Morgunblaðið - 20.08.1955, Qupperneq 11
Laugardagur 20. ágúst 1955
MORGVNBLABIÐ
11
Rafvæðing Húnavatnssýslu
ÁRIÐ 1932 var tekin ákvörðun J
um að reisa vatnsaflstöð við Lax-
á hjá Sauðanesi í Austur-Húna-
vatnssýslu. Framkvæmdar- og
eignaraðilar að rafstöðinni voru:
Blönduóshreppur, Kaupfélag
Húnvetninga og sýslufélagið, að
einum þriðja hluta hvor. Byrjað
var á verkinu vorið 1933 og því
lokið fyrir áramót 1933—’34, svo
að stöðin gat þá tekið til starfa. !
Voru allar þessar framkvæmdir
gerðar á ótrúlega stuttum tíma,
þegar miðað er við slík verk unn
in nú með fullkomnustu véla- j
tækni, en þá var allt unnið með j
handverkfærum og við erfiðustu
aðstæður.
Sauðanesstöðin framleiddi með
mesta álagi rúmlega 300 kílóvött
Þetta afl fullnægði raforkuþörf
Blönduós-kauptúns um nær tutt-
Ugu ára skeið.
Tveir sveitabæir fengu afl frá
Stöðinni og hefðu fleiri geta not-
ið þess, ef áhugi og geta bænda
á nálægum bæjum hefði verið
fyrir hendi.
Aflið frá stöðinni var selt mjög
cdýrt og því mikið notað til upp- j
hitunar. Á árunum 1945—’50 ^
fjölgaði íbúum kauptúnsins veru i
lega og jafnframt voru aflfrekar j
iðnstofnanir reistar. Þótti þá sýnt
að brýn þörf væri að stækka st.öð ,
ina. Var þá og vaknandi áhugi
fyrir rafvæðingu sveitanna. —
Framkvæmdastjórn Rafve.'tu
Húnavatnssýslu ieitaðí álits og
stuðnings raforkumálastjórnar
ríkisins til þess að stækka stöð-
ina, fá innflutt nýtt vélasett og
fleira er til framkvæmda þurfti,
en þá var allur innflutningur og
framkvæmdir dregið í drón>.a
alls konar hafta. Ekki vildi raf-
orkumálastjórnin verða við bess-
Um tilmælum, en ráðlagði hins
Vegar að hækka verð aflsins veru
lega. Það væri eina lausnin enda
rökrétt ályktað, því þess eru jafn
vel mörg dæmi, að fátækir menn
hafa jafnvel orðið að spara svo
mat við sig og sína, að þeir hafa
hlotið af alvarlegt heilsutjón,
hvað þá að veita sér ljós og hita
Á þessum árum, sem stjórn Raf-
veitu Húnavatnssýslu send: stöð
ugt bænaskrár sínar til stjórnar-
valdanna um stækkun Sauðaness
stöðvarinnar, voru sendir hingað
stórir leiðangrar til að mæla ýms
fallvötn í héraðinu, sem sjáifsagt
var. Voru þá og uppi miklar ráða
gerðir um að reisa hér stórar
stöðvar, t. d. 8000 kílóvatta stöð
við Blöndu og enn stærri í Vatns-
dal, átti þá að leiða Vatnsdalsá
framan af heiði bak við fjallið og
steypa henni þar ofan í dalinn.
Allar voru þessar tillögur skýj-
um ofar, því þó tæknilega séð
væri hægt að framkvæma þær,
kostuðu þær svo marga milljóna
tugi, að ekki var hugsanlegt að fá
fé, enda alltof dýrar virkjanir til
þess að bera sig. En allar þessar
ráðagerðir urðu til þess eins, að
tefja framkvæmdir við stækkun
Sauðaness-stöðvarinnar, enda vel
til fundnar.
