Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. iúlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ Norska innaniandstrúlio f>AÐ mun hafa verið skömmu fyrir síðustu aldamót, að Norð- menn fóru að stunda síldveiðar Jhér við land. Veiðar þessar hóf’.i þeir við Austfirði og síðar vií Norðurland. Það var ekki fyri en nokkru síðar, að vér fslend ingar fórum að gefa gaum að síldveiðunum og leggja stund á þær. Enn fremur hafa bæði Sví ar og Finnar stundað þessar veið- ar hér við land um langt skeið og sent hingað síldveiðiflota. ALLRA LEIDIR LÁGU TIL SIGLUFJARÐAR Skömmu eftir aldamót varð . Siglufjörður aðalbækistöð síld- veiðanna og stærsta söltunar- svæði landsins. Þangað streymdi fólk í þúsundatali um síldveiði- tímann í atvinnuleit. Um þær imundir var Siglufjörður lítið kauptún. En um síldveiðitímann varð aðkomufólkið miklu fleira en íbúarnir. Þegar svo bættist við allur fjöldi innlendra og er- lendra fiskimanna, þegar land- legur voru, geta menn farið nærri um, hvilíkur aragrúi fólks var samankominn í þessu litla þorpi. í þá daga var fremur illa búið að þessu fólki. Fátt var um staði, þar sem hægt var að eyða frístundum í næði, en misjafn sauður í mörgu fé. Enda fóru brátt að berast misjafnar sögur af lífinu á Siglufirði um þessar mundir. Oft var dansað úti á bryggjum eða söltunarstöðvum. Drykkjuskapur var mikill, og lauk stundum samkomum þess- um með slagsmálum. Gat þá komið fyrir, að nokkur hundruð manna lentu í handalögmáli og leikurinn borizt um kauptúnið. Var það ófögur sjón. „NORSKI SfÍTALTNN" Undirritaður kom fyrst til Siglufjarðar sumarið 1929. Þá var kauptúnið orðið stór bær. — Þrjár eA-a fjnrar síldarverksmiðj- Fertugt hér á landi Norska sjómannaheimilið á Siglufirði. ur höfðu verið reistar, innlendi síldveiðiflotinn aukizt mjög mik ið og söltunarstöðvum fjölgað. Norski síldveiðiflotinn var all stór, en floti Svía og Finna miklu minni. Við aðalgötu bæjarins hafði verið reist einstætt hús, og varð ég þess var, að bæjarfólk nefndi þetta hús „Norska spítalann“. Hvernig stóð á því? Kirkjulega starfið norska með- al fiskimannanna, eða eins og Norðmenn nefna það, „Den indre sjömannsmisjon“, hafði árið 1915 reist þarna sjómannaheimili. Á O. Dahl-Goii iramKvæmdarstjóri. neðri hæð hússins er all-stór samkomusalui, lestrarstofa, her- bergi ætlað til bréfaskrifta, kaffi stofa og eldhús. Á efri hæð er sjúkrasalur og íbúðarherbergi fvrir starfsfólk. í kjallara eru bað klefar og geymsla. Að íbúarnir nefndu þetta hús Norska spítalann kom til af því, að um langt skeið var ekki annað sjúkrahús í kaupstaðnum. Þetta heimili hafa Norðmenn starfrækt um síldveiðitímann síð- an árið 1915 að undanskildum stríðsárunum. Starfsliðið er venjulega þann- jg skipað: Forstöðumaður, hjúkr- unarkona, húsmóðir og afgreiðslu stúlka. Hvílíkur munur fyrir fiski- mennina. Þarna er tekið á móti þeim, eins og þeir væru að koma heim til sín. Reynt er að gjöra allt sem vistlegast og eins heimilislegt og unnt er. KVERSKONAR AÐKLVNN- ING VEITT Þarna geta þeir komið og rabb- að saman, tekið á móti bréfum að heiman og skrifað heim. Þarna geta þeir lesið blöðin og fengið veitingar við vægu verði, Þarna geta þeir fengið bað, og