Morgunblaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júní 1955 orgjmlblaíri^ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFiNU íslendingor mego ekki ílýja frá sannleikanum á náðir sjálfsblekkinga UM það verður ekki deilt með rökum að sérhverri þjóð er á því höfuðnauðsyn að líta raun- sætt á hag sinn, leita sannleik- ans um afkomu sína og mögu- leika á hinum ýmsu sviðum lífs síns og starfs. Grundvöllurinn undir öryggi og velmegun í nú- tíð og framtíð er fyrst og fremst sá, að einstaklingarnir og þjóðin í heild geri sér ljóst, hvar þeir og hún sé á vegi stödd á hverjum tíma. Að þessu athuguðu verður það auðsætt, að frumskylda stjómmálamanna og forystu- mannanna á hvaða sviði þjóð- lifsins sem er, er að segja fólkinu satt, hika ekki við að láta sannleikann koma fram og gefa almenningi þannig tækifæri til þess að kynnast ástandinu í þjóðfélagi sínu. Til þess er vissulega ekki minni ástæða að tala af fullkom- inni hreinskilni um hlutina, ef ástandið felur í sér einhverjar hættur, miklar eða litlar. Al- menningur hefur oft ekki eins gott tækifæri til þess að fylgjast með því, sem raunverulega er að gerast og stjórnmálamenn og sérfræðingar í ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins. En fólkið á kröfu á því, að vera ekki dulið sann- leikans um það, alveg jafnt þótt hann sé óþægilegur. Sönn og rétt mynd ÞAÐ, sem sagt hefur verið hér að ofan er viðhorf Sjálfstæðis- flokksins til þessa máls. Það er ákveðin skoðun hans, að ábyrgir stjórnmálamenn megi aldrei hika við að draga upp sem sannasta og réttasta mynd af ástandinu í þjóðfélaginu á hverjum tima. í>ví aðeins geti þessi litla þjóð haldið áfram uppbyggingu lands síns og bjargræðisvega þess, að hún hafi manndóm til þess að horfast í augu við staðreyndirnar að hverju sinni. í samræmi við þessa skoðun hafa forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, ráðherrar hans, þing- menn og málgögn, ekki hikað við að vara þjóðina við ýmsum hætt- um, sem að henni steðja, benda henni á hvaða leiðir henni beri að fara til þess að treysta fram- tíð sína. Þegar Sjálfstæðismenn höfðu forystu um hina miklu nýsköp- im atvinnulífsins til lands og sjávar í lok síðari heimstyrjald- arinnar sögðu þeir þjóðinni hreinskilnislega, að ekki dygði að afla sér góðra og fullkom- inna tækja. Hún yrði jafnframt að gæta þess að rekstur þeirra héldist á heilbrigðum grundvelli. Því miður var þessum aðvör- Unarorðum ekki sinnt eins og skyldi. Hinum sósíalísku flokk- um, og þá fyrst og fremst komm- únistum tókst að blekkja verka- lýðssamtökin til gálauslegra að- gerða í kaupgjaldsmálum. Afleið- ingin blasir í dag við allra aug- um: Stórvirkustu framleiðslutæki landsmanna, togararnir, eru flestir reknir með stórtapi og allir með miklum ríkisstyrk. Á s.l. vetri höfðu þessi sömu öfl forgöngu um stórfelld verk- föll og aukningu framleiðslu- kostnaðar. — Forsætisráðherra landsins hafði í áramótaávarpi varað við nýjum launahækkun- um og bent á yfirvofandi hættu á gengisfellingu íslenzkrar krónu. Aðvaranir hans voru að engu hafðar. Ólafur Thors minntist lítillega á þessi mál í ræðu sinni á þjóð- hátíðardaginn. Hann varaði þjóð- ina enn við þeirri hættu, sem verkfalla- og hallarekstursstefn- an væri að leiða yfir hana. Vitanlega var það skylda forsætisráðherra landsins að segja