Loks lá þó fyrir áætlun um
stækkun Sauðanessstöðvarinnar
árið 1950. Var í þeirri áætlun gert
ráð fyrir að hægt væri að auka
aflið allt í 1000 kílóvött. Var og
með í áætluninni lína til Höfða-
kaupstaðar og tuttugu sveita-
bæja á þeirri leið. Ákvað þá
stjórn rafveitunnar að hefjast
þegar handa um lánsútvegun. —
Snemma vorsins 1951 fór formað-
ur stjórnar Rafveitunnar og ég,
sem þetta rita, til Reykjavíkur,
til þess að fá leyfi viðkomandi
stjórnarvalda til þess að stækka
stöðina og útvega lán til fram-
kvæmdanna. 'Þáverandi raforku-
málaráðherra Hermann Jónasson
hét fullum stuðningi sínum. All-
ur raforkumálasjóður var bund-
in í útlánum, svo lítils var að
vænta þaðan í bili, en hins vegar
var okkur heitið láni úr honum
síðar. Ráðherra lofaði ríkis-
ábyrgð fyrir þeim lánum, sem
við kynnum að geta útvegað. —
Eftir Steingrím Davíðsson, Blönduósi
Loks fékkst loforð um lán hjá
bönkum og öðrum stofnunum,
svo hátt að nægt hefði til allra
aðalmannvirkjanna sem bvggja
þurfti að nýju. Með lagningu raf-
taugar til Höfðakaupstaðar,
fengu tuttugu sveitabæir raf-
magn, eins og áður segir. Var og
augljóst mál, að með 1000 kv.
orku var hægt að rafvæða fleiri
sveitir sýslunnar, enda gerði
stjórn rafveitunnar ráð fyrir að
ríkið gerðist meðeigandi stöðvar-
innar. En þegar hér er komið
sögu þessa máls, undirbúningur
framkvæmda hafinn, þá skerst
stjórn raforkumála ríkisins í leik
inn, og krefst þess að Sauðanes-
stöðin með öllum mannvirkjum,
þar með talin háspennulína til
Blönduóss og lágspennukerfi
kauptúnsins sé afhent Rafveitum
ríkisins endurgjaldslaust. Meiri
hluti rafveitustjórnar voru svo
ginkeyptir fyrir þessari ráðstöf-
un, að þeir samþykktu þegar,
fyrir sitt leyti, þetta rausnarlega
tilboð. Hins vegar neituðu fulltrú
ar Blönduósshrepps í stjórninni,
að ganga að þessu tilboði ó-
breyttu. Töldu þeir að í fyrsta
lagi að sanngjarnt verð kæmi
fyrir mannvirkin, i öðru lagi að
kauptúnið héldi yfirráð yfir lág-
spennukerfinu í kauptúninu, eins
lögheimila og í þriðja lagi að eig
endur stöðvarinnar yrðu áfram
eignaraðilar að helming móti rík-
inu, svo sem dæmi voru til ann-
ars staðar, þar sem stöðvar voru
áður reistar sbr. Sogsvirkjunin.
Loks eftir miklar umræður um
málið, breytti stjórn Rafveitnu
ríkisins, tilboði sínu, þannig, að
Rafveitur ríkisins tækju að sér
að greiða skuldir Rafveitu Austur
Húnavatnssýslu, rúml. 200 þús.
kr. gegn því að fá dieselraístöð,
er Rafveitan átti á Blönduósi og
metin var á 200 þús. kr. og sjóð-
eign stöðvarinnar rúml. kr. 63
þús., en greiða fyrir lágspennu-
kerfið á Blönduósi kr. 153 þús.,
eða sem svarar fjórðaparts verðs.
Þegar stjórn raforkumálanna
hafði fengið meirihlutann, þ. e.
tvo eignaraðilana til að lofa stað-
festingu þessa tilboðs, töldu þeir
sér sigurinn vísan. Og í því
trausti lætur hún flokk manna
vinna við ýmsar smá endurbætur
sumarið 1951. Oddviti Blönduóss-
hrepps, sem var einn af fulltrúum
kauptúnsins í stjórn Rafveitu
Húnavatnssýslu, neitaði að skrifa
undir samninginn óbreyttan og
lagði fram nýtt samnings-frum-
varp. í því frumvarpi er svo langt
farið, sem fært þótti móti hinum
samningsaðilanum, þ. á m. að
mestu fallið frá greiðslu fyrir
mannvirkin, en á móti komi 10—
15% afsláttur af verði raforku
næstu fimmtán ár. En mannvirki
þau er Rafveitur ríkisins fengu
án endurgjalds og enn eru í full-
um notum, væru þá minnst 3ja
' millj. kr. virði, og sjálfsagt tvö-
fallt það nú, miðað við kostnaðar-
verð slíkra mannvirkja er Raf-
| veitur rikisins láta gera nú á tím-
um. Þessu frumv. var algert
hafnað, en haldið áfram flestum
■ hugsanlegum ráðum til að knýja
minnihlutann til að undirskrifa
samningsfrumvarp það sem
I stjórn Rafveitna ríkisins og meiri
hluta stjórnar Rafveitu Húna-
vatnssýslu höfðu komið sér sam-
an um. Þegar deilan um afhend-
í ingu rafstöðvar við Sauðanesstöð,
stóð sem hæst í júlíbyrjun 1951
var skipt um formann í stjórn
| Rafveitu A.-Húnavatnssýslu. —
j Var þá kosinn formaður Haf-
steinn Pétursson í stað Jónatans
; J. Líndals. En nýi formaðurinn
hafði ötullegast túlkað samningar
tilboð Rafveitna ríkisins og gyllt
það fyrir meðnefndarmönnufn
sínum. Hefur hann sennilega gert
t>að í einhvers konar góðri trú á
að héraðinu yrði bað happasæl-
ast. Var þá þegar ekki auðvelt að
skilja rök hans, og verr, sem
lengra líður, enda vitnar reynsl-
an móti.
