Morgunblaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður tntMflM 43. árgangur 163. tbl. — Föstudagur 22. júlí 1955 Prentsmiftja Morgunblaðsins Fyrsfu „óvœntu44 tíðindin frá Genf komu frá Eisenhower her Rússa taki myndir í Bandaríkjunum -^ Mynd þessa tók Gunnar Rúnai' Ijósm. Mbl. í fyrradag við bæinn Velli í Ölfusi. Þannig hafa bænd- urnir reynt í þeim örstutta þerri er þeir fengu, að setja heyið upp í föng eða drílí. Því miður verst heyið vatninu ekki nógu vel, auk þess sem jörðin öll er orðin vatnsósa og skemmist því mjög í drílinu. ilke heista heyskapar-mánuðinn hefur ekki komið glæta ú himin Ömurleg aioma á suðurlands-undírlendinu, þar sem regnio hefnr streymt dag og nótt FRÉTTARITARI Mbl. sem fór snögga ferð austur í lág- sveitir Árnessýslu í vikunni, getur ekki lýst þeirri heim- sókn með öðrum orðum en að aðkoman þar og ástand allt hafi verið ömurlegt. + Enda er það engin furða. Það hlýtur að fara svo i þessu víðlendasta og frjósamasta landbúnaðarhéraði lands- ins, að ástandið verður alvarlegt, þegar heita má að ekki hafi stytt upp nær allan þann mánuð, sem að öðru jöfnu er drýgstur til heyskapar. ¦fc Er nú farið að líða að lokum júlí-mánaðar og er ástandið slíkt á mörgum bæjum á Suðurlandsundirlendi að engin þurr tugga er komin í hlöðu. •k Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt vegna þess að í slíkri vætutíð vex grasið örar en ella og er túngresi allt að vaxa úr sér. Er það byrjað að visna niður við rótina og ef því fengi svo að halda fram, myndi það þýða að þetta gras yrði ónýtt. Það er því ekki um annað að gera fyrir bændurna en að slá ofan í allan rosann og síðan horfa á heyið hrekjast. Meira að segja súgþurrkunin getur ekki hjálpað. Til þess að hún komi að gagni verður heyið að vera grasþurrt. EKKI SÉST GLÆTA Á HIMNI Veðrið var grátt og ömurlegt, þegar ég skrapp snögga ferð aust- ur fyrir f jall. Lágskýjað var, út- j surman þokusuddi og skúrir á milli og sást stundum varla út úr augum. Bændur þarna sögðu mér að út- j synningnum fylgdi venjulega þurr viðri. „En svo er rosinn mikill núna og þrálátur, að það er sama þótt það sé útsynningur, að ekki kemur glæta á himininn", sagði einn bóndinn orðrétt við mig. Og aðrir tóku undir þessi orð og stað- hæfðu það, áð það hefði alls ekki komið glæta á himininn svo vikum skipti. Aðeins tveir þerridagar hafa verið í mánuðinum og hafa þeir ekki nægt til að bjarga neinu. HEYIÐ HEFUR LEGIÐ SÍÐAN 29. JCNÍ Ég heimsótti t.d. bændurna að Túni í Flóa, en það er býli við þjóðveginn skammt austur af Sel- fossi. Þar búa þeir bræðurnir Stef án og Einar Guðmundssynir- Þeg- ar ekið er heim að hænum sér maður á vinstri hönd upp undir garðvegg, all-stóran túnreit, þar sem gulnaðar og signar heysátur Frh. á Wa. 12. Peron er ai fara Míkíl ökyrrð t Argenfínu Buenos Aires, 21. júlí. ÍVTÝ vandræði steðja nú að Juan Peron, forseta Arg- entínu. í kvöld var ekki vit- að hér, hvort hann væri enn forseti landsins. Orðrómur gengur um það, að haldinn hafi verið í gær- kvöldi ráðuneytisfundur og að komið hafi til harðrar orðasennu á þessum fundi milli Peronista og fulltrúa landhersins. Peron er sagð- ur hafa beðist lausnar að fundinum loknum. Þegar gerð var tilraun til þess að steypa Peron af stóli fyrir nokkrum vikum var það landher- inn sem bjargaði forsetanum. Þá var það argentinski flotinn senl stóð að byltingunni. Nú er talið líklegt að landher- inn og flotinn hafi gert banda- lag gegn peronistum. AFSAKANIR Mjög erfitt er að fá nákvæm- ar fregnir af því sem er að gerast í æðstu stjórn landsins. í dag lét stjórn Peronista- flokksins birta yfirlýsingu, þar sem segir að óréttmætt sé af hálfu stjórnarandstæðinga að kenna Peron