Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 16
VeSurúiIi! í dag: Stinningskaldi austan. — Dálítil rigning. 210. tbl. — Föstudagur 16. september 1955 Ég sem fæ ekki sofið Sjá grein Matthíasar Jóhannes- sen á bls. 9. Öflun félaga í Almenna Bóka- félagið hafin Félagtsgjald ákveðið 75 kr, tvisvar á ári UM ÞESSAR mundir er öflun félaga í Almenna bókafélagið að hefjast. Fyrir aðeins 150 krónur fá félagar 5 úrvalsbækur á lyrsta starfsári félagsins. Bókaútgáfa félagsins og önnur starf- semi er við hæfi alls almennings. Almenna bókafélagið hefir nú komið sér upp kerfi umboðs- jnanna um allt land ög er í þann veginn að hefja öflun félags- manna. Söfnun í Reykjavík annast skrifstofa félagsins, Tjarnar- götu 16, sími 82707. Allir, sem gerast félagar í Bókafélaginu fyrir óramót, verða taldir til stofnenda þess. Er þess að vænta, að mjög margir vilji stuðla að eflingu þessa menningarfélags, um leið og þeir tryggja heimili sínu veglegt bókasafn. hefir hér sézt. Gunnar Gunnars- son skáld ritar ávarp, en inn- gangsorð og myndaskýringar hef- ir dr. Sigurður Þórarinsson sam- ið. Myndabókina geta félagar í Bókafélaginu fengið innbundna undir kostnaðarverði á kr. 75,00, en hún verður seld öðrum á kr. 130,00. FELAGSBÆKUR 1956 Á fyrsta starfsári gefur Bóka- félagið út eftirtaldar félagsbæk- ur: íslandssaga eftir dr. Jón Jó- hannesson. Sagan nær fram að eiðaskiptum og verður gefin út í tveimur stórum bindum. Kemur fyrra bindið út nú. Ævisaga Ásgríms Jónssonar. Tómas Guðmundsson skáld ritar endurminningar listamannsins, og verður bókin skreytt myndum af málverkum Ásgríms. „Grát, ástkæra fósturmold1*. Þessi heillandi skáldsaga Alan Patons lýsir lífi og ástríðum blökkumanna í Suður-Afríku. — Bókin hefir hvarvetna hlotið feeysimiklar vinsældir. Þýðandi er Andrés Björnsson. „Örlaganótt yfir Eystrasalts- löndum“. Ants Oras, eistlenzkur háskólakennari, lýsir á raunsæj- an hátt hinum miklu hörmung- um, sem gengið hafa yfir þessa smáþjóð. Séra Sigurður Einars- son þýðir bókina. „Hver er sinnar gæfusmiður". Handbók Epiktets er ein af perl- um grísk-rómverskra bókmennta, þrungin spakmælum, sem eiga leið beint að hjarta nútíma- manna. Dr. Broddi Jóhannesson hefir þýtt bókina og skrifað for- mála að henni. MYNDABÓKIN ÍSLAND Almenna bókafélagið hefir tryggt sér útgáfurétt á undurfag- urri myndabók um ísland. Marg- ar myndanna eru í litum, og tek- ur prentun hennar og frágangur langt fram öllu því, sem áður TÍMARIT Árið 1956 telst fyrsta starfsár félagsins, en þó er ætlunin, að fyrstu félagsbækurnar komi út í nóvember n.k., en síðari hluti fé- lagsbókanna í apríl 1956. Verður svipaður háttur hafður á útgáf- unni í framtíðinni. Þá hefir bókmenntaráð félags- ins rætt um tímaritaútgáfu, og standa vonir til, að hún geti haf- izt, áður en langt um líður. Bronstein, Keres Panno GAUTABORG, 15. sept.: — Úr- slit 18. umferðar á skákmótinu urðu, sem hér segir: Stáhlberg vann Keres, Geller Fuderer og Spasskij vann Filip. Bronstein og Najdorf gerðu jafntefli, einnig Rabar og Panno, Pachman og Pilnik, Perosjan og Unzicker. Staðan er nú, sem hér segir: Bronstein 13 vinninga, Keres 11, Panno 11, Petrosjan 10, Geller 9 '4 og biðskák, Filip 914, Szabo og Ilivitsky 9 og biðskák, Spasskij og Pilnik 9, Najdorf, Fuderer og Pachman 814. — Freysteinn. Innanbæjarmenn hafi forgangs- rétt að leiguhúsnæði Áskorun fil húsaleigunefndar skv. tillögu Sjálfsteeöismanna i bœjarstjórn