Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 14
r
14
MORGVTSBLAÐIÐ
Föstudagur 16. september 1955
Læknirinn og ástin hans
SFTIR JAMES HILTON
Framhaldsssagan 29
Sólin gægðist yfir lágar hæðirn-
ar, kastaði geislum yfir gljúfur
og giljadrög, glitraði á döggvotu
enginu og vakti fuglana.
Innan stundar yrði tími kom-
inn til að labba af stað til braut-
armótanna, þar sem hann mundi
að var sjálfsali, er seldi mönn-
um súkkulaði. Seinna, þegar þau
kæmu til einhvers stærri staðar,
gætu þau fengið sér góðan morg-
unverð.'
Hann vakti Leni og þau lögðu
af stað, böðuð í sólskini hins
unga morguns og brátt komu
þau auga á byggingar brautar-
stöðvarinnar og merkjaturninn.
Klukkan var þrjár mínútur
yfir sex, þegar þau komu þangað
sem farseðlarnir voru seldir og
skyndilega datt Davíð það í hug,
að sennilega myndu allir á stöð-
inni bera kennsl á sig og þess
vegna væri hyggilegast fyrir þau
að laumast upp á brautarpallinn
af hliðarbrautinni og fara þannig
inn í járnbrautarlestina án þess
að kaupa farseðil.
Þetta veittist honum mjög auð-
velt að framkvæma, því lestin
var þegar komin að pallinum og
nóg var um auða og ólofaða klefa
að velja. Hann vissi að lestin
myndi flytja þau til Charlham,
þar sem þau gætu keypt farseðl-
ana og náð í hráðlest til London.
Davíð, sem var hinn ánægðasti
yfir þessari kænlegu hernaðarlist
sinni, settist niður og reykti pípu
sína í bezta skapi á meðan Leni
kom sér fyrir í einu af hinum
þægilegu sætum og sofnaði fljót-
lega. Hann var enn að hugsa um
það, hversu vel honum hefði tek-
izt að sleppa óþekktur og óséður
inní lestina, þegar hann mundi
allt í einu eftir sjálfsalanum og
liann var einmitt að velta því
fyrir sér, hvort hann ætti að voga
sér sem snöggvast yfir brautar-
pallinn, þegar klefadyrunum var
skyndilega hrundið upp og mið-
aldra maður snaraðist inn, móður
og másandi og tók sér sæti í einu
horninu, andspænis Davíð.
„Ja, arna var skemmtileg hend-
ing“, tók hann þegar til máls, er
hann hafði kastað mestu mæð-
inni. „Þá missýnist mér illilega
ef þetta er ekki dr. Newcome.
Munið þér ekki eftir því, læknir,
þegar við urðum síðast samferða
með þessari lest? Það er sannar-
lega of heitt í dag til þess að vera
með vettlinga á höndunum".
Maðurinn hló og lék við hvern
sinn fingur og Davíð gat ekki
stillt sig um að brosa og sagði
eins og hann myndi hafa sagt
inni á lækningastofu sinni:
„Þér ættuð nú ekki að gera
mikið að því að hlaupa í kapp
við lestirnar, Barney. Slíkt er sú
mesta hjartaáreynsla sem hægt
er að hugsa sér fyrir mann á yðar
aldri, vegna þess að það er bæði
líkamleg ofraun og hugaræsing".
Nokkru síðar, nánar tiltekið ,
mánuði síðar, þá játaði Barney '
Tinsley, að hann hefði ekki í <
fyrstu gert sér það ljóst, að stúlk- j
hrasaði um fæturnar á mér og
þegar é gleit upp, sá ég að hann
henti öðrum hanzkanum sínum
út um gluggann.
Hamingjan sönn, er nú mann-
auminginn alveg genginn af göfl-
unum? sagði ég við sjálfan mig,
því að mér virtist hanzkinn í
bezta ásigkomulagi og búinn til
úr ágætu skinni. Að sjálfsögðu
spurði ég hann að því, hvers
vegna hann hagaði sér svo kyn-
lega og það skal ég ábyrgjast að
enginn ykkar getur ímyndað sér
hverju hann svaraði mér, en nú
skal ég segja ykkur það.
