Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 2
MORGVWBLAÐIB Fimmtudagur 14. apríl 1955 Húsvíkinpr hmð- sta rai Ný aðfarð hér á landi á nýtingu hrognkeisaafia HÚSAVÍK, 13. apríl. SVO MIKIL rauðmagaveiði hefur verið hér á Húsavík, að aldrH er munað eftir öðrum eins uppgripum. Má heita að öll net eéu yfirfull af fiskinum, og er veiðin langtum meiri en markaður «r fyrir í svipinn. SALTAÐL'R OG REYKTUR Mikill huiti aflan hefur verið undirbúinn til reykingar og enn •stærri hlkti saitaður Eins og lcunnugt er. er talsverð vinna við hrognkelsaveiðar. Eru nú mjög margir sem stunda þær licr. Grásljopa er einpig farin að ganga að iandi og veiðist hún -vel, miðað við þennan tíma árs. Mikill merkaður er fyrir grá- sleppuhrogr.. RAUÐMAGINN HRADFRYSTUR Hér hefur verið tekin upp ný aðferð á n>tingu rauðmagans. — Hefur vevifi. gerð tilraun með að hraðfrysta hann. Er hann flak- aður og pakkaður í smekklegar umbúðir og sían frystur. Þetta mun vera í fyrsta sidpti, sem xauðmagi <rr flakaður og frystur hér á landi og er vonandi, að þessi nýja aðferð gefist vel og skapi aukna atviiinu. FYRIR INNANLANDS- MARKAD Enn sem kómið er hefur rauð- maginn verið frystur fyrir inn- anlandsmarkað, og hefur Fisk- iðjusamlag Húsavíkur annazt verkunina en Kaupfélag Þíng- cyinga hefur söluumboð á honum. alfundur Iðniræðtnpféiags íslanris IDNFRÆÐINGAFÉLAG íslands liélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Flutti fráfarandi formaður, Bald- ur Helgason skýrslu stjórnarinn- ar. Stjórn félagsins skipa nú, for- maður Andrés Guðjónsson, rit- ari Ingimar Oddsson og gjaldkeri 'Björn Einarsson. Félagsstarfið hefur verið, eins og undanfarin ár, með þeim hætti, að flutt hafa verið fræðsluerindi á fundum félagsins. Ennfremur liafa ýmsar stofnanir og mann- virki verið heimsótt og skoðuð. Iðnfræðingafélagið er nú fimm ára gamalt, var stofnað 4. apríl 1950. # Onnur fyrirspurn wn ábnrðarverð í MORGUNBLAÐINU 7. apríl upplýsir forstjóri Áburðarsölu ríkisins að Áburðarverksmiðjan í Gufunesi hafi enn ekki ákveðið verð á framleiðslu sinni, og að það sé ástæðan til að Aburðar- salan hefir enn ekki auglýst verð á tilbúnum áburði. Þetta lítur vel út á pappírn- iim, en á ekki forstjóri Áburðar- sölunnar sæti í stjórn Áburðar- verksmiðjunnar, og væri ekki hugsanlegt fyrír hann að koma J>ví á framfæri í stjórn verk- smiðjunnar, hver nauðsyn bænd- um er að íá að vita verð á til- búnum áburði þegar komin er þessi tími árs og þá fyrr væri? Það er einnig ástæða til að spyrja, hvort Áburðarsalan telji sér ekki nauðsyn að vita nú verð á ábur<?inum, þegar komið er fram um miðjan apríl, til þess að stofnuníu geti staðið sæmi- lega vel í sföðu sinni og veitt bændunum þá þjónustu, sem henni ber skylda til að veita þeim? ÞorskafH var kgæ-av hér um pákaleytið, en er nú mjög lélegur og jafnvel tnginn. —Fréttaritari. ÞjóSyiijinn flyfur alrangar freplr af funds Vinnuveit- I I ÞJODVILJANUM í dag segir að hörð átök hafi orðið á fundi í Vinnuveitendasambandinu s.l. laugardag, „og var tillaga um að gera verkalýðsfélögunum nýtt og hærra tilboð felld með aðeins fjögurra atkvæða mun", segir í greininni og ennfremur: „Sama dag var hins vegar haldinn fund- ur í Vinnuveitendasambandi ís- lar.íls og kom þar fram mjög mikill ágreiningur og harðar deilur. Sjá ýmsir atvinnurekend- ur fram á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota ef eins verður haldið áfram, og báru þeir fram tiílösru um ?