Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúilil í dag: SV kaldi eða stinningskaldi. Rign ing eða súld öðru hverju. 83. tbl. — Fimmtudagur 14. apríl 1955 Skíðamóf Islands Sjá grein á bls. 10. jölmennur en bragðdaufur i úfifundur á Lækjarforni Kommúnislar vara við ai samþykkja sáftatillögu OAMNINGANEFND verkalýðsfélaganna boðaði í gær til úti- •*^ fundar á Lækjartorgi. Virtist fundurinn fyrst og fremst hald- vinn í þeim tilgangi að æsa fólk fyrirfram gegn hugsanlegri sátta- tillögu, er fram kynni að koma frá sáttanefndínni og tryggja með því, að verkfallið héldist sem lengst. Fengu ræðumenn daufar undirtektir og var greinilegt að aðeins •lítill hluti fundarmanna tók undir æsingaræður verkfallsstjórnar. Allmikil fram í grip voru á fundinum og nokkur hávaði í •unglingum, sem safnast höfðu ,saman í kringum ræðustólinn og víðar um torgið. Þá misstu nokkr- ir kommúnistar vald á sér og ¦<óðu fram og ætluðu að berja börnin, sem og sumir gerðu. Var atlur þessi gauragangur til leið- inda. Eðvarð Sigurðsson var fyrsti ræðumaður fundarins. Sagði hann m. a. að atvinnuvegirnir hæru sig svo vel, að engin vandi væri að hækka kaupið til muna og benti sérstaklega á togarana í því sambandi. Lýsti hann því yfir, að þó að eitthvert verkalýðs- íélagið, sem í deilunni stæði, lcæmi til með að samþykkja sátta- tilboð, þá skyldi verkfallið samt ^tanda þangað til gengið yrði að ó'Uum kröfum allra þeirra félaga, .sem í deilunni standa. Þá hótaði Eðvarð því, að stöðva skyldi frystihúsin á næst- unni. Eggert Þorsteinsson tók næst- ur til máls og sagði að iðnaðar- jnönnum þætti gott að standa við hlið verkamanna í deilu þessari. Björn Bjarnason varaði verka- lýðsfélögin sérstaklega við því, að samþykkja nokkra málamið]- imartillögu, sem fram kynni að Jcoma. Guðm. J. Guðmundsson kvart- aði yfir því, að verkfallsvarzlan i þeirri mynd, sem hún er fram- kvæmd, væri óvinsæl hjá al- menningi, og setti þá mikinn hlátur að fundarmönnum. Fipaðist Guðmundi þá ræðan «g endaði með nokkrum slag- ¦erðum um aukið ofbeldi. Síðast talaði Hannibal. Var hann með hógværara móti. Boð- ¦aði nú engin ný verkföll, en sagði að Alþýðusambandið hefði -slcrifað mörgum verkalýðssam- tökum erlendis og vænti aðstoð- ar þeirra til styrktar verkfalls- jmönnum. Mátti heyra það á kommum, að þeim þótti ræða Hannibals tteldur bragðdauf, en þeim tfannst þó Hannibal bæta nokk- tið um, þegar hann tilkynnti, að hann væri tilbúinn að tala á öðr- 1 um slíkum fundi, ef húsbændur hans óskuðu að fjórum vikum ) liðnum og þá skyldi hann hafa hærra. í lok fundarins urðu nokkur ólæti til mikilla leiðinda öllum er fundinn sóttu. Af!i Hensafjarðar- báta «TÖFN f HORNAFIRÐI, 4. apríl ¦— Samanlagður róðrafjöldi Hornafjarðarbátanna í marz- jniánuði voru 108 róðrar og heild- arafli eftir þá 755 lestir af slægð- ¦um fiski með haus. Mestan afla ¦i mánuðinum höfðu Helgi og ^Sigurfari 182 lestir hvor í 23 jpóðrum. Frá áramótum hafa bátarnir farið samíals 259 róðra og er *amanlagður heildarafli þeirra íiú orðinn 1627 smálestir. Fer hér á eftir aflaskýrsla bátanna: Gissur hvíti, 394 lestir í 60 róðr iim, Helgi 389 lestir í 59 róðrum, Sigurfari 363V2 lest í 57 róðrum, Hvanney 282 lestir í 48 róðrum «g Hrolllaugur 189M; lest í 35 róðrum. Sjóveður voru ekki hagstæð í ínánuðinum, nema síðustu vik- una en þá var veðurblíða hvern ¦dag, en afli sáralítill. —Gunnar. Tíðindalaus! af sálla fundi í gærkvöldi SÁTTANEFNDIN í vinnudeil- unni boðaði í gær til fundar með fulltrúum deiluaðila. Var hon- um frestað þar til kl. 9 um kvöldið veg-na útifundarins, sem samninganefnd verkalýðsfélag- anna hafði boðað til kl. 6. Þegar blaðið hafði síðast fregn- ir af sáttafundinum í gærkvöldi hafði ekkert nýtt gerzt þar. — Sennilegt þótti að fundur yrði einnig haldinn í dag enda þótt ákvörðun hefði ekki verið tekin um það. Vítaverð