Morgunblaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiifídaa: N-V eða norðan kaldi. — Léttir til. 137. tbl. — Miðvikudagnr 22. júní 1955 Ræða Thor Thors í San Francisco í gær. Sjá bls. 9. Prestkosniag að Fellsiiiíila SKÁKEiNVÍCIÐ 1 REYKJAYlK ’ ABCDEFGH | ABCDEFGH STOKKHÖLMUB > 12. leikur Reykjavíkur: c7 — c6 J Á SUNNUDAGINN kemur fer fram prestskosning austur að Fellsmúla, en þar eru tveir guð- fræðingar og einn prestur í fram boði. Þeir sem sækja um þetta brauð eru þeir Hannes Guð- mundsson cand. theol., séra Ósk- ar H. Finnbogason og Árni Páls- son cand. theol. Þá er einnig útrunninn umsókn arfrestur um Tjarnarprestakall á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og sækir þar einn um, séra Robert Jack, prestur í fslendingabyggð- um í Kanada. — Enginn sótti um Vatnsfjarðarprestakall í N-ísa- fjarðarsýslu. *» « « Þessi mynd var tekin á Arnarhólstúni á þjóðhátíðardagini). Er hún af telpnaflokki, sem sýndi þjóð- dansa undir stjórn frú Sigríðar Valgeirsdóttur. Vakti þessi dans mikla athygli og ánægju áhorf- enda. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Morgunblaðshöllina Hin fagra „hugsjón" Tímans. ÞJÓÐVILJINN, Alþýðublaðið og Tíminn eru öll til húsa í stór- um og myndarlegum steinhúsum. Engu að síður er þessum blöðum það ákaflegur þyrnir í augum, að Morgunblaðið skuli «. 1. 4—5 ár hafa verið að basla við að eignast þak yfir höfuðið. JEn eins og kunnugt er leigir Morgunblaðið húsnæði í gömiu timb- tirhúsi, sem er ein elzta bygging Reykjavíkur. Öll blöð hinna svokölluðu vinstri flokka hafa talið það vænlegt til vinsælda að halda uppi látlausum svívirðingum um Morgun- blaðið fyrir viðieitni þess tii að komast í nýtt og viðunanlegt búsnæði, úr hinu gamla og gersamlega ófullnægjandi húsnæði, eem það býr nú við. í gær gengur Tíminn meira að segja svo langt að hann staðhæfir, að það sé „eina lausnin að sprengja Morgunblaðshöllina og opna Austurstræti vestur úr“. Svona dauðhræddur er Tíminn við það að Morgunblaðið fái svip- aða aðstöðu til reksturs síns og önnur dagblöð bæjarins, sem öll búa í ágætu húsnæði. Tímamenn sjá enga lausn á umferðamálum tniðbæjarins, nema „að sprengja MorgunblaðshölIina“! Þetta er hin fagra draumsýn, er svífur fyrir sjónum Tímamanna um þessar mundir. Hver er sá, að hann leyfi sér að halda því fram, að blað Framsóknarflokksins eigi sér ekki a. m. k. eina stórbrotna „hugsjón“ til þess að berjast fyrir?!! Beykjavík vonn Stokkhólm -blaéamenn í heimsékn AÐ LOKNU NorSssrtemdaœótinu í bridge, sem fraaa ffi&r S S&siad á Skáni, bauð Hscasögssamband Stokkhólms sveifc feái Reyfejavík til Stokkhólms og skyiaffá þas- fara fram önnur ba2g-.ak.K5gsg.iii borg- anna. Sveit ViIhjáÍBRSi S%n®*sson- ar varð fyrir -tra&sas, og í gær barst Ólafi Þijviistefassyni, i'or- manni Brídgwsms&ands ts- lands, skeyti £s» VM&Jálmi þar sem skýrt er fri pvir &é fíeyk- víkingarnir Þet’áu unnið Stokkhólmsliðið með 187:137. f Reykjavíkurliðinu voru auk Vilhj., Jóhann Jóhannsson, Gunnlaugur Kristjánsson og Stefán Stefánsson. Sambands ísl. sveitarfélaga hefst í dag Sambandié minnisi tíu ára afmælis síns SAMBAND íslenzkra sveitarfélaga heldur fimmta landsþing sitt hér í Reykjavík í dag og á morgun. Til þingsins hafa verið kjörnir 136 fulltrúar frá 114 sveitarfélögum, þar af frá 13 kaup- Stöðum, en alls eru 135 sveitarfélög í sambandinu. Hiðurjöfnun úlsvara r I HAFNARFIRÐI — Nýlokið er niðurjöfnun útsvara nér í bæ. Var jafnað niður um 9,7 millj. kr. á 1893 gjaldendur, en í fyrra 8,4 millj. á 1697. — Jón Gíslason ber hæsta útsvar, 192 þús. kr., þá Rafha, 152 þiús. og Lýsi og Mjöl rneð 122 þús. kr. —G.E. Mynd þessi er frá heimsókn NATO-blaðamannanna hingað til lands. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, sýnir nokkrum þeirra hraðfrystihús hér í Reykjavík. