Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júlí 1955 Gísli Sveinsson fyrrverandi sendiherra: VER ÆTÍÐ Á VERÐ Góðir áheyrendur! Góðir íslendingar! ÞEGAR formaður þjóðhátíðar- nefndar Akureyrar kallaði til mín í síma og fór eindregið fram á, að ég kæmi hingað og héldi ræðu 17. júní — „lýðveldisræð- una“, eins og hann orðaði það —, þá hugsaði ég mig að vísu um litla hríð, þótt veglega væri boð- ið, enda mun ýmsum nú af mis- munandi ástæðum ekki nærri eins rótt innanbrjósts sem skyldi á slíkum minningardögum þjóð- arinnar. En þegar mér svo brátt kom í hug, að nú á þessu vori eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því, er ég kom fyrst til Akureyr- ar (sem sé árið 1905), þá þótti mér sjálíum þetta persónulega vel til fallið, því að einu sinni hafði ég mætur á þessum bæ, þótt ég reyndar alla stund hafi eigi kosið að setjast að yfirleitt á Norðurlandi, er það oftar en einu sinni hefur staðið til boða, — en nú mátti gefast tækifæri til þess, ef svo mætti segja, að sameina hið þarflega og hið þægilega, svo sem gamalt orðtak úr góðu máli var einu sinni túlk- að. Við þetta bættist, að þessi umrædda fyrsta koma mín til þessa staðar hafði talsvert af- drifaríkar afleiðingar, er snerta það málefni, sem þessi dagur er nú helgaður. Ég var ungur stúdent, er þetta bar til, og kom frá Kaupmanna- höfn, þar sem ég einmitt þá ný- lega eða 1904 hafði sett fram meðal Hafnarstúdenta sem ófrá- víkjanlegt loka-stefnumið í sjálf- stæðismálunum, er öllu bæri að fórna fyrir: Hreinan skilnað landanna, íslands og Danmerkur, en þá þótti mörgum þetta furðu- leg dirfska og háskasamleg, ef til framkvæmda kæmi; en þeir, sem fyrstir gengu þessari ótví- ræðu stefnu á hönd, voru ungir menntamenn, ungmennafélagar og alþýðumenn í sveit og við sjó. Má nú og minnast þess, að það var þessi al- menningur, er síðan varð meg- instyrkur í baráttu áratuga að þessu marki, sem eins og kunnug er náðist með lofsamlegum hætti eftir 40 ár, er svo að segja allur landsins lýður kaus skilnaðinn — og stofnun lýðveldisins var framkvæmd að Lögbergi 17. júní 1944. Mátti þá með sanni segja, að „allar vildu meyjar með Ing- ólfi ganga“, eða með öðru við- kvæði: „Allir vildu Lilju kveðið hafa.“ Töldu sig þá að lokum allir skilnaðarmenn.... En áður fyrr var þetta ekki talin sérlega góður „skáldskapur“ meðal ým- issa hinna trúu þegna. — Við þetta tækifæri, á Akureyri 1905, kynntist ég fyrst hinum frá- bæra lækni og fjölvísa manni Guðmundi Hannessyni, en með okkur tókst síðar ævilöng vin- átta. Hann var þá, hálfum öðrum áratug eldri en ég, tekinn að hugsa alvarlega og sérstaklega um sjálfstæðismál íslands, sem brátt í okkar munni fékk nafnið fullveldismál, því að það var ein- mitt þungamiðja málsins, er nauðsyn bar þá til að skilgreina, að ísland ætti sinn fullveldisrétt og hefði haldið honum gegnum aldirnar, þrátt fyrir allt, frá og samkvæmt Gamla sáttmála o. s. frv. Um það leyti og upp úr því skrifaði Guðmundur Hannesson sínar merku greinar um þessi mál í blaðið Norðurland, er síð- ar komu út í ritinu „í Aftur- elding“, er hlaut verðskuldaða frægð og brá líka ljóma yfir út- komustað þess, Akureyri, er menn þá í fyrsta sinni urðu að líta til í þessum málum, enda urðu skoðanir hans að sama skapi áhrifaríkar meðal þeirra landsmanna, er þær náðu til, því að fram að þeim tíma hafði eng- inn hérlendis gert svo glöggva og einfalda grein fyrir eðli máls- ins sem hann. Var þessa og hin Þjóðhátíðarræða flutt á Akureyri 17. júní s.l. Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra. mesta þörf, eins og þá stóðu sakir, líka meðal þeirra, sem fjölluðu um þessi mál á vettvangi alþjóð- ar. Aftur og næst, er ég dvaldist hér á Akureyri við störf árið eftir eða 1906 til 1907, vorum við Guðmundur Hannesson oftlega, að kalla mátti, önnum kafnir við hinn nýja boðskap (sbr. t. d. Ljósavatnsfundinn, sem ýmsir Þingeyingar muna enn) og vor- um loks báðir kjörnir fulltrúar frá þessum bæ til þess að sækja hinn nafntogaða Þingvallafund um sjálfstæðismálið 1907, en sök- um anna gat hann ekki komið á fundinn, en ég tók þátt í með- ferð málanna þar. Sá Þingvalla- fundur markaði, eins og menn vita, mikilvægt spor í framgangi sjálfstæðismálsins, þótt ýmsu ] væri þar ábótavant. Og eftir það komu atburðirnir 1908, er hættu- legasta áhlaupinu í þann tíma: var hrundið með falli hins al-! kunna „Uppkasts". Síðan þá varð engum kleift að snúa aftur með árangri á þessari braut, braut- inni, er lá til áranna 1918 og 1944. Sannarlega, Akureyri átti' þannig allgóðan þátt í frumsókn fullveldismálanna á þessari öld, enda mun engum kleift að ve- fengja það, er ég nú hef rakið í stuttu máli. Og það er rétt og skylt, að Akureyringar nútímans viti þetta og virði.---- Það skal nú viðurkennt, að gera má nokkura grein fyrir því, hvers vegna margir betri menn hér á landi eða „málsmetandi", er svo nefndust, tóku skilnaðar- hreyfingunni kuldalega í önd- verðu. og hvers vegna Danir reyndust lengi vel svo örðugir til skilnings á málstað íslend- inga og tregir tilhliðrunar, svo sem raun gaf iðulega vitni. En | þótt menn þykist geta skilið, að . vissu marki, afstöðu annarra, þá i er í rauninni það, sem liggur á ■ bak við, að ýmsu leyti og oft og einatt lítt skiljanlegt. Ef menn athuga fyrst afstöðu Dana eða öllu heldur dönsku: stjórnarinnar um langa langa | hríð, þá var sá hugsunarháttur ríkjandi hjá þeim, eins og mörg- um, sem hafa og meðan þeir hafa ráð og völd, að sjálfsagt væri að halda þeim von úr viti, og kenn- j ir þar óviðeigandi oflætis og jafnframt oftrausts á sjálfs sín mætti, til þess, eins og það er orðað, að „vernda" og „þroska" þá, sem við yfirstjórn þeirra eiga að búa, ef ekki hreinnar ábatavonar, eins og meir tíðkað- ist fyrrum með yfirráðaþjóðum. Hérlandsmönnum virtist ávallt eins og slíkt sæti illa á Dönum, lítilli þjóð einnig, sem flest átti undir högg að sækja hjá þeim voldugri, er oftar en einu sinni gerðu þeim næsta skæðar skrá- veifur, eins og alkunnugt er, og sumt af því óbætanlegt. En — íslendingar voru enn minni mátt- ar, svo að hægt var að leika þá grátt, þótt oss virðist sem lítil fróun hefði átt að vera í því. Öllu hefur þessu þó farið fram, til réttari vegar, og var einnig svo á síðari tímum sambúðarinn- ar, — og þó er eitt veigamikið atriði eftir, sem teflt getur vin- áttu þessara þjóða í voða, atriði, sem íslendingar gleyma ekki og Danir skilja ekki: „Handritin heim“. — Hins er rétt og sann- gjarnt að geta í þessu sambandi, að þegar til alvörunnar kom að hefjast handa um lausn eða los- un á sambands (eða áður inn- limunar) höftunum, 1918, reynd- ust ráðamenn í Danmörku skiln- ingsbetri á vor mál en nokkuru sinni fyrr og eftir atvikum greið- ir og gegnir í samningunum, en þá grúfðu að vísu yfir löndum Norðurálfu ógnir margs konar, þótt liðið væri til loka hinnar fyrri heimstyrjaldar. — En — var þá íslendingum nokkur vorkunn, að greina, hvað til þeirra friðar heyrði? Hvers vegna skildu þeir ekki skilnað- arstefnuna þegar í stað, stefnuna, sem þýddi frelsi landsins og þjóð- arinnar undan stjórn (eða óstjórn) annarra, og