sé ein- hver sjúkur, bíður hans sjúkra- rúm, hjúkrun og læknishjálp, er læknir staðarins annast. Og síð- ast en ekki sízt, þarna geta þeir komið saman um Guðs orð. Norðmenn halda hvíldardag- inn heilagan. Þess vegna var mér það óvanaleg sjón en fögur. þau tíu sumur, er ég dvaldi á Siglu- firði, að sjá norska, sænska og finnska síldveiðiflotann streyma inn í höfn að áliðnum hverjum laugardegi. Þá var margt um manninn á Sjómannaheimilinu eins og gef- ur að skilja. Á sunnudagskvöid- I um var samkomusalurinn meira | en fullsetinn. Aldrei hef ég heyrt jafn þróttmikinn sálmasöng og hjá fiskimönnunum, er þeir kornu saman til þess að hlýða á Guðs orð. Það eru stundir. ,sem mér )'ir rninni hða. Allir hljóta að sjá, hversu göfgandi áhrif slíkt starf sem þetta hlýtur að hafa á þá, sem þess njóta. Enda sá ég aldrei norskan fiskimann undir áhrifum xfengis þau sumur, sem ég dvaldi á Siglufirði. Svo stórkostleg voru umskiptin. Á sjómannaheimilunum er skki farið í manngreinarálit. All- ir eru velkomnir, hverrar þjóðar lem þeir eru. Enda hafa íslenzkir ’iskimenn hlotið blessun á þessu xeimili, og ekki all fáir, sem leg- 'o hafa þar sjúkir og notið kær- eiksríkrar umönnunar. Vér íslendingar stöndura því í xakkarskuld við þetta starf. TRÚBODIÐ KÓF GÖNGU SÍNA 1830 Síldin er duttlungafull. — Það vit.um vér íslendingar. Mörg undanfarin sumur hefur hún aðallega haldið sig við Aust- urlandið. Norðmenn hafa þess vegna komið minna til Sielufjarð ABalfundur samvinnu- félaga í Ausfur-Húna- vatnssýstu AÐALFUNDIR hinna þriggja samvinnufélaga Austur-Hún- vetninga: Kaupfélag Húnvetn- ínga; Sláturfélag Austur Hún- vetninga og Mjólkursamlag Hún- vetninga er öll háfa aðsetur á Blönduósi, halda árlegá sína aðal- fundi að vorinu og svo ,vár nú. Mæta þar fulltrúar af öllu félags- svæðinu. Er það Austur Húna- vatsnsýsla innan ytri Laxár að því'er tekur til K. H. en í mjólkúr samlaginu eru éinnig margar deildir í Vestúr Húnavatnssýslu og mæta á fundi þfess fulltrúar þaðan. Hér fer á eftir skýrsla um aðal- fundi þessara félaga nú. Sýnir hún að starfsemi þeirra hefir auk izt verulega á árinu 1954. Aðalfundir Mjólkursamlags' Húnvetninga, Sláturfélags Aust- ur-Húnvetninga og Kaupfélags Húnvetninga voru haldnir að Hótel BIöndués.BIönduósi um miðjan þennan mánuð: Innvegin mjólk samlagsins var s.l. ár 1.782 þúsund lítrar og hafði aukizt á árinu um rúmlega 12%. Útborg- að verð til bænda varð kr. 2,22 pr. líter, og mun lægsta mjólkur- verð á landinu í ár. Kemur þetta eingöngu til af því, að ne.vzlu- mjólkursalan er svo lítil, tæplega 4% af innveginni mjólk. Niður- greiðsla úr ríkissjóði er því mjög lítil, sem búið fær. Annað kirKjusKip Norðmanna Enesir V. Norsaa sjomannatieimilið á SeyðisfirSi. ar þessi ár. Aftur á móti hefui' Seyðísfjörður orðið aðalbæki- stöð þeirra. Þess vegna keypti Norska sjómannatrúboðið, í fyrra, hús á Seyðisfirði til rekst- urs sams konar starfs þar og fékk leyfi íslenzku ríkisstjórnarinnar til þeirra framkvæmda. Þetta kristilega starf meðal norsku fiskimannanna hóf göngu sína 12. jan. árið 1880. Hvatamenn þess voru tveir skútuskipstjórar, Tollef Onarheim, Tysnesi og Jakob Færstad, Björgvin. „Byrj- unin var lítilfjörleg og