Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 1
 Fimmtudagur 30. júní 1955 Magnús Jónsson, formaður S. U. S.: Samband ungra Sjálfstœðismanna 25 ára HINN 27. júní síðastliðinn var liðinn aldarfjórðungur frá stofnun Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Þá var grundvöllur lagður að þeim samtökum íslenzkrar æsku, sem ötulast hafa unnið að því að sameina æskulýð þjóðarinnar til baráttu fyrir betra þjóðfélagi á grund- velli lýðræðislegra mann- réttinda. Sjálfstæðisstefnan hefur feng'ið sterkan hljóm- grunn hjá íslenzkri æsku, og því eru samtök ungra Sjálf- stæðismanna nú í dag lang- fjölmennustu og þróttmestu stjórnmálasamtök æskulýðs »ns í landinu. I stuttri blaðafrásögn er þess enginn kostur að rekja hið fjöl- þætta starf SUS þessi 25 ár. Verð- vr þess þó freistað að bregða hér upp nokkurri heildarmynd af starfseminni, en þá aðeins stiklað á því helzta. STOFNLN SAMBANDSINS Nokkur félög ungra Sjálfstæð- ismanna höfðu verið stofnuð fyr- ir 1930, einkum að tilhlutun Heimdallar í Reykjavík, sem var elztur félaganna. Aðalhvatamað- ur að stofnun SUS var Torfi Hjartarson, nú tollstjóri í Reykja- vík. Taidi hann jafnframt vel fara á því, að Sambandið yrði stofnað á því ári, er Alþisgi varð þúsund ára. Hugmyndinni um stofnun SUS var mjög vel tekið innan flokksins og var Torfa falið að undirbúa stofnþingið. Gerði hann það af miklum dugn- aði og voru þá að hans frum- kvæði stofnuð nokkur ný félög. Stofnþing Sambands ungra Sjálfstæðismanna var síðan hald- ið á Þingvöllum þann 27. júní 1930. Hófst stofnþingið kl. 9 ár- degis í Almannagjá, skammt fyr- ir innan fossinn efri. Voru þar þá saman komnir 47 fulltrúar frá 13 félögum ungra Sjálfstæðismanna, auk fundarboðanda, Torfa Hjart- arsonar. Samkvæmt fundargerð stofn- þingsins voru fulltrúar þessir: Frú F.U.S. Fylki á fsafirði: Sig- Hður Auðuns, Kjartan Ólafsson og Einar Steindórsson. Frá F.U.S. í Bolgungarvík: Fétur T. J. Oddsson. Frá F.U.S. í Borgarnesi: Sig- urður Jóhannsson, Björn G. Björnsson og Ragna Björnsson. Frá F.U.S. á Eskifirði: Auð- björn Emilsson. Frá F.U S. á Sauðárkróki: Ey- steinn Bjarnason. Frá F.U.S. á Sigiufirði: Sig- urður Björgúlfsson og Jón Gísla- son. Frá F TJ.S. í Vestmannaevjum: Stefán Árnason, Páll Eyjólfsson og Jónas Jónsson. Frá F.U S. í Vestur-Húnavatns- sýslu: Guðión D. Jósefsson. Frá F.U.S. Heimdalli í Revkja- vík: Stefán Jónsson, Carl D. Thulinius, Kristján Skagfjörð, Thor Thors, Unnur Magnúsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Pálmi Jóns- son, Steinunn Sveinsdóttir. Þor- grímur Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson, Guðni Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur H. Jónsson, Jóhann G. Möller, Kristján Guðlaugsson, Einar Ás- mundsson, Sigfús Sighvatsson, Björn Snæbjörnsson. Jón Helga- son og Unnur Jónsdóttir. Frá F.U.S. Óðni á Flateyri: Sturla Ebenezarson. Frá F.U.S. Skildi í Stykkis- hólmi: Lúðvík Kristjánsson. Frá F.U.S. Stefni í Hafnarfirði: Árni Mathiesen, Adolf Björnsson, Magnús Jónsson formaður SUS. Gunnar E. Benediktsson, Valgeir Guðlaugsson, Stefán Stefánsson, Már Einarsson og Friðjón Guð- laugsson. Frá F.U.S. Verði á Akureyri: Árni Sigurðsson, Kristján Stein- grímsson og Einar Bjarnason. í fundargerð stofnþingsins seg- ir svo m. a. um stofnun Sam- bandsins: Fundarboðandi, cand. juris Torfi Hjartarson, setti þingið og nefndi til fundarritara Guðna