ólæti unglinga í gær LÖGREGLAN hafði allmikið að starfa í gærkvöldi þar til klukkan langt gengin 11, er unglingar og börn höfðu í frammi óiæti á göt- unum. Hófust þau um klukkan hálf átta er hópur barna og unglinga safnaðist saman upp við hús kommúnista að Þórsgötu 1. Þar hafði hópurinn í frammi óspekt- ir, grýtti húsið með moldarköggl- um og eggjum, án þess þó að valda tjóni. Lögreglumenn fóru á vettvang og skökkuðu leikinn. Voru nokkrir unglingar teknir niður á lögreglustöð, en sumir gerðu sig seka um að kasta að lögreglunni grjóti, þótt engan sakaði. Á eftir lögreglunni fór hónurinn niður að lögreglustöð- inni. Það vakti athygli lögreglumann anna, sem fóru á vettvang að meðal barnanna, sem voru á ýmsum aldri, voru yngstu börn- in sjö ára. Þá voru þar og börn sem voru með skólatöskur sínar og voru ekki farin að fara heim til sín úr skólanum. Slíka framkomu fordæmir al- menningur. Ættu foreldrar og aðrir aðstandendur barna áð gera þeim ljóst að slíkar æsingar eru lögbrot, eru þeim sjálfum til minnkunar og geta auðveldlega valdið slysum. Færeyiiigar f ara heim NÝTT vandamál hefur nú skap- azt fyrir togaraútgerðina, en vegna stöðvunar togaranna í verk fallinu, hafa færeyzkir sjómenn óskað eftir því að fá að fara heim. í fyrrakvöld fóru t. d. 50 Færey- ingar af togurum Bæjarútgerðar- innar heim með Gullfossi, en þeir höfðu óskað eftir að verða af- skráðir af þeim togurum Bæjar- útgerðarinnar, sem stöðvazt hafa vegna verkfallsins. Það er hætt við að erfiðlega muni ganga að manna togarana á ný, þegar verkfallinu lýkur. FéL ísi. bofnvörpy- skipaeigenda og Ægír. semja um kaup og kjör FYRIR skömmu voru undirritað- ir samningar milli Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis og Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda. Samið var um kaup og kjör skipstjóra og 1. stýrimanna á tog- urum, en þeir sögðu upp kjara- samningum sínum í fyrrasumar. Var fresturinn útrunninn í sept- ember s.l. Hafa þeir því siglt samningslausir þetta tímabil. B, v. ísólfur landar á Hæsíii vinningar ER dregið var í fjórða flokki Happdrætti Háskólans í fyrradag, kom hæsti vinningurinn á fjórð- ungsmiða, sem er hér í Reykja- vík að % og % á Akranesi. — Næst hæsti vinningurinn 10,000 krónur, kom á hálfmiða í Kefla- vík og Þórshöfn og þriðji hæsti vinningurinn, 5000 kr., kom á XA miða. Koniið hefur verið á stúdentaskiptum milli Dartmouth háskóla i Hannoverfylki í Bandaríkjunum og Háskóla íslands. — Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður er bókavörður við Dartmouth háskóla og er hann hér á myndinni í bókasafni sínu ásamt Vilhjálmi Ein- arssyni frá Egilsstöðum (v.) sem nám stundar við skólann og Willam G. Mattox, sem í skiptum stundar nám hér við háskólann. Til Kötlu aga íim rannsoKn a kkt svæomu sampy ALÞINGI samþykkti í gær þingsályktunartillögu Jóns Kjartans- sonar um rannsókn á Kötlusvæðinu. En ætlunin með slíkri rannsókn er að fyrirbyggja mikinn háska af Kötluhlaupum með því að fylgjast með undanfara eldgosa, mæla jarðskjálfta og gera landmælingar til að sjá hvort vatnsflaumur í jökulhlaupinu myndi stefna. sóknarfélagið skyldi framkvæma rannsóknina. JÖKLARANNSÓKNAR- FÉLAGH) ATHUGI Jón Kj&rtansson skyrði fra' .. ;. efni frumvarpsins með stuttri ÞYKKT JOKULS MÆLD ræðu. En fjárveitinganefnd var | Þess va* getiS að Joklarann- einhuga með tillögunni, þó með sóknarfélagjð hefði samband við þeírri breytingu að kveða skyldi nánar á um það að Jöklarann- Yerkfallsstjórnin m ^niinundanþápr a »ð ÞRATT FYRIR benzínverkfallið hér í Reykjavík eru þúsundir lítra af benzíni seldir daglega til þeirra, sem fá undanþáguv\ i Er benzínið afgreitt á vissum tíma á hverjum degi og myndast löng biðröð við þessa staði. Að sjálfsögðu fá læknar benzín til þess að geta gegnt áfram störfum sínum. Magn það, sem þeir fá er þó skammtað. En svonefndir