Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. npríl 1955 MORGVNBLAÐIÐ Helgi Hjörvar: Kona listam Frú Anna Jónsson sjöfug EINAR JONSSON myndhöggv- ari gerði með fyrstu verkum sínum suður í Róm frumdrög að „Vökumanninum", manninum sem haldið hefur ævilangan vörð um æskuást sína. Hann situr og vakir, sorgum þreyttur og aldur- hniginn, trúr til dauðans, yfir ástmey sinni frá vori lífsins. Vaka hans hetur verndað hana frá hrörnun og forgengileik tímans og dauðans; síung og fögur er hugsjón hans. Þegar listamaðurinn gerði þessa mynd var hann 28 ára gamall og bar sjálfur í einmana hjarta heita þrá og trega. En norður við Eyrarsund var eftir 17 ára mær. sem hann þráði, og þau hvort anna'ð, þó að fátækt og fjarlægð meinaði þeim að vera saman. Einar Jónsson segir svo sjálfur frá, að þau Anna Jörgensen sáust fyrst á nýársdansi Islendinga þá um veturinn áður. Hann lyfti henni í hrifningu heldur hátt í dansinum og hræddist þá, að hann hefði brotið af sér hylli meyjarinnar. Hún hafði andiit mjallhvítt, í umgerð þykkra og kolsvartra lokka og hann hafði ekki séð neina konu brosa feg- urra brosi. Svo hefur hann sjálf- ur skrifað. En örlög þeirra urðu ein og söm frá þeirri stund. Og örlögin og lífið gerðu lista- manninum aðra mynd, meiri og dýrmætari hans eigin listaverki. Sú mynd er þessi: Hin unga, fríða mær, með augun ljómandi í hrafndökku lokkaflóði, hún situr ævilangt og vakir yfir elskhuga sínum, hinum fágæta, dýrmæta manni, að ekkert megi granda honum, ekkert hindra hann við sitt guðumvígða æviverk. Hún veitir honum ást og traust, blóma æsku sinnar og ærnar framtíðar- vonir um mörg og erfið ár, gerir hans kjör að sínum kjörum, hans kalda land að sínu landi, hans fólk að sínu fólki. Ekki er það gott að maðurinn sé einn, segir Ritningin. Enginn er svo einn sem mikill listamað- ur, haldinn dýrlegum, óljósum draumum um fegurð og stórvirki, bundinn í annan skó örbirgð og vonleysi, algeru skilningsleysi venjulegra manna, utanveltu í þeim heimi, þar sem hver er sjálfum sér næstur. „Björt mey og hrein mér unni ein", segir þar. En raun elsk- endanna varð þung og löng. Mörgum árum síðar segir Einar: „Ég varð að vera eins og ég var og engan veg öðruvísi, þótt leiðir til fjár og frama virtust nær ger- samlega lokaðar og ég eygði enga vanarglætu í framtíðinni. En á hinn bóginn var mér það allt of ljóst og hafði lengi verið, að á þessum ótrygga grunni gat samlíf mitt og unnustunnar ekki hvílt áfram. Beztu ár æsku hennar liðu, án þess að ég hefði minnstu voh um að geta stofnað okkur heimili; og þó að hún vildi fús- lega bíða svo lengi sem verkast vildi — hafði ég þá nokkurn rétt til að þiggja þá fórn? Var það drengilegt að setja. hamingju hennar að veði í því tvísýna tafli sem ég tefldi um framtíð mína? Hún átti æsku, hreysti og fegurð, og frjálsri voru henni allir vegir færir. Hversu þungt sem báðum félli það, urðum við að slíta sam- bandi okkar. Ég sá að það var hið eina rétta. Hún vildi allt fyrir mig gera — og jafnvel það. — í ágúst var ég kominn til Berlín- ar." En ári seinna ók hinn snauði listamaður aftur inn á brautar- stöðina í Höfn — og enn beið hún hans þar, hin sama kona. Þau lifðu raunar sína hveiti- brauðsdaga og áttu sitt fyrsta heimili í fátæklegum steinkofa vestur við Hudsonfljót, fimmtán árum eftir að þau sáust í dans- inum. Og þá hin næstu missiri reýhdu þau fyrst bæði, hvað það er að líða ekki fátækt. Þá var hann að gera „Þorfinn karlsefni", fyrir dollara. En aiimörgum ár- um seinna fékk listarnaðurinn loks vinnustofu sína á Skóla- vörðuhæð. Eftir það lokaði hann sig inni, umgekkst ekki heiminn. Einar Jónsson: Konumynd. vann og