Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. júlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ SameinaBir verktakar, sem nær 200 aðilar standa að, hafa fært bjóðarbúinu gjaldeyristekjur Annað stærsta flugskýli landsins er í smíSum á Keflavíkurflugvelli. Milli súlnanna tveggja lengst til vinstri verður athafnasvæði flug- vélanna, en í steypubyggingunum sjálfum skrifstofur og viðgerðar- verkstæði. Ekki þarf að byggja nema eitt slíkt „steypuhús“ í viðbót til þess að flugskýlið verði stækkað um helming. Stálbitar verða settir yfir og á milli „steypuhúsanna“. SENN LÍÐUR AÐ ÞVÍ, að fjög- ] ur ár séu liðin frá því, að 43 ein- etaklingar og fyrirtæki stofnuðu með sér stærstu verktakasamtök hér á landi og nefndu þau: Sam- einaðir verktakar. Síðan hafa þessi samtök verið opin hverjum þeim meistara í byggingariðnaði, sem óskað hefur þátttöku og full- nægir hinum almennu skilyrðum |>ar að lútandi. 1 dag eru aðilar þessara samtaka orðnir 193 og þeim fer enn fjölgandi iðnmeistur unum, sem óska að taka þátt í þessu víðtæka samstarfi iðnaðar- snannanna. Þegar að því kemur að ekrá ýmsa merka þætti atvinnu- lífsins á síðari helming tuttugustu aldarinnar, þá munu það verða tal- ín merk tímamót, er svo mikill fjöldi iðnaðarmanna tók höndum saman og stofnaði til þessara víð- tæku samtaka. Þátttakendur í Sameinuðu verktökum eru múr- ara- og trésmíðameistarar, nokk- ur almenn verktakafélög svo og sérdeildir pípulagningamanna, raf virkja, járnsmiða, málara og blikksmiða. Þessir aðilar kjósa stjórn samtakanna. FRJÁLS OG OPIN ÖLLUM Sem kunnugt er hafa Sam- einaðir Verkíakar haft með höndum stórfelldar framkvæmd ir á vegum varnarliðsins, enda beitti þáverandi ntanríkisráð- herra, Bjarni Benediktsson, sér fyrir stofnun samtakanna í því skyni að tryggja, að fslending- ar tækju að sér allar fram- kvæmdir fyrir varnarliðið hér á landi, sem þau gætu annazt og koma í veg fyrir, að iðnaðar- menn kepptu hver við annan við útboð verkanna sjálfum sér og þjóðarheildinni til tjóns. — Jafnframt setti hann það skil- yrði, að samtökin skyldu vera frjáls og opin öllum iðnmeist- urum og verktökum. FYRSTU SAMNINGAR Eftir undangengua samninga við fyrirsvarsmenn varnarliðsins, fóru fyrstu fulltrúar Sameinaðra Verktaka vestur um haf til Banda ríkjanna sumarið 1951 til þess að annast samningagerð um byrjun- arframkvæmdir á Kefh,víkurflug- velli á vegum Bandaríkjahers. — Voru það byggingar bráðabirgða- skála fyrir varnarliðsmenn, gatna- gerð og fleira. Hófust þessar fram kvæmdir haustið 1951. Næsta ár var verksvið Sameinaðra Verk- taka enn gert víðtækara með samn ingum, er þáverandi vamarmála- nefnd gerði við verkfræðingadeild hersins. Með þeim var fslending- um tryggðar allar varnarfram- kvæmdir hér á landi, sem þeir höfðu bolmagn til að annast. Átti varnarmáianefndin mikinn þátt í því, að enn meiri verkefni færðust yfir á hendur íslenzkra iðnaðar- manna. f kjölfar þeirra samninga var haustið 1952 undirritaður stærsti verksamningur, sem gerð- ur hefur verið um nokkra sérstaka mannvirkjagerð hér á landi. Nam samningsupphæðin 70,7 milljónum króna. 1 þessum samningi var m. a. bygging 8 steinsteyptra stór- hýsa, íbúðir hermanna og fleira. Er smíði þessara húsa nú lokið. RADARSTÖÐVARNAR Árið 1953 voru meðal annarra samninga gerðir tvennir verk- samningar við Sameinaða Verk- taka, sem ástæða er til að geta. 1 þeim fyrri var ákveðin smíði 5 stórra vöruskemma, og skyidu verktakar sjá um hvort tveggja, efniskaup og byggingu skemm- anna. Samkvæmt síðari samningi hófust framkvæmdir við fyrstu radarstöðina hér á iandi í Sand- gerði. Nú er unnið að smíði slíkra stöðva austur á Hornafirði, norð- ur á Langanesi á Heiðarfjalli, sem er um 285 m. hátt, og þá er verið að reisa stöð á Straumnes- fjalli við Aðalvík, sem er í 450 m. hæð. — Um þessar mundir er unnið að byggingu tvegegja mjög stórra flugskýla fyrir varnarliðið á Kefla víkurflugvelli. Þau standa skammt frá nýrri flugstöðvarbyggingu, sem