Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20 júlí 1955 , Framh'aldssagan 35 Jæja, svo hún er að búa sig undir að svara mér, hugsaði ég með með mér. Framkoma henn- ar minnti mig á sérstakt skordýr, sem rís ógnandi upp á afturfæt- urna, þegar hættu ber að garði og er.sú stelling nefnd á máli náttúrufræðinnar hin „vofulega" stelling. Mér fannst ég heyra hana hrópa: „Já, ég gaf mig rak- aranum á vald .... ég er hrifin af rakaranum....... Jæja, þá veiztu það og gerðu nú hvað sem þér þóknast!" Eg andvarpaði og sagði svo: „Þegar ég las söguna mína yf- ir, komst ég að raun um það, að hún er algerlega einskis virði og, að ég muni aldrei verða rithöf- undur“. Ég sá hana standa þarna, kyrr láta og hljóða og vantrúaða á svip, meðan hún hlustaði á þessi orð mín, svo gerólík þeim, er hún hafði búizt við að heyra. Svo hrópaði hún og kenndi ákafa í röddinni: „Hvað er það eiginlega sem þú meinar? Hvernig á ég að skilja orð þín?“ „Ég er að segja þér sannleik- ann“, svaraði ég rólega. „Ég hef blekkt sjálfan mig fram til þessa. Mér virtist sagan vera snilldar- verk, meðan ég var að skrifa hana.....En hún er raunveru- lega hreinasta örverpi og sjálf- ur er ég einskis nýtur miðlungs- maður“. Hún strauk hendinni yfir enn- ið og kom svo hægt yfir gólfið og settist við hlið mér. Auðséð var, að hún gerði til- raun til að taka að sér þetta hlut- verk, sem óvænt hafði verið þröngvað upp á hana og, að henni gekk það mjög erfiðlega. „En Silvio“, sagði hún, „hvern ig getur það átt sér stað? — Þú varst svo sannfærður". „Nú er ég orðinn sannfærður um hið gagnstæða", svaraði ég, „og það svo mjög, að áðan var ég farinn að ráðgera sjálfsmorð". Um leið og ég sagði þetta, leit ég upp og horfði á hana og þá varð mér ljóst, að allan tímann, jafnvel á meðan ég var að tala um söguna mína, hafði ég verið að hugsa um hana. Nú skifti það mig litlu máli, hvort sagan var léleg eða góð, en ég gat ekki var- ist sársauka, er ég tók eftir þeim merkjum, eftir viðskifti hennar og Antonios, sem hún bar hvar- vetna á sér. Hárið var úfið, lokk- arnir raknaðir í sunodur, og mér fannst ég sjá eitt og eitt punt- strá loða í því. Blómvöndurinn var ekki lengur á sínum stað, hann hafði sennilega orðið eftir á þreskiloftinu. Varirnar voru fölar og varaliturinn hafði nudd- ast af, en blettir, hér og þar, bar sem hann sást ennþá, settu ein- hvern afskræmissvip á andlit.ið. Einnig var kjóllinn hennar all- ur í brotum og í hnéhæð sást greinilega alveg nýr moldar- flekkur. Bersýnilega vissi hún vel, hvernig útlit hennar var og, að hún hafði breytt þannig af ásettu ráði, er hún lét mig sjá sig í þessu ástandi, leyndist mér ekki. Ella hefði hún hæglega getað farið fyrst til herbergis síns og lagað sig til, snyrt andlit sitt og haft kjólaskifti. Við þessar hugsanir fékk ég nýja sársaukahviðu, þar sem mér varð nú ljóst, að með þessu hafði hún beitt við mig hrokafullu og miskunnarlausu grimmdarbragði. „Ráðgera sjálfsmorð? endurtók hún. Ertu alveg búinn að tapa vitinu .... og allt fyrir eina, fá- nýta sögu, sem ekki varð, að þínu áliti, eins og hún hafði átt að verða“. Sá skilningur, er ég lagði í þessi orð hennar, varð nánast orðaður, eitthvað á þessa leið: „og allt fyrir eitt hrösunaraugna- blik .... vegna þess, að ég stóðst ekki hina miklu freistingu", og ég sagði: „Þessi saga, þótt þú kall ir hana fánýta, var mér engu að síður óendanlega mikils virði. .. Nú veit ég hins vegar eftir bitra reynslu, að ég er til alls óhæfur. Og þessari skoðun minni, svo dap urieg og skuggvænleg sem hún nú er, get ég aflað óvéfengjan- legra sannana. Ein r.terkasta stað- festa þessa dóms míns er hér fal- in — hér í þessu handriti". Og um leið og ég sagði þetta, benti ég æðislega, með titrandi hend- inni, ekki í áttina til misheppn- aða handritsins, sem lá á skrif- borðinu, heldur á hana sjálfa. í þetta skifti held ég að hún hafi skilið allt, (eða e. t. v. hafði hún ávallt gert það, en vonaðist aðeins til að geta dregið mig á tálar) og laut höfði, en reyndi um leið að þoka hendinni úr keltu sinni og yfir moldarkless- una á kjólnum, til að leyna henni. Líkamleg ástaratlot eru lýj- andi og fullnæging þeirra meira undir