vann án afláts. Hann þakkaði guði fyrir hvern dag' sem honum yrði léður til þess að vinna. Það var í fulla þrjá ára- ! tugi að kona ein hélt vörð um; sína æskuást í hamraborginni á Skólavörðuhæð, vakti yfir elsk- ' huga æsku sinnar, yfir hverjii verki hans, daglegri farsæld hans, friði og hvíld. Hún veik aldrei af verðinum. Konan, sem slíkt gerði, hún hefur gefið landi og þjóð listamannsins harla minnisverða gjöl i Einar Jónsson segir sjálfur: ,,. . . ég hafði bundið örlög mín við aðra sál — ungu stúlkunnar, sem ég hafði nýlega kvatt, henn- ar, sem síðar varð lífsförunautur minn, er aldrei brást, en barðist með mér, hughraust, skilningsrík og sterk í gegnum allt andstreymi og erfiðleika; gladdist svo hjart- anlega yfir velgengni minni og veitti mér þá huggun og hvatn- ingu á örðugum einstæðings- stundum, sem hinn fórnandi kær- leikur einn fær gefið." ¦$? tp? qp Frú Anna er fædd í Horsens á Jótlandi 14. apríl 1885. Bernsku- heimili hennar var í Fredericia, en æskuheimilið í Kaupmanna- , höfn. Hún er i dag stödd á Gull- ; fossi, á leið til Danmerkur, að j njóta hins sæla danska vors og j finna gamla vini og ættingja. En síðan mun hún hverfa aftur heim, til hins ferska íslenzka sumars, til verka mannsins síns I og minninganna um samlíf þeirra. NEW YORK 6. apríl. — Stærsta bankarán í sögu Bandaríkjanna var framið í dag í New York. Fjórir vopnaðir og grímuklædd- ir menn neyddu gjaldkera til a3 afhenda sér um 350 þúsund doll- ara. Síðan lokuðu þeir starfs- menn bankans inni í hinu stóra geymsluhólfi bankans og komust undan. A ÞESSUM tímamótum í lífi Sigurðar Þórðarsonar, vildi ég vera orðinn svo góður rithöfund- ur, að ég gæti fært í letur, svo að ekki íi*-ndist, söguna um hið mikla og gæfuríka starf þessa fjölvitra og trausta manns, sem er svo gæfusamur, að eiga sér í einu og sarna brjósti, strengi mikils listamanns og það jafn- vægi, sem of maiga þeirra skort- ir. En því er ver, mig vantar það vald yfir pennanum, sem slíkt krefst og verða aðrir mér íærari að vinna bað verk. Þegar við Sigurður vorum sam- timis við aám við Tcnlistarskól- ann í Leipzig fyrir 39 árum. mun hvorugan urkar hafa grunað að það ætti .vrir okku'- að liggja að starfa <aman við sömu stofn- un í áratug'.. En sú varð nú samt reynriin, og tel ég það mikið happ fvrir mig, því af. þeim mörgu ágæíismönnum, sem ég hefi átt samleið með um dagana, héfi ég fáa hitt með meiri og ríkari menningaráhuga, samfara fjöl- þættum gáfum og íórníýsi en Si'rurð Þó.-ðarson. í Tónlistarskólanum í Leipzig var aSalnámsgrein Sigurðar íiðlu leikur. En bao hefir komið í ljós, að markmið hans heíir fyrst og fremst verið það að leita sér alhliða menntunar sem tónlist- armaður, stjórnandi og tónskáid. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun hljómsveitar hér, og lék með í bljómsveit um tíma, en lagði síðan fiðluna á hilluna og snéri sér að þeim viðfangs- efnum, sem hann síðan hefir iðk- að og stóðu hjarta hans næst, sem er kórstjórn og tónskáld- skapur. Ht*ir hann sem kórstjóri að ýmsu leyti unnið hreint byltingastarf. En Sigurður hefir alltaf vend hinn mesti áhuga- maður um öll tónlis'armál, svo sem stofnun hinnar nýju sin- fóníuhfjórrsveitar seir nú starfar á vegum átvarpsins, og gætir hinna góðu og sterku áhrifa hans þar, sem í öðru er að tónlist okkar lýtar. Fyrir 29 árum stofnaði Sig- urður Pórðarson Karlakór Reykjavíkur, og hefír hann stjórn að honum síðan af mikilli snilld og skapfestu og í mörgu farið alveg inná nýjar brautir í karla- kórssöng. Hefir kórinn haldið fjölda hljómleika hér heima og verið yfiileitt einn veigamesti þátturinn í hinu æðia skemmt- analífi borgarinnar