Morgunblaðið - 03.06.1955, Blaðsíða 1
16 síður
*S árcanswr
122. tbl. — Föstudagur 3. júní 1955
PrentsmlXJa Morgunblaðsins
Frá skriðuföllunum
Við heimtum islenzku fiskinn
— «- — segir ársþing brezkra fisksala
Náttúruhamfar-
irnar i Skagafirði
Myndir þessar eru frá náttúru-
hamförunum við Kotá og Vala-
gilsá í Norðurárdal í Skagafirði.
Efsta myndin sýnir, hvernig
Valagilsá hefir hlaupið úr far-
vegi sínum og myndað kvísl, sem
hefir brovið skarð í veginn
nokkru austan brúarinnar (til
vinstri á myndinni). — Fyrir
neðan er yfirlitsmynd frá Kotá.
Áin fellur nú um breiðar eyrar,
en féll áður í djúpum farvegi.
Hringurinn sýnir, hvar brúin,
sem nú er sokkin í grjót og leir,
var áður. — Á neðstu myndinni
sézt, er jarðýta dregur einn
áætlunarbíl Norðurleiða h. f. yfir
Kotá. —JLjósm.: V. Guðm.
Líísspeki
Krúsjeífs
LUBLJANA, 2. júní — Formað-
urinn í k jmmúnistaflokki Rúss-
lands, Nik:ta Krúsjeff, Tét hafa
eftirfarandi ummæli eftir sér í
fyrradag á blaðamannafundi:
Ég er aldvei þreyttur. Lífið er
stutt og maður verður að lifa
hvern dag sem væri hann manns
síðasti".
Er Krúsjeff var í makindum í
veizlu einni og ræddi við júgó-
slavneskan verkamann kom siða-
meistari iúgóslavneska utanríkis
ráðunevtis-ns, Smodlaka,, til hans
og sagði, oð tíminn Tiði óðfluga.
Krúsjeff svaraði og sagði: Hver
fjárinn, aldrei hefir maður tíma
til að draga andann rólega.
—Reuter.
Yfirlýsing Títós
og Kmsjeffs
^J'JríáCj rjónaó tú ÍL
ur i ueri
RÓM, 2. jan. — Reuter-NTB.
15 5.0 0 0 ÍTALSKRA hrísgrjónastúlkna, sem urðu heimsfrægar
eftir að kvikmyndin „Beizk uppskera" var gerð um líf þeirra og
starf, hafa gert verkfall. Heimta stúlkurnar kauphækkun, að dag-
laun þeirra hækki um 1,20 kr. á dag. Stúlkurnar flykkjast frá
bæjunum á vorin út á hrísgrjónaekrurnar, sem eru stærstar í Pó-
dalnum, og vinna þar að ræktunar og uppskerustörfum. Dveljast
þær venjulega tvo mánuði á sumri við vinnuna og fá í kaup um
40 krónur á dag, fyrir utan mat.
Atvinnuveitendúr hrisgrjónastúlknanna hafa nú hótað að hætta
að veita þeim mat sinn, ef þær hverfi ekki þegar í stað til vinnu
sinnar aftur.
BELGRAD, 2. júní. — Yfirlýs-
ing var í dag gefin út að loknum
viðræðufundum þeirra Titós og
Krúsjeffs. Aðalatriði hennar eru
þessi:
1. Samstarf Júgóslaviu og
Ráðstjórnarríkjanna í her-
málum.
ýý 2. Sovét Kína verði veitt inn-
ganga í S. Þ.
★ 3. Ríkin skiptist á kjarn-
orkuupplýsingum.
Má nú segja að fullar sættir
hafi komizt á með þessum tveim-
ur ríkjum, en þau hafa ekki set-
ið á sátts höfði síðan árið 1948.
Reuter.
Farið að fordæmi Færeyinga,
segir „Fishing News"
IBREZKA fiskimálablaðinu Fishing News, sem kom 27.
maí, er stór frétt um ársþing brezku fiskheildsalanna,
sem nýlega er lokið. í ársskýrslu samtakanna, sem gefin var
út í Lundúnum fyrir viku, er nokkuð vikið að fisklöndunar-
deilunni milli íslendinga og Breta.