þjóðinni þennan sann- leika. Hún á rétt á að vita hann. Og hún verður að gera sér hann ljósan, ef hún viil ekki vitandi vits leiða yfir sig hrun og niðurlægingu. Þróun er lögmál íslenzkrar sögu Á SAMA HÁTT var það rétt, sem Gunnar Thoroddsen borgarstjóri sagði í sinni ræðu á þjóðhátíðar- daginn, að „ef hagsmunabaráttan leiðist út á þær villigötur, að beitt sé lögleysum og ofbeldis- aðgerðum, þá er réttarríkinu stefnt í voða. Og ef yfirgangur og gripdeildir eiga að vera samn- ingsmál, þá er langt horfið frá réttarríki, þá er grundvellinum undan því kippt. Þróun er lög- mál íslenzkrar sögu, bylting er andstaða hennar,“ sagði Gunnar Thoroddsen. Vissulega er sannleikurinn sagður með þessum orðum. Og þjóðin verður sannarlega að heyra hann, ekki sízt á þjóð- hátíðardegi sínum. Eða hver er sá, að hann haldi því fram, að á þeim degi eigi að segja hálf- yrði ein? Það eru ekki flokksmál HINN 17. júní á að vísu ekki að draga minni háttar dægurmál eða stjórnmálaerjur inn í ræður dagsins. Það eru þau mál, sem ráða örlögum þjóðarinnar, skera úr um það, hvort hún getur varð- veitt frelsi sitt og haldið áfram uppbyggingu lands síns, sem þá hljóta að bera á góma. En þau mál eru ekki flokksmál. Það eru t. d. ekki flokksmál, hvort ís- lenzkt þjóðlíf á að mótast af þróun eða byltingu og ofbeldi á næstu áratugum. Hinn fyrri kost- inn kjósa allir íslendingar, nema Örfámenn klíka skemmdarverka- manna. Það er heldur ekki flokksmál, hvort halda eigi áfram að byggja upp íslenzka bjargræðisvegi og skapa almenningi aukið afkomu- öryggi eða hvort sökkva eigi allri framleiðslustarfsemi þjóð- arinnar í botnlaust hallareksturs- fen um leið og trúin á gildi ís- lenzkrar krónu er eyðilögð. Að- eins kommúnistar vilja velja síð- ari kostinn. Sjálfstæðisflokkurinn hvet- ur íslendinga til þess að hlusta á sannleikann um ástand og horfur í landi sínu á hverjum tíma. Hann mun aldrei hika við að benda þeim á hann. Sjálfsblekking er aum legur fiótti frá raunveruleik- anum. Frjálsri og dugandi þjóð er það eitt samboðið að líta raunsætt á hag sinn. SIR SOMERSET MAUGHAM varð 81 árs gamall nú fyrir skömmu. Hann býr í höll á Rivi- eraströndinni við Miðjarðarhaf og lét hafa eftir sér á afmælis- -daginn: „Þetta er yndislegur dag- ur, ekki skýhnoðri á himni .... alveg dásamlegur .... bezt væri i' að fara í sólbað .... garðurinn ilmar af rósum“. Hann fékk sér gönguferð á skyrtunni um morguninn og kryddaði ljúffengan árdegisverð „með gömlu og góðu kampavíni“. • OTTO ERNST REMER, fyrr- um hershöfðingi, sá er kom í veg ; fyrir að uppreisnin gegn Hitler árið 1944 heppnaðist og sá er síðar varð formaður sósíalistiska ríkisflokksins, er þótti bera svo mjög keim af gamla nazista- flokknum, að hann var bannaður, er nú umferðasali og býður fram infrarauð geislatæki til húsahitunar. MoSar • Á AÐALTORGI kauptúnsins Rignano Garganico nálægt Foggia í Suður-Ítalíu, birtu bæjarstjór- inn Giovanni Tusiani og vara- maður hans, Giuseppi Partipoli, ásamt framkvæmdastjóra vinnu- miðlunarskrifstofunnar, Antonio Castriano, svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Vér höfum þann heiður að tilkynna, að við erum ekki framar meðlimir í kommúnista- flokknum, vegna þess að hann er í þjónustu erlends stórveldis.