Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. september 1955 MORGTJTSBLAÐIÐ II Ben. G. Wange endur- kjerlnn forseti Í.S.I. IÞRÓTTAÞING ÍSl var haldið í Hlégarði í Mosfellssveit dagana 10.—11. sept. 1955. Mættir voru fulltrúar frá 16 héraðssamböndum og Iþróttabandalögum, Fram- kvæmdastjórn ISl, Iþróttafulltrúi Ríkisins o. fl. Forseti þingsins var kjörinn 'Axel Jónsson, form. Ungmenna- samb. Kjalarnessþings. Varafor- Beti Jens Guðbjömsson, Reykjavík og ritarar Gunnlaugur J. Briem og Hannes Sigurðsson. Kjörbréfanefnd: Erlingur Páls- Bon, Jón Magnússon, Gísli Ólafs- Bon, Bragi Kristjánsson og Þórar- inn Sveinsson. —• I kjörnefnd voru kjörnir: Baldur Möller, Þórarinn Sveinsson og Jakob Hafstein. — I fjárhagsnefnd voru kjörnir: Ragnar Þorsteinsson, Gísli Ólafs- son, Andrés Bergmann, Guðmund ur Sveinbjörnsson og Lárus Hail- dórsson. — 1 allsherjarnefnd voru kjörnir: Gísli Halldórsson, Stefán Runólfsson, Jón Magnússon, Bragi Kristjánsson og Tryggvi Þorsteins son. 1 þingbyrjun var samþykkt að Senda Erlendi ó. Péturssyni eft- irfarandi kveðju, en Erlendur ligg ur nú sjúkur í Landspítalanum: „Iþróttaþing ÍSl 1955, haldið að Hlégarði í Mosfellssveit, sendir Erlendi Ó. Péturssyni sínar beztu kveðjur og árnaðaróskir um góð- an og skjótan bata“. Fyrri dag þingsins fóru þing- fulltrúar til Bessastaða í boði for- seta Islands og einnig var skoðað hið nýja húsnæði ISl á Grundar- Btíg 2A. Síðari daginn var þing- Fnndurinn fulltrúum boðið að skoða Reykja lund. Að þeirri ferð lokinni af- ’ henti Axel Jónsson ISl forkunnar fagra gestabók, sem var gjöf frá U. M. S. K. | 1 framkvæmdastjórn ÍSl voru kjörnir: Benedikt G. Waage, for- | seti, Stefán Runólfsson, Guðjón Einarsson, Gísli ólafsson og Hannes Sigurðsson. — Varamenn voru kjörnir: Axel Jónsson, Atli Steinarsson, Björn Vilmundarson, Ingi R. Baldvinsson og Sigurður Sigurðsson. — 1 sambandsráð ISl voru kjörnir auk framkvæmda- stjórnarinnar: Fyrir Reykjavík: Jens Guðbjörnsson til vara Gísli Halldórsson. Fyrir Suðurland: Sig urður Greipsson, Haukadal og til vara Gísli Sigurðsson, Hafnarfirði Fyrir Vesturland: Óðinn Geirdal, Akranesi og til vara Gunnl. Jónas son, Isafirði. Fyrir Norðurland: Hermann Stefánsson, Akureyri og til vara Tryggvi Þorsteinsson, Ak- ureyri. 1 Iþróttadómstól ISl voru kjöm- ir: Þórður Guðmundsson, Brynjólf ur Ingólfsson, Frímann Helgason, Gunnlaugur J. Briem, Þorgeir Sveinbjarnarson, Haraldur Jó- hannesson, Andreas Bergmann, Einar Björnsson, Gísli Sigurðsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Þórarinn Magnússon og Erlendur Ó. Pétursson. — Þá var kosinn ráðgefandi nefnd kvenna: Sigríð- ur Valgeirsdóttir, Guðrún Nielsen og Þorgerður Gísladóttir. Margar samþykktir voru gerðar og verður þeirra getið síðar. 2 íslendsngar í liði Norður landa gegn Balkan Hallgnmur Jónsson i kringlukasti og Vilhjálmur Einarsson i þristökki LIÐ NORÐURLANDANNA í frjálsíþróttakeppninni við Balk- anlöndin hefir nú verið valið, og eru tveir íslendingar þar á með- al, Vilhjálmur Einarsson (UÍA) og Hallgrímur Jónsson (Á). — Liðið er annars þannig skipað (bezti árangur hvers í sviga): 100 m: Björn Nielsen, N (10,6), Marsteen, N (10,7) og Lorenzon, S (10,7). 200 m: Hellsten, F (21,5), Björn Nielsen, N (21,5) og Jan Carls- son, S (21,6). 400 m: Hellsten, F (46,6), Boy- sen, N (47,7) og Bránnström, S (47.8) . 800 m: Boysen, N (1.45,9), R. Andersen, N (1.50,0) og Kakko, F (1.49,4). 1500 m: Gunnar Nielsen, D (3.40.8) , Salsola, F (3.46,0) og Vuorisala, F (3.46,0). 5000 m: Taipale, F (14.07,6), Saksvik, N (14.12,4) og Kálle- vágh, S (14.15,0). 10000 m: Posti, F (29.55,0), Sairanen, F (29.56,0) og Evert Nyberg (30.02,4). Hindrunarhlaup: P. Karvonen, F (8.45,4), Ernst Larsen, N ,(8.45,8) og Söderberg, S (8.58,0). 110 m grindahlaup: Kenneth Johansson, S (14,5), Tor Olsen, N (14,5) og P. E. Johansson, S (14,7). 