líkamlegum þrótti komin, en nokkru öðru. Augljóst var því, að þreyta líkamans og uppnám tilfinninganna, að viðbættri með- vitund hennar um óreiðu og ó- snyrt útilt sitt, hlutu að gera henni erfiðara og örðugra, en endranær að jafna sig og ná full- komnu valdi yfir framkomu sinni, fasi og tali og leika hið venjulega hlutverk sitt, hlutverk elskandi eiginkonu, ástúðlegrar, einlægrar og hjartahlýrrar. Ég kveið því, að hún mundi nú slá fram einhverri heimskúlegri athugasemd og sagði því við sjálf an mig, að nú sk.yldi ég segja henni allan sannleikann og ekk- ert nema sannleikann. Þá heyrði ég rödd hennar, titrandi eftir- væntingarfulla og óvenjulega viðkvæmna, sem spurði lágt og hikandi: „Hvers vegna hélstu, að þér hefði mistekizt? Hugsaðir þú þá alls ekkert um mig, Silvio?“ Svipur hennar var hreinn og opinskár og röddin éinlæg, er hún mælti þetta. Orð hennar gerðu mig undr- andi, ein svo spurði ég loks, eft- ir stundar þögn: „Og hvað getur þú svo gert fyrir mig? Ekki geturðu þó lík- lega gefið mér þá hæfileika, sem mig algerlega vantar“. „Nei“, svaraði hún, á þennan látlausa hátt, sem var henni svo eðlilegur, „en ég elska þig“. Hún rétti hendina til mín og reyndi að taka í mína, en horfði stöðugt á mig, með þessum aug- um, sem stöðugt virtust verða skærari og glampa meira, eftir því sem tilfinningar hennar í minn garð urðu sterkari og fengu vaxandi vald yfir hinni fyrri hug- aræsingu hennar. Ég tók hönd hennar, kyssti á hana og kraup á kné fyrir framan hana. „Ég elska þig líka“, hvíslaði ég ástúðlega, „og þú ættir nú að hafa sannfærst um það .... en ég er hræddur um, að það verði ekki nægilegt, til að halda í mér lífinu hér eftir“. Ég þrýsti andlitinu upp að þessum fótleggjum, sem ég hafði séð, skömmu áður, dansa villtan og lostafullan dans úti á þreski- loftinu. Samtímis braut ég heil- ann yfir meiningu orða hennar, og þetta er árangurinn af þeim heilabrotum mínum: „Ég hef gert rangt, vegna þess að ástríð- urnar hlupu með mig í gönur .. en ég elska þig og það er það eina, sem skiptir mig nokkru máli. .. Ég sé eftir því, sem ég hef gert og mun aldrei gera slíkt aftur“. Og þannig var allt, eins og ég hafði séð fvrir. Ég heyrði hana segja: „Þegar vonleysið ætlar að yf- irbuga þig, þá verðurðu að reyna hvað þú getur .... og hugsa um mig. Þegar allt kemur til alls, þá elskum við hvort annað og það skiftir mestu máli“. „Hugsa um þið“, svaraði ég hljóðlega, „og hugsar þú um mig?“ PARADÍSARGARÐURINN 21 Ég læt að svo stöddu nægja að merkja hann. Lofum honum svo að flakka- í heiminum um stund, sjá að sér og verða betri maður. Ég kem einhvern tíma. Þegar hann þá minnst varir, sting ég honum í líkkistuna svörtu, set hana upp á höfuð mér og flýg upp til stjörnunnar. i Þar er líka paradís í blóma, og sé hann góður og guð- hræddur, þá skal hann fá að fara þar inn, en séu hugrenn- ingar hans illar og hjartað ennþá fullt af synd, þá sekkur hann með kistunni enn dýpra niður en paradís sökk, og aðeins þúsundasta hvert ár sæki ég hann þá aftur, til þess að hann sökkvi enn dýpra eða öðlist samstað í stjörnunni, — í blikskæru stjörnunni þar efra.“ SÖGULOK. Tveir menn óskast til starfa í Mjólkurstöðinni. — Upplýsingar : j hjá stöðvarstjóranum. IUjólkursamsalan MODAS DIESEL RAFSLÐtJVÉLAR 50 til 350 Amper með 4,5 kw. generator fyrir vinnuljós og verkfæri. Afgreiðsla af lager í Þýzkalandi. MOTORENFABRIK DARMSTADT GMBH Darmstadt — Þýzkalandi — Stofnsett 1902 Einkaumboð fyrir Island: JONSSON & JULIUSSON Garðastræti 2 — Sími 5430 Sýnishorn væntanleg af þýzkum segulbandstækjum og ritvéliun Ný gerð. — Tekið á móti pöntunum. cTaíima Heildsala — Sími 80832 Kaupmenn — Kaupfélög — Bakarar 44 GOLD EL5E 44 hveitið er komið á markaðinn, — Betri og ódýrari tegund en nú hefir verið völ á. Heildsölubirgðir: Katla h.f. pökkunarverksmiðja — Höfðatúni 6 Sími 82192 A Steinsteypu- þéttiefni STEYPU-SIKA tii vatnsþéttunar á steypu í kjallaragólf og veggi SIKA I til vatnsþéttunar í múrhúðun. EINK AUMBOÐSMENN: jftorláhóóon Sf ty]or&manvi Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 • mMmmminm■■m»nnn»n»».im»«ui• ■•■>>•>• ■••••■■•■■ ( >>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.