BORGARSTJÓRI flutti á fundi hæjarstjórnar í gær, tillögu fyrir hönd Sjálfstæðismanna, sem var Bvohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á húsaleigunefnd að gera nú þegar viðunandi ráð- stafanir til þess, að ákvæðum núgildandi húsaleigulaga um forgangsrétt innanbæjarmanna til að taka íbúðarhúsnæði á leigu, verði framfylgt. Jafnframt vekur bæjarstjórn alliygli á því að framkvæmd húsaleigulaganna er samkv. nú- gildandi lögum í höndum húsa leigunefndar. En nefndin er þannig skipuð, að Hæstiréttur tilnefnir formann, Leigjandafé- lag Reykjavíkur einn nefndar- mann og Fasteignaeigandafélag Reykjavíkur annan“. Bæjarstjórn hefur ekki íhlutun- arrétt. Borgarstjóri fylgdi tillögunni úr hlaði og kvað bera á óánægju í bænum út af því að innanbæjar- menn sætu ekki fyrir um leigu- húsnæði, og í sumum blöðum væri bæjarstjórnarmeirihlutanum kennt um þetta. En bæjarstjórn hefði engin ráð í þessum raálum, heldur væru þau, skv. lögum, í höndum húsaleigunefndar. Með tillögunni væri látin í Ijós sá vilji bæjarstjórnar að það sé í heiðri haft, að innanbæjarmenn hafi forgangsrétt að húsnæði. Tillagan var samþykkt umræðu laust með öllum atkvæðum. Torgeir Anderssen- Rysst „ambassador' Atkvæðagreiðsla verður um bióhléin Stendur yfir í vikutímn ST J Ó R N Félags kvikmyndahúsaeigenda í Reykjavík kallaðl blaðamenn á fund sinn í gær og skýrði frá því, að kvikmynda- húsin hygðust efna til atkvæðagreiðslu meðal bíógesta um það, hvort afnema skuli hléin eða ekki og verða úrslit atkvæðagreiðsl- unnar látin ráða. Atkvæðagreiðslan fer fram frá 24. sept. til 30. sept. n. k. og verða atkvæðaseðlar afhentir bíógestum með hverjuna miða, sem keyptur er. Þegar bíógestir hafa greitt atkvæði, skulu þeir láta seðlana í sérstaka atkvæðakassa, sem komið verður fyrir í kvikmyndahúsunum. NORSKA sendiráðið hefur til- kynnt utanríkisráðuneytinu, að norska ríkisstjórnin hafi í sam- ráði við íslenzku ríkisstjórnina, ákveðið að hækka að tign sendi- herra sinn í Reykjavík, herra Torgeir Anderssen-Rysst og skip- að hann frá 15. september 1955 ambassador Noregs á íslandi. (Frá utanríkisráðuneytinu). KjEFLAVÍK, 15. sept.: — í dag var afli bátanna mun minni en í gær. Alls bárust á land í dag 1800 tunnur af 35 bátum. Hæst var Reykjaröst með 118 tunnur. Veið arfæratjón varð minna í dag en í gær. Þó urðu nokkrir fyrir slæmu tjóni. í gær lönduðu 30 bátar um 3000 tunnum. Enginn bátur reri í kvöld TÍMABÆR Eins og kuiínugt er, hafa kvik- myndahúsin verið gagnrýnd tals- vert fyrir það, í blöðum, að þau skuli halda upp á hléin. Er þessi atkvæðagreiðsla því mjög tíma- bær og ætti fólk að taka þátt í henni, annars missir hún marks. Morgunblaðið fagnar því, að kvik- myndahúsaeigendur skuli hafa farið þessa leið og hvetur menn til að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Þess má geta, að Blaðamanna- félag íslands hefur verið beðið um að skipa kjörstjórn. 20 ÞÚS.? Ekki er óliklegt, að milli 20 og 30 þús. bíógestir taki þátt í at- kvæðagreiðslunni, a. m. k. eru bíó- gestir hér í bæ yfir 20 þús. í viku hverri. Stjórnin skýrði enn fremur frá því, að sælgætissala bíóanna væri nokkur þáttur í rekstri þeirra og af þeim sökum vildu þau ekki fella hana niður nema óskir almenn- ings séu ótvíræðar í þá átt. Þá skýrði stjórnin og frá því, að hér væru fleiri kvikmyndir sýnd- ar en í höfuðborgum hinna Norð- urlandanna og yfirleitt allar úr- valsmyndir sem koma á kvik-i