það fram- andi manna? íslendingar voru hræddir, sem sálfræðilega er skýranlegt, af aldalangri kúgun og vesöld, enda þótt óskir um frjálsari tíma bærðust í brjóst- um þeirra. Og margir gætnir menn og heiðvirðir töldu, af þessum sökum og öðrum, að landsmenn væru þess eigi megn- ugir að stjórna sér sjálfir og ala önn fyrir sér, nema einhver væri til aðstoðar og jafnvel verndar, sem þeir héldu, af gamalli hjá- trú, að Danir hefðu megin til, enda þótt alkunna væri, fyrr og síðar, að þeir gátu lítt verndað og varið sjálfa sig og sitt land, ef í harðbakka sló. En tíminn og rétt málefnakynning vinnur á öllu: Islendingar komust til sjálfs sín, er stundir liðu, og þeim auðnaðist að komast til fulls skilnings á því, sem þeim hlaut að vera fyrir beztu. Með öðrum orðum: íslendingar voru margir framan af lítiltrúaðir á eigið gengi, en Danir hins vegar oftrúaðir á eigin mátt í þessum efnum.------- Þetta var nú liðin tíð. En þá kemur að spurningu nútímans: Hvert er hlutverk þessa árlega minningardags, þjóðhátíðardags- ins, með íslendingum? Það er í aðalatriðum: Reikningsskil við sjálfa oss — ekki eftir neinum flokkalínum, heldur á vegum allrar þjóðarinnar, hvað sem þeir heita, er málin hafa haft með höndum hverju sinni. Því ber, ef svo býður við að horfa, líka að segja til syndanna, sjálfum oss, í tiltektum vorum inn á við og út á við, þyki til þess tilefni. Eink- anlega þetta: Hvað ber að var- ast? Og höfuðskyldan er, hvers og eins, að miða allt við þjóðar- heill. Hér verður nú aðeins vikið stuttlega að fáu einu. Á fyrra ári, 1954, voru 10 ár liðin frá stofnun lýðveldis á fs- landi. Það var og er landsins mesta mál í nútíð og framtíð, at- burður, sem aldrei verður endur- tekinn, ef þjóðin heldur lífi og frelsi. Á þessu yfirstandandi ári, 1955, og einmitt á þessum tíma, eru 10 ár liðin frá stofnun heimsbanda- lagsins, er nefnist „Sameinuðu þjóðirnar" (að sumu leyti liggur í nafninu meiri ósk en veruleiki), og hið frjálsa ísland tekur einnig þátt í því. Til þessa var stofnað í sama anda og þegar einstakar þjóðir treysta frelsi sitt, og það átti að verða allsherjar frelsis- og friðarsamtök heimsins, en vissulega er ærið vandasamt að kveða upp dóm um, hversu þeim samtökum hefur farnazt á liðn- um (fyrsta) áratug, eigi síður en frelsisstjórn hverrar sérstakrar þjóðar. Öllum, sem fylgzt hafa með gangi þessara mála um víða veröld, er Ijóst, að Sameinuðu þjóðirnar hafa á ýmsan veg eigi megnað að gegna hlutverki sínu eins og tilætlunin var, og. er þar vafalaust einkanlega um að kenna tvennu, annars vegar mannlegum vanmætti, sem menn aldrei vara sig nógsamlega á, þegar stórt skal stigið eða þung- um byrðum lyft, og hins vegar eigi síður því, að fyrst er allt frægast í muna og munni, og hin barnslega tiltrú hvers til annars um orðheldni og heiðarleik í samskiptum oft að óreyndu litl- um takmörkum háð. Og svo kem- ur að því óhjákvæmílega, er hin raunhæfu störf eiga að hefjast, að því er eins farið milli þjóða innbyrðis eins og meðal ein- staklinga hjá hverri sérstakri þjóð, að hver vill eiga með sig sjálfur og ráða sem mest sínum ] athöfnum með sem minnstri | íhlutan af annarra hálfu, sem j engum skal láð. „Hver er sjálf- um sér næstur" — og mun svo! löngum verða. En hver fullvalda j þjóð, eins og vér íslendingar er- ! um, á það mest við sjálfa sig, ] hvernig henni farnast á leiksviði lífsins, og ber að sjálfsögðu ávallt að treysta því, að einstaklingarn- ir, er til forustu veljast ekki sízt, séu vanda sínum vaxnir, enda næsta fánýtt, ef illa er