Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. september 1955 r Rake! Ólafsdóiíir — minning SÍÐASTA öld var óvenju gjöful á glæsilegt og þrekmikið fólk, konur jafnt sem karla, sem hafa skilað þjóðnýtu og gifturíku starfi. Ein slíkra kvenna var frú Rakel Ólafsdóttir, sem nú er hnig in til foldar í hárri ellL Hún andaðist 8. þ.m. í Landa- kotsspítala, eftir stutta legu. í dag verður hún jarðsungin. Frú Rakel var fædd í Hábæ í Þykkvabæ 4. marz 1873, dóttir bændahöfðingjans Ólafs Ólafs- sonar, er lengi bjó í Hábæ og hafa niðjar hans búið þar síðan. Rakel ólst upp hjá foreldrum 6Ínum og fékk hið bezta uppeldi. Árið 1901 giftist hún Jóni Magn- ússyni ættuðum úr Biskupstung- um. Ráku þau um skeið mikið bú á Elliðavatni og var Jón lengst af kenndur við þann bæ. Hann er látinn fyrir mörgum árum. — Þau hjón eignuðust 4 sonu: — Jóhannes bónda i Ásakoti í Bisk upstungum, Ólaf bónda í Álfsnesi Ragnar veitingamann hér í bæn um og Gísla, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Allir eru þeir bræður kvæntir og eiga börn. Frú Rakel var glæsileg kona og þrekmikil. Sýndi hún það bezt, hve mikið var spunnið í hana, er mest þrengdi að manni hennar Og hún varð sjálf að sjá heim- ilinu farborða. Með dæmafáum dugnaði og þreki kom hún sonum sínum upp með prýði, svo þeir eru hinit nýt ustu þjóðfélagsborgarar. Hún gat því litið yfir dáðrikt starf og kvatt þenna heim í þökk og friði. Mörg síðustu árin átti hún heimili hér í bæ, ýmist hjá börnum sín- um eða út af fyrir sig. Bar hún elUna óvenju vel og hélt glæsileik eínum til æfiloka. Síðustu ævi- ér hennar voru líka björt og hlý enda naut hún í ríkum mæli alúð ar sona sinna, tengdadætra og barnabarna. Drottinn blessi þig og varð- Veiti þig. S. G. Nína Trygpadóftiropnar málverkasýningu \ kvöld Á sýningunni eru um 50 málverk. I verkasýning Nínu Tryggvadóttur listmálara. — Myndirnar á sýningu þessari hafa þegar verið sýndar í fimm löndum, Frakk- landi, Belgíu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og hvarvetna verið prýðilega tekið. Paasikivi í Moshvu Moskvu, 15. sept. PAASIKIVI, Finnlandsforseti kom til Moskvu í dag ásamt fleiri fulltrúum finnsku stjórnarinnar. Forsetinn Voroshilov og utanrík- isráðherrann Molotov tóku á móti þeim á flugvellinum. í fylgd með Paasikivi er Kekkonen, forsætis- ráðherra og Skog, varnarmála- ráðherra. Talið er víst, að mörg „við- kvæm“ mál muni bera á góma í viðræðum finnsku og rússnesku fulltrúanna. Flréttaritarar telja ekki ómögulegt, að Rússar verði tilleiðanlegir til að fá Porkkala- svæðið aftur í hendur Finnum. Muni það veita Ráðstjórninni mjög sterka aðstöðu til að krefj- ast þess, að allar aðrar þjóðir verði brott af erlendri grund með heri sína. Óvíst er hvort Bulganin for- sætisráðherra verður viðstaddur viðræðurnar, sem hefiast á morg- un. Tilkynnt var í Moskvu, að hann væri veikur, en ekki var þess getið, hvort veikindi hans væru alvarlegs eðlis eður ei. Reuter—NTB. HLAKKA TIL Á sýningunni eru um 50 mynd- ir, sem listakonan hefur unnið að í s. 1. 