Áður en endanlegur samningur
var gerður, var því ákvæði bætt
inn í upphaflegt frumvarp, að
tekjuafgangur rafstöðvarinnar
1951, sem reyndist vera h u. b.
kr. 110 þús., skyldi fylgja með
mannvirkjunum og öðrum eign-
um rafveitunnar, án þess að nokk
uð kæmi í staðinn. Þessi einstæði
samningur var svo undirritaður
til staðfestingar, í nóv. 1951. Aust
ur-Húnavatnssýsla er eina hérað-
ið á landinu, sem á þennan hátt
hefur gefið ríkinu margar millj.
í mánnvirkjum og sjóðeignum, til
þess að rafveitur ríkisins afli við-
bótar orku og leggi raftaugar út
frá virkjuninni. Þó greiða not-
endur a. m. k. jafn há afnota-
gjöld sem þeir, er ekkert höfðu
gefið og þar sem allt varð að
byggja frá grunni. En þar sem
marg nefndur samningur er svo
hagstæður Rafveitum ríkisins,
sem áður er lýst, mætti gera ráð
fyrir að hann yrði ekki rofinn af
Rafveitum ríkisins.
Þó orðalag greinarinnar sé loð-
ið og óheilt, sem von er, þá verð-
ur ákvæði greinarinnar að skilj-
ast á þann veg, að „orkuveitu-
svæðið“ sé aðeins Austur-Húna-
vatnssýsla eða a. m. k. hluti henn
ar. En hverjar hafa svo efndirnar
orðið. Stöðin hefur að vísu ver-
ið stækkuð í nær 700 hestöfl lína
lögð til Höfðakaupstaðar og lína
á þá sveitabæi er í leiðinni voru.
Engin viðbótar virkjun er enn
sýnileg, en í stað þess er byrjað,
þrátt fyrir almenn mótmæli
Austur-Húnvetninga að leggja
raftaug frá Sauðanesstöðinni vest
ur á Hvammstanga, og það einn-
ig gert í óþökk flestra Vestur-
Húnvetninga, sem kusu heldur að
fá Víðidalsá virkjaða en þar eru
virkjunarskilyrði einhver þau
ágætustu er fyrir finnast. Austur-
Húnvetningar líta svo á, að Raf-
veitum ríkisins sé með öllu óheim
ilt að flytja orku frá Sauðanes-
stöðinni eða annarri virkjun í
Austur-Hún., til annarra héraða
fyrr en búið er að fullnægja raf-
veituþörf héraðsins sjálfs Hafa
og fulltrúafundir í héraðinu sent
mótmæli til stjórna Rafveitna
ríkisins, en sem hún hefur að
engu. Af þeim, sem mótmæli
hafa sent er t. d. aðalfundur
Kaupfélags Húnvetninga er sam-
þykkti einróma mótmæli, en
fundinn sátu fjörutíu fulltrúar.
Ályktanir fundarins verða síðar
birtar ef tilefni gefst. Þegar Raf-
veitum ríkisins var afhent Sauða
nesstöðin með gjafabréfi fyrir h.
u. b. fjórum árum, sögðu áköfustu
fylgjendur samningsins að með
honum væri tryggt, að allar sveit
ir sýslunnar fengju rafmagn þeg-
ar á næstu árum. Milljónagjöfin
væri full trygging fvrir því. Fólk
ið trúði og fagnaði. Seinna upp-
lýsti raforkumálastjóri á fundi
hér á Blönduósi, að reyndar væri
ekki ætlunin að rafvæða nema
55 bæi af 218 í Austur-Húna-
vatnssýslu. En ekki einu sinni 55
bæir fá rafmagn á næstunni sam-
kvæmt áður lýstum ákvörðun-
um raforkumálastjórnarinnar.