Jónsson, mag. art. Lýsti fundar- boðandi fyrst með nokkrum orð- um tildrögum og undirbúningi þessa stofnþings og horfum á aukinni útbreiðslu félagsskapar meðal ungra Sjálfstæðismanna í náinni frarntíð. Kvaðst hann vænta þess, eftir þeim góðu und- irtektum, sem hugmyndin um stofnun Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hefði þegar fengið hjá hinum ýmsu félögum, að menn gætu orðið einhuga um að stofna þetta samband hér á Þing- velli á þúsund ára hátíð Alþingis. Að lokum bar hann fram tillögu þess efnis, að stofnað yrði Sam- band ungra Sjálfstæðismanna þá þegar af þeim félögum, sem full- trúa höfðu sent á stofnþingið og var hún samþykkt með sam- kvæði allra þingheyjenda. Lýsti fundarboðandi því næst yfir, að Sambandið væri stofnað." Sambandinu voru síðan sett lög á þessum sama fundi. Skyldu eftir þeim lögum fimm menn eiga sæti í stjórn Sambandsins og fimm menn í varastjórn. Torfi Hjartarson var kjörinn fyrsti formaður SUS, en með- stiórnendur voru kjörin þau Sig- ríður Auðuns, Kristján Stein- grímsson, Árni Mathiesen og Guðni Jónsson. f varastjórn voru kjörnir: Gunnar Thoroddsen. Jó- hann G. Möller, Sigurður Jó- hannsson, Guðmundur Bene- diktsson og Thor Thors. HLUTVERK SUS Tilgangurinn með stofnun SUS var tvíþættur: Annars vegár að samræma sem bezt starfsemi fé- laganna og skipuleggja samtök ungra Sjálfstæðismanna viðsveg- ar um landið, en hins vevar að tryggja sterkari aðstöðu ti' þess að hrinda áleiðis þeim málum, sem ungir Sjálfstæðismenn eink- um báru fyrir brjósti. Stefnu SUS var nánar svo lýst í fyrstu lögum Sambandsins: ,,a) að vinna að því, að ísland Kveðja frá formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors: Þeir sóru frelsinu hollustueiðinn UM ÞESSAR mundir er liðinn aldarf jórðungur frá því fámennur hópur ungra manna kom saman á Þingvöllum og stofnaði Samband ungra Sjálfstæð- ismanna. Elzta félag ungra Sjálfstæðismanna, „Heimdall- ur“ var þá í barnæsku, eitthvað á f jórða ári. Fáein önnur félög S.U.S. höfðu séð dagsins ljós, en voru enn í vöggu. Mörgum virtist því S.U.S. reist á veik- um stoðum. En það var aðeins glámskyggni. Eigi aðeins stóðu að baki þessum mönnum meira en 1100 ungra manna og kvenna, heldur höfðu þeir og ákveðið að gerast einingartákn fagurra og göfugra hugsjóna og fremstu boðberar þeirra meðal æsku- lýðs landsins^— hugsjóna, sem allt starf Sjálf- stæðisflokksins allt frá öndverðu hefur markazt af. Það var frelsið, frelsi einstaklings- ins og frelsi þjóðar- innar, sem þessi fá- menni hópur sór hollustueiðinn. Sú hugsjón ber í sér sjálfan lífsneistann og mun því aldrei deyja. heldur alltaf lifa, og blómgast því hetur sem þjóðin öðlast meiri mennt- un og menningu, — hærri andlegan þroska. S.U.S. er í dag langfjölmennasta, bezt mennta og voldugasta æskulýðssamband landsins á vett- vangi stjórnmálanna, enda mikilhæfir menn verið í farabrcddi. Úr fylkingum þess hafa komið flestir þeir, sem hæst gnæfa á flestum sviðum þjóðlífsins og mun svo jafnan verða. A aldarfjórðungsafmælinu þakka ég í nafni mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins stofnendum S.U.S. og öllum, sem í hópinn hafa bætzt, fyrir farsæla bar- áttu í þágu Sjálfsíæðisflokksins og þjóðarinnar. Ég ber fram þá afmælisósk, að S.U.S. beiti sér jafnan fyrir því, að stefna Sjálfstæðisflokksins verði æfin- lega svo frjálslynd og svo rík af fögrum, göfugum og hagnýtum hugsjónum, að