ð atvinnurekendur gerðu verkalýðsfélögunum nýtt og hærra tilboð en þær "í% kjara- bætur sem síðast voru nefndar. THIaga þcssi var felld með aðeins fjöeurra atkvæða mun." Frásögn bessi er með öllu til- hæíulaus. Á fundi Vinnuveitenda sambands íslands s.I. laugardag kom engin slík tillaga fram sem Þiófltviljinn segir og var því af eðlilegum ástæðum ekki felld með f.iögurra eða neinum öðrum atkvæðamun. Á fundinum knm á hinn bófr- inn fram einhuga vilji fundar- manna, um að standa fast sam- 3n. ee<rr* hinum óhóflegu kröfum stéttarfélaganna. ReykiRvík, 13. apríl 1955. Vinnuveitcndasamband fslands. Við aðalgötu Rómaborgar, Via Nazionale, stendur þessi glæsilega sýningarhöll, Palazzo delle Esposizi. oni. Hefur norræna listsýningin alit þetta hús undir sýninguna. Er þetta glæsilegasta sýningarhölí, er ítalir ráða yfir. Á myndinni sést hvernig höllin er fánum skreytt að utan. Norðurlandafánarnit! fimm, einn í hverjum reit á framhlið hússins. Eémarfararnh em komiiir heim Pramh. af bls. 1 MIKLAR VEIÐITILRAUNIR í SUMAR Það er nú þegar ákveðið að í sumar fari enn fram miklar til- raunir í þessu efni. Farið hefur verið á hófana hjá einum mesta veiðimanni landsins um það að hann verði veiðistjóri við veiði- tilraunir, sem gerðar hafa verið. Þannig vildi ég, sagði ráðherr- ann, aðeins benda á það, að rík- isstjórnin hefur ekki verið að- gerðarlaus. Ég hef að sjálfsögðu sem sjávarútvegsmálaráðherra fremur en hitt reynt að vera spori í þessum málum og hvetja til meiri aðgerða. En það er at- hyglisvert, 'að í hvert skipti, sem ég hef komið með slíkar tillögur, þá hafa þær jafnan mætt skiln- ingi og góðvild og verið sam- þykktar. GÓÐ RÁÖ VEL ÞEGIN Að lokum vék ráðherrann nokkrum orðum að þingsálykt- unartillögunni, sem fyrir lá. Hann kvaðst meta þann hug, sem að baki henni stæði. Ef flutnings- menn hefðu góð ráð að gefa, myndu þau vera vel þegin og athuguð til hlýtur. AÐFARANÓTT annars páska- dags komu Rómarfararnir hingað loftleiðis, þeir Valtýr Pétursson og Svavar Guðnason. Morgunblaðið hefur haft stutt viðtal við Valtý Pétursson og spurt hann um þessa Rómaferð og hvernig þeim tveim gekk um erindisreksturinn, en þeir fóru þangað sem kunnugt er, á veg- um Félags íslenzkra myndlistar- manna, til að koma fyrir íslenzku deildinni á norrænu listsýning- unni. — Hvað voruð þið lengi í Róm? — Nú er liðinn nákvæmlega mánuður síðan við komum þangað. — Og hvernig voru móttök- urnar? — Þær voru í alla staði með ágætum. ítalirnir gerðu allt sem þeir gátu til þess að létta okk- ur störfin og gera okkur kom- una til Rómar sem geðfelldasta. íslenzku listaverkin komu þang- að algerlega óskemmd og fljót- lega gátum við byrjað að koma þeim fyrir í sýningarsölunum. — Norræna sýningin er sem kunnugt er, haldin í hinni glæsi- legu sýningarhöll Palazzo della Esposizione við Via Nazionale í miðri Rómaborg. Norræna sýningin hefur alla þá höll til umráða, en ítalirnir höfðu þarna sýningu á úrvals- málverkum eftir frægustu im- pressionista Frakka er uppi voru á 19. öld. Vakti þessi einstæða sýning mikla eftirtekt ,þar í landi, sem vonlegt var. Strax og húsnæðið losnaði gátum víð Norðurlandamenn byrjað að raða upp listaverkum okkar. Okkur íslendingunum var úthlutað þrem samstæðum af sýningarsöl- um. Var það i sannleika sagt Vaitýr Pétursson lætur vel af undir- tekfum þeim sem /s/. sýningsn fær þar okkur ánægjuefni, hve íslenzka j sýningin fór mikið betur í þess- ! um salarkynnum en í sýningar- | skálanum hérna, því þarna syðra I gátum við hengt málverkin svo I gisið á veggina að hvert málverk naut sín ti1 fulls. Ég varð ekki var við að nokk- ur