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) arverðið 79 kr. málið Helztu málin, sem þingið mun fjalla um eru frumvarp til laga um bókhald kaupstaða, hreppa og sýslufélaga og endurskoðun reikninga þeirra, lánastofnun fyrir sveitarfélög og endurskoð- un sveitarstjórnarlaganna, auk margra annarra laga, sem sér- etaklega snerta innri starfsemi sambandsins sjálfs. Steingrímur Steinþórsson, fé- lagsmálaráðherra og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, munu ávarpa þingið, en Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, flyt- ur fyrirlestur um hið nýja fyrir- komulag á manntali, sem upp hefir verið tekið. Samband íslenzkra sveitarfé- laga var stofnað í júnímánuði 1945 og er því tíu ára um þess- ar mundir. Afmælisins verður minnzt á föstudaginn eftir að J þinginu er lokið. Sambandsstjórnin hefir látið taka saman handbók fyrir sveit- arstjórnir, allmikla bók, sem lcemur út í dag. f stjórn sambandsins eiga nú sæti: Jónas Guðmundsson, skrif- stofustjóri, formaður, Tómas Jónsson, borgarritari, varaform., Helgi Hannesson, fyrrv. bæjar- etjóri, Björn Finnbogason, odd- viti Garðahrepps og Magnús Sveinsson, oddviti Mosfells- hrepps. Gestir frá hliðstæðum sam- böndum á Norðurlöndum eru komnir hingað og munu sitja þingið. Þeir eru: Frá Danmörku: Poul Sören- sen, þjóðþingsmaður, Roskilde og Gotfred Knudsen, oddviti, Hol- sted. Frá Finnlandi: Juho Koivisto sveitarstjóri, Reino Kuuskoski, framkv.stj. og Eero Rydman, yfirborgarstjóri í Helsingfors. Frá Noregi: Olav Vegheim, fylkisfulltrúi, Gjærpen í Þela- mörk. Frá Svíþjóð: Nils Persson, námsstjóri, Sirishamn og Rudolf Anderberg, ríkisdagsmaður, Voll- sjö. Miðnæiursciðrflug lil Grímseyjar FLUGFÉLAG ÍSLANDS efnir til miðnætursólarflugs norður fyrir heimskautsbaug n.k. föstudag, en þá er Jónsmessa. Lagt verður af stað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10 um kvöldið í einni af Douglas flugvélum félagsins, og verður lent í Grimsey, ef veður leyfir. Þaðan er hin fegursta fjallasýn, þegar horft er til lands. Höfð verður nokkur viðstaða á eynni, svo mönnum gefist kostur á að skoða sig um. Ferðin öll mun tala um 3 V2 til 4 tíma, og verða veitingar fram bornar á leiðinni. Geta menn snúið sér til Ferðaskrif- stofu ríkisins eða Flugfélags ís- lands í sambandi við frekari upp lýsingar um þessa ferð og pant- anir á sætum. ( ATVINNUMALARAÐHERRA j hefir heimilað Síldarverksmiðj- j um ríkisins að kaupa bræðslu- síld í sumar föstu verði á kr. i 70,00 málið og enn fremur að , gefa þeim viðskiptamönnum I verksmiðjanna, sem þess kynnu að óska, kost á að leggja síldina inn til vinnslu og fá þá greiddar við afhendingu 85% af áætlun- arverði, kr 64,70, þ. e. kr. 55,00 og endanlegt verð síðar, þegar reikningar verksmiðjanna hafa verið gerðir upp, enda tilkynni viðskiptamenn það fyrir 7. júlí, ef þeir óska að leggja síldina inn til vinnslu. 250 jeppum úihlutað ÚTHLUTUNARNEFND jeppa- bifreiða hefur fyrir skömmu lok- ið við að úthluta innflutnings- leyfum fyrir jeppabifreiðum. — Var samtals úthlutað leyfum fyrir 250 jeppum. Var 206 þeirra úthlutað til bænda en afgangin- um til ýmsra starfsmanna bún- aðarsamtakanna og fleiri aðila. Þessir 250 jeppar verða flutt- ir inn á næstunni en óráðið er, hvort fleiri verða fluttir inn síð- ar á þessu ári. Væri þess þó full þörf, þar sem um 1000 umsókn- ir bárust úthlutunarnefnd frá bændum víðsvegar um land. Tillaga þessi byggist á áætluö framkvæmdastjóra og stjórnar verksmiðjanna og því, að niður eru feldar afborganir af nýju verksmiðjunum á Siglufirði og Skagaströnd, er nema krónua 2,125.000.00, og ennfremur fram- leiðslugjald er nemur 8% af hrá- efnisverði. í fyrra var bræðslusíldarverð- ið kr. 60.00 málið og hækkar verið nú .vegna verðhækkunar á síldarlýsi og síldarmjöli. Ulanríkisráðherra á ráðherraMi Þjóðdansar á Arnarhólsfúni UTANRÍKISRÁÐHERRA, dr. Kristinn Guðmundsson, fór I dag til Strassburg til þess að sitja fund ráðherranefndar Evrópu- ráðsins, en ráðherrann hefur nú á hendi formannsstörf í nefnd- inni. i Snæfeflingar BORG, Miklaholtshreppi, 21. jún! — f morgun lögðu Snæfellingar í bændaför til Norður- og Aust- urlands. Eru þátttakendur í ferð- inni 125. Leiðsögumaður er Ragn ar Ásgeirsson. í dag cr ákveðið að halda til Hóla í Hjaltadal og gista þar 1 nótt. Við Snæfellingar, sem heima sitjum og getum ekki tekið þátt í ferðinni, óskum héraðsbúum okkar góðrar ferðar og farar- heilla. — Páll. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.