Morgunblaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. júlí 1955 rottMðfrto Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson, Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigui’, Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarSar Kristinasoa. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 6 mánuði innanlandg. í lausasölu 1 krönu eintakið. Atvinnuöryggið í dreifbýlinu UR DAGLEGA LÍFÍNU i MIKIÐ vatn hefir til sjávar runnið síðan fyrst var byrjað að reyfa það í ræðu og riti að nauð- syn bæri til þess að stöðva fólks- flóttann úr sveitum landsins, og grípa til í'inhverra þeirra ráð- stafana, sem úrslitum réðu í þeim efnum. Flestir munu víst sam- mála um, að þetta sé hið alvar- legasta vandamál, sem íslenzka þjóðin á 'við að stríða í dag. Þessa dagana er sannarlega tíma- bært að hugleiða vandamálið og hvert stefnir á næstu árum. ★ Síldveiðin stendur nú sem hæst, og stunda hana að mestu bátar frá höfnum úti á landi. Eins og kunnugt er hefir síldar- vertíðin í ár verið hálfu lélegri en í fyrrasumar, þótt verðmæti henn ar sé svipað sökum aukins salt- síldarmagns. Eru því allar horf- ur á, að afkoma síldarbátanna verði sízt betri í ár og var hún þó nógu slæm fyrir. Þá hefir annað mál varðandi afkomu fólksins úti á landsbyggð inni komið upp. Er það hin geig- ] vænlega lækkun á ýsuverðinu á heimsmarkaðinum, sem aftur hefir haft það í för með sér hér innanlands, að víða hafa sjómenn hætt veiðum, þótt nógur fiskur sé í sjónum. Fregnir berast um það frá Hofsósi, að þar séu sjó- menn hættir að róa sökum þess hve verðið hefir mjög lækkað. Um helgina komu útgerðarmenn við allan Eyjafjörð saman á fund á Dalvík og ræddu þetta sama vandamál. ’ ★ [ í smærri sjávarþr-rpum og kaupstöðum norðanlands er það, að síldinni undantekinni, höfuð- atvinnuvegurinn og lífsframfæri fólksins á sumrin að stunda veið- ar á opnum bátum og eru beztu aflamánuðirnir venjulega júlí— sept. Á þessum árstíma hefir, afiinn að langmestu leyti verið j ýsa. I Er því ekki of fast að orði kveðið þó sagt sé, að dökkt sé nú í álinn með afkomu fólks- ins í sjávarþorpunum Norð- anlands. i Landssamband íslenzkra út- vegsmanna og ríkisstj órnin hafa nú til meðferðar mál þetta og vinna að því að finna lausn á því. Það er einmitt í sökum sem þess- um, er ófyrirsjáanlegir atburðir gerast sem verðhrun á heims- markaðnum að ríkisvaldið á að grípa í taumana. j Einstakir útgerðarmenn hafa ekki bolmagn tii þess að stand ast slík skakkaföll og hér verð ur því þjóðfélagið að hlaupaj undir bagga. ★ Enn hefir ekki heyrzt hvaða lausn verður fundin, sem geti gert útvegsmönnum kleift að halda áfrarn veiðunum í sumarl og jafnframt þá tryggt það, að þeir geti selt aflann á sæmilegu1 verði. í tillögum útvegsmann- • anna við Eyjafjörð felst ósk um,' að ríkið verðtryggi ýsuaflann,1 svo sem áður hefir verið gert á fiskmarkaðnum, og geti útvegs- menn þannig fengið öruggan rekstursgrundvöll fyrir útgerð- sjávarsíðuna tryggð svo sem frekast er unnt. Það er því mikilvægara, að svo giftusamlega takizt til vegna þess, að .yfir vetrartímann hefir jafnan gætt nokkurs atvinnu- leysis í útgerðarbæjunum norð- anlands. Á síðustu árum hefir ríkisstjórnin og einstakir þing- menn unnið að því að hafin væri togaraútgerð sem víðast, þar sem svo stendur á, og þannig bætt úr atvinnuleysinu. Þessi stefna hef- ir gefið hina beztu raun, og er síðasta dæmi þess þegar Hús- víkingar, Ólafsfirðingar og Sauð árkróksbúar efndu til félagsút- gerðar um einn togara. Hefir sú útgerð þegar bætt þó nokkuð um og hlýtur pað að verða stefnan á næstu árum að búa svo í hag- inn með aukinni útgerð að hið árstíðabundna