öll þessi ár. Kórinn hefir kynnt hér íjölda nýrra söngvaraefna og stutt marga þeirra til náms og írama. En hann hefir einnig borið hróð- ur íslands langt út fyrir land- steinana, hvorki meira né minna en til þriggja heimsálía, Evrópu, Ameríku og Afríku. Hefir Sigurð- ur unnið hér hreint kraftaverk og orðið k.ndi og þjóð til hins mesta sóma Sigurður hefir urinið sem skrif- stofustjóri á aðalskriírtofu Ríkis- útvarpsins frá því það tók til starfa. Vandaðri og samvisku- samari embættismann mim erfitt að finna cg hefir hann leyst af hendi ótrúlegt starf vi'ð stofn- unina. Það er því enn furðulegra hversu mikinn fjölda tónverka Sigurður hefir getað samið, svo að segja algerlega í hjáverkum. En Sigurður er mað.'r vitur og kann að nota timann. Auk mikils fjölda sönglaga, bæði fyrir kóra og einsöng. hefir hann samið verk fyrir píanó, hljómsveit og orgel, þar é meðal messu mikla um hinn kaþólska hámessutexta, fyrsta söngleikinn, sem saminn hefir verið á íslandi, óperettuna „í álögum' við texta Dagfinns Sveinbjarnprsonar, og margt fleira mætti nefna. Lög Sigurðar hafa náð mikilli hylli og út- breiðslu. Það sem frá hjartanu kémur nær og til hjartans. Þau orð eiga við um list Sigurðar. Hann slær á hina .viðkvæmustu strengi i tónlyrik sinni, en harpa hans á líka karlmennsku og styrkleika. Störf Sigurðar Þóiðarsonar í þágu íslenzkrar tónmenningar eru mjög þýðingarmikil og marg- þætt, og verða seint fullmetin. En þó hafa þau verið aukastörf, fórn mikils og ástsæis manns á altari samtíoaiinnar. Veit ég :táa er meira hafa að mörkum Jagt. Eins og fyrr segir hefir Sigur'ð- ur verið SKrifstoiustjóri útvarps- ins í alda-fjórðung og sjálfkjör- inn ráðunautur og leiðbeinandi svo að segja allra deilda r.tofn- unarinnar og settur útvarpsstjóri um tíma Hann er velviljuð hjálparhella allra sinna félaga og samstarfsmanna. Hann hefir aldrei brugðist trausli :aokkurs manns, og þó tónlistin sé hon- um allt, rauði þráðurinn 5 'i.ífi hans, missir hann aldrei sjónar á þeim vanda sem nin daglegu störf leggjp mönnur.. á herðar og eru undirstaða :T.í'nningarlífs í listum, 3em á öðrum ;;viðum mannlegra samskiota Ég þakka þér, góði vinur, langt og ánægju.egt samsta'f, þar sem við höfum ávallt stefnt ið ?.ama marki, þó hvor okkai haíi farið eigin leiðir. Og ég þakka vináttu þína og hollráð, sem hvorttveggja hefir verið mér ómevan:egt. Páll ísólfsson. C____7) ® s^_.-> HINN 8. þ. m. varð Sigurður Þórðarson. hið góðkunna tón- skáld og r.öngstjóri Karlakórs Reykjavíkur. sextugur. Hann er fæddur að Gerðhömr- um í Dýrr.firði hinn 8. dag apríl- mánaðar 1895, sonur séra Þorðar Ólafssonar frá Hlíðarhúsum við Reykjavík. síðar prests að Sönd- um í Dýrnfirði og prófasts í Vestur-ísaCjarðarprófastsdæmi og konu hans Maríu ísaksdóttur, Ingimundarsonar frá Eyrar- bakka. Hugur Tigurðar Þórðarsonar hneigðist hegar í æsku til tón- listarnáms en möguleikar til aukinnar fræðslu á þv: sviði voru á uppvaxtarárum hans mjög af skornum skammti. Slíkt mun ekki hafa verið óalgengt i þá daga, að UTigir cg efnilegir menn hafi orðið að fara á mis við nauð- synlega firéðslu á þessu sviði. Svo var einnig allt til 14 ára aldurs að því er sncrtir Sigurð Þórðarson. Þó hafði hann af eigin rammleik óflað sér það mikillar þekkingar er hann 14 ára kom í unglingaskc'lann að Núpi í Dýra- firði, að hann gat samið lög á eigin spýtur er síðar voru sung- in af nemendum skólans. Á þess- um árum .mm þó tónlistin ekki hafa notið þeirrar almennu við- urkenningar, sem hún nýtur nú hjá þorra landsmanna og því að margra dómi ekki talið eftirsókn- arvert fvrir unga og efnilega embættismannasyni að gera hana að lífssta-fi, en