Morgunblaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 1
16 sáður
STÓRPÓLITÍSKIR DAGAR
FRIÐARSAMTÖL í
í SAN FRANCISCO
• •
KVOLDVEIZLUM
Fegurstu
stúlkurnar
i Evrópu
; --------------------------*
Spár
Eisenhovrers og
Churchiils um
fjórvelda-
fundinn
TVEIR forystumenn vestrænna
þjóða hafa lýst því, hvers
þeir vænta af fjórveldafundinum
í Genf.
Eisenho-.ver forseti sagði í ræðu
sinni í San Francisco í fyrrakvöld
að fjórveldafundurinn kynni að
skapa möguieika til þess að hægt
væri að taka í sundur hina hræði
legu vél ótta og kvíða, þó að því
tilskyldu að aðilar skuldbindi sig
til þess að fylgja stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna.
Winston S. Churchill sagði í
ræðu í London í gær, að fjór-
veidafundurinn kynni að þessu
sinni e. t. v. aðeins að leiða til
tímabils hvíldar, en á þessu tíma
bili myndi vísindunum gefast
tækifæri til þess að sýna blessun
sína í öllum sínum mikilleik. Ef
þetta tækifæri biðist kynnu við-
horf manna að breytast og við-
sjár að minnka.
Enn dekraS við
Nehru í Moskva
MOSKVA, 21. júní. — Á stór-
feldri samkomu, sem haldin var
á Dynamo íþróttavellinum í
kveðjuskyni við Nehru hinn ind-
verska, sagði Bulganin m. a., að
Sovétríkin og Indland muni
reyna með sameiginlegu átaki
að leysa Formósudeiluna með
hagsmuni kínversku þjóðarinnar
fyrir augum.
Þegar Nehru steig í stólinn,
var honum fagnað af 80 þús.
viðstöddum með hrópinu: Frið-
ur. —
Nehru sagði að þátttaka Kína-
kommúnista í Sameinuðu þjóð-
unum væri skilyrði fyrir því að
friður heldist í austurvegi.
Nehru upplýsti í dag, að Bulg-
' anin hefði þegið boð um að koma
~ í vinarheimsókn til Indlands. —
Bulganin fer þessa för sennilega
' næsta vetur.
i
Franskir íögreglu-
menn handteknir
vegna banatilræð-
anna í Marekkó
' PARÍS, 21. júní. — Edgar Faure,
forsætisráðherra Frakka, upp-
’ lýsti í franska þinginu í dag, að
franska lögreglan hefði komizt
á snoðir um félagsskap, sem
'vinnur gegn hermdarverkamönn-
1 um í Marokko. í þessum félags-
skap taka þátt franskir menn.
Mörg tilræðin, sem gerð hafa
verið í nýlendunni undanfarið,
hafa verið verk þessa félags-
skapar. Átta menn hafa verið
handteknir, þ. a. m. fjórir
franskir lögreglumenn.
Molotolf
„lyftir hulunni“
í dug
SAN FRANCISCO, 21. júní.
^NNAR fundur utanríkis-
málaráðherra fjórveld-
anna, sem haldinn er við
veizluborð, hófst hér í San
Francisco í kvöld. Gestgjaf-
inn í kvöld var Pinay> utan-
ríkismálaráðherra Frakka.
í gærkveldi var gestgjafinn
John Foster Dulles, utanríkis-
málaráðherra Bandaríkjanna. —
Að lokinni veizlunni í gærkveldi
var tilkynnt að samtöl ráðherr-
anna hefðu reynzt gagnleg til
undirbúnings fjórveldafundinum
í Genf í næsta mánuði.
Fréttaritarar hér telja sig hafa
heimildir fyrir því, að Molotov
hafi ekki ennþá fallizt á tillögur
vesturveldanna þriggja um til-
högun stórveldafundarins í
Genf, en segja að almennt sé álit-
ið að hann muni ekki koma með
mótbárur.
(Fregnir frá París i gærkvöldi
hermdu, að Frakkar myndu fall-
ast á tillögu, sem væntanlega
kemur fram um að stórvelda-
fundurinn í Genf standi í sex
daga í stað fjögurra).