atvinnuleysi hverfi með öllu frá dyrum norð- lenzkra bæja. Þjóðinni er fullkunnugt um þær margvíslegu aðgerðir, sem Sjálfstæðismenn á þingi og í stjórn hafa haft uppi, til þess að vinna að jafnvægi í byggð landsins og til atvinnu- aukningar í dreifbýlinu. ★ Þeir hafa jafnan greitt fyrir og haft forystuna um aukna útgerð til atvinnubóta og annað það er ult úrbóta hefir horft. Má í því sambandi minnast á frumvörp Sjálfstæðismanna um jafnvægi 1 byggð landsins og um atvinnu- a’íkningu á ýmsum stöðum úti um land. En það mun þó varða hvað mestu, hvaða forgöngu Sjálf- stæðismenn hafa haft um rafvæð ingu landsins. Rafiýsing til sjáv- ar og sveita mun hvað drjúgust til þess að stöðva fólksflóttann og bæta lífsskilyrði þeirra, sem í dreifbýlinu búa og verða oft að etja við óblíð náttúruskilyrði. JÆJA, þá er því loksins lokið! Ég vissi svei mér ekki, hvað ég tók mér fyrir hendur, þegar ég réðst í að skrifa bók, sagði Tru- man, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, þegar hann afhenti út- gefanda sínum handritið nú ekki alls fyrir löngu. Truman var 2 ár að skrifa þess- ar ævinminningar sínar, enda eru þær um 500 þús. orð. Hann segist hafa fengið fyrirskipanir um að hafa ritið til á settum tíma, og þurfti hann að leggja mjög að sér þessi tvö ár, sem hann vann að verkinu. Æviminningar Trumans birtast samtímis í stórblöðunum I.ife, New York Times og St. Louis Post-Dispatch, en verða síðar gefnar út i sérstakri bók. AÐDÁENDUR I Heimsfrægir rithöfundar eru oft plagaðir af ýmsu fólki, sem þröngvar sér inn á þá til að tala við þá um ýmsa hluti. Slíkar heimsóknir eru miður vinsælar af rithöfundunum, enda geta þeir __JJJuiryiinairv^ar JJn 'ruman-ó ekkert gert á meðan á þeim stend ur. Þó fer ekki hjá því, að einn og einn „aðdáandi" slæðist inn til þeirra. Ekki alls fyrir löngu kom eitt af þessum aðskotadýrum í heim- sókn til bandaríska skáldsins heimsfræga, John Steinbecks. Er hann hafði tafið Steinbeck um stund, sagði gesturinn allt í einu. — Ég ætlaði að spyrja yður um eitthvað ákaflega mikilvægt, — en ég man bara ekki hvað það er. Því miður! — Hm, sváraði skáld- ið, — það skyldi þó ekki hafa verið orðið---sælir. SMÆLKI — Finnst þér ekki, Jón minn, að ég sé bezt vaxin af stelpunum, sem eru hér á ströndinni? — Jú. — Og finnst þér ekki líka, að bláu augun mín fari vel við Ijós- gult hárið? — .Tú. — Ó, Jón minn, það er allt svo fallegt, sem þú segir við mig. ★ — Nei, ég veit sannarlega ekki á hverju hann lifir. Hefir hann reynt að fá lánaða peninga hjá þér? — Nei, — en ég hef reynt að fá lánaða peninga hjá honum. i>!i Vdu andi ábrij^ar: Hættur að tala um það! VEÐRIÐ! — Ég er hættur að tala um það — og búast við neinu betra — var sagt við mig á förnum vegi í gærdag. — Eg var síðasta ræðumanni ósammála um, að okkur beri að gefa upp alla von um, að hann biríi upp i með sólskini og sumarveðri — 1 jafnvel á morgun eða hinn dag- inn — voninni megu.m við um- fram allt ekki glata. — Hms veg- ar er alveg rétt, að þetta stóðuga kvein og kvart undán rigningunni sem kveður við úr hverju horni er sízt til þess fallin að gera okkur veslings mannfólki, sem er henni ofurselt, hótinu glaðara í geði — þvert á móti! Rigningin, slabbið og subban úti fyrir er svo sannarlega nógu leiðinleg og sál- ardrepandi þótt við reynum að finna eitthvert skemmtilegra umtalsefni og kæra okkur blátt áfram kollótt um skaplyndi höf- uðskepnanna. ina. Ekki er að efa að lausn þessa máls sé skammt undan og að hún verði á þann veg að sjómönnum vcrði kleift að halda áfram veiðunum og af- koma fólksins í þorpunum við ÓGNVÆNLEGAR fréttir berast norðan úr landi. Minkurinn er kominn