3 ár. Nína Tryggvadóttir kemur hing- að frá París, þar sem hún er nú búsett. Hún hefur ekki haldið sýningu á Islandi í þrjú ár og kveðst hún hlakka til að sýna lönd um sínum þær myndir, sem hún hefur málað upp á síðkastið. Jóhðnn Frfmann skólasíjóri GagnfræSaskóla Akureyrar AKUREYRI, 15. sept.: — Jóhann Frímann, áður skólastjóri Iðnskól ans og yfirkennari við Gagnfræða skóla Akureyrar, var nýlega sett- ur til að gegna störfum skóla- stjóra Gagnfræðaskólans frá 1. sept. að telja. Þorsteinn M. Jóns- son lætur nú af embætti fyrir ald- urs sakir, og var embættið aug- lýst laust. Jóhann er settur til eins árs. Annar umsækjandi um stöðuna var Axel Benediktsson, skólastjóri gagnfræðaskólans á Húsavík. - Genfarfundurinn Framh. &f bíg. 1 bandalagið yrðu afnumin, og einnig að bæði Vestur- og Austur Þýzkaland yrðu aðilar að örygg- isbandalaginu. Vesturveldin vildu ekki fallast á þessa tillögu. Álitu þau fram- kvæmd hennar of miklum erfið- leikum bundna, og þar að auki vildu bau ekki, að Austur-Þýzka land yrði aðili, þar sem þau hafa ekki viðurkennt stjórn þess. Undanfarið hefur Ráðstjórnin sýnt meiri áhuga en áður fyrir tillögum Vesturveldanna, og Bulganin forsætisráðherra hef ur látið svo um mælt, að hann telji tillögu Edens um fimm- veldabandalag vænlega — á þeim forsendum, að síðar sé hægt að fjölga aðildarríkjun- um og verði þá tekin upp í bandalagið ríki, bæði austan og vestan járntjalds. ** trClofunarhrinqih 14 ksrats og 18 kar»t&. Dansleikur ■ í Þórscafé í kvöld klukkan 9. I ■ K K. sextettinn leikur — Söngvari: Sigrún Jónsdóttir. I ■ ■ Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7. ! Ford ’54 6 manna til sölu. Keyrður 38 þús. km. Falleguv vagn í úrvals lagi. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. BÍLASALAN Klapparstíg 37, sími 82032 BEZT AÐ AUGLÝSA t MORGUNBLAÐINV Samsœti í tilefni af 85 ára afmæli Jónasar Kristjánssonar læknis, verður haldið í heilsuhælinu í Hveragerði 20. sept. n. k. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 11. — Öllum frjáls aðgangur. Náttúrulækningafélag íslands. Alþjóðaritari Rolar? AKUREYRI, 15. sept.: — I gær kom hingað Alþjóðaritari Rotary International, Mr. Georg Maens. Heimsótti hann Rotaryklubb Ak- ureyrar og snæddi kvöldverð í hópi klubbfélaga. Flutti hann ræðu um starfsemi Rotaryfélagsskaparins. Rotary-félagar á Húsavík komu í hópferð til Akureyrar til fundar við alþjóðaritarann og tóku þátt í hófinu. Mr. Maens fór héðan í dag áleiðis til Borgarness og Akra- ness, en hann ætlar að heimsækja Rotary-klubbana þar. — Einnig hefur hann komið á fund til Rot- ary-klúbbs Reykjavíkur. í fylgd með alþjóðaritaranum voru þeir dr. Helgi Tómasson yfirlæknir og Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Mafseðifl kvöldsins Cremsúpa, Malakoff Soðin rauðsprettuflök, Dugléré. Kálfasteik, Milanaise eða Buff, Bearnaise Triffle. Kaffi Hljómsveit leikur LEIKHtSKJALARINN 1N GÖLFS C AFE Gömlu dansarnir i Ingólficafé i kvöld klukkan 9 Jónas Fr. Guðmtmdsson stjórnar Aðgöngumiöar eeldir frá kl. 8. Sími 2826. tesRws VETRAKGAKÐPKINN DANSLEIKUB i Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Miðapantanir í síma 6710 eftir kluKkan 8. V G Silfurtunglið Dansleikur í kvöld kl. 9 . HLJÓMSVEIT JOSÉ M. RIBA Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8. Silfurtunglið MABKÚS 3EM* Etð Mi fciysæpaq rr öounds BCAiNG-.'OO 'rC-U MtNO' !*■ I DOrtT 1) — Já, Kobbi, mínar sögur éru frekar leiðinlegar. 2) Viltu ekki fá þér sæti, Kobbi? — Nei, Birna, ekki að.burtu. þessu sinni, — en ég kem bráð- um aftur. 3) — Kobbi haltrast síðan I Hann er lamaður í hand- — Ég hef alls ekki gert þaO, leggjunum og ákaflega viðkvæm ur. Mér finnst vera rangt af þér að gefa honum undir fótinn. ég kenni aðeins í brjósti UHt hann. *^*Í2^SímSííSí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.