Morgunblaðið - 27.08.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 27.08.1955, Síða 7
[ ]Laugardagur 27. ágúst 1955 MORGVNBlAÐim Á ferð um Fjón og Jótland KÁTUR hópur ungra skáta stendur við opinn glugga Jót- lands-hraðlestarinnar syngjandi: „Saadan er den danske sommer" Fjónska sléttlendið líður framhjá f grænum öldum milli langra raða hárra aspa- og beykilunda. I Bkjóli trjánna eru frjósamir akr- ar og hvít hús. Húsin eru í góðu Bamræmi við náttúruna og valda ekki truflun fremur en íslenzkur torfbær í brekku. Menn segja, að Fjón sé skrúð- garður Danmerkur. Sumarhit- ar komu að þessu sinni í seinna lagi. En nú er allt í mesturn blóma. Fjón tjaldar sínum feg- Urstu litum. Langferðamanni Verður starsýnt á bá. Hey eru að inestu leyti komin í hlöðu 05 fyrstu jarðarber í verzlanir; enda komið fram í miðjan júlímánuð. Hitar hafa verið svo miklir. að blöð herma á hverjum degi frá nýjum dauðsföllum af vöidum hans. Danir drukku á einum degi þrjár og hálfa milljón flösk- ur af öli. Hitinn er tilfinnanleg- astur í stórborgunum. Þúsundir manna á öllum aldri streyma til baðstaða við sjávarströnd'na og til vinalegra byggða Jótlands. Þess vegna var fullt á hraðlest- inni í dag. ★ DANIR ERU EKKI SEINTEKNIR Danir eru ekki seinteknir, og er ég þó öllum ókunnur. Fjarii fer því að þeir séu þumbaralegir, eins og við eigum til með að vera, íslendingar. Ég átti samræður við sessunautinn á lestinni, fjónskan góðseiganda, vel í skinn kominn, eins og hefðum við verið alda- Vinir. — „Við eigum margt sam- eiginlegt, Norðurlandabúar", segir hann, er talið berst að því, að tíu ár eru liðin síðan heims- styrjöldinni lauk..— „Við ættum að hafa nánari samvinnu, því margt getum við hvor af öðrum lært“. — Ég beini samræðum að dönskum landbúnaði. Ég spyr. Hann segir frá og gefur greið Svör. Já, víst er um það, að margt geta Danir kennt okkur á því sviði. „Vitið þér á hverju við sjáum að við náigumst Jótland?" — spyr fjónski stórhóndinn. Hann bendir út um gluggann. — „Þér sjáið svartflekkóttu kýrnar hóp af svartflekkóttum kúm. Þær eru hinar rólegustu á beit skammt frá brautarteinunum. Svart- flekkóttar kýr. Það var sönnun eftir Albert Ólafsson Friðsælt lantl og frjósamt. Mynd frá Suður-Jótlandi. þess að nú vorum við komnir til Jótlands. Nautgripir eru dökk- rauðir á eyjunum og austan til á Jótlandi. Við förum af lestinni í Odense. Ferðafelági minn, og margir ásamt honum, fara að skoða bú- peningssýningu, sem er alltaf haldin um þetta leyti árs, á svæði rétt fyrir utan borgina. Það er í þriðja skipti á einum mánuði, að danskir bændur halda stóra sýn- ingu. Hér eru sýndir á þriðja þús und gripir, hestar, kýr og svín. Einnig eru hér sýndar landbún- aðarvélar. ★ MIKIÐ GERT TIL AÐ VEKJA ÁHUGA UNGS FÓLKS Á LANDBÚNAÐI Það er nýtt og lofsvert að mik- ið er gert til þess á sýningunum, að fá ungt fólk til að sækja þær, í von um að glæða hjá því áhuga fyrir landbúnaði. Er sýnt fram á með kvikmyndum og fyrirlestr- um, myndum og skýrslum, hvað landbúnaður útheimtir og hvað hann geíur í aðra hönd. Leikarar frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, sýna