Morgunblaðið - 03.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflitídag: Austan kaldi, víðast léttskýjað. wguttMðfrttk Iþróftir Sjá blaðsíðu 9. Skóggræðslan í Heiðmörk haiin NÆSTU vikur mun skógræktarfólk fjölmenna í Heiðmörk til að gróðursétja þar þúsundir trjáplantna, sem komnar eiga að vera í jörð fyrir Þjóðhátíðardaginn. — í gærkvöldi fóru fyrstu lióparnir og var þátttaka góð. Heiðmörk kom vel undan vetri, en í hinum miklu vorkuld- um og þurrkum, sem á eftir fylgdu, óttuðust menn að trjá- gróðurinn myndi verða fyrir á- falli. — En rigningin um hvíta- sunnuna bjargaði því. Landnemar í Heiðmörk virð- ast sérlega áhugasamir nú í vor, og hafa félögin þegar ákveðið hvaða daga þau koma í mörkina ' til starfa. Um næstu helgi verð- ur mikið fjölmenni í Heiðmörk. í gærkvöldi voru þar Ferða- félags-félagar, Þingeyingar og starfsfólk raforkumálaskrifstof- unnar. Var vel mætt til starfa. Einar Sæmundsen, skógar- vörður, sagði að leggja yrði áherzlu á að Ijúka gróðursetn- ingunni fyrir þjóðhátíðardaginn. Það ætti ekki að þurfa að vefj- ast fyrir félögunum nú frekar en í fyrravor, er gróðursetningin gekk sérlega vel og var vand- virknislega af hendi leyst. 122. tbl. — Föstudagur 3. júní 1955 Hilabylgja gekk hér yfir í gær í GÆRDAG skall á landið ósvik- in hitabylgja, og komst hitinn víðast hvar upp í 20 stig og þar yfir. Hér í Reykjavík komst hann upp í rúm 20 stig og 22 stig á Akureyri. Hvarvetna á götum bæjarins mátti hcyra fólk gleðjast yfir hit- anum, og alls staðar þar, sem hægt var að leggjast niður, svo sem á Arnarholtstúni og á svæð- inu við Lækjargötu, notaði fólk sér það i ríkum mæli. Veðurstofan gerlr ráð fyrir ó- breittu veðurlagi í dag. Hétíðahöld Sjómannadi með svipuðu sniði f fyrra s Minningarathöín og ávörp flutt við Dvalar- heimiii aidraðra sjómanna JÖMANNADAGURINN er á sunnudaginn og gengst þá mannadagsráð fyrir hátíðahöldum að venju. Hátíðahöldin núna fram við byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna verða með svipuðu sniði og áður. HÓPGANGA ®--------------------- Dagurinn hefst með því að fán- ar verða dregnir að hún á skip- um á höfninni, en kl. 1 e. h. safn- ast sjómenn saman til hópgöngu við Borgartún 7. Verður gengið þaðan að Dvalarheimilinu, en skrautbúið víkingaskip mannað eldri sjómönnum og stafnbúum í fornmannabúningi fylgir göng- unni. Þess er að vænta, að aldr- aðir sjómenn, sem ætla sér að fá rúm í víkingaskipinu, mæti tímanlega. sjo- fara og MINNINGARATIIOFN Kl. 2 e. h. hefjast hátíðahöld Sjómannadagsins við Dvalar- heimilið. Dr. theol. Ásmundur Guðmundsson biskup minnist drukknaðra sjómanna, en Guð- mundur Jónsson syngur á und- an og eftir. Síðan flytja ávörp: Ólafur Thors sjávarútvegsmála- ráðherra, eða Ingólfur Jónsson í forföllum hans, Ásberg Sigurðs- son, framkv.stj. ísfiriðngs, full- trúi útgerðarmanna og Þórhallur Hálfdánarson, skipstj. í Hafnar- firði, fulltrúi sjómanna. Lúðra- sveitin leikur lag á eftir hverju ávarpi og einnig leikur hún fyr- ir göngunni. Þá fer fram afhending íþrótta- verðlauna og afhending heiðurs- merkja og loks syngur