Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 SérfróÖir metm segja: Aðeins örfá stig munu að- skiija Hoiiand og ísiand i HoIIendíngarnir „geía slig“ í nokknun greinnnnn IKVÖLD mætast vöskustu menn fslands og Hollands í lands- keppni í frjálsum íþróttum. Þetta er fimmta landskcppni ís- lands í þessari íþróttagrein. Hin fyrsta fór fram hér við Norð- menn, síðan sóttu Danir okkur heim og hafði ísland betur. Loks sigraði íslenzka landsliðið bæði Noreg og Danmörku samtímis á Bislettleikvanginum í Oslo 1951. Að vísu er það aldrei svo að eitt land beri sigur úr být- um í landskeppni vegna veð- urfars eins. Það er engin til- viljun að ísland á á að skrpa ágætum ungum mönnum, sem jafnvel við góð skilyrði — að dómi hollenzkra sjálfra — geta sigrað. — Frjálsíþróttir hafa að undanförnu verið i nokkrum öldudal hér en á síðustu árUm — ekki sízt í sumar hefur orðið vart þeirra hræringa meðal þeirrar fylk- ingar, sem getur hafið merkið ★ tJRSLITIN Hollenzka landsliðið var vænt anlegt til Reykjavíkur með flug- vél Flugfélags íslands í gær- kvöldi. Skipa það 28 menn, en með því konia tveir íararstjórar. I Liðið verður hér til þriðjudags, en landskeppnin er í kvöld og annað kvöld. Að sjálfsögðu er mikið rætt um sigurvonir íslands í þessari keppni. Hollendingar eru mikil frjálsíþróttaþjóð og það yrði hinn mesti ávinningur fyrir ísl. frjálsíþróttahreyfingu að bera hærri hlut í þessari landskeppni. Slíkt er og alls ekki óhugsandi — langt frá því. * SIGURVONIR ISLANDS Ef horft er einungis á þær tölur er segja til um árangur þann er einstakir menn í landsliðunum háðum hafa náð, þá eru sigur- Á síðustu æfingu landsliðsins I kepptu þeir um það þrir, hverjir fveir ættu að vera i boðhlaups- sveit fslands með Ásmundi og Sigmundi. Guðm. Vilhjálmsson og Höskuldur Karlsson urðu sig- urvegarar og skipa svcitina. Þeir eru á myndinni talið frá vinstri, «n Vilhj. Ól. lengst til hægri. horfur Hollands vænlegri. En hér ráða nokkru um breyttar að- stæður. Hér er sjaldan sá hiti, að góður árangur náist af þeim sökum einum. Hér er sjaldan sú .góðviðristíð að brautir séu í bezta ósigkomulagi, þó vel sé. um þær hugsað. Slíku eru ísl. frjáls- íþróttamenn vanir, en hollenzkir ekki. Og einmitt þessar ástæður geta nokkru ráðið um úrslit landskeppninnar — svo tæpt stendur það hvor aðilinn sigrar. á loft að nýju. Ef til vill verð- ur það nú í þessari lands- keppni sem nýtt sigurtímabil íslenzkrar frjálsíþróttahreyf- ingar hefst. ★ KEPPNÍSGREINAR Nú er í fyrsta sinn keppt hér- lendis í öllum greinum venju- legrar landskeppni. Það eru alls 20 greinar og þær eru þessar: Fyrri dagur: 100, 400, 1500 og 10000 m. hlaup, 110 m gr.hlaup, langktökk, stangarstökk, kringlu- kast, sleggjukast, og 4x100 m boðhlaup. Síðari dagur: 200, 800, 5000 m hlaup, 3000 m hindrun- arhlaup, 400 m grindahlaup, há- stökk, þrístökk, spjótkast, kúlu- varp og 4x400 m hlaup. Það er yfirleitt einróma álit þeirra er bezt þekkja ísl. frjáls- íþróttir, að okkar betri dagur sé hinn síðari. Þannig er það að ef okkar menn standa hollenzkum jafnfætis eftir fyrri daginn, þá | megi vonast eftir góðum sigri íslands. ★ SAMTAL VIÐ FORM. FRÍ Mbl. átti í gær tal við Brynjólf Ingólfsson formann frjálsíþrótta- sambandsins, en hann er einn þeirra íslendinga er bezt þekkja talnafræði í sambandi við frjáls- íþróttir hér heima og erlendis. Spurði blaðið hann um hans álit á úrslitum landskeppninnar. — Ég vil helzt engu spó, því svo tvísýn finnst mér keppnin. — Já en eitthvert álit hefur þú myndað þér um úrslitin? — Ef satt skal segja, þá hef ég horft á úrslitin frá tveim hliðum, — með augum bjart- sýnismannsins og með augum svartsýnismannsins. Taki ég meðaltal af þeirri útkomu, þá reiknast mér svo til að Hol- lendingarnir sigri með 4 stiga mun. Og við þennan útreikn- ing horfi ég aðeins á