í Fljótin, en þar kvað hann ekki hafa sézt áður. Er skað- ræðisskepna þessi þá komin í helztu fuglaver landsins, Mývatns- sveit nú í vetur, úteyjar á Breiða- firði og á Amarvatnsheiði. Það virðist svo, sem íslenzka þjóðin muni ekki bera gæfu til að skynja í tíma þá þjóðarhörmung sem minkurinn er. Fyrir því eru dæmi úr sögunni að svo hefir farið um aðrar þjóðir, að þær hafa fyrst gert sér ljósa yfirvofandi hættu á elleftu stund og stundum um seinan. * Aldrei hefir slíkur voði steðjað að íslenzkri náttúru og íslenzku fuglalífi sem minkaplágan, er nú fer sívaxandi og leggur innan skamms helztu fuglaver vor í auðn, ef ekkert er að gert. Morgunblaðið skorar á hlutað- eigandi yfirvöld, búnaðarmála- stjóra og landbúnaðarmálaráðu- neytið að gera þjóðinni þegar í stað grein fyrir því hverjar að- gerðir eru fyrirhugaðar til eyðing- ar minksins. Hér dugar ekkert hálfkák eða aðgjörðarleysi. Einn eða tveir menn með byssu og yeiðihund sér við hlið orka sára- lítils í þesum sökum, þótt af vilja séu gerðir. Hér þarf skipulagSrar her- ferðar viS og þjóðin á heimt- ingu á aS hún verði fram- kvæmd War í stað, áður en allt er u ’*> seinau. Hvað um bændurna? JÁ, fyrir okkur borgarbúana er það kannske óþarfi að láta ólund náttúrunnar hafa áhrif á okkar góða sólskinsskap, sem sumrinu tilheyrir, jafnvel þótt okkur finnist við missa mikils. — En öllu þunglegar horfir fyrir bændur landsins, sem sjá töðuna hrekjast á túnunum — án þess að fá að gert. — Jafnvel súgþurrk- I unin, hið dásamlega hjálpræði gegn rigningum og óþurrkatíð, sem æ fleiri íslenzkir bændur taka nú í þjónustu sína, hefur, þar sem verst hefur viðrað, ekki get- að komið að gagni, sökum hins stöðuga raka í loftinu. — Nei, það er engin furða þótt bóndinn ger- ■ ist áhyggjuþungur, ef þessu veð- I urfari heldur áfram. — Þetta mættu Reykvíkingar gjarnan hafa í huga, þegar þeir eru að barma sér yfir rigningunni — hve miklu meira tjóni og vand- ræðum hún veldur fjölda mörg- um af landsins börnum en sjálf- um þeim. Rödd að vestan IBRÉFI vestan af ísafirði segir: á fáum sviðum í þjóðlífi okk- ar hc.fa orðið meiri og örari breyt ingar og framfarir, heldur en í flugmálum okkar á síðustu ára- tugum. — Flugvélakostur okkar hefur farið vaxandi með hverju ári og flugsamgöngurnar hafa orðið reglulegri og greiðari, bæði milli hinna einstöku landshluta og við útlönd EAki sízt fyrir okkur u ' ”rvi h "tkjálkunum hefur þer-"; óniétanlegt gildi og gert okkur lífið á marg- an hátt bærilegra en áður var. — Ejnangrun okkar sem slík er úr sögunni — að ýmsu leyti þykir mér samt vænt um einangrunina — vestfirzku fjöllin og vegleys- urnar vaxa okkur ekki eins í aug um og áður. ísafjörður og Akureyri útundan? EN samt finnst mér ég hafa á- stæðu til að kvarta. Hvernig stendur á því, að á þessari flugs- ins öld hér á íslandi, sem ann- ars staðar, skuli engar flugsam- göngur vera á milli hinna tveggja höfuðstaða, ísafjarðar og Akur- eyrar? Eg man ekki betur, en haldið væri uppi áætlunarferð- um milli þessara staða á fyrstu árum flugsamgangnanna hér á landi, en síðar hafa þær verið lagðar niður með öllu. — Hvað veldur? — ísfirðingum og öðr- um Vestfirðingum finnst þetta fyrirkomulag illt við að búa og mörg dæmi eru til að fólk þarf að borga tvöfalt flugfargjald til að komast frá ísafirði til Norður- landsins — fyrst til Reykjavíkur og þaðan til norður-hafnarinnar — það er dýrt spaug _og fæ ég ekki betur séð, en að ísafjörður og Akureyri séu hér greinilega hafðir útundan — eða hvernig stendur á þessu?