myndamarkað. Að vísu séu þær ekki nýjar af nálinni, þegar þær eru sýndar hér og stafar það af fjárhags- og gjaldeyriserfiðleik- um. Loks eru það eindregin til- mæli kvikmyndahúsanna, að blöð in auki kvikmyndagagnrýni sína til mikilla muna, dæmi hart það sem lélegt er, en bendi fólki á góð ar myndir, svo að þær fari ekki af þeim sökum fram hjá bíógest- um. Slfsavarð- sloían fluff NU hefir Slysavarðstofan í Rvík verið flutt í nýju Heilsuverndar stöðina, og verður hún nú rekin með öðru sniði en áður. Lækna- þjónusta verður allan sólarhring inn, — og eins og áður verða vitjanir út í bæ frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árd., sími 5030. — Inn- gangur er frá Barónsstig Verður Kristneshæli breytt í nýjan Klepp? Norðlendingar jbv/ mótfallnir, unz berklaveikin hefir verið gersigruð AKUREYRI, 15. sept. AFÖSTUDAGINN komu hingað til bæjarins forsvarsmenn heil- brigðismálanna, þeir Ingólfur Jónsson ráðherra, Sigurður Sig- urðsson berklayfirlæknir og Vilmundur Jónsson landlæknir og fleiri. Tilgangur fararinnar var að athuga hvort fært væri að leggja Kristneshælið niður sem berklahæli og stofna þar til rekst- urs geðveikraspítala. Hér á Akureyri ræddu gestirnir við bæjar- fulltrúana, alþingismenn bæjar og sýslu, bæjarfógeta, lækna Kristngsshælis og Fjórðungssjúkrahússins. Landlæknir og berkla- yfirlæknir töldu, að allt benti til þess að komizt yrði af með eitt berklahæli innan fárra ára. Væri því tímabært að ræða um til hvers nota ætti Kristneshæli og hvaða ráðstafanir þyrfti að gera til berklavarna á Norðurlandi, þegar hælið yrði lagt niður. Kæmi þá til álita að stofna sérstaka berkladeild við Sjúkrahús Akur- eyrar, þar sem sjúklingar nytu umsjár sérfræðings. Ekki sé því tímabært að hefja breytingar á rekstri Kristness- hælis hvað sem síðar kunni að verða. Akureyrarblöðin túlka öll þetta sjónarmið. Og Steindór Steindórsson frá Hlöðum skrifar m. a. grein í eitt þeirra s. L þriðjudag, þar sem hann leggst eindregið gegn því, að Kristnes- bæli verði breytt í geðveikra- spítala, svo lengi sem ekki hafi fullur sigur unnizt á berklaveik- inni. Leikhús HeimdaSlar BERKLAVEIKIN I RÉNUN Vífilsstaðahæli mun rúma fuilskipað um 200 sjúklinga, en þar eru nú 133. Á Kristn- eshæli eru innan við 50 sjúkl- ingar en gætu verið 70 ef á þyrfti að halda. Árið 1940 voru skráðir berklasjúklingar hér á landi 4,7 af þúsundi en 1953 1,2 af þúsundi. Er því augljóst, að berklaveikin í landinu er mjög á undanhaldi. Eru þetta röksemdír heil- brigðisstjórnarinnar, að sjúkl- ingar á Kristneshæli verði fluttir til Vífilsstaða og hælin þannig sameinuð. NORÐLENDINGAR VTLJA EKKI LEGGJA HÆLIÐ NIÐUR í viðræðunum kom það fram, að Norðlendingar yrðu þvíeindregið mótfallnir, að Kristneshæli verði lagt niður sem berklahæli að svo stöddu. Telja þeir ekki tímabært að svo verði gert meðan enn eru þar 50 sjúklingar. Geti og komið ; upp berklaveikifaraldur svo þörf sé á meira húsrými fyrir sjúklinga en Vífilsstaðahælið eitt veitir. Þá sé það heldur ekki sárs aukalaust sjúklingum, sem dval- izt hafi á Kristneshæli áratug- um saman og líta á það sem heimili sitt, að hverfa fyrirvara- laust í annan landsfjórðung. — í KVÖLD verður næst síðasta sýning á hinum vinsæla gaman- leik Nei-inu eftir J. L. Heiberg, sem Leikhús Heimdallar hefur sýnt að undanförnu. — Myndin hér að ofan er af Haraldi Björns- syni og Rúrik Haraldssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.