“ Þar með höfðu hinir þrír síðustu meðlimir kommúnistaflokksins á staðnum sagt sig úr honum og gengið í flokk kristilegra demo- krata. En fyrir aðeins þremur ár- um höfðu kommúnistar meiri- hluta í þessu 2660 íbúa kaup- túni. Hópúrsagnirnar byrjuðu, |er það kom í ljós við skiftingu VeU andi ólri^ar: Bílafjöldinn í Reykjavík MARGIR hafa orð á því, hve bifreiðum hefir fjölgað stór kostlega á götum Reykjavíkur nú upp á síðkastið. Á vissum dögum vikunnar og vissum tímum dags- ins er svo að segja ógerlegt að komast leiðar sinnar fyrir bíla- ös og umferðahnútum og ekki er ástandið betra, þegar leggja þarf troginu einhvers staðar í mið- bænum um annatíma dagsins. Bílstjóri einn, enginn viðvaning- ur í „faginu", sagði mér um dag- inn, að einn laugardagsmorgun fyrir skömmu, rétt fyrir hádegið hafi hann verið hálftíma á leið- inni ofan frá Arnarhvoli og niður að Hótel Borg og mun þetta ekk- ert einsdæmi. — Reykjavík virð- ist svo greinilega orðin of lítil fyrir alla bílana, svo fínir og fallegir, sem þeir eru nú á að líta og undur þægilegir að sitja í. Gamalmenni fyrir aldur fram. CAMALL Skagfirðingur, gegn greindarmaður, sem ég hitti hér á dögunum var ekkert hrif- inn af öllum bílunum og bílferða- lögunum hér í Reykjavík. Fólk verður að gamalmennum og aum ingjum fyrir aldur fram með þessu áframhaldi, sagði hann, ef það ætlar að hætta að treysta á sína eigin fætur og varpa öllum áhyggjum upp á gljábónaða luxus-bíla. — Og svo sagði hann mér líka tvær góðar stökur eftir hinn góðkunna hagyrðing ísleif Gíslason á Sauðárkróki — um bíla. Sú fyrri er svona: Burt frá heimsins harki og skríl héðan mænir sálin þreytt. En fái hún ekki farið í bíl þá fer hún sjálfsagt ekki neitt! Þetta er ort fyrir allmörgum árum — sagði Skagfirðingurinn — hvað skyldi ísleifur segja í dag ef hann sæi alla bílana í Austurstræti?! Mesta þarfaþing. HIN stakan varð til, er ísleifur var á ferðalagi — í bíl — frá Reykjavík til Akureyrar. Sitt á [ hvora hönd hafði hann unga stúlku — og báðar voru heldur illa á sig komnar af bílveiki. Fór svo, er leið á ferðina, að stúlk- urnar létu hallast upp að sessu- nautinum, sín að hvorri öxl og blunduðu. — Um þetta kvað ís- leifur: j Mun það verða minnisstætt, I meðan bílar hreyfa sig. | Hvað þið gátuð sofið sætt I svona báðar upp við mig. Já, víst eru margar sætar minn ingar tengd»r \rifí samferðalag með laglegri s+”!ku í bíl. — Og það er ekki um það að deila að þetta samgöngutæki nútímans er mesta þarfaþing, sem við vildum með ehgu móti vera án. — En eins og Skagfirðingurinn, sem ég talaði við benti réttilega á, þá má misnota bifreiðar rétt eins og aðra hluti — með því að láta notkun þeirra eða réttara sagt ofnotkun verða til þess að eigand inn bíði tjón á heilsu sinni vegna hreyfingarleysis og útiveruskorts. — Þess eru því miður mörg dæmi. Enginn blaðsöludrengur KÁRI skrifar: „Velvakandi góður! Ég var staddur niðri á Ferða- skrifstofu kl. 8 morguns fyrir nokkrum dögum. Þar var margt um manninn, ferðafólk, sem var að leggja upp í lengri og skemmri ferþir og hnarreistir langferða- bílar, sem biðu þess albúnir að renna úr hlaði. — Ég heyrði, að fleiri en einn af ferðamönnun- um voru að tala um að ná sér í dagblöðin til að lesa á leiðinni. En þarna var enginn blaðsölu- drengur nálægur, og brottfarar- tíminn var það nærri, að eigi var þorandi að bregða sér frá til að ná í blöðin. — Mér finnst