RÆÐA MOLOTOVS
Sumir telja að hulunni, sem
hvílir á samtölum utanríkismála-
ráðherranna í San Francisco
kunni að verða lyft á morgun,
miðvikudag, er Molotov flytur
afmælisræðu sína á þingi Sam-
einuðu þjóðanna.
Molotov hefir rætt við marga
fulltrúa á þinginu og gefið í
skyn við þá að ræða hans muni
verða í anda friðar og sátta.
(Bulganin forsætisráðherra
Rússa, sagði á fjöladfundi, sem
haldinn var í Moskvu í gær, að
Sovétríkin myndu á Genfarfund-
inum gera allt, sem í þeirra valdi
stæði til þess að draga úr við-
sjám í heiminum).
í fylgdarliði Molotovs eru 47
menn, þar af margir lífverðir,
en það hefir þó sérstaklega vak-
ið athygli hve margir sérfræð-
ingar í Austur-Asíumálum eru í
fylgd með ráðherranum.
Á þingi Sameinuðu þjóðanna
í dag töluðu m. a. Harold Mcmill-
an, utanríkisráðherra Breta,
Spaak, utanríkismálaráðherra
Belga, H. C. Hansen, forsætisráð-
herra Dana. — Macmillan : sagði
að Bretar myndu leitast við að
gera Sameinuðu þjóðirnar að
fullkomnu verkfæri í alþjóðlegri
samvinnu.
Spaak sagði, að einasta friðar-
vonin í heiminum væri sú, að
þjóðirnar hefði í heiðri grund-
vallarreglur Sameinuðu þjóð-
anna.
ÞETTA eru fallegustu stúlk-
urnar í Evrópu, en sú sem
kjörin var sú allra fallegasta, er
sjötta í röðinni, talið frá vinstri.
Hún heitir Inga Britt Soederberg
og er finnsk. Kjörið fór fram í
Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Sú sem líklegust þótti til þess
að hreppa titilinn „Ungfrú
Evrópa“ er níunda í röðinni, talið
frá vinstri og heitir ungfrú Suna
Soley. Hún er frá Tyrklandi. Hún
var kjörin önnur fegursta ung-!
frúin í Evrópu og þriðja fegursta
ungfrúin er á myndinni önnur í
röðinni frá vinstri. Hún er frá
París.
Annars er röð ungfrúnna þessi
(talið frá v.): Grikkland, Frakk-
land, Svíþjóð, Holland, Ítalía,
Finnland, Danmörk, Austurríki,
Tyrkland, Þýzkaland, Belgía,
Bretland og Sviss.
Til Evrópu á Kon-iiki
MONTREAL, 13. júní: — Fjórir
menn — Kanadamaður og þrír
Frakkar — hafa lagt upp í ,,Kon-
tiki“ ferð yfir Atlantshaf, á fleka
gerðum úr trjábolum cedarviðs.
Flekinn er búinn seglum, en
engar árar eru um borð.
Fjórmenningarnir kalla flek-
ann: „Hinn glataði“.
Molotoff á abstrakt
sýningu í New York
NEW YORK í júní: — Tveir ráð-
herrar frá Evrópu voru nýlega á
ferð hér vestra og vörðu báðir
nokkru af tíma sínum til þess að
skoða málverkasafn.
Adenauer kanslari varði
klukkustund í ríkissafninu í
Washington og fór fyrst í ítölsku
deildina. Virtist hann einkum
hafa áhuga á Bottecelli.
í hollensku deildinni stóð hann
góða stund fyrir framan tvö mál-
verk Rembrandts, „Mylluna" og
„Sjálfsmynd“.
Molotoff fór að skoða „Metro-
politan listasafnið" í New York.
Rússneski utanríkisráðherrann
hafði ekki komið til New York
síðan árið 1946 og vakti að þessu
sinni athygli á sér með því að
fara í skoðunarferð um borgina.