stjórnað hjá einhverri lýðræðisþjóð, er svo nefnist, að kenna um það einvörðungu, eða að nokkru verulegu, öllum þjóðfélagsborg- urunum, er í þessum skilningi kallast „háttvirtir kjósendur“, af því að þeim er ánafnað eftir frjálsum reglum, á 4 ára fresti að kjósa fulltrúa til þess að fara með sín höfuðmál á löggjafar- þingum, en með atbeina þeirra samkunda eru ríkisstjórnir sett- ar á laggir og koma kjósendur þar eigi nærri né um það spurð- ir, því að í raun réttri eru þeir úr sögunni að kosningum af- stöðnum, eða eru settir í eins konar pólitíska sótíkví þangað til liðin eru næstu 4 ár — þá er þeim aftur hleypt á gras! Þetta er aðalreglan með öllum þjóð- um lýðfrjálsum, sem heita svo. Að öðru leyti er í veruleikanum ábyrgð ráðamanna þjóðanna gagnvart fólkinu vart lengur til, hvað svo sem reglur um það mæla, og er þá munurinn við annars konar stjórnarform (er ekki þykir kurteist að nefna) minni en ætla mætti. Að sjálf- sögðu ber að ráða á þessu bót, ef vel á að vegna til frambúðar, sem þó er hægara sagt en gert, því að þeim, er ráðin hafa I hendi sér hverju sinni, hættir til að vera íhalds- og jafnvel aftur- haldssamir, ef um breytingu á aðstöðu þeirra er að ræða, ef til vill eftir reglunni: Allt er gott, sem gerðum vér. Oss íslendinga varðar þó nú og í nálægri framtíð mestu, svo nýlega sem vér höfum öðlazt vort fulla frelsi, sjálfstæði, fullveldi, að varðveita á allan hátt þann dýrmæta feng, sem vér þar með höfum hreppt og oss jafnframt er af forsjóninni fyrir trúað, þ. e. að geyma hins viðkvæma fjör- eggs frelsisins vel og dyggilega. Ef vér missum það, er íslenzk þjóð týnd og tröllum gefin — og öll svonefnd þjóðarviðreisn til einskis í þjóðlegum skilningi. — Sem betur fer verður að gera ráð fyrir, að allir íslenzkir menn óski þess einhuga, að aldrei glat- ist frelsi þjóðarinnar, en þar reynir einmitt líka á hvern ein- stakan þegn, sem verður að láta þetta á sannast í öllu sínu fari, hvort sem hann skipar háa eða lága stöðu í þjóðfélaginu. Þeir gömlu héldu það satt vera, að hver væri sinnar hamingju (eða óhamingju) smiður — þótt ýmsir vilji nú telja önnur öfl eingöngu valda örlögum manna; en oft vill þetta þó verða svo jafnvel fyrir mannlegum sjónum, enda líkleg- ast að því megi á hinn bóginn treysta, að Guð vilji hjálpa þeim, til góðra verka, sem hjálpa sér sjálfir. Og trúlegast er það skil- yrðið fyrir hjáipinni. „Enginn stendur nema hann sé studdur“ er í flestum skilningi sannmæli, þótt að vísu stórskáld- ið norska hafi komizt að hinni niðurstöðunni: „Sá er sterkastur, sem stendur einn“. Og — einnig þetta getur stundum til sanns vegar færzt. Má og raunar í sumu heimfærast upp á íslenzku þjóð- ina, þótt harí þyki við að kann- ast. Menn hrósa happi oftast nær yfir því, að nú sé hinni illræmdu „einangrun landsins“ lokið, eigi aðeins í samgöngu- og viðskipta- legu tilliti, heldur og í öðrum efnum, menningarlegum, andleg- um og jafnvel stjórnmálalegum. En eigi er þetta óyggjandi hnoss. Því að sama skapi færast utan- aðkomandi ógnir nær. Ef tiltækt væri í heiminum, einkanlega smáþjóðum, að komast sem mest af sjálfar og af sjálfsdáðum, óáreittir af öðrum stærri, þá væri það vissulega hentast sjálfstæði og athafnarfelsi landsins, og með frjálsum viðskiptum við aðra. En þar sem samskipti þurfa að vera af nauðsyn — og einkum, ef fram úr því fer, sem ílestir myndu kalla nauðsyn, þá yrði þó alltaf um að gera, að gefa sig eigi neinum framandi þjóðum á vald, hvort sem menn nú titla þær „f Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.