smá, hún var eins og lítið frækorn, óásjá- legt og lítið áberandi, en hafði lífið í sér fólgið", stóð nýlega í norskú blaði, er ritaði um starf þetta. Fyrsta árið hafði það einn mann í þjónustu sinni, en árstekj ur voru kr. 600,00. En það hef- ur vaxið og blómgazt vel. Síðast- liðið ár voru 246 konur og karlar í þjónustu þess, og það á nú 29 heimili í fiskiverum Noregs og 2 á íslandi, en auk þess 2 Betel- skip, eða kirkju og spítalaskip, sem láta fiskimönnunum sams konar þjónustxx i té og sjómanna- heimilin. Þau eru útbúin á sama hátt og þau, með samkomusal, kaffistofu, léstrarstofu, baðklef- um og sjúkrasal. Þau eru fljót- andi sjómannaheimili. Þau fylgja fiskiflotanum á vértíðum, arrnað við vesturströndina, hitt við norð urströnd Noregs. KRISTIN KÆRLELKS- MÓÍíUSTA Um þetta fyrirmyndarstarf nætti rita langt mál. En ég læt .ægja að birta örlítinn kafla úr æðu, sem Ragnvald Indrebö, xiskup í Björgvin, hélt við há- ðarsamkomu á 75 ára afmæli itarfsins. Honum fórust meðal nnars orð á þessa leið: --------„Hvaða þýðingu sjó- nannaheimilin og Betelskipin aeð samkomusölum, lestrarstof im, kaffistofum og sjúkrasölum, iafa haft fyrir fiskimennina í tritsömu starfi og líkamlegum og mdlegum lífskjörxxm þeirra, um iað hefði reyndur fiskimaður átt .ð tala. En jafnvel sá, sem enga raunhæfa reynslu hefxir, hlýtxxr [ Frh. á bls. 11 A fundinum var samþykkt áskorun til Framleiðsluráðs að hækka verðjöínunargjald að eldri nýmjólk, til þess að jafna hlut þeirra, er verst skilyrði hafa til mjólkui'sölu. Ennfremur taldi fundurinn óviðunandi að fram- leiðendur fái langt undir þvi verði fyrir mjólkina, sem verð- lagsgrundvöllurinn ákveður, og benti á þá staðreynd, að eftir því sem meira fer af mjólkiunx í vinnslu þýðir það lækkað verð til bænda. Hjá sláturfélaginu var slátrað síðastliðið haust og sumax* rösk- lega 29 þxxs. fjár, aðallega lömb- um, er það 3 þúsundum fleira en árið áður. Margt af gimbrum var látið lifa s.l. haust, þar af leið- andi talsverð fjái'fjölgun i hérað- inu, má því búast við fleira fé til innleggs á næsta hausti. Slátur- og frystihús félagsins voru orðin of lítil, og er því nú hafin bygg- ing nýs sláturhúss, þar sem hægt verður að slátra 12—15 hundruð kindum daglega, og nýs frysti- húss, er frystir 1200 skrokka á sólarhring, geymsla vei'ður fyrir um 25 þús skrokka, þar er og ætlað rúm fyrir frystingu og geymslu innmatar. í byggingunni verður einnig komið fyrir kjöt- búð og kjötvinnslu. Ætlast er til að byggingar þessar verði það langt á veg komnar næsta haust, að þá verði hægt að taka þær í notkun að miklu leyti. Fundur- inn lýsti óánægju sinni yfir því ósamræmi er ætti sér stað hjá hinum ýmsum kaxxpfélögum, að sum reiknuðu sláturskostnað sér- staklega og færðu hann bændum beint til útgjalda, önnur drægju kostnaðinn frá útborguðu fulln- aðarverði. Taldi fundurinn rétt og æskilegt að öll félög færðu sláturskostnað á rekst.ur, svo skýrt kæmi fram hvað bændur fá endanlegt verð íyrir kjötxð. Var skorað á Framleiðsluráð að hlutast til um að samræmi feng- ist um þetta. Sláturfélagið fékk til sölumeðferðar tæp 700 hross, var verð á hrossakjöti mjög hag- stætt s.l. ár, en fer sennilega lækk andi nú, vegna