einnig verður bráðlega lokið. Flugskýlin tvö munu vera stærstu hús hér á landi með um 10—12000 fermetra gólffleti hvort. Viðvíkjandi byggingu radar- stöðvanna skal þess og getið, að sumarið 1954 sömdu Sameinaðir Verktakar um það við h.f. Regin, umboðsmenn hins hollenzka högg- steypufélags hér á landi, Schok- beton, að reisa höggsteypuhús í radarstöðvunum, en núverandi ut- anríkisráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson, hafði þá samþykkt þá byggingaraðferð. TALA VERKAMANNA ÆTI'Ð VERIÐ BUNDIN Frá því Sameinaðir verktakar tóku til starfa hefur mikill fjöldi verkamanna og iðnaðarmanna unn ið hjá samtökunum. Hér á árum, meðan allmjög bar á atvinnuleysi í landinu, hafði ríkisstjórnin um það milligöngu, að atvinnu hjá samtökunum yrði skipt niður á verkamenn og iðnaðarmenn frá þeim héruðum í landinu, sem at- vinnuástandið var lakast. Gátu samtökin á þann hátt bætt talsvert úr erfiðu atvinnuástandi fjölda manna víða um land. Hins vegar hefur ríkisstjórnin ætíð bundið við ákveðna töln fjölda þeirra manna, sem SameinaSir Verktakar mættu hafa í vinnu á hverjum tíma. Um þessar mundir starfa hjá samtök- unum um 980 karlar og konur, á Keflavíkurflugvelli, í Reykjavík og í radarstöðvunum út um land. Er það um 300 manns minna en gert var ráð fyrir, að væru í vinnu hjá Sameinuðum Verktök- um í júlímánuði. Þess má geta, aS á þeim 4 árum, sem liSin eru frá því Sameinaðir Verktakar hófu starfsemi sína, hafa samtökin afla þjóðinni til þessa dags um 270 milljónum króna í erlend- um gjaldeyri með framkvæmd- um sínum. Má því segja, að SameinaSir Verktakar hafi myndaS nýja tegund útflutn- ingsverSmæta þjóðarheildinni til hags. BÚIÐ í HAGINN FYRIR STARFSFÓLKIÐ Frá öndverðu hefur verið iögð áherzla á að búa sem bezt í hag- inn fyrir hinn mikla fjölda fólks, sem langdvölum dvelst fjarri heim ilum sínum á Keflavíkurflugvelli. Þegar hinn mikli skáli fyrir mötu- neytið var reistur, voru við hann byggðir tveir minni salir, sem þó munu rúma miili 400 og 500 manns. Þetta eru setustofur, þar sem starfsfólkið getur eytt frí- stundum sínum við lestur eða spil og til að halda uppi félagslífi, sem jafnan er nokkuð á veturna. Þá hefur verið efnt til kvikmynda- sýninga í matsalnum. Ibúðarskál- arnir eru einvörðungu svefnskál- ar, en í hverju herbergi skálanna eru í mesta lagi 8 menn. Þar er að sjálfsögðu gætt þrifnaðar og hollustuhátta. Þá hefur einn mað- ur þann starfa hjá Sameinuðum Verktökum að sjá um öryggi á hverjum vinnustað. TALSTÖÐVAR Um aiia byggð Sameinaðra Verktaka á Keflavíkurfiugvelli er hátalarakerfi, sem er þannig úr garði gert, að unnt er að nota það sem talstöð og hafa samband við allt starfsfólkið eða einstaka menn þegar þess gerist þörf. Þá má og geta þess, að frá skrifstofunni á Keflavíkurflugvelii er talsstöðvar samband við alla þá staði, sem ver ið er að vinna á. Verkfræðingarn- ir, sem eru á þeysingi miili vinnu- staðanna, hafa talstöðvar í bílum sínum. Er af þessu mjög mikið * hagræði. SPORNAÐ VIÐ ÓEÐLILEGRI SAMKEPPNI Hinir einstöku þátttakendur samtakanna eru aðilar að Vinnu- veitendasambandi Islands, og fara samtökin í einu og öllu eftir þeim kjarasamningum, sem það gerir á hverjum tíma við verkalýðssam- tökin. Hefur alltaf verift höfft ná- in samvinna vift Vinnuveitenda- samtukin, verkalýftsfélögin og op- inbera aSiIa viS ráSningar starfs- manna. Er þetta m. a. gert í því skyni aS sporna viS óæskilegri samkeppni um vinnuafliS viS at- vinnuvegina. Oft hafa SameinaSir Verktakar hlaupiS undir bagga á SuSurnesjum, þegar vinnuafl hef- ur skort, svo sem viS uppskipun á salti eSa útskipun á fiski. Eins og gefur að skilja, hafa skrifstofur Sameinaðra Verktaka haft mikil afskipti af verkalýðs- Framh. af bls. 1 þau væru svo nátengd hvort öðru. Sameining Þýzkalands mætti ekki stofna í hættu ör- yggi Evrópuþjóðanna, hvort sem þau lægju austan járn- tjalds eða vestan. ★ ★ ★ Það er álit okkar um afvopn- unarmálin, að öruggu eftirlits- kerfi sé því aðeins