Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. september 1953 I Merkur prófessor í norræn> um fræðum heimsækir island Próf. Einar Haugen frá Wisconsinháskóia ræðir um ' norrænunám í Bandaríkjunum. PROFESSOR Einar Haugen, fcennari í norrænum fræðum við Itáskólann í Wisconsin, hefir ðvalizt hér á landi um vikutíma. Hann hefir kennt við háskóiann f Wisconsin síðan 1931, en tók þar við prófessorsembaetti 1938. Er hann þriðji prófessorinn í norræn um fræðum sem kennt hefir við háskólann. Próf. Haugen hefir skrifað fjöl- tnargt um norrænar menntir, bæði bækur og ritgerðir og er einn fremsti norrænufræðingur Bandaríkjanna. — Hann er af uorsku foreldri, fæddur í Randa- ríkjunum en fór með foreldrum eínum til Noregs, þegar hann var 6 ára gamall og dvaldist þar um tveggja ára skeið. Þá lærði hann norsku og hcfir síðan aðallega tagt stund á norskar bókmenntir ug mál. ★ ★ ★ WISCONSINHÁSKÓLI HEFIR helgað sig norrænum mennt Um lengur en nokkur annar há- ekóii í Bandaríkjunum, sagði próf. Iiaugen, þegar ég hitti hann ©ð máli fyrir skömmu. Háskól- tnn var stofnaður 1848, svo að hann er heldur betur kominn til éra sinna, en kennsla í norsku ©g islenzku hefir verið veitt í ekólanum allt frá 1870. HELDL’R ITÉR FFRIRLESTRA Eins og þér sjáið, hélt prófess- orinn áfram tala ég ekki íslenzku, enda hef ég aldrei komið hingað til lands áður. Þó skil ég málið að mestu leyti, en mig vantar helzt orðaforða til að geta sagt J>að. sem mig langar til. Að vísu neycídi próf. Einar Ól. Sveinsson mig til að tala við sig á íslenzku f hálfan annan tíma í gær, og gekk það sæmilega, enda er hann eérlega þolinmóður. Og auðvitað er ég hér á ferð m.a. til að æfa mig í að tala málið. — Ætlið þér að dveljast lengi hér á landi? — Nei, aðeins í viku. En ég kem hingað aftur í febrúar n.k. og verð þá eitt kennslumisseri við háskólann. Þá er og gert ráð fyr- ir, að ég haldi hér fyrirlestra á vegum Háskólans, en ekki hefir enn véfíð ákveðið, um hvað þeir eiga að fjalla. Auðvitað verða þeir þó um norræn efni. Annars eru reisur mínar hing- eð einnig gerðar í því skyni að athuga íslenzkar nútímabók- menntir og mun ég viða að mér uokkru efisi um þær. NORRÆN FRÆÐI í BANDARÍKJUNUM — HvaS getið þér sagt okkur <um norræn fræði í Bandaríkjun- iim? — Það er talsverður áhugi etúdenta á þessum fræðum. En auðvitað leggja þó stúdentar sem uppruna eiga á Norðurlöndum aðallega stund á norræn fræði. I>eir eru eins og kunnugt er, f lest- fr frá N.-Dakóta og Manitóba. l>eir sem ætla sér að verða dokt- órar í þýzku eða ensku heyja sér einnig þekkingu á norrænum fræðum — og þá er auðvitað gert ráð fyrir, að þeir séu ekki eins ©g álfar úr hól, þegar íslendinga- eögurnar og íslenzk menning ber á góma. CORNELL — MERKUR ÁFANGI íslenzk og norræn fræði eru kennd við alla helztu háskóla Bandaríkjanna, en það er undir •túdentunum sjálfum komið, hversu mikil sú kennsla er. Þá eru háskólar sem helga sig sér- staklega íslenzkum fræðum, eins og Cornell. Þar má segja, að sé miðstöð íslenzkra fræða í Banda- ríkjunum, enda hefir mikið og merkilegt starf verið unnið þar á þessu sviði. Bandarískir