afreka- skrár íslands og Hollands, en tek ekki tillit til þeirra breyttu aðstæða, sem verða Valbjörn Þorláksson KR var á síðustu æfingu landsliðsins. Hann stökk þá 4 m í stangarstökki og það hefur enginn gert fyrr nema Torfi. — Hann getur sigrað í stangarstökki landskeppninnar. við það að keppnin fer fram á íslandi, með stóran hóp af íslenzkum áhorfendum til að hvetja landann. — Hvernig líst þér á hollenzka liðið? — Það er skipað sterkum mönn um — einkum tel ég þá muni verða sigursæla í styttri hlaup- unum, en í þeim lengri tel ég að íslendingar muni veita þeim hað- ari keppni og það er einmitt í þeim greinum sem mest breyting hefur orðið til bóta á ísl. lands- liðinu síðan síðasta landskeppni var háð. ★ „ÞEIR GEFA STIG“ Aftur á móti „gefa þeir stig“ í öðrum greinum, svo vissa telja þeir sig um sigur. Til dæmis senda þeir ekki sína beztu kúlu- varpara, en láta aðra menn er keppa í öðrum greinum einnig taka þátt í kúluvarpi, vegna þess að þeirra beztu menn myndu ekki sigra okkar menn, og því tilgangs laust að eyða peningum í ferð fyrir þá. Þannig vilja þeir ekki heldur keppa um sæti í þrístökk- inu, sleggjukastinu né hástökk- inu, en láta menn sem vissir eru Frh. á bls. 11 Ingi Þorsteinsson og Pétur Rögnvaldsson KR eiga að verja heiður íslands í 110 m grindahlaupi. Með þeim standa 26 landsliðsmenn. Allir munu vilja hvetja þá til að sigra Holland og hefja merki tslands aftur hátt á Ioft. I Ratsjár-innsiglingar viti fyrir Grindavík SUNNUDAGINN 26. júní s.l. áttu þeir Guðbjartur Ólafsson forseti Slysavarnafélags íslands og Henry Hálfdánsson skrifstofu- stjóri, fund með skipstjórnar- mönnum í Grindavík ásamt stjórn slysavarnadeildarinnar „Þor- björn“ þar á staðnum og var rætt um fyrirhugaða hafntöku ratsjá, sem Grindvíkingar hafa mikinn hug á að koma þar upp. Eins og kunnugt er, hafa Grind víkingar með miklum dugnaði og framsýni brotizt í að byggja örugga höfn handa fiskibátum við mjög erfiða aðstöðu, þarna á stórgrýttri strönd fyrir opnu út- hafi. f vondum veðrum er þó landtaka þarna afar erfið, þótt öruggt lægi sé fyrir skipin, þegar inn er komið. í aftaka veðri fvrir nokkrum árum fórst m.b. Grind- víkingur þarna í lendingu með allri áhöfn. Var þá hafizt handa til að leita ráða er gætu afstýrt slíkum slysum í framtíðinni. Fyr- ir atbeina Slysavarnafélag ís- lands fóru fram tilraunir með radiomiðunarstöð, er sett var upp þar í landi, en þær tilraunir sýndu að radiomiðunarstöð myndi ekki koma þar að tilætl- uðum notum, heldur væri hafnar- ratsjá hið eina tæki, er hugsan- legt væri að komið gæti að fullu gagni við landtöku á þessari þröngu innsiglingarleið. Börn og barnabörn Þorvaldar Kristjánssonar frá Svalvogum í Dýrafirði gáfu Slysavarnafélagi fslands kr. 3.000,0 til kaupa á radartækjum fyrir Grindavík og er það fyrsta fjárframlagið í þessu fyrirhugaða augnamiði, en sonarsonur hans og alnafni fórst með m.b. Grindvíking. Slysavarnadeildin „Þorbjörn“ í Grindavík er reiðubúin að leggja fram allt það fé, er hún á í sjóði um kr. 15.000,00 til þessara fram- kvæmda. Á þessum fundi í Grindavík var aðallega rætt um a^stöðu skipstjórnarmanna sjálfra og þá hagnýtu og öryggislegu not, sem þeir gætu haft af slikri hafnar- ratsjá, og kom þeim öllum sam- an um að þetta væri hin eina æskilega lausn þessa öryggis- máls. Tilraun, sem björgunarskip ið „Sæbjörg" gerði til að leið- beina skipum með radartækjum sinum við innsiglingu í Grinda- vík hafði og tekizt mjög vel. Skip stjórarnir voru því allir á einu máli að óska eindregið eftir hafn arratsjá við innsiglinguna í Grindavik og yrði þá jafnframt komið upp sterku leiðbeiningar- og leitarljósi við stöðina til frek- ari hjálpar við landtöku og báru þeir fram og samþykktu á þess- um fundi einróma áskorun til rík isstjórnar og Alþingi.s um að veita fé í þessu skyni á næstu