Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók *S^$t/> wMátoib (U. árgangu 149. tbl. — Miðvikudagur 6. júlí 1955 FrentsmHJa Morgunblaösini Ukur á friðsamlegri sameiningu Þýzkalands hafa aukizt vegna samstarfs V-Þjóðverja v/ð vestrænar /ýðræð/sjb/oð/r BONN, 5. júlí. ISAIAY lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefir látið svo um mælt, að með þvi að skipa sér undir merki vestrænna lýðræðisþjóða hafi V-Þýzkaland eflt möguleika á frið samlegri lausn Þýzkalandsvandamálsins. En, bætti Ismay við, þar til fundizt hefir leið til að sameina Þýzkaland á friðsamlegan hátt, mtin ekki draga úr viðsjám milli austurs og vesturs. Krúsjeff greip einstætt tækifæri til að gera einstæoa yfirlýsingu Vildi sanntœra heiminn um, oð ertibleikar heima fyrir hafi ekki knúið fram sátffúsari afstöðu Rússa BLÖÐUM og fréttariturum víða um heim hefir orðið mjög tíð- rætt um ræðu þá, er Krúsjeff flutti í bandaríska sendiráðinu í Moskvu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, sem var í f yrradag. Margir vilja álíta, að hún beri fremur öðru vott um þáttaskil í utanrikisstefnu Ráðstjórnarinnar. Kvaðst hann ekki búast við að * vajnta mætti skjótrar lausnar á| þe^su vandamáli á Genfar-ráð- stefnunni. Ismay lávarður hefir dv£alið tvo undanfarna daga í Bonn og rætt við stjórnmála- lej^Stoga þar um atriði í sam- bandi við aðild V-Þýzkalands að A-bandalaginu. Ismay sagði þýzka liðsforingja mundu starfa við aðalbækistöðv- ar ;bandalagsins í Evrópu næstu tváer til þrjár vikur og sex eða sjij Þjóðverjar yrðu ráðnir á skrifstofu framkvæmdastjórans sjálfs. Kvað hann engar líkur til, að, breytt yrðu ákveðnu fram- lagi Þjóðverja til varnarstyrks bandalagsins — þ. e. 12 her- deildum — né heldur yrði þýzk- ur her staðsettur utan Þýzka- lands. Umræðum um Mríku slegíð á frest PARÍS OG ALGIER, 5. júlí: — Þeim miklu umræðum, sem áttu að hefjast í franska þinginu síð- degis í dag, var slegið á frest. — Munu þær hefjast í lok mánað- aríns. Frestun umræðnanna mun ha'fa komið mönnum nokkuð á óVart, þar sem ástandið fer stöð- ugft versnandi í Algier Túnis og Marokkó. Til átaka kom í dag mflli skæruliða og franska hers- ins í Algier — 11 skæruliðar fétlu. Allir stjórnarflokkarnir greiddu atkvæði með frestun rnálsins, en Kpmmúnistar, íhaldsflokkurinn og* Jafnaðarmenn greiddu atkv. gegn því. Norður-Afríku málið mun koma fyrir þingið, áður en sumarleyfi þingmanna hefjast í lok júlí, er stjórnskipuð nefnd, sem send var til Algier, hefur gefið stjórninni skýrslu sína. Nokkrir dómarar í Casablanca hafa sent frönsku stjórninni harð orð mótmæli, þar sem þeir hafa verið neyddir til að fara undir lögregluvernd í réttar^.alina og hefir hvað eftir annað verið hótað lífíáti af skæruliðum. Hyggjast dómararnir gera verkfall. Segja heir, að virðuleika réttarins sé í ajla staði freklega misboðið. Franskar hersveitir hafa líflát- iS 16 skæruliða undanfarna daga. Aðalritari kommúnistaflokksins í Oran-fylkinu hefur verið hand- tekinn, ákærður fyrir að stofna oryggi ríkisins í bráða hættu. Rússar hafna endur- nýjun ffiskveiði- samnings