tungumálakennar- ar hafa með sér samtök og innan þeirra er sérstök deild norrænu- kennara. Þeir halda ársþing sitt í desember n.k. Þá vil ég geta ■ » ‘ Reknetjabátur frá Eyjum sökk á heimleib Próf. Einar Haugen. þess hér, að okkar háskóli jók norrænukennslu sína 1948 og var það merkur áfangi, ÁENSKU — Hvað segja bandarísku stúd- entarnir um íslendingasögurnar? — Það fer talsvert eftir því, hvernig þær eru kenndar. Það eru helzt málfræðingar sem læra eitthvað í málinu og verður því að kenna ensku þýðingarnar. Þá vaknar áhuginn fljótlega. — Stúdentarnir vilja kynnast anda sagnanna og efni. Og það má bæta því hér við, að mjög mikið er til af íslenzkum bókmenntum í enskum þýðingum. Sumar eru prýðilegar. Ekki alls fyrir löngu hófu há- skólarnir í Wisconsin og Minne- sota að kenna stúdentum sem mest um ákveðin landssvæði. Þetta er nýjung sem tekizt hefir ágætlega, enda verða þeir menn sem afla sér þessarar menntun- ar prýðilega færir í sinni grein. Margir verða kennarar, sumir ganga í þjónustu utanríkisráðu- neytisins. Hér á landi starfar t.d. magister, sem er brautskráður frá Wisconsinháskóla, sem sér-1 fræðingur í málefnum Norður- landa. Hann er á vegum banda- ; ríska sendiráðsins, Simonsen að ’ nafni. VESTMANNAEYJLM, 15. sept. Um klukkan 7 í kvöld heyrðu skipverjar á vélbátnum Vonar- stjörnunni, sem er í mjólkur- flutningum á milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar, í vél- bátnum Halkion frá Vestmanna eyjum, sem var á heimleið af reknetjaveiðum. Sögðu bátverj ar að mikill leki væri koniinn að bátnum og báðu um aðstoð. Vonarstjarnan sneri þegar lið og mætti Halkion um 7 mílnr norð-vestur af Eyjum. Var vél lians þá enn í gangi en stanz- aði litlu síðar, þar sem svo mik U1 sjór var kominn í bátinn. Var þá komið taug yfir í kann og lianu dreginn á leið til Eyja. I.r 4—5 sjóinílur voru eftir, kom vélbáturinn Bjarmi einnig á vettvang og var taug frá lion- unt einnig komið yfir í Halkion. L’m 15 nún. síðar urðu skip- verjar þó að yfirgefa liann. — Fóru þeir í gúmmíbátinn, en Vonarst jarnan tók þá síðan upp. Halkion sökk nokkrn siður. Hann var um 40 lestir að stærð, eign Stefáns Cuðlaugssonar í Gerði og fleiri. — Bj. G. „Bláa bandið“ starfrækir hæli fyrir áfengissjúklinga Bæjarsjóður veitir 250 j>ús. kr. lán Á Bæjarstjórnarfundi í gær' kom til umræðu samþykkt bæjarráðs um að veita áfengis- varnarfélaginu „Bláa bandið“ allt að 250.000.00 kr lán til að stofna hjúkrunarheimili á Flókagötu 29 fyrir áfengissjúklinga, enda sé upphæðin tryggð með veði. Petrína Jakobsson (K) taldi rétt að fresta afgreiðslu tillög- unnar með það fyrir augum að bæjarráð leitaði til allra aðila í bænum, sem hafa áhuga á á- fengissjúklingum til að fá þá til samstilltra átaka um að koma upp hæli. P. J. taldi óupplýst hvort „Bláa bandið“ væri ,stabill‘ félagsskapur, eins og hún orðaði það, eða ekki. Alfreð Gíslason (A) taldi rétt að fresta afgreiðslu á samþykki bæjarrráðs. Taldi hann, að það gæti spillt fyrir þeim tilmælum Áfengisvarnarstöðvarinnar til stjórnar Heilsuverndarstöðvar- innar, að hún léti í té ákveðna tölu sjúkrarúma fyrir