æskulýð landsins skiljist, að með því að veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi og efla hann, eflir liver og' einn bezt eigin hag og heill allrar þjóðarinnar. Jafnframt óska ég þess, að sú fylking, sem innan sinna vé- banda telur þá- sem verða munu voldugustu for- ráðamenn þjóðarinnar, verði jafnan þess minnug, að „livernig scm stríðið þá og þá er blandið“, verði baráttan æfinlega að vera samboðin hugsjóninni: einörð og jafnvel hörð, ef með þarf, en aldrei hlífð- arlaus eða ódrengileg. taki að fullu öll sín mál í eigin hendur og gæði landsins til af- nota fyrir landsmenn eina, b) að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis. at- hafnafrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um.“ Frá upphafi hefir Sambandið trúlega starfað í anda þessarar stefnu og hefir ötullega stutt Sjálfstæðisflokkinn í umbóta- starfi hans. Hefir Sambandið jafnframt átt frumkvæði að mörg um mikilvægum málum og verið flokknum á allan hátt hinn mikil- vægasti aflgjafi. Flokksforustan hefir jafnan tekið mikið tillit til óska ungra Sjálfstæðismanna og hefir það orðið þeim hvatning til átaka og um leið aukið traust unga fólksins á Sjálfstæðis- flokknum sem öruggum mál- svara æskulýðsins. S AMB ANDSÞIN G Haldin hafa verið tólf Sam- bandsþing á þessum tuttugu og fimm árum. Hafa Sambandsþing- in orðið fjölmennari með ári hverju og verið ljós vottur um vaxandi þrótt samtakanna. Sambandsþingin hafa verið haldin sem hér segir: 1. þingið í Reykjavík 1930 2. þingið í Reykjavík 1932 3. þingið í Reykjavík 1933 4. þingið í Reykjavík 1934 5. þingið í Reykjavík 1936 6. þingið í Reykjavík 1940 7. þingið á Þingvöllum 1943 8. þingið í Reykjavík 1945 9 þingið á Akureyri 1947 10. þingið í Reykjavík 1949 11. þingið á Akureyri 1951 12. þingið í Reykjavík 1953 Á Sambandsþingum hefir ver- ið mörkuð afstaða ungra Sjálf- stæðismanna til allra helztu þjóð- mála, og á milli þinga hefir Sam- bandsstjórnin unnið eftir megni að framgangi þessara mála í sam- ræmi við óskir þinganna. Samkvæmt lögum SUS er starf andi innan Sambandsins fulltrúa- ráð. Hefir það síðan 1946 komið saman til fundar þau árin, sem Sambandsþing heíir ekki verið haldið og hafa þar einkum verið rædd skipulagsmál samtakanna. Engin leið er að gefa hér tæm- andi yfirlit yfir þau fjölmörgu mál, sem Sambandsþing og Sam- bandsstjórn hafa fjallað um á þessum aldarfjórðungi, og verð- ur aðeins drepið á nokkur helztu áhugamál ungra Sjálfstæðis- manna á þessu tímabili. SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ Fyrsta atriðið í stefnuskrá ungra Sjálfstæðismanna var að íslendingar tækju öll sín mál í eigin hendur. Voru þegar á öðru þingi SUS gerðar skorinorðar ályktanir um þetta efni og lýst þeirrf meginstefnu, að rjúfa bæri algerlega sambandið við ~Dan- mörku strax og sambandslögin heimiluðu það. Svo sem alþjóð veit, hvikaði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei frá þessari stefnu í sjálfstæðismálinu og ungir Sjálfstæðismenn voru þar jafnan í fremstu víglínu. Höfðu þeir skömmu ■ fyrir lýð- veldjsstofnunina frumkvæði um samstarf æskulýðsfélaganna til að hvetja æskulýðinn til eining- ar um þetta mesta hagsmunamál þjóðarinnar. Eftir lýðveldisstofnunina beittu ungir Sjálfstæðismenn sér fyrir samstarfi æskulýðsfélag- anna um að reisa minnisvarða um lýðveldisstofnunina, en því mið- Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.