hægt að koma á stofn, að það sé byggt á gagn- kvæmri rannsókn og eftirliti, sem báðir aðilar geta treyst á — og sé þannig úr garði gert, að hægt sé að ganga úr skugga um, að allir aðilar standi við ákvæði þess, sagði forsetinn. Ein tillaga okkar var sú, að Ráðstjórnarríkin og Banda- ríkin gerðu með sér samþykkt um, að óvopnaðar flugvélar tækju myndir úr lofti af hern- aðarmannvirkjum landanna. Þessi tillaga var fyrst og fremst borin fram til að sann- færa Ráðstjórnina um ein- lægni Vesturveldanna í friðar- viðleitni þeirri. En einnig höfð um við í huga, að þetta gæti orðið upphafið að eftirlits- kerfi, er síðar yrði fært út og aukið og gert að öruggu, var- anlegu afvopnunarkerfi. ★ ★ ★ Er rætt var um að auka sam- skipti vestrænna og austrænna landa, bar margt á góma. Talað var um aukinn fréttaflutning, vandfarnara eftir því sem kaup- og kjarasamningar eru fleiri og flóknari, en samvinnan við starfs- menn og verkalýðsfélögin hefur ætíð verið mjög góð og raunar árekstralaus. ★ ★ ★ 1 störfum sínum fyrir varnar- liðið hafa verkfræðingar og meist- arar í hinum ýmsu iðngreinum reynt að tileinka sér ýmsar nýj- ungar í húsabyggingum. Samein- aðir Verktakar hafa orðið skjótir til að hagnýta sér hvers konar vinnutækni og framfarir, er ættu að koma iandsmönnum að gagni í framtíðinni. • Þá má geta þess, að í sumar hef ur norskt fyrirtæki, sérfræðingar í skipulagningu stórfyrirtækja, éndurskipulagt alla starfsemi Sameinaðra Verktaka, byggt á þeirri reynslu, sem fengin er á liðnum árum. AÐILAR AÐ AÐALVERKTÖKUM í ársbyrjun 1954 varð það að samkomulagi milli utanríkisráð- herra, dr. Kristins Guðmundsson- ar, og yfirstjórnar varnarliðsins, að sett var á stofn fyrirtækið Is- lenzkir Aðalverktakar s.f. Þessi stofnun skyldi vera milligöngu- aðili í samningum varnarliðsins og Sameinaðra Verktaka og koma í stað Metcaife-Hamilton-Smith- Beck-félagsins. Aðalverktakar skyldu hafa með höndum efnis- kayp, en Sameinaðir Verktakar alla byggingarvinnu varnarliðsins. Sameinaðir Verktakar eru aðil- ar að Islenzkum Aðalverktökum s.f. að hálfu á móti ríkisstjórn og Refinn h.f., sem eru með fjórða hluta hver. FYRSTI SAMNINGURINN Þess er svo aft lokum aft geta, aft fyrsti samningur Sameinaftra Verktaka vift Islenzka Aftalverk- taka hefur nú verift gerftur. Er þar gert ráS fyrir byggingu 9 íbúSa- húsa fyrir varnarliSsmenn, og verSa 4 þeirra meS sama sniði og þau, sem þegar eru fyrir á Kefla- víkurflugvelli, en 5 tveggja liæSa hús fvrir foringja í flughernum. Eiga fyrstu 4 húsin aS vera tilbú- gagnkvæm skipti á bókum og sérstaklega aukin verzlunarvið- skipti. En ekki sízt kom öllum aðilum saman um, að borgarar landanna þyrftu að fá aukin tækifæri til að sækja heim fjar- iæg lönd og kynnast þeim af eigin raun. Forsetinn lauk svo máli sínu: „Ég álít, að aðeins með bæn, skilningi, hugrekki og umburð- arlyndi, árvekni og gætni megi takast að halda lifandi þeim neista, er tendraður var í Genf. En takist okkur þetta, mun ljós- ið, er tendrað hefir verið, stöð- ugt verða bjartara og lýsa okkur leiðina að takmarki okkar — réttlátum og varanlegum friði“. ★ ★ ★ í fréttayfirliti, sem útvarpað var á þýzku frá Moskvu-útvarp- inu í dag, segir, að ekki sé hægt að vænta þess, að Vesturveldin geti fallizt á að ákvæði Parísar- samninganna gangi úr gildi eða að V-Þýzkaland dragi sig út úr varnarsamtökum vestrænna þjóða — eins og sakir standa. Vegna þessa sé ekki um annað að ræða en að Þýzkalandsmálin verði leyst stig af stigi. Var síðan útvarpað tillögu Bulganins um griðarsáttmála milli A-bandalagsríkjanna og að- ildarríkjanna að Varsjár-sáttmál- anum, er skuldbindi þessi ríki til að leysa deilumál sín friðsam- lega. Kartöflu og súpupotturinn til vinstri og myndin t. h. er tekin í „bakaríi“ Sam. verktaka þar sem stúlk- urnar smyrja brauð og baka. V in um næstu áramót, og er smíSi málum. Með þessi mál verður þeirra hafin fyrir nokkru. — Ræða Eisenhowers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.