Söngkór Kvennadeildar SVFÍ undir stjórn Jóns ísleifssonar. DANSLEIKUR I DVALARHEIMILINU Sjómannskonur annast veiting- ar í sölum Dvalarheimilisins, en nm kvöldið verður dansleikur í hinum miklu salarkynnum heim- ilisins. Mun það í fyrsta og síð- asta sinn, sem opinber dansleik- ur verður haldinn þar. Sjómannadagsblaðið og merki Sjómannadagsins verða seld um allan bæ, en aðalafhendingar- alaðurinn verður í verkamanna- skýlinu við höfnina. Strætis- vagnar Reykjavíkur annast íólksflutninga milli Lækjartorgs og Dvalarheimilisins eftir þörf- um. Á laugardag kl. 5 e. h. verður kappróður, björgunarsund og stakkasund í Reykjavíkurhöfn. — Er þáttaka þar heldur dræm. Úrum sfolið úr verzlunargiugga IIAFNARFIRÐI — í fyrrinótt var brotizt inn í úra- og skart- gripaverzlun Magnúsar Guð- laugssonar, Strandgötu 31 og stolið þaðan verðmæti, aðallega úrum, að upphæð 10—11 þúsund króna. Var brotin rúða í verzl- uninni og úr og skartgripir tánd- ir úr glugganum. — Magnús varð þarna fyrir mjög tilfinnan- legu tjóni, en hann hafði aðeins um stuttan tima rekið verzlun- ina. — G.E. Þyrilvængja sfónkemmisl ÞYRILVÆNGJA ein sem varnar- liðið á og unnið hefur að land- mælingum að undanförnu, stór- skemmdist í gærdag. Hugðist flugmaðurmn lenda á fjallstindi einum á Suðvesturlandi, en lendingin mistókst og hvolfdi vélinni. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir, en vélin skemmdist mikið, eins og fyrr segir. Kort af land- grunni Islands ÞORKELL Sigurðsson, vélstjóri, sem mjög hefur látið til sín taka á ritvellinum, um landhelgismál íslands, hefur látið gefa út sér- stakt kort af landinu. Á öðru þeirra eru sýnd öll fiskimiðin hér við land og vitar. Á hinu er sýnt allt landgrunnið og er það í litum. BlaBomenn dregnir í tjörnina í Tívoli Elaðamanncfél. heldur skemmtun þar NÆSTKOMANDI laugardag hefur verið ákveðinn „Blaðamanna- dagur1’ í Tívoli, og er það í fyrsta skipti, sem blaðamenn efna til hátiðahalda þar. Verða mörg nýstárleg skemmtiatriði í Tívoli þennan dag, sem ekki hafa komið fram hér á iandi áður. Ágóði dagsins rennur í menningarsjóð Blaðamannafélags íslands. ARFTAKI HOUDINI í TÍVOLI Garðurinn verður opnaður kl. 2 á laugardaginn og verður op- Aldrei meiri trjáplöntusala SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- vikur og Skógrækt ríkisins, að Grettisgötu 8, hafa nú sameigin- lega afgreiðslu á trjáplöntum sem pantaðar hafa verið og hafin er nú. í vor liggja fyrir fleiri pant- anir en nokkru sinni áður. Það eru húseigondurnir í nýju hverf- unum og sumarbústaðaeigendur, sem einkum hafa pantað trjá- plöntur. Eru þeir. sem pantanir eiga, beðnir að sækja þær nú þegar, því ella kann svo að fara að trjáplöntmnar fari i annarra hendur. Kosning í sljómar- nefnd ísaks-skélans ÁFUNDI bæjarstjórnar í gær, var Othar Ellingsen kosinn til að taka sæti í stjórnarnefnd skóla ísaks Jónssonar. Siísluf]arl2rs!