Barney, sagði hann. Hann kall-
aði mig nefnilega alltaf Barney.
Ég var svo óheppinn að missa
annan hanzkann minn út áðan,
þegar ég opnaði gluggann og þá
fannst mér réttast að kasta hin-
um út á eftir, ef ske kynni að
sami maðurinn fynndi þá báða.
Þegar allt kemur til alls, þá hef-
ur enginn nokkuð gagn af einum
stökum hanzka.
Þau komu til Charlham klukk-
an hálf tíu og borðuðu morgun-
verð í Railway Arms.
Morgunblöðin voru alveg ný-
komin og sérhver maður í kaffi-
stofunni ræddi ástandið og allir
komu með sína spádóma um
gang málanna í náinni framtíð,
þjónninn, nokkrir farandsalar og
maður í grænum slopp, sem var
að hreinsa eldstæðið.
Svínsfleskið var kalt og við-
brennt.
Davíð var búinn að glugga í
ferðaáætlun lestanna og hafði
komizt að raun um það, að hrað-
lest átti að fara til London klukk-
an 11.
Stöðin var rétt hinum megin
við veginn, svö að þau höfðu
alveg nægan tíma.
Hann skildi Leni eftir og sagði
henni að hvíla sig í einum legu-
bekk gistihússins á meðan hann
fór á rakarastofu og lét raka sig.
Leni svaf næstum allan tím-
ann, sem þau voru á leiðinni til
mnnviri
London, en nú var lestin yfirfull
af farþegum og hún hallaði höfð-
inu upp að öxlinni á honum, þar
sem hann sat og ræddi við hina
farþegana í klefanum.
Sama sagan endurtók sig allt-
af, þegar hann var á ferðalagi og
hvert sem hann fór. Fólk fór allt-
af að tala við hann og segja hon-
um stóra kafla úr æfisögum sín-
um, ef tími vannst til þess, af
því að hann kunni að hlusta vin-
gjarnlega og af alúð. j
En í þetta skipti, meðan hann
talaði og hlustaði dróst athygli
hans meira og minna frá umræð-
unum og hann virti öðru hvoru
fyrir sér höfuðið, sem lá svo
mjúklega við öxl hans.
Leiðin til brautarmótanna hafði
verið alltof löng og erfið fyrir
hana — aumingja barnið — svo
að nú var bezt að leyfa henni að
sofa, svo lengi sem tími vannst
til. —
En einu sinni rumskaði hún
við* skröltið í lestinni, sem brun-
aði inn í jarðgöng og leit eins og
örlítið viðutan á hann:
„Du kleine doktor“, hvíslaði
hún hálf sofandi. „Hvert erum
við að fara? Hvert ætlarðu að
fara með mig?“
En svo mundi hún eftir nokkru,
sem hann hafði sagt henni — að
hún mætti ekki tala neitt á leið-
inni, til þess að enginn heyrði
hinn útlenda málhreim hennar.
Þau komu til London að áliðnu
síðdegi og þegar þau gengu, á-
samt farþegunum hinum, út á
rautarpallinn, við hlið lestarinn-
ar, stukku allt í einu tveir menn
fram, gripu þjösnalega í hand-
legg þeirra og héldu þeim föst-
um. — j
SJÖTTI KAFLI
Litli læknirinn horfði á hvern-
ig geislar haustsólarinnar þokuð-
ust eftir gólfinu og þegar síðasta
gula rákin hvarf, þá vissi hann
að liðið var á kvöldið og að ann-
ar dagur var nær á enda.
Allt í einu heyrði hann dóm-
an í hinu horni klefans, væri
ferðafélagi læknisins.
Hún hafði verið sofandi og
hann varð mjög undrandi, er hún !
vaknaði skyndilega og sagði ein-
hver orð á erlendu tungumáli.