hér fjarðar. Fögur sigling, m-eð garða og akra á báða bóga. Stðr stál- skipasmíðastöð er við skurhjnn. Þar hafa verið smíðuð skip fyrjr margar þjóðir. Lestin brunar inn á Litlabeltis- brú, iijá Middelfart. Hún er hátt uppi yfir vatnsfleti, tólf hundruð metra löng. Fjórir stærstu brúar- stöplarnir er mér sagt að hafi kostað, hver um sig, tvær milljr danskra króna. Sundið er þrettán metra djúpt og straumurinn svo strangur að stöplar verða að vera styrkir. Bílar, hjólreiðamenn, járnbrautarlest og fótgangandi fólk sé ég fara samhliða uppi á árunum 1930—1940, »;num tíu árum, byggðu Danir sjö stórbrýr. Þær kostuðu alls eitt hundrað milljónir króna. Langferðamaður verður ekki var áberandi brevtingar, fari hann frá eyjunum til Jotlr.nds. Jötlandsskagi er að vfsu Værri en allar eyjarnar til samans, en landslag er svipað. Hér eru lyng- grónar hæðir, ljósgulir sandhól- ar, mýrarfen og beykiskógar. Hér er líka talsverður greniskóg- ur,- Víðáttumiklir akrar, með síbreytilegum lit, eru nú þar sem áður var ófrjór jarðvegur, sem ekkert óx í annað en lyng Það er árangur stórkostlegrar nýræktar síðan um aldamót. ★ VELKOMINN TIL VEJLE Vejle heitir bær fyrir botni Vejlefjarðar. Vejle þýðir vað og má af því ráða að bærinn er mjög gamall og hefur fjörðurinn verið nefndur eftir honum. Vejle er við óvenjulega breiða og vatns- mikla á. — Þangað kaus ég að fara til að kynnast aljózkum bæ. Starfstúlka á Grand Hótel tek- ur brosandi á móti mér og segir: ★ TELLINGE — FORNT KONUNGSSETUR Sumarmánuðina eru margskon ar fundir haldnir í Vejle. Hér er enginn skortur á gisfihúsum, og margt ber hér nýstárlegt fyrir a'Ugu aðkomumanna. Mér minn- issíaaðast verður Tellinge, fornt konungssetur, skammt fyrir vest- an bæirtí?. Þar er þorp mjög snot- urt. Tveir haugar eru þar háir og mjög áberandi. Kirkja er á miili hauganna en í kirkjugarð- inum eru rúnasteinarnir frægu. Stærri steinninn er þriggja metra breiður og tveggja metra hár. Kristsmynd hefur verið höggin. á aðra hlið hans, en hinumegin. er drekamvnd vel eerð. Þar hafa verið rist með rúnaletri þessi orð: Haraldur, sá er vann alla Dan- mörk og Noreg, reisti stein þenna til minningar um foreldra sína. Á minni steininum eru einnig stórar rúnir, er kváð'u tákna, að Gormur konungur hafi gert Týru, konu sinni, þetta minnismerki. ★ HEIBABYGGBIR Úr því ég er korninn til Tell- inge held ég áfram vestur til Brande, í heiðabyggðum. Nú eru vel hirtir akrar og þéttbýli, þar sem áður voru lyngbeiðar. í þorpinu er Daglas-steinninn, minnismerki Enrico Niiius Dagl- as, er gerði skáldsýn Hostrups að veruleika: „Alt hvad der ses som Hede, skal vaagne som Mark og Lund“. Daglas stofnaði danska heiða- félagið 1866. Síðan hefur þúsund um hektara lands verið breytt í frjósama akra. Þetta er minnismerki braut- ryðjandans. Miklu veglegra minnismsrki hefur verið reist þeim mörgu, er Myndin sýnir hluta af Litlabeltisbrúnni. Lynggrónar liæðir og ljósgulir sandhólar Jótlands. „Jeppe paa Bjerget“ (Jeppa á Fjalli). Hér er fjölleikasýning og tívoli og skemmtiflug með þyril- Vængju, — allt gert til að vekja athygli yngri sem