aukinnar fram- leiðslu kindakjöts. Alls seldi fé- lagið afurðir fyrir um 13 millj. króna. Kaupfélag Húnvetninga seldi útlendar vörur og innlendar iðn- aðarvörur fyrir rúmlega 90 millj. króna s.l. ár, er það talsverð aukn ing frá fyrra ári, mikið á fóður- vörum og áburði, einnig var auk- ing sala á byggingarefni, enda mikið um byggingar og aðrar framkxæmdir í héraðinu. Inneign ir félagsins út á við hækkuðtx litillega. Skuldir viðskiptamanna hækkuðu mikið, enda hefir fé- lagið eins og að undanförnu lán- að bændum efni og bjálpað þeinr til að koma upp nauðsynlegxxm byggingum, svo og til annara framkvæmda. Inneignir hækkuðx* þó enn meira en skuldaaukning- unni nam, og voru um s.l. áramót 4,5 miilj. krónur, umfram skuld- ir, mest í innlánsdeild. Úthlutað var til félagsmanna 6% af ágóða skyldum vörum, og fór allt f stofnsjóð, óx hann á árinu um rúmlega 300 þíisund krónur og er nú að upphæð kr. 1.155 þúsund ■ .krónur. Sameignarsjóðir félag- anna jukust um ca. 200 þús. kr, og eru nú 2.316 þúsxxnd ki'ónur. Ýmis framfara- og menningar- mál héraðsins voru að venju rædd á fundunum, var meðal annars eini'óma samþykkt áskor- un til sýslunefndar Austur-Húna- vatnssýslu og stjórnar Rafmagns- veitna ríkisins um það, að ekki skyldi leitt rafmagn frá Sauða- nesstöðinni xxt úr héraðinu, fyrr en þörf sýslubúa sjálfra væri fuil nægt. Úr stjórn sláturfélagsins áttxi að ganga þeir Lárus Sigurðsson, bóndi á Tindum og Guðjón Hall- grímsson bóndi á Marðarnúpi, voru þeir báðir endurkjörnir. Úr stjórn kaupfélagsins áttu að ganga þeir Ágúst B. Jónsson bóndi á Hofi og Páll Geirmunds- son Blönduósi, voi'u þeir einnig endurkjörnir í einu hljóði. End- urskoðandi félaganrxa var endur- kosinn Bjarni Ó. Frímannsson Efri-Mýrum. Fundarritari var að xænju hinn aldni heiðursíélagi kaupfélagsins, og nú sá eini eftir- lifandi af stofnendum þess, Jónas B. Bjarnasön frá Litladal, er þetta 49. aðalfundurinn er hann sinnir, en Jónas verður níræður á næsta ári. Kvikmynd frá Búnaðarfélagi íslands um mjólk og mjólkuriðn- að var sýnd á fuudinum, einnig var að fundarlokum kaffidrykkja til heiðurs gjaldkera félagsins, Tómasi R. Jónssyni, en hann hafði þann dag starfað rétt 25 ár hjá félaginu. Voru honum þökk- uð mikil og góð störf að verðleik- um, enda nýtur hann mi'-ús trausts og vinsælda meðal hér- aðsbúa. Styrkir frá sáH- málaijéðl STJÓRN hinnar dönsku deildar sáttmálasjóðs hefur á fundi laug- ardaginn 2. júlí 1955 úthlutað eftirfarandi styrkjum: TIL EFLINGAR HÍNU ANDIÆGA MENNINGARSAMB 4NDI MILLI LANDANNA Jón Guðbrandsson til náms við landbúnaðarháskólann 600 d. kr. Steinn Th. Steinsson til náms við landbúnaðarháskólann 1000 d. krónur. Jóhannes Þ. Eiríksson til náms -við landbúnaðarháskólann 600 d. krónur. Einar Thorsteinsson til náms við landbúnaðarháskólann 600 d. ki'ónur. Magnús Guðmundsson til náms við iðnskóla 400 d. kr. Bern. Hannesson til náms við iðnskóla 400 d. kr. Halldór Hjálmarsson til náms við iðnskóla 400 d. kr. Gunnar II. Guðmundsson til náms við iðnskóla 400 d. kr. Helgi 1. Gunnarsson til náms við iðnskóla 400 d. kr. Bjarni St. Óskarson til náms við iðnskóla 400 d. kr. Framh. á Tils. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.