Nú er fullvíst samkvæmt allri
reynslu að 500 kw. stöð fullnægir
engan veginn kauptúnunum
Blör.duósi, Höfðakaupstað og
Hvammstanga, hvað þá stórum
sveitum til viðbótar. Ef stjórn
Rafveitna ríkisins teldi sig
bundna af samningnum frá 1.
nóv. 1951 um yfirtöku Rafveitu
Húnavatnssýslu, hlaut hún að
auka virkjunina við Sauðanes svo
sem kostur var og leiða það raf-
magn út um sveitir sýslunnar,
sem til entist í samræmi við 9.
gr. samningsins, í stað þess að
flytja orkuna burt í annað hérað.
Og samkvæmt 54. gr. vatnalag-
anna virðist algjörlega óheimilt
að leiða orku úr héraðinu frá
þeim fallvötnum er héraðsmenn
eiga. En um þetta segir í nefndri
grein: „Þegar fallvatn er tekið
samkvæmt þessari grein, skal
þess gætt, að héruðum í grennd
við fallvatnið sé ekki gert örðugt
um að afla sér nauðsynlegrar
orku“. í greininni er heimild fyr-
ir ráðherra að taka fallvötn lög-
námi. Ekki veit ég til að lögnám
hafi farið fram á fallvötnum í
Austur-Húnavatnssýslu enda ó-
heimilt til orkusölu í öðru hér-
aði, sem hefur ágæt virkjunar-
skilyrði, eins og áður segir.
Eru og þessi ákvæði vatnalag-
anna í samræmi við verndun
stjórnarskrárinnar á eignaréttin-
um. Hvaðan hefur þá stjórn raf-
veitunnar vald til að flytja raf-
orkuna burt úr héraðinu? Þess-
ari spurningu væri æskilegt að
fá svarað. Héraðsmönnum er
sagt nú, að leiða eigi orku frá
Gönguskarðsárstöðinni vestur í
Húnavatnssýslu og því skuli þeir
vera rólegir. En jafnvel þó þeirri
vafasömu ákvörðun yrði komið í
framkvæmd, þá yrði Húnvetning
um það lítil búbót, því Göngu-
skarðsárstöðin framleiðir .ekki
nægilegt rafmagn fyrir orku-
svæði Skagafjarðar a. m k.
marga tíma ársins, því vatnamiðl
un er þar engin. Og rísi þar í hér-
aði aflfrek iðnver, t.d. á Sauðár-
króki, verður sú stöð innan tíðar
alltof lítil fyrir orkusvæðið. Um
lagningu línunnar frá Göngu-
skarðsá er það annað að segja,
að ákveðið mun vera að leggja
hana yfir fjallgarðinn milli sýsl-
anna, um Kolugafjall og Þverár-
fjall, en þar er fádæma illviðra-
samt og fanndýpi mest á þessum
fjallgarði. Virðist þetta því ein-
kennilegri ráðstöfun fyrir það,
að með því að framlengja línuna
frá Varmahlíð vestur yfir Stóra-
vatnsskarð, var um samfellda
hyggð að fara, sem þá var hægt
að rafvæða samhliða því, sem
stöðvarnar voru tengdar saman,
ef nauðsynlegt þætti. Og sé það
rétt að Skagfirðingnr séu aflögu-
færir í bili, þá virðist augljóst,
að hagstæðara sé að fara þessa
leið, en langan veg um óbyggðir
og háa fjallgarða. Lína, sem lægi
um Vatnsskarð meðfram bæjum
þar kæmi ofan hjá Bólstaðahlíð
um Langadal framan til, með
fram þeim bæjum sem engar
einkarafstöðvar hafa. Kæmi svo
hliðarálma fram Svartárdal og
Blöndudal.