ítalanna minntist á afstöðu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar til hinnar íslenzku sýningardeildar. OPNUÐ SÝNINGIN 1. APRÍL Norræna sýningin var opnuð 1. apríl. Þá voru viðstaddir 400 —500 manns. Eric Wettergren, | ritari Norræna listabandalagsins, . hélt við það tækifæri stutta ; ræðu og bar fram þakkir nor- ' rænna listamanna fyrir þetta á- gæta boð ti! Rómar. En ríkisrit- | ari ítala þakkaði fyrir hönd ítala ' fyrir að Norræna listabandalagið 'hefði þekkzt þetta boð. Hann I var staðgengill ítölsku ríkis- stjórnarinnar við opnun sýning- arinnar. | 2. apríl var á þriðja þúsund gestum boðið á sýninguna en sendiherrar norrænu þjóðanna í ítalíu höfðu 26. marz haldið ha- degisboð í tilefni sýningarinnar á stærsta gistihúsi Rómar fyr.ir listfræðinga og blaðamenn. Þar var m. a. staddur einn frægasti listfræðingur ítaia, próf. Ven- tura, sem er mjög þekktur fyr- ir afskipti sín aí listmálun og er yfirmaður listadeildarinnar við Háskólann í Róm. Þetta há- degisboð fór mjög prýðilega fram undir forsæti Beck-Friis, sendiherra Svía í Róm. Málfundafélagið Óðinn > Stjóra félagsins er til viStals' við félagsmenn í skrifstofu félags ins á föstudagskvöldum frá kl 8—10. — Sími 7104. Forseti ítalíu, Luigi Einaudi, kemur inn í íslenzku deildina í Palazzo delle Esposizione, þar sem Valtýr Pétursson tók á móti honum og fylgdi honum um salina. -^ ..-. .* 2. apríl heimsótti einnig menntamálaráðherra ítala, Giu- seppi Ermini, sýninguna. Lét hann í ljósi ánægju sína yfir því, hvað ísl. sýningin væri fjölbreytt og skemmtileg. Þriðja daginn var sýningin opnuð fyrir almenning. Þá komu nær þúsund manns en daglega fór þeim fjölgandi, sem heim- sóttu sýninguna, enda töldu menn það eðlilegt því um páskaleytið er mikið af f erðamönnum í Róm. FORSETI ÍTALA í HEIMSÓKN 7. apríl heimsótti forseti ítala sýninguna, Luigi Einaudi. Hann dvaldi í sýningarsölunum á þriðja klukkutíma og skoðaði hana ná- kvæmlega og hafði mikla ánægju af, eftir því er hann sjálfur sagði. Valtýr Pétursson, sem var fram- kvæmdastjóri fyrir íslenzku lista mennina, er þátt taka í sýning- unni, fylgdi forsetanum um ís- lenzku deildina. Forsetinn sagði honum að hann hefði haft sér- staka ánægju af að sjá þessa ís- lenzku list, sem þarna er til sýn- is. Þegar þeir voru komnir að sjávarmyndum Schevings, fór forsetinn strax að tala um land- helgismálið hér og virtist vera því æði kunnugur af blöðum. Hann er nú 81 árs. Valtýr Pcíursson spurði pró- fessor Lavanino, en hann hafði aðalumsjón með sýningunni frá hendi ítala, um álit hans á ís- lenzku deildinni sérstaklega, og sagði hann að, að hans áliti væri blærinn yfir henni mjög frísk- legur og virtist sýna miklu bet- ur en hinar deildirnar, hvað væri að gerast í landinu, og þess vegna væri hún ef til vill hin sannasta af þeim öllum. Spurði Valtýr, hvort hann mætti hafa þessi orð eftir honum, og samsinnti hann því. 18 myndir á Kjarval á sýningu þessari og eru þær í sérstökum heiðurssal. Mikil aðsókn var að Kjarvalssalnum allt frá önd- verðu, og vakti list hans óskipta athygli. ÁBERANDI GÖTU- AUGLÝSINGAR ítalirnir gera sér mjög annt um að auglýsa norrænu sýninguna. I Breiðir borðar eru strengdir yfir aðalgötur Rómar þar sem á er rituð augiísing um norrænu sýn- |inguna. ÓH stórblöð á Norður- löndum hafa sent listfræðinga sína eða blaðarnenn á þessa nor- ræhu sýningu. Svo mikinn áhuga vakti hún í öndverðu og má því búast við að margar greinar um Framh. á bls. 12 1» u m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.