FYLGJA ÍSLENDINGUM
Segir þar orðrétt: „Gerðar
voru tilraunir af okkar hálfu
og fyrir atbeina Fiskiðnaðar-
sambandsins (Fish Industry
Joint Council) til þess að fá
ríkisstjórnina til þess að grípa
til enn róttækari ráða til þess
að leysa deiluna, en enn hafa
þær tilraunir engan árangur
borið. Eins og sakir standa er
það augljóst, að þótt vera megi
að brezki togaraflotinn hafi
aukið landanir sínar lítið eitt,
þá hefir löndunarbannið á ís-
lenzka fisknum svipt fisksal-
ana og allan almenning fiski,
sem ella gæti og ætti að vera
á markaðnum.“
BREZKI FISKURINN
VONDUR
í sömu grein er þess getið,
að gæði fisksins á brezkum
markaði séu f jarri því að vera
slík, sem æskilegt væri, og er
einnig frá þessu skýrt í fyrir-
sögn. Því er jafnframt bætt
við, að Iandanir fisks úr dönsk
um, norskum, hollenzkum og
belgiskum skipum hafi að
mun aukið fjölbreytnina á
brezka fiskmarkaðnum og
gert fiskkaupmönnum kleift
að veita neytendunum betri
vöru en ella. Hafi landanir
þessara erlendu skipa bætt
mjög upp fiskinn úr brezku
skipunum.
ÓSANNGIRNI
ÍSLENDINGA
í sama tbl. af Fishing News
er rætt um löndunarbannið í
aðalleiðara blaðsins. Kveður
þar við nokkuð annan tón en
í ályktunum fisksalanna. Fyrst
er þar getið um skýrslu
brezku ríkistjórnarinnar um
deiluna, sem út kom fyrir
skömmu og sagt hefir verið
frá hér í blaðinu. Er brezku
skýrslunni sérstaklega hrósað
í blaðinu og þá einkum hinu
„hógværa orðalagi“ hennar og
„rólegum rökstuðningi", sem
styngi nokkuð > stúf við and-
ann í skýrslu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar um málið. Sú
skýrsla skýri ekki frá málun-
um í réttu Ijósi og sé hálf-
gerð bænarskrá íslendinga til
Evrópuráðsins um að taka af-
stöðu til deilunnar þeim í vil.
FYLGIÐ FÆREYINGUM!
„Ef íslendingum er sérstak-
lega umhugað um að leysa
deiluna“, heldur blaðið áfram,
„þá muni skjótrar lausnar
miklu fremur að vænta ef upp
yrðu teknar beinar samninga-
umleitanir, og í þeim farið
eftir sömu forsendum og sjón-
armiðum og giltu í samning-
um Bretlands og Færeyja um
landhelgi eyjanna.“
Blaðið lætur þess þó ógetið
í þetta sinn, hvernig þeir
samningar voru, en þar var
samið um, að landhelgi Fær-
eyja skyldi að höfuðreglu til
vera aðeins 3 sjómílur, og
brezkum togurum því heim-
ilt að stunda veiðar allt inn
að þeirri Iínu.
Schumansamlagið
stóraukið
Ráðstefna á Slkiiey
LUNDÚNUM, 2. júní. — Reuter-NTB
DAG ræddu fulltrúar þeirra landa, sem þátt taka í stál- og
kolasamlagi Evrópu (Schuman-samlaginu), um tillögu í þá
átt, að samlagið verði einnig látið ná til flutninga og raforku-
vinnslu þátttökuríkjanna. Var fundur um þetta haldinn í Messina
á Sikiley.
EINN MARKAÐUR
Hugmyndin er komin frá
þremur af sex ríkjanna, Belgíu,
Hollandi cg Luxemborg.
Jafnframt leggja þau til að
stofnað verði til sérstaks mark-
aðar, sem undanþeginn sé öllum
gjaldeyrishömlum og kvotakerf-
inu.
Ítalía hefir lýst fylgi sínu við
tillöguna og kveður hana stuðla
mjög að sameimngu Evrópu.
Lagt var til að efnt yrði til
ráðstefnu um málið og Bretlandi
m. a. boðið þangað.
Fréttamemi
til Rússlands
BERLÍN, 2 júní — 10 vestur-
þýzkum scjórnmálafréttariturum
hefir verið veitt vegabréísáritun
til Rússlands. Er þetta í fyrsta
sinn sem hópi fréttamanna hefir
verið hleypt inn í landið frá
styrjaldarlokum. Fréttzt hefir að
fleirum shkum heimsóknum
muni komið á síðar. —Reuter.