað kvað hann hafa orðið um 850 þús. kr. ÁRNAÐARÓSKIR MENNTAMÁLARADHERRA Þá tók til máls Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra. — Hann kvað margt ógert ennþá í þessu landi, sem nauðsyn bæri til að famkvæma. Ein kynslóð yrði hér að vinna verk, sem marg- ar kynslóðir hefðu unnið í öðr- um lóndum. Engu að síður mið- aði margvíslegum umbótum og framförum hér vel áfram. En að- Sigurður Bjarnason alþm. flytur ræðu. menn byggðarlagsins hafa unnið' að byggingu hins nýja skóla og kapellu af dugnaði og fyrir- hyggju. Ennfremur þakkaði hann núverandi og fyrrverandi mennta málaráðherra fyrir skilning þeirra á þörf byggðarlagsins, er mikil og sérstæð vandræði steðj- uðu að því. Lét hann að lokum þá ósk í ljós, að æska þess mætti ganga vonglöð og þroskuð móti lífi og starfi frá þessari myndar- legu menningarstofnun. FYRSTI SKÓLINN ARID 1882 Þegar hér var komið var gert hlé á samkomunni. Voru nú sett upp borð og sezt að sameiginlegri kaffidrykkju. Stóðu konur byggð- arlagsins fyrir veitingum af mikl um myndarskap og rausn. Einar Steindórsson oddviti stjórnaði samkomunni. — Flurti hann einnig ræðu og rakti sögu barnafræðslunnar í Hnífsdal. — Kvað hann barnaskóla fyrst hafa tekið þar til starfa árið 1882. Hefðu þá 17 börn verið í skólan- um. Skólastjóri var Sæmundur Eyjólfsson búfræðingur. Einar Steindórsson þakkaði rík- isstjórn, fjársöfnunarnefnd og staðan til framkvæmda væri þingmanni héraðsins fyrir mik Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra flytur ræðu. mjög misjöfn. Fámenn byggðat j lög gætu ekki risið undir fjár I frekum mannvirkjum án aðstoð ar. Þéttbýlið yrði þess vegna að' inn og góðan stuðning við bygg- ingu hins nýja skólahúss og kap- ellu. Hann kvað framtíð byggð- Framh. á bls. 1Q ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.