eldri á sýning- unni og um leið á starfi bóndans ög sveitaiífi. Sjötíu og sjö þús- undir manna höfðu sótt sýning- una þegar þetta er skrifað. Mér var sagt að á sýningunni hér í Odense fyrir þremur árum, hefði tólf smjörtunnum verið hlaðið upp, hverri ofan á aðra, og stór danskur fáni dreginn að hún á þeirri efstu. En við hliðina á þessari digru flaggstöng stóð kýr, mesta metskepna. Hún hafði gef- ið af sér á einu ári sex hundruð og sjötíu kg af smjöri, eða ellefu þúsund og átta hundruð potta af mjólk. — Þeim til íhugunar, er efast kunna að borgi sig að hafa kýr! ★ ★ ★ Til Odense koma hundruð þús- unda ferðamanna á sumrin. Hér aka um göturnar bílar frá flest- um löndum Evrópu. Hér er margt sem vekur forvitni, bæði gamalt og nýtt: H. C. Andersen tsafnið í hans fátæklega húsi — vélaverk- smiðja, ný sýkúrgerð stór og dýríingsbéin i glerkistu — Knúts heilaga frá árinú 1086. Borgin er tiu km. frá sjó, én Skipaskurð- ur hefur verið gfafinn fil Odense Velkominn til Vejle! Jótar eru engu síður gestrisnir en eyja- menn. Hér fer maður heldur ekki á mis við „danska brosið". Jafn- vel í hinu mesta annríki gefast tækifæri til að létta skapið með góðu spaugsyrði. ★ FAGURT UMHVERFI Fegurra umhverfi hefi ég ekki séð í neinum dönskum bæ en hér, í Vejle. Úr austri smeygir fjörð- ur sér inn til bæjarins, miili skógi vaxinna hæða. Inn af botni fjarð- arins er Vejledalur, með allbrött- um hlíðum — á danskan mæli- kvarða. Mörg hundruð fallegar villur standa í skrúðgörðum upp eftir hlíðarslakkanum. Svo mikill bratti er hér ekki, að ástæða sé til að kveinka sér við að halda á hann. íbúar eru um 35 þúsundir. Við- skipti eru mjög mikil, enda þétt- býlar sveitir á alla vegu útfrá bænum og góðar samgöngur á sjó og landi. Talsverður iðnaður er í Vejle. Meðal annarrar fram- leiðslu er sápa, vélar, handknett- ir, ofnar og eldhúsáhöld. Enn eitt dæmi þess hve iðnaður Dana er á háu stigi og skortir þá þó bæði hráefni og ódýra orku. Verzlan- irnar eru flestar við eina götu. Ailar búðir eru troðfullar af vör- urti. Samkeppni er ekki áberandi. fyigdu í spor hans og fram- kvæmdu verkið: Gróður og dýra- líf friðað á tvö þúsund hektara afgirtu svæði. Nokkur hluti þess er ræktað. Hver sveit um sig, er þátt tóku í ræktun heiðanna, hef- ur látið reisa á þessu svæði bauta með nöfnum framberja sinna. Þessi mikli minningareitur, „Kongens-hús“, er raunverulega merkur kapituli í þjóðarsögu Ðanmerkur. ★ SKÓGAR SKÝLA BYGGÐUM Frá Vejle fór ég norður til Frederikshavn og Larvik. Hrað- lestin þýtur gegnum hverja borg- ina á fætur annarri: Horsens, Aarhus, Randers og Aalborg. Eng inn tími gefst til að greina höll frá hreysi eða gera sér nokkura hugmynd af þeim hverri um sig. Þorpin meðfram brautinni sjást betur. Þau eru það miklu minni, þétlbýli og friðsæld er einkenni sveita í Danmörku. Húsin standa í skjóli hárra viða. Það kemur sér vist oft vel. Ekki skýla hér fjöll eða mishæðir. Kirkjur sjást greinilega og vindmyllur, þai sem þær eru. Og nú er komið á leiðarenda, síðasta spölinn förum við með bifreið. Framh. á bis. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.