<ar5 SIGLUFIRÐI, 2. júní — Unnið er nú af miklu kappi við snjó- mokstur í Siglufjarðarskarði. — Eru góðar likur taldar til þess, að það verði fært bílum um næstu helgi. inn til kl. 1 e. m. Hefjast þegar skemmtiatriði, en meginþungi þeirra fer fram um kvöldið. — Gefst Tivoligestum meðal ann- ars kostur á að sjá þar á laugár- daginn, hinn svonefnda „arftaka Houdinis", sem er enskur töfra- bragðamaður að nafni Jamea Crossini. Losar hann sig úr fjötr- um ýmiskonar, svo sem spenni- treyju og handjárnum og lætur sökkva sér í vatn í kistu þeirri, sem Houdini lék sem mest með. Hefur Crossini kistu þessa með- ferðis hér. Mun marga fýsa að sjá hann sýna listir sínar. Eitt af brögðum þeim, sem hanra sýnir í Tivoli, er að láta hengja sig á fótunum upp á 15 metra háan gálga í spenni- treyju og með handjárn, eia bál er kynt undir. Losar hano sig þar úr öllum viðjum. Þess má geta að Crossini hef- ur undanfarin fimm ár ferðast um Evrópu og leikið listir sínar. Hingað kom hann frá Róm. — Víða hafa listir hans þótt svo á- hættusamar, að hann hefur ekki fengið að sýna þær, svo sem að láta binda sig í handjárnum á járnbrautarteina, nokkrum mín- útum áður en lest kemur á fullrl ferð. Var honum fyrir nokkru neitað um að sýna þessa list I London. í MINNSTA REIÐHJÓL í HEIMI I Annar listamaður verður einnig í Tivoli þennan dag. Er það Mendin, þýzkur hjólreiða- maður, bráðslyngur, og hjólar á minnsta reiðhjóli í heimi. .* r REIPTOGIÐ ÍTALSKI hljómsveitarstjórinn aðarlæti munu vart hafa he.vrzt! Margt fleira verður til hefir náð undraverðum árangri jafnmikil í Þjóðleikhúsinu. Aðal-1 skemmtunar, svo sem gaman- með ísl. söngfólkið. Voru leik- Ieikararnir og söngvarar voru þáttur um blaðamenn eftir Jón húsgestir yfirleitt á einu máli Magnús Jónsson, Kristinn Halls-; snara. Með þáttinn fara frú að þeir Castagnino og Lárus son, Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Emilía Jónasdóttir og fleiri. Þá Pálsson hefðu með þessari sýn- Á. Símonar. — Næsta sýning er syngur Hjáimar Gíslason gam- ingu lyft íslenzku menningar- í kvöld og er venjulegt leikhús- anvísur. lífi um glæsiiegan áfanga. Fagn- verð. Eitt af því, sem skemmt verð- ur með, er reipdráttur milli stjórnarblaða og stjórnarand- stöðublaða. Verður togast á yfir tjörnina í Tivoli. Þess má geta, að Ríkisútvarpið er með í reip- toginu en hlutlaust, verður á báðum endum. Reiptoginu verð- ur stjómað af Lárusi Salómons- syni, og hefur verið ákveðið, að sá hópurinn er í tjörninni lend- ir, verði hresstur á eftir með einhverju sterku. Annars verð- ur læknir og hjúkrunarkona á staðnum, ef óhöpp skyldu vilja til. Kynnir seinni hluta dagsins, verður Atli Steinarsson, blaða- maður, en um kvöldið Baldur Georgs. Hann mun einnig ásamt Konna, sýna töfrabrögð og tala búktal. Um kvöldið verður dansað á palli og er aðgangur að honum ókeypis. r ! FLUGFAR T TIL LUXEMBORGAR Aðgöngumiðar í Tivoli verða um leið happdrættismiðar. og er einn vinningur flugfar með Loft- leiðavél til Luxemborgar Dregið verður strax um kvöldið. Þarf varla að efa að mannmargt verð- ur í Tivoli á laugardaginn, og glatt á hjalla. La Boheme líklega sfærsfi sigur ísl. söng- fólks og tónlistarmanna Töframaðurinn í Tivoli — „gerir allt sem ekki er hægt að gera“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.