“ Þessi umkvörtun að vestan virð ist eðlileg og á rökum reist. — Væri æskilegt að hlutaðeigandi aðilar gæfu skýringu á þessu fyr- irkomulagi. Allir á völlinn! IGÆR og í kvöld spreyta sig á „vellinum“ frjáls-iþróttamenn irnir okkar í harðri landskeppni við gestkomandi íþróttamenn, sem sækja okkur heim frá Hol- landi. — Það er venjulega æði margt um manninn á vellinum, þegar um landskeppni er að ræða sérstaklega þegar knattspyrnan er annars vegar. Það er hins veg- ar ekki laust við, að vart verði nokkurs tómlætis og áhugaleysis gagnvart frjáls-íþróttunum og er það ver farið. Þótt „spenningur- inn“ sé ef til vill ekki alveg eins mikill og í fótboltaleikjunum, þá er hér í rauninni miklu meiri fjölbreytni til að dreifa og leikni og þjálfun keppendanna í hinum ýmsu greinum á sér. óhemju vinnu og æfingu að baki ekki síður en í knattspyrnunni. — Þess vegna er ástæða til að hvetja hvern þann, sem íþrótt- um ann til að sjá það, sem fram fer á íþróttavellinum í kvöld, ■— jafnvel þótt hann rigni. Knútar $m kom aS !nu NÚ hefur Mbl. haft greinilegri fregnir af því atviki þegar báð- ir nótabátar vélskipsins Helga Helgasonar hrundu í sjóinn og brotnuðu á siglingu í Faxaflóa. Skipstjórinn á Helga Helgasyni er Páll Þorláksson, Hæðargarði 34 í Reykjavík. Hann skýrir svo frá að hann hafi verið á stjórn- palli, þegar atburður þessi gerð- ist. Sigldu þeir úr höfn í Reykja- vík kl. kortér yfir átta og tóku síðan stefnu beint fyrir Jökul. Var vindur sunnan og suðvestan 5—6 vindstig og talsverður sjór. Segir Páll að skipið hafi oltið nokkuð, gengið á með regnhryðj- um og í hryðjunum hafi verið hvassara en ella. Á Helga Helgasyni héngu tveir nótabátar í davíðum sitt hvoru megin á skipinu. Klukkan sjö mínútur yfir ellefu um nóttina gerðist það skyndilega að bak- borðs-bátur sló niður og um leið brotnaði fremri davíðan. Féll þá báturinn niður og strax á eftir kom það sama fyrir á stjórnborða. Báðir bátarnir slógust mjög við síður skipsins og brutu sig þar til bátsuglurnar að aftan fóru sömu leið. Sukku bátarnir með öllu tilheyrandi ásamt bátablökk- um að ofan og neðan, hlaupurum og hluta af bátsuglum. Bátadekk rifnaði upp og brotnaði beggja megin. Einnig skekktist grind- verk beggja megin. Skipstjórinn gerir ráð fyrir að fyrst hafi sjóhnútur komið undir bakborðsbátinn og lyft honum upp, en þegar hann hafi fallið niður, hafi bátsuglan að framan ekki þolað það og brotnað. í sama ólaginu hafi farið eins um stjórn- borðsbátinn. Páll skipstjóri segist strax hafa látið draga úr ferð skipsins og snúa því upp í vindinn, en allar tilraunir til bjargar bátnum hafi reynzt árangurslausar vegna mikils veltings á skipinu. Þess ber að geta, að bönd voru til styrktar fram og aftur úr bátn um og einnig á milli bátsuglanna. Getur hugsazt að það hafi haft nokkur áhrif, að þegar ein báts- uglan bilaði hafi það losað um styrktartaugar að annari báts- uglu o. s. frv. Bátar þessir voru 6 ára gamlir, nýuppgerðir og með nýjar vélar. ! Er því hér um talsvert tjón að ræða auk þess sem atvikið tafði I fyrir því að skipið kæmist á síld- ina. Skipið Helgi Helgason fékk lán ( aða nýja nótabáta hjá Kveldúlfi og var búizt við að skipið færi í ! fyrstu veiðiferðina frá Hjalteyri | í gærkvöldi, svo að allt hefur sinn góða endi, sérstaklega ef einhver sild verður á miðunum. Mikið umrefi HÚSAVÍK, 21. júlí: — Ferða- menn, sem leið hafa átt um heið- ar á þessu sumri, segjast hafa orðið óvenjulega mikið varir við tófur. Nýlega lá bóndinn á Skarði í Fnjóskadal, Jón Jóhannesson, á greni við svonefnda Þvergils- tungu. Lá hann lengi yfir þessu greni, því að fyrir utan það fann hann lambsfætur af minnst fimm lömbum. Grenia«kytfunni tókst að vinna kailayrxo og emn yrðlinginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.