starfsmenn verkfalls ¦ stjórnarinnar fá einnig afgreitt benzín og er ekki skammtað til þeirra. Virðist margt benda til þess að verkfallsstjórnin misnoti benzínafgreiðsluna á alvarlegasta hátt og geti leigubílstjórar, sem starfa í ákveðnum stjórnmálaflokki, fengið ótakmark- að benzín til atvinnu sinnar. erlendan vísindamann, er hefði undir höndum tæki til að mæla dýpt jökuls. Með slíkum mæling- um væri *a?gt að gera sér grein fyrir, hvernig landslag væri undir jöklinum. Þessi erlendi vísindamaður býðst til að gera mælingarnar ókeypis, að öðru leyti en því, að ferðakostnaður og flutningskostnaður yrði greiddur af hálfu hins opinbera. Tillagan var samþykkt með 29 samhljóða otkvæðum og send til ríkisstjórnarinnar. Seyðisfirði SEYÐISFIRÐI 6. apríl — Tog- arinn ísólfur kom hingað í fyrradag og setti í land 105 lest-! ir af ísfiski til herzlu, allt af- hausað, og 75 lestir af saltfiski. Ennfremur 36 lestir af karfa, sem var landað á Norðfirði. | Ný bryggjulyfta var tekin í notkun hér við þessa uppskipun og reyndist hún mjög vel. Verð lyftunnar mun vera um 230 þús. krónur. —B. I MIKIL BIÐRÖÐ í gærdag var benzín selt í rúm- lega tvo tíma frá BP-tankinum við Hlemmtorg kl. 1,30—4.00. — Fór stöðug afgreiðsla fram á þessum tíma frá tveimur dælum. Geysilöng biðröð bila myndað- ist langt niður eftir Hverfisgötu. Vakti þetta mikla athygli veg- farenda, sem spurðu, hvort verk- fallinu væri nú lokið? Það, sem einkum kom fólki til að álykta þannig, var, að í stað þess að þarna væru eingöngu bílar lækr a, var yíirgnæfandi meirihluti í biðröðinni leigubílar frá einni sföð hér í bænum, það er frá bifreiðastöðinni Hreyfli. Á skömirum tíma fengu eftir- taldir bílax af þessari einu bíl- stöð afgreitt benzín samkvæmt undanþáguleyfi frá verkfalls- stjórninni- R-6875, R-6688, R- 5904, R-6032, R-6199, R-1740, R-3770, R 6655, R-3131, R-723, R-2062, R-2633, R-6056, R-6150, R-6025, R-2735, R-2558, R-7058, R-4781, R-5140, R-4216, R-1635, R-1585, R 1848, R-1691, R-1907, R-6250 og R-2539. ALVARLEG MISMUNUN Þessi afgreiðsla til bíla á einni bifreiðastoð í bænum, vakti all- mikla athygli. Því á sama tíma og verkfallsstjórnin gefur þess- um bílstjrrum undanþágukort sín, lætur hún starfsmenn sína á ólögmæ+an hátt gera leit að benzíni i bílum á þjóðvegum í nágrenni bæjarins, og taka það með valdi, enda þótt það benzín hafi verið nfgreitt á stöðum þar, sem verkfall stendur ekki yfir. Hér hefur verið xarið inn á mjög vafasama braut að flestra dómi. Á sama tíma, sem starf- andi bílstjðrar á öðrum bífreiða- stöðum hafa orðið að takmarka akstur sinn, jafnvel leggja bílum sínum, er hópi manna úr stétt- inni gert kleift að starfrækja bíla sína eftir vild. Og það, sem gerir þetth sérstaklega alvarlegt er að þessi mismunun er fram- kvæmd á pólitískan hátt. ng áheyr á fónfei hörpysriiiSingiisis * SPÁNSKI hörpuleikarinn Nicanor Zabaleta hélt tónleika í gærkvöld í Austurbæjarbíó á vegum Tónlistarfélagsins. Húsið var fullskipað, og hrifning áheyr- enda mikil. Hörpusnillingurinn varð að leika mörg aukalög. -A' Á efnisskránni var hvert lagið öðru hljómfegurra: Þrjár etýður eftir Bochsa, Tilbrigði um sviss- heskt lag eftir Beethoven, Sónata eftir H. E. Mehul, Sónata eftir F. A. Rosetti, Tilbrigði um ítölsk stef eftir Parish-Alvars, Prelúlía eftir S. Prokofieff, Noktúrna eft- ir G. Pittaluga og Jazz-Band eft- ir M. Tournier. Öll þessi tónverk eru frumsamin fyrir hörpu. ic Zabaleta er einn mesti hörpu- snillingur, sem nú er uppi í heim- inum, og er íslenzkum tónlistar- unnendum mikill fengur í að fá tækifæri til að hlusta á hann. Harpan hefir löngum verið talin drottning hljóðfæranna, en því miður hefir alltof sjaldan gefizt kostur á að hlýða á hörpuleik hér á landi. Zabaleta heldur aðra tónleika sína í Austurbæjarbíó ' kvöld kL 7 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.