við Breia LONDON, 5. júlí. — Ráðstjórn- arríkin hafa hafnað endurnýjun fiskveiðisamningsins frá 1930 við Breta. Brezkir togarar að veið- um úti fyrir íshafsströnd Rúss- lands, verða því upp frá þessu að stunda veiðar utan við-12 mílna landhelgi Rússlands, en hingað til hafa þeir haft rétt til að veiða við fjögra mílna markalínuna. — Mun Bretum hafa þótt súrt í brotið. Sagði utanríkisráðherr- ann brezki í dag, að Bretar myndu leita samningaviðræðna við Rússa, og hefðu Rússar tjáð sig fúsa til að hefja viðræður í þessum mánuði. $$lot$a,nbleib&ma • LESBÓKIN kemur út með blaðinu í dag, í stað þeirrar sem féll niður vegna vélbilunnar, á sunnudaginn. Sex Evrópuþjóðir tryggja þegnum síinim aukin mannréttindi I STRASSBOURG, 5. júlí. AÐALBÆKISTÖÐVUM Evrópuráðsins í Strassbourg var í dag haldin hátíðleg athöfn í tilefni af staðfestingu þeirra réttinda til handa almennum borgurum í sex Evrópulöndum, að þeir geti snúið sér til mannréttindanefndar Evrópu, ef þeim þykir ríkis- valdið hafa gengið á hlut þeirra. Sérstakur mannréttindadóm-) Hver snæsti þegn þessara sex stóU hefir verið settur á stofn. þjóða hefir því rétt til að beina Nýjustu fréttir: — Síðustu'f dag gerðust V-Þýzkalandi og máli sínu til mannréttindanefnd- f regnir frá Róm herma, að pró- Belgia aðilar að mannréttinda - arinnar, hvenær sem honum þyk fessor Antonio Segni hafi tekizt! nefndinni, en f jórar aðrar þjóð- að mynda stjórn. Stjórnarkrepp- ir höfðu þegar tryggt þegnum an í ítalíu hefir nú staðið í sínum þessi réttindi: Sviþjóð, ís- nokkrar vikur land, írland og Danmörk. ir að brotið hafi verið í bág við þau réttindi, sem honum eru tryggð í mannréttindaskrá SÞ. Mál Van Dycfc: Kýpurmálið fyrír gríska þinginu. NICOSIU og AÞENU, 5. júlí: — Gríska þingið ræddi Kýpurmálið i dag. Er það samkvæmt áskorun frjálslynda flokksins. Lögreglan á Kýpur skýrði svo frá í dag, að fundizt hefði í járnsmiðiu í Nicosiu, höfuðborg Kýpur, birgð- ir efnis, er að öllum líkindum hefði verið notað til að gera hand 6prengjur. Flugvélar veittu togaranum eftirför og leidbeindu Þór Einn harðasti eltingaleikur við *Spr landhelgisbrjót sem um getur hér EIN HARBASTA eftirför, sem um getur í baráttunni gegn land- helgisbrjótum hér við land, var er varðskipið Þór tókst að ná belgiska togaranum Van Dyck út af Ingólfshöfða aðfaranótt mánudagsins. Höfðu flugvélar þá elt togarann langt á haf út, er hann gerði tilraun til að sieppa. Það var fyrir góða samvinnu foringja sem undirmanna i Landhelgisgæzlunni, þeirra tækja, flugvéla og hins gangmikla varðskips, sem okkur tókst að haf.i liendur i hári lögbrjótsins. Sýnir þessi mikla eftirför bezt hvilik nauðsyn Landhelgisgæzlunni er á því að hafa jafnan hinum fullkomnustu tækjum á að skipa, ásamt góðu starfsliði. Eitthvað á þessa leið fórust' efni af komu forsetans, er hon- Pétri Sigurðssyni, forstjóra um barst tilkynningin um togar- Landhelgisgæzlunnar orð í sam-' ann frá Guðm. Kjærnested, sem tali við Morgunblaðið í gær,' var foringi í flugvél á könnun- um hinn harða eltingaleik við arflugi tneð fram suðurströnd- belgiska togarann. Dómur