áfengis sjúklinga. Ef lánið til „Bláa bandsins" væri samþj kkt, gæti það haft óheppileg áhrif á undir- tektir stjórnar heilsuverndar- stöðvarinnar. Borgarstjóri las upp umsókn Bláa bandsins og greinargerð með MERK FRÆÐISTÓRF — Þér hafið skrifað fjölda j greina og bóka um norræn efni. i Vilduð þér að lokum minnast á > það nokkrum orðum? — Já. 1950 gaf ég út bók um Fyrstu málfræðiritgerðina og höfund hennar. Auk þess var ís-1 lenzki texti bókarinnar prent- aður ásamt enskri þýðingu. Ég held, að höfundur Fyrstu mál- fræðiritgerðarinnar hafi verið mesti málfræðingur miðaldanna. Hann var langt á undan sínum tíma og margt af því sem hann segir er enn í fullu gildi. Þá hefi ég skrifað bók um Norskuna í Bandaríkjum (1953) og er hún í tveimur bindum. Loks má geta Voyages to Vinland, þar sem Eiríkssaga og Þorfinnssaga eru lagðar til grundvallar. Bókin er aðallega skrifuð til að glæða á- huga Bandaríkjamanna á ferðum íslenzkra víkinga til Vínlands. j M. ‘ - Öldtmgadeildar- þinpenn í Moskvu Framh. af bla. 1 vélar frá Bandaríkjunum, „samt ekki vélar er þarf til framleiðslu vetnis- og kjarnorkuvopna. A því sviði erum við sjálfum okkur nógir,“ sagði Krúsjeff. ® ® ® Kefauver skýrði svo frá, að viðræðurnar við þessa tvo for- ráðamenn í Kreml hefðu snúizt um verzlunarviðskipti, Komin- form, ritskoðun á fréttum, land- búnað, fyrirhugaðan utanríkis- ráðherrafund, skipti á náms- mönnum og hvernig draga mætti úr viðsjám þjóða á milli í heiminum. Að beiðni öldungadeildar- þingmannanna gerði Krúsjeff nokkra grein fyrir hugtakinu konrmúnismi. — Sagði Krús- jeff, að varla væri hægt að búast við því, að öldunga- deildarþingmennirnir gætu skilið kommúnismann — held- ur ekki börn þeirra — en ef til vill barnabörn þeirra. ® ® ® Er Kominform kom til um- ræðu, sagði Krúsjeff, að Ráð- stjórnin skipti sér enganveginn af innanlandsmálum annarra ríkja, og Sovétstjórnin ættu enga hlutdeild í að stjórna kommún- istaflokkum í öðrum löndumt henni. Taldi hann, að af því væri löng reynsla, að ekki væri auð- velt að sameina alla þá, sem sinna áfengismálum, enda væru þeir mjög ósammála um aðferðir og framkvæmdir. Borgarstjóri kvað ófært að slá á útrétta hönd ,Bláa bandsins' en það væri félag 25 áhuga- manna, sem nú hefðu brotist í að koma upp hæli með til- styrk Gæzluvistarsjóðs og ýmsra annarra aðila auk þess, sem þeir legðu fé fram sjálfir. Ekki væri nein hætta á, að stofn- un þessa hælis yrði til að spilla fyrir Áfengisvarnarstöðinni og myndi stjórn Heilsuverndarstöðv arinnar naumast láta þetta mál hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Fellt var að fresta samþykkt bæjarstjórnar á láninu með 9 atkv. gegn 4 og lánsheimild sam- þykkt með samhljóða atkv. Bæjarsijórar fyrfr norðan ræða hags- munamál sín á fundi á Akureyri 1 AKUREYRI, 15. sept.: — 1 dag kl. 5 síðdegis hófst hér á Akureyrí fundur bæjarstjóra allra kaupstað anna á Vestur-, Norður- og Aust- urlandi. Sækja hann bæjarstjórar og ráðunautar þeirra, allt frá ísa firði til Neskaupstaðar. Á fundunum mun verða rætt una sameiginleg hagsmunamál bæjar« félaganna úti á landi, svo sem láns f járútvegu.n