Orðin, sem hann hafði látið
falla við lækninn, viðvíkjandi
vettlingunum, skýrði hann á eftir
farandi hátt:
„Hef ég annars nokkurntíma
sagt ykkur frá því, er ég varð
lionum samferða með járnbraut-
arlestinni til Sandmouth? — Ég
hafði hallað mér útaf og var ný
•sofnaður, þegar ég hrökk allt í
«inu upp við það, að læknirinn
TOFRAPOKINN
i
DAG nokkurn fyrir mörgum árum síðan kom svertingi úr
Fang-ættinni til trúboðsstöðvarinnaar. Hann hafði gengið
hina löngu leið frá uppsprettu eins hinna stóru fljóta í
fjöllunum. Hann hafði verið 8 eða 10 daga á leiðinni. Hann
var að koma með son sinn Abam, um það bil 12 ára að aldri,
sem var veikur. Hafði hann fengið stórt sár á fótinn og gat
því ekki gengið. Þar af leiðandi hafði Nze, faðir hans, borið
hann alla leið. Oft fylltist trúboðinn undrun yfir skaphörku
Fang-negranna, og sjaldan er neina meðaumkun að finna
hjá þeim. Svo þetta atvik var alveg sérstakt, og útskýringin _
kom líka: Þegar Abam fæddist, hafði galdralæknir nokkur
sagt Nze, föður hans, að líf hans væri sameinað lífi barnsins.
Ef barnið lifir, lifir þú einnið en deyi það, þá deyrð þú líka.
Af þessari ástæðu var Nze jafnhræddur um líf barnsins
eins og sitt eigið líf. Þegar í stað hafði hann beðið galdra-!
læknirinn að gera tvo sterka töfragripi til verndar fyrir líf
þeirra beggja. Eftir ýmsar dularfullar athafnir hengdi hann
sinn ormskinnspokann með galdrameðulum í um háls hvors
þeirra. Og síðan höfðu þeir alltaf borið þau til öryggis lífi
sínu. Sem bar nhafði Abam næstum aldrei verið veikur. j
En þegar hann um seinasta þurrkatímann var á hlaupi í
skóginum, hafði hann fengið fiís í fótinn. Hann náði henni
að vísu út, en daginn eftir var farið að grafa í fætinum.
Kvalirnar fóru vaxandi og fóturinn bólgnaði, og smátt og
smátt myndaðist kýli fullt af greftri.
Foreldrarnir hjúkruðu honum eins vel og unnt var, en
eftir 2—3 vikur var allur fóturinn í sárum, og enn gróf það
vikum saman. Fyrst fór Nze með son sinn til nokkurra sið-
aðra nágranna, en þar var enga hjálp að fá. Sárið stækkaði
aðeins. Nze var orðinn alvarlega hræddur, því á hverjum
Lím og bætur
Bifreiðavöruvenlun Friðriks Berielsen
Sími: 2872
Slysavarðstofa Reykjavíkur
Og
og læknavörður
Læknafélags Reykjavíkur
Slysavarðstofan og læknavörður L. R. er flutt úr Aust-
urbæjarbarnaskólanum í nýju Heilsuverndarstöðina við
Barönsstíg.
Inngangur á lóðina frá Barónsstíg, Sundhallarmegin.
Slysavarðstofan verður opin allan sólarhringinn.
Læknavörður L. R. fyrir vitjanir, verður eins og áður
frá kl. 18 til 8.
Sími 5030.
♦
Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Mý sending
Slcólafatnaður fyrir telpur
6 — 14 ára
Þýzkar poplin dragtir
- - kjólar
— — pils
Ullarpeysur og pils
Hafnarstræti 4
Sími 3350.
■ni
•u«
í
íbúð á Melunum
Glæsileg 5 herbergja íbúð með hitaveitu, ásamt
herbergi í risi og geymslum í kjallara til sölu.
Til greina getur komið makaskipti á hæð og risi
með ekki færra en 8 herbergjum.
Uppl. gefur
EGGERT KRISTJÁNSSON, hdl.
Sími: 81875.