furðu- legt að blaðadrengirnir skuli ekki vita um þennan rífandi markað þarna rétt við hliðina á Lækjar- torginu, þar sem þeir snúast hver jarðeigna skv. nýjum lögum um það efni, að það var ein áf komm únistasprautunum, sem lét veita sér fyrsta jarðarskikann. » AÐSTANDENDUR ítalska furstans, I anza di Trabía, sem framdi sjálfsmorð nýlega, upp- götvuðu að meðal eignanna, sem furstinn lét eftir sig, var knatt- snvrnumaður og atvinnpleikari í tilbót. Furstinn hafði keypt benn- an knattspyrnumann, frægan miðherja, og ætlaði að láta hann sínu einin knattspyrnufélagi í té, en hafði aldrm komizt til bess að framkvæma þá fyrirætlan sína. •S HÖRD er haráttan. sem háð er í Frakklondi milli miólkur- bænda og vínbænda. Vínmenn réttu nvlega hlut sinn í borg- inni Diíon. en bar er mikið og gott gistihús, sem sent hefir frá sér auglýsingabækling, þar sem segir m. a.: „Áherzla lögð á að vínkranar séu fvrir hendi í öllum baðher- bergjum. Rautt (vín) og hvítt í krönunum. — Drvkkjarmál úr silfri við kranana.“ Og hver er meðaldrykkja á dag í baðherbergjunum? Um það bil hálfur þriðji peli. m BERNHARD VAN LEER, i hollenzki stálmilliónamæringur- j inn. bauð 2060 brezkum starfs- í mönnum sínum í afmælishóf sitt . er hann varð sjötugur fyrir ! nokkru síðan. Veizlan kostaði um 20 bús. sterlingspund (kr. 900 þús.) Fimm sérlestir með mat- arvögnum og svefnvögnum fluttu gestina til Blackpool frá Lond- on, Glasgow, Ellmere Port og Burton. (A BULGANIN marskálkur, hinn nýi forsætisráðherra sovétríkj- anna, var eftirlitsmaður Stalins í_ Rauða hernum á stríðsárunum. Á þessum árum voru amerískir , liðsforingjar með Rauða hern- um. Einhvern tíma á árinu 1944 kom Bulganin marskálkur til Averills Harrimans, sem þá var sendiherra Bandaríkjanna í Rúss- landi og skýrði honum frá því að hann hefði heyrt amerískan liðsforingja bölva og ragna Roose velt forseta og láta í Ijós þá ósb j að hann myndi tapa. Þegar Bulg- anin sá að Harriman varð ekkert uppnæmur yfir þessu, gekk hann í burtu og tautaði: „Harriman hlýtur sjálfur að vera einn af samsærismönnunum“. um annan og æpa hver upp í ann- an, ekki alltaf með miklum ár- angri. — En ef til vill var þetta aðeins tilviljun, að enginn blaða- drengur var staddur þarna við Ferðaskrifstofuna þennan morg- un. — Mér finnst það í rauninni líklegra. — Kári“. ■ s>*_? Merkið, sem '5»>«ir landið. Landspróf í Gagnfræðaskóla Auslurbæjar ÚRSLIT landsprófs í Gagnfræða skóla Austurbæjar urðu sem hér segir: Undir prófið gengu 118 nemend ur, þar af 4 utanskóla. Miðskóla- prófi náðu 10(2 nemendur, 13 féllu, þar af 2 utanskóla, en 3 luku ekki próf: "Tæst á miðskóla prófi varð Albína Thordarson, aðaleink. 9,18. Framhaldseinkunn, þ. e. yfir 6 í landsprófsgreinum, hlutu 70 nemendur, og öðlast þeir rétt til i inngöngu í menntaskóla. j Hæst í landsprófsgreinum varð ■ Vilborg Sveinbj örnsdóttir, aðal- j eink. 9,50, en það er hæsta eink- , unn, sem landsprófsnefnd hefur I gefið á þessu vori. Alls hlutu 5 I nemendur gagnfræðaskólans , ágætiseinkunn í landsprófsgrein- um. f Verðlaun skólans fyrir náms- afrek í landsprófsdeild hlutu þessir nemendur: Albína Thordar son, Vilborg Sveinbjörnsdóttir og Baldur Sigfússon, en þau þrjú höfðu ágætiseinkunn bæði í lands prófsgreinum út úr miðskóla- prófinu í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.