fjárlög- um, en kostnaður við tæki og uppsetningu þeirra, er áætlaður kr. 100.000,00. Forseti Slysavarnafélagsins mæltist til þess að hinn fyrirhug- aði ratsjárviti Grindvíkinga yrði látinn bera nafn sr. Odds Gísla- sonar hins mikla frumkvöðuls í slysavörnum, en frá Grindavík stundaði hann bæði sjóróðra og prestskap. FULLKOMIN ADCOCH RADIOMIÐUNARSTÖÐ Á GARÐSKAGA Horfur eru á því að búið verði að reisa fullkomna radio-ljós- miðunarstöð á Garðskaga fyrir næstu vetrarvertíð. Samkvæmt tillögu forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra Ólafs Thors, var samþykkt á Alþingi í vetur að veita fé á fjárlögum næstu þriggjá ára í þessu skyni kr. 120.000,00 í hvert skipti. Nú hefir Slysavarnafélagið boðizt til að greiða nú þegar allan kostnað gegn væntanlegú framlagi ríkis- sjóðs svo að stöð þessi geti verið • komin upp fyrir næstu vetrar- yertíð, en það er mikið áhuga- mál sjómanna og útvegsmanna á Suðurnesjum og brennandi áhuga mál slsavarnadeildanna. Slysavarnafélaginu hefur ný- lega borizt áskoranir með eigin- handarundirskriftum skipstjórn- ar manna í Njarðvíkum, Kefla- vík, Garði og Sandgerði um að flýta eins og hægt er fyrir upp- setningu þessara tækja. Radiomiðunartæki þau, sem hér um ræðir eru mjög fullkom- in og sérstaklega fær um að miða skip á talstöðvabylgjulengdum, en það hefur hingað til verið ýms um vandkvæðum bundið. Áhugamönnum gafst sérstakt tækifæri til áð skoða eitt afbrigði þessara tækja um borð í þýzka hafrannsóknarskipinu „Autin Dhorn“ og voru mjög hrifnir af. Adcoch radiomiðunarstöð sú, er hér um ræðir er sömu tegund- ar og notaðar eru til skipamiðun- ar á þýzku strandstöðvunum. Eru það mjög fullkomin tæki og að mestu leyti sjálfvirk, svo að mun fyrirhafnarminna og öruggara er að taka miðanir með þeim en eldri gerðum miðunarstöðva, svo sem þeirra, sem hér hafa verið al- mennt notaðar í skipum og í landi. Næmni hinnar nýju miðunar- stöðvar á Garðskaga verður 25 sinnum meiri en gömlu tækjanna sem þar eru nú, og hefur sú stöð þó komið að mjög miklu gagni síðan hún var reist, en eftir að útsendingartíðni fiskibátanna var breytt hefur það valdið örðug- leikum að nota stöðina nema á hinni gömlu öldutíðni. Nýja stöðin er eins og áður seg ir miklu næmari fyrir móttöku á veikum merkjum en aftur mjög ónæm fyrir öllum truflunum á nálægum öldutíðnum er hún get- ur hæglega útilokað og er það mjög mikill kostur, þegar taka á miðanir í miklum truflunum. ★ ★ ★ Nýlega barst slysavarnafélagi íslands að gjöf kr. 5.000,00 frá börnum hjónanna Guðrúnar Sig- urðardóttur og Þorleifs Rögn- valdssonar frá Ólafsfirði til minn ingar um þau. (Frá SVFÍ). Baráttan gegn kynþáttakíigun NEW YORK — S.l. þriðjudag gaf félag það í Bandaríkjunum, er berst fyrir auknum réttind- um svertingja, út yfirlýsingu, þar sem það lýsir yfir ánægju sinni með fyrirmæli Hæstaréttar Bandaríkjanna til fylkisdóm- stóla um að framkvæma úrskurð réttarins frá 1954 og láta þegar til skara skríða með afnám kyn- þáttaaðskilnaðar í þeim skólum landsins, þar sem hann er enn látinn viðgangast. Kveðst félagið „treysta því, að viðkomandi skólar og aðrir aðiljar, þ. á. m. heil fylki, sem væntu þessara fyrirmæla Hæstaréttar, muni þegar gera ráðstafanir til að af- nema kynþáttaaðskilnað". Félagið kvaðst jafnframt „treysta því, að öll ameríska þjóðin myndi ljá lið sitt þessu mikilvæga máli, sem mun víkka hring lýðræðisins, þannig að það nái jafnt til allra barna þjóðar- innar“. Á fundi með blaðamönnum sagði Marshall Thurgood, aðal- málflytjandi félagsins, að í „úr- skurði Hæstaréttar hafi lögunum verið gerð full skil“. Thurgood talaði fyrir Hæstarétti gegn kyn- þáttaaðskilnaði, áður en réttur- inn úrskurðaði hinn 17. maí 1954, að kynþáttaaðskilnaður í skól- um væri brot á stjórnarskrá landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.