sh'kt mun hafa vakað fyri'- Sigurði, þegar á unga aldri. ., Laust eftir fermingaraldur hlaut Sigurður fyrst tilsögn í tónfræði Vá Sigfúsi Einarssyni. Hjá honum mun hann hafa stundað nám í tvö ár. Á þeim árum naut hann eirni'g tilsagnar í píanóleik hjá Ónnu Petersen, er þá fór mikið orð af sem ágætis kennara. Eirtnig stundaði hann nám í fiðluleik hjá sænskum manni Oscar Johanson að nafni, er þá var hljómsveitarstjóri í ! Hótel ísland: Johanson þessi var j talinn gagnmenntaður tónlistar- i maður, og meðan hann dvaldist I hér nutu margir íslendmgar til- j sagnar hans. Síðar varð Johan- son fiðluleikari í hljómsvcit Metropolitan-óperunnar. Á þessum árum hneigðist hug» ur Sigurðar einkum að bví að komast utan til framhaldsnáms í ! tónlist, en fjárhagurinn skar hon- um þá svo þröngan stakk, a3 í nokkur bið varð á því, að sú. I fyrirætlun hans næði. fram a8 [ ganga, og mun það hafa valdi'ð 1 honum sárum vonbrigðum. Sigurður tók því þá ákvörðun að innritast í Verzlunarskóla 'ís¦¦ lands, og var hann brautskráður þaðan vorið 1915. Að ioknu nároi þar vann hann um eins árs skoið við skrifstofustörf á Akureyri. Beitti hann sér þá fyrir stofnun j lítillar hljcmsveitar og hygg ég það vera fyrsta vísinn til hljóm- < sveitar nor'ður þar. Eftir að Sig-^' urður kom aftur suður gerðist hann starfsmaður í Landsbanka i íslands, en haustið 1916 fer hann i til Þýzkalands og stundar þá nárn | i tónlistarskólanum í Leipzig urb tveggja ára skeið. Eftir að Sig- urður kom heim frá námi stund- i aði hann söngkennslu í skolum ' m. a. Kvennaskólanum, samhliða því, er hann kenndi nokkuð tón- j fræði og fiðluleik. Á þeim árum ¦ er Sigurður hafði á hcndi söng- j stjórn í Kvennaskólanum, var . söngkennslan þar með miklum I blóma, og var þá eitt sinn hald- inn opinber samsöngur í Bárii- húsinu og þótti vel takast. Meðan Hljómsveit Reykjavik- ur starfaði hér undir stjórn Sig- fúsar Einarssonar var Sigurður lengi eiim af fiðluleikurum . hennar. Fyrstu kynni mín af Sigurði Þórðarsyni voru fyrir röskum 29 árum. Hann hafði þá auglýst eftir nokkrum ungum mönnum í karlakór, og varð ég einn þeirra er hann kaups. Hann hafði þá árið áður vakið á sér eftirtekt . sem söngstjóri karlakórsi is Þrestir í Hafnariirði, og :na:i % enn samsong þeirra hér i !<ýjá Bíó veturinn 1925. Sigfús Einais- son, er þá þótti cinna merkasti | tónlistar-gagnrýnandi hér, fór ! mjög vinsamlegum orðum um 1 samsönginn, og lá honum þó ekkl að jafnaði lofið 'laust á tungu. Eftir stoínun Karlakórs Reykja víkur 1926 má segja, að nýtt tima- bil hefjist í tónlistarlífi Sigurð- ar, bæði <-em söngstjóra og t.ón- skálds. Það sama ár fer hann i utan til Þýzkalands og Austur- rikis. í þeirri ferð kynnir hann ; ' sér einkum söngstjórn. Fáir muru í raun og veru geta 1 rennt grun í, hversu mikið ^tarf liggur að baki 29 ára söngstjórn.; ' eins söngfélags, sem verið hefur ¦ | jafn ;athafnastmt og Karlakór Reykjavikur hefur verið öll þessi ! ár, sérstaklega þegar á það er ' Htið, að söngstjórinn hefur megin j hluta þessa tímabils haft að aðal- starfi umfangsmikið skrifstofu- stjórastarf Rikisútvarpsins. Sig- urður hefur haft mcð höndum val viðfangsefna og allar nótna- skriftirr samhliða því, sem hann hefur raddsett fjölda hinna veigameiri verka, seni kórinn hef ur flutt á umliðnum árum. Frí- stundir hans hafa því jafnan ver- ið fáar síðan Karlakór Reykja- : vikur hóf starísemi sína, og ollt. sitt mikla starf fyrir kórinn hef-. ur hann látið í té án nokkurs, endurgjalds af kórsins hálfu. Sum árin er Karlakór Reykja- víkur hefur æft undir utanför,-^ Frh. á bls. 11 *,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.