Virðist hverjum heilskyggnum
manni þetta svo sjálfsögð leið að
það ætti ekki að vefjast fyrir sér-
fræðingum. Ætti ekki að líða að
svo væri farið með alltof naum-
ar fjárveitingar til rafvæðir.gar
landsins, að þeim væri fleygt í
línur yfir óbyggðir án þarfa óg
beint til óþurftar þeim sveitum,
er kröfurétt eiga á línunni til sín.
Það er eðlileg krafa allra er í
sveitum búa, að byggðarlögin
verði rafvædd, sem allra fyrst,
og á því getur beinlínis oltið
hvort sveitir haldast í byggð. —
Ríkisstjórnin hefur og viður-
kennt þessa miklu þörf og var
stórfé árlega til þessara mála. En
mikið kostar að raflýsa allar
byggðir íslands. Og því er það
áríðandi að þessu fé sé hyggilega
varið og framkvæmdir fálmlaus-
ar. Þó rétt sé í mörgum tilfellum
að tengja saman virkjun ýmissa
héraða, ber ótvírætt, að virkja
fyrst þar, sem við verður komið
í samfelldum byggðarlögum, áð-
ur en dýrar öryggislínur eru lagð -
ar um fjallgarða milli héraða, þó
í sumum tilfellum verði ekki
hjá því komizt, svo sem frá Lax-
árvirkjuninni.
Austur-Húnvetningar verða að
krefjast þess, að stjórn Rafveitna
ríkisins haldi lög og gerða samn-
inga og hætti þegar við flutning
orku burt úr Austur-Húnavatns-
sýslu, en í stað þess undirbúi
stækkun Sauðanesstöðvarinnar
þegar og leggi raftaugar frá
henni um allar sveitir héraðsins
á næstu þrem árum. Húnvetning-
ar hljóta að halda svo á ótvíræð-
um rétti sínum að þetta verði
gert.
Ég hef áður í blaðagrein um
rafmagnsmál haldið því fram að
nauðsyn væri að héruð landsins
væru eignaraðili að rafveitunum,
móti ríkinu og hefðu íhlutun um
stjórn þeirra. Leiddi ég rök að
því að með því eina móti væri
vel séð fyrir hag neytenda og
komið í veg fyrir einræðislega
valdbeitingu. Mundi þá og öllu
meiri hagsýni gætt við fram-
kvæmdir og rekstur orkuver-
anna. „Það er hátt til himins og
langt til keisarans". var sagt í
austurvegi forðum.
En það er eðlilegt og ekki til
ámælis að skrifstofumenn í
Reykjavík skilji eins vel þarfir
og hagsmuni fólksins um víð-
lendar byggðir landsins og hér- .
aðsmenn sjálfir. Er framkvæmd
rafvæðingar Húnavatnssýslu
glöggt dæmi þess. Þar sem engu
virðist skeytt að orkah sé nægi-
leg fyrir þá staði er leitt er til,
hvað þá varaafl vegna fólksfjölg-
unar í kauptúnum og sveitum og
brýna þörf fyrir byggðarlaganna
fyrir alls konar iðnaðarstofnanir.
Sé orkan miðuð við minnstu
hugsanlega þörf til ljósa og suðu
heimilanna. Þegar stöðvar eru
reistar, er langt að því marki,
sem stefna ber að með rafvæðing-
una. Markið á að vera nægilegt
rafmagn handa bvggðalögunum
nú og í næstu framtíð, svo að
eðlileg og nauðsynleg framþróun
í landbúnaði og iðnaði geti þrif-
izt, og verði orkunnar stillt svo í
hóf að ekki þurfi að spara hana
úr hófi til heimilisnota og verðið
hindri ekki rekstur iðnstofnana.
20. júlí 1955.
Buflagnir, roitækjaviðgerðir
Tökum að okkur raflagnir í ný hús og viðgerðu á göml-
um lömpum, einnig' viðgerðir á heimilistækjum og mótor-
vindingum.
Raftækja og raflagnavinnustofa
Ólafs Haraldssonar, Bankastræti 10
Afgreiðsla í Véla- og raftækjaverzluninni, sími 2852.
Heimasími: 80438.
*
• #
Raivirkjor — Raivélavirkjar
Rafvirkjar og rafvélavirkjar óskast nú þegar, upp-
lýsingar í síma 80438, milli kl. 12—1 og 7—8 næstu daga
Raftækja og raflagnavinnustofa
Ólafs Haraldssonar, Bankastræti 10
Afgreiðsia í Véla- og raftækjaverzluninni, sími 2852.
Heimasími: 80438.
s