mun inni. — Úr flugvélinni hafði sézt ganga í máli skipstjórans í dag. til tveggja belgiskra togara að Pétur Sigurðsson var viðjveiðum í landhelgi. messu í Vestmannaeyjum í til- Framh. á bls. 10 engja spr mg ur í posthusi i Munchen MUNCHEN, 5. júlí. — Tveir menn fórust, tveir aðrir særðust lifshættulega og 15 manns meidd- ust, er sprengja, sem pökkuð var vendilega inn, sprakk í pósthúsi i Munchen í dag. Enn hafa ekki fengizt staðfestar fréttir um, hver hafi verið maðurinn, er hélt á sprengjunni, en sagt er, að það muni vera fyrrverandi mennta- málaráðherra Slóvakíu, Matus Cernak, er dvalið hefir landflótta í Vestur-Þýzkalandi um skeið. — Cernak hefir undanfarið unnið við útvarpsstöðina, „Frjáls Ev- rópa", og hafði hann leigt sér pósthólf i pósthúsinu. Lögreglan hefir þegar hafið nákvæma rannjlega sókn. í fyrsta skipti síðan styrj- öldinni lauk heimsótti heill hópur helztu manna Ráð- stjórnarinnar bandaríska sendiráðið í Moskvu, og aðal- ritari kommúnistaflokksins, Krúsjeff, greip þetta einstæða tækifæri til að gera einstæða yfirlýsingu. Krúsjeff lagði sig allan fram við að sannfæra heiminn um, að hvorki erfið- leikar heima fyrir í Rússlandi né heldur vaxandi styrkur vestrænna þjóða hefði knúið Ráðstjórnina til að taka upp sáttfúsari afstöðu í lausn heimsvandamálanna. Akuryrkjan í Rússlandi væri í fullum blóma og iðnaðurinn hefði gefið af sér meiri arð en gert hefði verið ráð fyrir. • * • Svo kynlega vildi til, að ein- mitt á þeim sama degi, sem Krúsjoff lét sér þessi ummæli um munn fara, var lögð fyrir bandaríska þingið skýrsla varð- andi viðskipti milli austurs og vesturs — og þær staðreyndir, er þar koma fram, ýta engan veg- inn undir „bjartsýni" Krúsjoffs. Skýrslan sýnir, að í október s.l. ár hafði Ráðstjórnin keypt sjö sinnum meira kjöt frá vestræn- um löndum heldur en á árinu 1953, — og leppríki Rússa hafa einnig á undanförnum árum keypt miklar birgðir korns frá vestrænum ríkjum. Ungverja- land, sem fyrir stríð, var eitt mesta kornræktarland í heimi, kaupir nú mikið magn af hveiti árlega frá Kanada. Og augljóst var, að Rússar gátu ekki lengur séð leppríkjum sínum fyrir næg- um matvörum. Auðvitað má vel vera, að þær nýju áætlanir, er Krúsjoff hefir í huga kunni að auka gífurlega landbúnaðarframleiðslu í Rúss- landi — en tvímælalaust mun það taka sinn tíma og til þess þarf jafnframt talsverða heppni. • • • Yfirlýsing Krúsjoffs um of- framleiðslu í iðnaðinum er ekki sérlega trúleg, ekki siat ef höfð er i huga sú harða gagnrýni, er Bulganin lét rúss- neska iðnaðitin sæta í ræðu sinni í Kreml i maimánuði s.I. Þá fór Bulganin í engan laun- kofa með það, að iðnaðinum rússneska væri mikil hætta búin, ef hann tæki ekki niikl- um framförum tæknilega — og mætti þá jafnvel búast við, að ekki yrði ' mögulegt að • standast sjöttu fimm ára á- ætlunina, sem koma á til fram kvæmda á næsta ári. Vafalaust mun þetta hafa sín áhrif á afstöðu Ráðstjórnarinnar á Genfar-ráðstefnunni, og gerir það að verkum, að ókleift er að taka ummæli Krúsjoff of hátíð- Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.