til ýmissa fram-i kvæmda þeirra, ráðstafanir til ati vinnuauhninga, sérstaklega yfir vetrartímann og ýmislegt fleira. Fundinn sækja alls 16 fulltrúar, en auk þess situr sýslumaður Þing eyinga, Júlíus Havsteen, fundinn, Á fundinum í dag var kosið f nefndir, en á morgun og laugari daginn munu fundir standa, og lýkur þessum bæjarstjórafundi þá, Það var þing íslenzkra sveitafé laga í Reykjavík í vor, sem ákveð ið var að boða til bæjarstjóran fundar þessa, og er hann fyrsti sinnar tegundar, sem haldinn hef ur verið. I --------------------- Hiufafé Útgerðarfélags ■ Akureyrar hækkað I AKUREYRI, 15. sept.: Á fundi í Útgerðarfélagi Akureyringa, sem haldinn var 7. þ.m., var sam- þykkt mótatkvæðalaust tillaga urtj að auka hlutafé félagsins um eina milljón króna, Verður hlutaféð þá alls 5 milljónir króna. Þessi hlutafjáraukning er nauð synleg talin vegna þess, að félagið, er að hefja byggingu nýs hrað« frystihúss, enda hafa orðið verm legar kauphækkanir og jafnframf verðhækkanir síðan kostnaðaráætl unin var gerð. ; J Nýr hjúkrunarkvenna skóli á Akureyri Landlæknir vill nota auba Húsmæðraskólabyggingu AKUREYRI, 15. sept.: — Síð- astliðinn föstudug komu lieil- brigðismúlaráðlierra, Ingólfur Jónsson, Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir, Vilnnindur Jónsson landiæknir, húsameist- ari ríkisins og skipulugsstjóri, í heiinsókn hingað til Akureyr- NÝR HJÚKRUNARKVENNA- SKÓLI 1 lieimsókninni bar Vilmund- ur Jónsson, landlæknir fram þá tillögu, að nýr Iijúkrunar- kvennaskóli yrði stofnaður á Akureyri. Lagði hann til, að Húsniæðraskóli Akureyrar yrði tekinn undir starfsemi hins nýja skóla. Kimnugt væri, að þörf á íleiri lærðum hjúkrun- arkonmn er nú mjög brýn í landinu. Hjúkrunarkvennaskól- inn í Revkjavík væri fullskip- aður, cn þó skorti all-mjög á að séð væri fyrir lijúkrunar- kvennujiörf sjúkrahúsanna. — Bæri því nauðsyn til að stofna annan slíkan skóla og yrði hann prýðilega staðsettur hér á Ak- ureyri. SKÓTAHÚSIÐ ÓNOTAÐ Húsmæðraskóli Akureyrar hefur ekki verið starfræktur s. 1. ár og hafa verið uppi miklar holliileggingar hér í bænum hvað gera skuli við húsið, ert það er nýleg bygging og vönd- nð. Þykir mönnum tillaga land- læknis hin athyglisverðasta og vel þess virði að henni sé gaum ur gefinn. Vitað er, að svo marg ir hjúkrunarnemar cru nú á biðlista um að komast að náml í Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands, að þær verða að bíða f tvö ár áður en þær fá skólavist. Virðist hér því skynsamleg lausn málsins fyrir hendi. , --------------------- Akranesbálar öfluðu líiið i gær i AKRANESI, 15. sept.: — í gæll öfluðu reknetjabátarnir 1950 tn af síld. Aflahæstir voru Bjarni Jóhannesson 188 tunnur, Heima- skagi 176, Guðm. Þorlákur 155. —« í dag öfluðu bátarnir ekki eina vel. Var einn bátur með um 100 tunnur en aðrir með 10, 15 og 25 tunnur. — Fimm trillur reru f gær og fengu 500—800 kg á bát. — Togarinn Akurey kom hingað í nótt eftir gagngerða klössun f Rvík. Bjarni Ólafsson kom af veiðum í morgun og landaði f Reykjavík um 200 lestum. — OddUT. * í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.