Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27 júlí 1955 14 FRIEDEMANN LITLI EFTIR THOMAS MANN hbl. Framhaldssagan 1 Sökin var öll hjá fóstrunni. Hvað stoðaði það, þótt Friede- mann konsúlsfrú hvetti hana al- varlega, strax þegar fyrsti grun- urinn vaknaði, til að leggja nið- ur slíka lesti? Hvað stoðaði það, þótt hún gæfi henni daglega fullt glas af xauðvíni, auk hins nseringarríka bjórs? Það kom nefnilega alveg óvænt í ljós, að stúlkan lagði það í vana ^inn, að drekka líka spíritusinn, Æem átti að nota á suðutækið og áður en ráðin varð bót á þessu, áður en tími hafði unnizt til að reka hana úr vistinni, hafði slys- ið skeð. Þegar móðirin og þrjár, ungar dætur hennar, komu heim úr skemmtigöngu, hafði Jóhannes litli, sem þá var mánaðar gamall, dottið niður af reifarborðinu og lá kjökrandi á gólfinu, en fóstr- an stóð yfir honum, aulaleg á svipinn. Læknirinn, sem skoðaði af ein- beittri nákvæmni, útlimi hins kveinandi barns, setti u.pp mjög mikinn alvörusvip, dæturnar þrjár stóðu kjökrandi úti í horni og frú Friedemann bað guð þrungin harmi. Þessi vesalings kona hafði orð- ið að þola það, eftir fæðingu drengsins, að maðurinn hennar, hinn hollenzki konsúll, létist úr hastarlegum og bráðum sjúkdómi og hún var of buguð, til þess að geta yfirleitt alið í brjósti sér vonina um, að fá að halda Jó- hannesi litla hjá sér. En eftir tvo daga sagði læknir- inn henni, með hughreystandi handtaki, að ekki væri lengur bein hætta á ferðum, snertur heilasköddunarinnar væri fyrst og fremst algerlega læknaður, eins og sjá mætti á augnaráði sjúklingsins, sem ekki væri leng- ur jafn sjúklega starandi og fyrst eftir áfallið. - Reyndar yrði maður annars að bíða og sjá hvaða stefnu málin tækju — og vona hið bezta sem sagt, vona hið bezta. Gráa gaflhúsið, þar sem Jó- hannes Friedemann ólst upp, stóð við hlið gömlu, meðalstóru borg- arinnar. Þegar gengið var inn í það, kom maður fyrst í rúmgott anddyri, lagt steinflísum, en það- an lá svo stígi með hvítmálað handrið upp á hæðina. Gólftepp- ið í dagstofunni á annarri hæð, bar máðar landlagsmyndir og í kringum hið klunnalega rauðvið- arborð, með dökkrauða pluss- dúknum, stóðu sterkleg og þægi- leg húsgögn. Hér sat hann oft, í bernsku sinni, úti við gluggann, sem ávallt var skrýddur fögrum blómum, eða á litlum skemli við fætur móður sinnar og hlustaði á dá- samleg æfintýri, meðan hann virti fyrir sér hið mjúka, gráa hár hennar, horfði á góðlegt og hæglátt andlitið og andaði að sér hinum daufa ilm, sem af henni stafaði. Stundum skoðaði hann líka myndina af föður sínum, vin- gjarnlegum manni með kjálka- skegg, sem móðir hans sagði, að væri nú uppi á himninum og biði þar þeirra allra. Bak við húsið var lítill garð- ur, þar sem hann dvaldi flesta daga sumarsins og lék sér, þrátt fyrir sæta svælu frá nærliggjandi sykurbrennslu, sem alltaf lá þar í loftinu. Þar stóð gamalt, kræklótt val- hnetutré og sat Jóhannes litli oft í skugga þess, á lágum tréstól og braut hnetur, á meðan frú Friede mann og dæturnar þrjár, sem nú voru að verða gjafvaxta, sátu í gráu segldúkstjaldi, þar nálægt. | En oft hvörfluðu augu móður- innar frá handavinnunni og hvildu með angurværri ástúð á litla drengnum. Jóhannes litli var ekki laglegur og þegar hann ’ húkti á skemmlinum, með odd- mynduðu og háu bringuna, út- gengnu herðablöðin og alltof löngu og mjóu handleggina, og braut með leikni og ákafa hnetur sínar, leit hann mjög kynlega út. | Hins vegar voru hendur hans og fætur fínlegar og smáar og hann hafði stór, brún augu, við- viðkvæmnislegan munn og mjúkt Ijósjarpt hár. I Enda þótt höfuð hans sæti svo ' aumkunarlega á milli axlanna, var hann þó næstum að segja fallegur. Þegar hann var orðinn sjö ára gamall, varð hann skóla- skyldur og nú liðu árin, fljótt og tilbreytingarlaust. Daglega gekk hann, með þessum broslega montnislega limaburði, sem kripplingum er svo oft eiginleg- ur, meðfram hlöðunum og á milli gaflhúsanna, til gamla skólahúss ins með gotnesku hvelfingunni. Og þegar hann hafði lokið heima- verkefnum sínum, las hann gjarn an í bókunum sínum með fallegu, marglitu myndunum, eða dund- aði úti í garðinum, meðan systur hans luku við heimilisstörfin, fyrir hina heilsutæpu móður sína. Þær sóttu eínnig margvís- leg samsæti, því þær töldust í flokki hinna betri borgara, en gifst höfðu þær því miður ekki ennþá, þar sem efní þeirra voru ekki mikil, en þær sjálfar æði