M.a. gekk hann um tuttugu mín-
útna skeið um götur borgarinn-
ar og olli með því nokkrum ugg
meðal varðmanna sinna. Hann
fór í heimsókn til Sameinuðu
í þjóðanna og skoðaði byggingar
þeirra, en þær var ekki búið að
j reisa árið 1946.
i í listasafninu, þar sem sýnd er
nýtízku abstrakt list, fór honum
eins og mörgum öðrum ferða-
manninum, að hann varð skrít-
inn á svipinn og spurði leiðsögu-
mann sinn: „Hvað táknar þetta?“
En abstraktistar og aðrir istar
eru flestir kallaðir „úrkynjaðir"
í Sovétríkjunum. Samt sem áður
sýndi Molotoff af sér þá hreysti
— og kurteisi — er hann fór út
Frh. á hls. 12.
Hundruð millj. kr.
tjón ai verkföllum
LONDON í júní: — Járnbrautar-
verkfallið brezka, sem stóð í
sautján daga, mun hafa kostað
hinar þjóðnýttu járnbrautir um
sex hundruð milljónir króna.
Mörg önnur fyrirtæki töpuðu
stórfé. Þess er m. a. getið að einn
stórbankanna hafi orðið að taka
í þjónustu sína 65 almennings-
vagna, sem kostuðu á dag milli
500 og 600 króna.
300 þús. kréna
KONKONG: — Lögreglan hér
hefir heitið allt að þrjú hundruð
þús. króna verðlaunum fyrir upp
lýsingar um tilræðið við ind-
verzku flugvélina, sem flutti kín-
verzku fulltrúana á Bandung ráð
stefnuna í apríl. Upp hefir kom-
izt að lítilli sprengju hafði verið
komið fyrir í flugvélinni.
Hafnarverkfallið
að leysast
LONDON, 21. júní. — Loks eru
horfur á að hafnarverkfallinu í
Englandi linni. Hafnarverka-
menn í London hafa samþykkt
að hefja vinnu að nýju n. k.
mánudag.
Átök eiga sér stað milli liafn-
arverkamanna í London og í
öðrum brezkum hafnarborgum,
en þar vilja menn halda verk-
fallinu áfram.
46 mlllj. kr.
bætur vegna
Le Mans slyssins
LONDON í júní: — Sennilega
verður það Lloyds vátrygginga-
félagið í London, sem verður að
borga bróðurhlutann af tjóninu
mikla, sem varð er Mercedes-
bifreiðin þeyttist yfir á áhorf-
endapallana á Le Mans-kappakst
urbrautinni í Frakklandi fyrir
nokkru. Tjónagreiðslurnar eru
taldar munu nema um milljón
sterlingspundum eða um það bil
46 millj. króna.
Bætur verða greiddar aðstand-
endum 82 manna, sem fórust og
hinna mörgu, sem særðust.
Slysið í Le Mens þ. 12. júní
vildi til með þeim hætti, sem hér
segir: Fjórar bifreiðar nálguðust
aðalstöð kappakstursbrautarinn-
ar, um tveim klst. eftir að keppni
hófst. Fremstur fór Hawthorn,
sá er síðar sigraði í kappakstrin-
um, á Jaguarbifreið Á eftir hon-
um kom Macklin á Austin-Healy
bifreið. Þriðji í röðinni var Frak-k
inn Levegh á Mercedesbifreið.
Sá fjórði var heimsmeistarinn í
kappakstri, einnig á Mercedes-
bifreið.
Hawthorn, sá er fyrstur fór,
fékk skyndilega merki um að
nema staðar við aðalstöðvarnar.
Hann hægði ferðina ört og bevgði
til hægri. Macklin, á Austinbif-
reiðinni hemlaði og eins gerði
Levegh á Mercedesbifreiðinni,
um leið og hann reyndi að sveigja
til vinstri. Levegh rétti upp
hægri hendina til þess að gefa
félaga sínum á Mercedesbifreið-
inni, sem var næst á eftir, merki
um að hægja ferðina. En Levegh
hafði sjálfur ekki nægilegt svig-
rúm. Hann ók aftan á Austin-
bifreiðina. Mercedesbifreiðin
hófst bókstaflega á/loft eins og
þrýstiloftsflugvél og hentist
gegnum 6 feta háan vegg inn á
áhorfendasvæðið. Austinbifreið-
in þeyttist áfram eftir brautinni
og ók yfir nokkra bifvélavirkja,
Framh. á bls. 12