og Peronistum um allt sem illa fer í Argentínu. Gagnkvæmar upplýsingar stœrstu herveldanna FYKSTU óvæntu tíðindin bárust af stórveldafundinum í Genf í dag. Eisenhower forseti lagði fram tillögu um ítð Bandaríkin og sovétríkin skuli skiptast á hvers konar upplýsingum um hernaðarmannvirki og herstyrk í hvoru landinu um sig. Fréttaritari Reuters símaði frá Genf í kvöld að tillaga Eisenhowers myndi vafalaust síðar meir verða talin stór- felldasta tilboðið um frið, sem komið hefði frá Genfarráð- stefnunni. Auk tillögunnar um gagnkvæmar upplýsingar um her og hern- aðarmannvirki, lagði Eisenhower forseti til að Bandaríkjamönnum yrði leyft að fljúga yfir sovétríkin og taka allar myndir úr lofti, sem þeir vildu. Á sama hátt mun Rússum leyft að fljúga yfir Bandaríkin. • Eisenhower sagði að uppástunga sín væri aðeins upphafið aS víðtæku eftirliti með afvopnun og almennri afvopnun í heiminum. Forsetinn sagði að hann hefði margt hugsað um afvopnunarvanda- málið. Fyrir sér hefði vakað að gera eitthvað í því máli sem sannfært gæti heiminn um það, að Bandaríkin væru einlæg í þessu máli. Hann kvaðst beina tillögu sinni til sovétríkjanna sérstaklega, vegna þess að þau og Bahdaríkin ættu mest vopnaval. „Við getum þess vegna byrjað (afvopnunina) með þeim hætti, sem ég hef nú stungið upp á, sagði forsetinn. 21. júlí markar tímamót — segir Faure Genf, 21. júlí. SVO virðist sem Eden telji vandkvæði á því að fá gerð- an samning á jafn breiðum grund velli og tillaga Eisenhowers felur í sér. Eden lagði fram í dag tillögu, sem hann sagði um sjálfur að gengi mun skemmra en tillaga Eisenhowers. Hann vill láta fara fram eftirlit með vígbúnaði og þjóðherjum á takmörkuðu svæði beggja megin við landamærin milli austurs og vesturs. Edgar Faure, forsætisráðherra Frakka sagði, að æskilegt hefði verið ef þjóðir heims hefðu getað verið viðstaddar í ráðstefnusaln- um og hlustað á jafn reyndan hermann og Eisenhower ræða um afvopnunarmál á þenna hátt. Menn myndu þá hafa talið að 21. júlí myndi marka timamót í heim inum. Faure sagði að ráðstefnan hefði nú unnið fyrsta sigur sinn yfir efasemdamönnunum. Síðasti fundurinn ¦ dag GENF í gærkvöldi: — Brezkir stjórnmálamenn telja að æðstu menn stórv. hefji á morgun að raeða um fjórða roálið á dag- skránni, sambandið miili austurs og vesturs. Líklegt er að fundurinn á morg un, föstudag, verði síðasti fund- urinn í Genf. Bulganin hrósar einlægni Eisenhowers GENF, 21. júlí:— Bulganin mar- skálkur, forsætisráðherra sovét- ríkjanna hrósaði í kvöld tillögu Eisenhowers forseta um gagn- kvæmar upplýsingar sovétríkj- anna og Bandaríkjanna um her- mál. Bulganin sagði að hin einlæga yfirlýsing Eisenhowers forseta myndi hafa mikla þýðingu. Þetta spáir góðu um starf ráðstefnunn- ar í afvopnunarmálinu, sagði marskálkurinn. Nú liggur fyrir að gera ákveðn ar tillögur til fulltrúa vorra í af- vopnunarnefndinni. Vér verðum að biðja utanríkisráðherra vora að gera þessar tillögur og síðar munum vér, stjórnarformenn- irnir, senda þessar tillögur til af- vopnunarnefndarinnar. TILLAGA BULGANINS Bulganin bar fram sína tiyögu um ekki árásarsamning milli rikjanna innan Atlantshafsbanda lagsins og rikjanna í Austur-Ev- rópu, þegar öryggismál Evrópu voru rædd. Fulltrúar vesturveldanna kváð ust ekki geta fallizt á þessa til- lögu.vegna þess að hún fæli ekki í sér neinar nýjar skyldur þátt- tökuríkjanna, fram yfir skyld- una, sem fælist í sáttmála S.Þ. Fyrirkomulag það, sem Bulg- anin byggir á er þar að auki ekki í samræmi við þá ákvörðun vest- urveldanna að fallast ekki á neinn öryggissáttmála í Evrópu, sem ekki felur í sér sameiningu Þýzltalands. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.