ó- fríðar útlits. Líka fékk Jóhannes við og við heimboð frá jafnöldr- um sínum, en hann átti ekki marga vini til að vera samvist- um við. Hann gat ekki tekið þátt í leikjum þeirra og þegar alltaf gætti þvingandi óframfærni í framkomu þeirra við hann, þá gat með engu móti skapazt vin- átta þeirra á milli. Sá tími kom, er hann heyrði í skólagarðinum, sagt frá vissum atvikum. Eftir- tektarsamur og með undrun í Lítið einbýlishús augum, hlustaði hann á þegar skólabræður hans ræddu um hrifningu sína á einni og annarri lítilli stúlku. „Svona nokkuð“, sagði hann við sjálfan sig, „á við þá, en á ekki við mig, fremur en leikfimi og boltaleikur“. Þetta j gerði hann oft dálítið hryggann. 1 Um síðir vandist hann því, að halda sér útaf fyrir sig og láta sig áhugamál þeirra engu varða. Samt skeði það, að hann varð hrifinn af jafnaldra stúlku, þeg- ar hann var sextán ára. Hún var systir eins skólabróður hans, ljós hærð, kát og fjörug .stúlka og fyrir tilstilli bróður hennar kynnt ist hann henni. Hann varð var við undarlegan kvíða í nærveru hennar og hin þvinguðu, uppgerðar vinarhót, sem hún sýndi honum jafnan, ollu honum djúprar sorgar. Eitt sinn, að áliðnum björtum sumardegi, er hann var að ganga sér til skemmtunar úti á virkis- garðinum, heyrði hann lágt hvísl bak við jasmínurunna, og gægð- ist varfærnislega á milli grein- anna. Á bekk, sem gengt honum stóð, sat þessi stúlka, við hliðina á löngum, rauðhærðum unglingi, sem hann þekkti mjög vel. i j Hann hafði lagt handlegginn um mitti hennar og þrýsti kossi á varir hennar, sem hún endur- galt flissandi. Þegar Jóhannes Friedemann hafði séð þetta, sneri hann sér við og gekk hljóðlega leiðar sinn- ar. Höfuð hans sat dýpra en venjulega á milli axlanna, hend- urnar titruðu og bitur, þjakandi sársauki barst frá hjarta hans, upp í hálsinn. En hann bældi hann niður og herti sig einbeitt- ur upp, eins og honum var mögulega unt. „Guð“, sagði hann við sjálfan sig. „Þessu er lokið. Aldrei hér eftir mun ég hirða um slíkt. Öðr- um færir það gæfu og gleði, en mér getur það aðeins veitt sorg og þjáningu. Eg hirði ekki fram- ar um neitt slíkt. Aldrei framar“. DEPILL LITLI • 6 Snoddas þaut af stað og Depill á eftir. Þeir hlupu eins hratt og þeir gátu götuna á enda. Þá sagði Snoddas: „Neró nennir ekki að elta okkur lengur. Hann er svo latur af því að hann er svo feitur og hann er svo feitur af því að hann etur svo mikinn sykur, en það er svo óhollt. En nú verð ég að skilja við þig því ég er að fara á kattadansleik og get ekki tekið þig með, því ballið er aðeins fyrir full- orðna.“ Og um leið var Snoddas horfinn. ■ Depill sat á götunni. Nú var hann aftur orðinn einn. Hon- um var ósköp kalt og hann var svangur og svo þreyttur að hann gat ekki staðið á fótunum. Tárin runnu niður eftir kinnunum á honum og hann hágrét. 1 „Vesalingurinn litli,“ sagði gamalt reynitré, sem stóð þarna rétt hjá. Veit enginn hvar hann á heima? I „Enginn,“ svöruðu öll trén í nágrenninu. j „Enginn,“ söng stormurinn. : „Enginn,“ hvísluðu steinarnir í götunni. • En það var ekki rétt. Tunglið, sem var hátt uppi á himn- inum og sá yfir allan heiminn vissi hvar hann átti heima. Það sá líka að Lóa og Óli voru að leita að Depli. Og það reyndi að hjálpa til við leitina með því að skína sem skær- ast, en samt fundu Lóa og Óli ekki Depil litla og fóru heim til sín mjög sorgbitin. • y I „Aumingja Depill,“ stundi reynitréð og karlinn í tunglinu setti upp skeifu. „Aumingja Depill.“ En gamall ljósastaur, sem stóð þarna hjá skellihló. Hann var farinn að hlæja að öllu í seinni tíð, því hann sagði að allt endaði vel að lokum. við Breiðholtsveg er til sölu. Útborgun kr. 50 þús. Nánari upplýsingar gefur (ekki í síma) JÓN N. SIGURÐSSON hrl. Laugaveg 10 — Reykjavík •'ff; f Ettirlœti allrar fjölskyldunnar — Nýkomið í næstu verzlun — h. mmmm & co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 ■« BODE PANZER ELDTRAUSTA PENINGASKÁPA útvegum við í öllum stærðum frá BODE PANZER GELDSCHANKFABRIKEN A. G. HANNOVER. Fljót afgreiðsla. Myndalistar og verðskrá sendar þeim er óska. Einkaumboðsmenn: H. Ólafsson & Bernhöft Sími 82790 (þrjár línur). í j ■ V mmM - HCK Lykteyðandi og lofthreinsandl undraefni — NjótiO ferska loftsina innan húss allt 6nÖ, AIRWICK hefir staðist allai eftÍTlíkingtr. AIRWICK er ósk&ðlegt. Aðalumboð: Qlafur Gíslason & Co. h.f. Sími 8137«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.