400 m grindahlaup: S. O. Eriks- son, S (52,5), Mildh, F (52,8) og K. G. Johnsson, S (52,3). Langstökk: Vulkams, F (7,51), Lampinen, F (7,45) og Porras- salmi, F (7,28). Hástökk: Nilsson, S (2,10), Pettersson, S (2,04) og Holm- gren, S (2,00). Þrístökk: Lehto, F (15,33), Norman, F (15,30) og Vilhj. Ein- arsson, í (15,19). Stangarstökk: Landström, F (4,50), Lundberg, S (4,40) og Piironen, F (4,30). Spjótkast: Nikkinen, F (78,67), Vesterinen, F (75,72) og Kauhan- en, F (75,19). Kringlukast: Hallgrímur Jóns- son, í (52,19), Arvidsson, S (51,23) og Hagen, N (50,87). Kúluvarp: Koivisto, F (16,27), Uddebom, S (16,12) og Perko, F (15,74). Sleggjukast: Strandli, N (61, 19), Aspelund, S (57,19) og Halmetoja, F (57,17). TJARNARBÍÓ „G ÖTUHORNI Г KVIKMYND þessi er ensk, gerð af Rankfélaginu. Er hún byggð á sannsögulegum atburðum, teknum úr bókum brezku lög- reglunnar. Fjallar myndin um þau margvíslegu vandamál, sem koma til úrlausnar lögreglunnar dagsdaglega, að heita má, og þann þátt er konurnar innan lög- reglunnar eiga að góðum árangri og giftusamlegri lausn margra erfiðra mála. Er sérstaklega at- hyglisvert hversu mildum hönd- um er farið um marga afbrota- menn, sem eru að stíga fyrstu sporin á ógæfubrautinni, og hversu starfsmenn lögreglunnár reyna með þolinmæði og skiln- ingi að hjálpa fólkinu til að öðl- ast trúna á lífið og sjálft sig aftur. — Öllu þessu kynnumst við í þessari mynd, en jafnframt er hún allspennandi, því að inn í hana er fléttað sögu ungrar konu er hleypur frá eiginmanni sínum og barni, og lendir í klón- um á forhertum bófa og félögum hans. Mynd þessi er ágætlega gerð, prýðisvel á efninu haldið og hún vel á svið sett. Hlutverkin eru mörg og yfirleitt vel með þau farið, einkum er þó góður leikur þeirra Peggy Cummins, Terence Morgan, Rosamund John og Anne Crawford, er fara með veigamestu hlutverkin. Vil ég eindregið mæla með þessari mynd. NÝJA BÍÓ: „S I G U R LÆKNISINS" ÞAÐ ÆTTI að vera nægilegt til að draga fólk að þessari mynd, að þau Cary Grant og Jeanne Crain hafa á hendi aðalhlutverk- in. Myndin segir frá lækni, sem hefur getið sér mikið frægðar- orð fyrir lækningar sínar, sem margar þykja ganga kraftaverki næst, en hann hefur einnig af þeim ástæðum eignazt öfluga ó- vini, er reyna að gera hann tor- tryggilegan, einkum fortíð hans, til þess með því móti að koma honum á kné, en þetta tekst þó ekki. — Hinsvegar kynnist hann ungri stúlku, fríðri og gáfaðri, er leitar til hans sem læknis. — Er þá ekki að sökum að spyrja. — Þau fella hugi saman. — En það er síður en svo að allt falli þar með í ljúfa löð, því að einmitt þegar hamingja þeirra ætti að vera sem mest, rís með þeim stórkostlegt vandamál vegna þess, sem á undan er gengið í lífi hinnar ungu konu. En þau leysa þennan vanda á þann giftusam- Iega hátt, sem þeir einir geta, sem hafa heilbrigð sjónarmið og eru hleypidómalaus, — og unn- ast af heilum hug. — Þetta er megin efni myndarinnar og það sem öðru fremur gefur henni gildi. En jafnframt er bjart yfir henni, hún full af góðri kímni og mörgum skemmtilegum atrið- um, sem vissulega missa ekki marks í höndum Cary Grants nú frekar en fyrri daginn. — Grant leikur lækninn, en Jeanne Crain stúlkuna, er verður kona hans. Er leikur þeirra afbragðs góður. Önnur veigamikil hlutverk eru í höndum Huare Cronyns, Walters Slezak’s, sem er frábærlega snjall og skemmtilegur, og Sid- ney Blackmers. Ég hafði góða skemmtun af að sjá þessa mynd og tel ekki vafa á því, að hún falli vel í geð flest- um, sem sjá hana. E g o. sem átti að vera í Tjarnarcafé í dag, — föstudaginn 16. sept. er frestað. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN Uppþvottavél ■ ■ Lítið notuð unpþvottavél (General Electric) : ■ ásamt vaski og beinakvörn, til sölu með tæki- : w ■ færisverði. : ■ ■ ■ Vélin er í góðu lagi. Til sýnis hjá Helga Magn- : ■ ússyni & Co., Hafnarstræti 19. : Algjörlega reglusöm hjónaefni, sem bæði vinna úti, óska eftir 1—2 herbergja íbuð Barnagæzla gæti komið til greina. Uppl. í síma 81240 Mafsvein og háseta vantar á 100 tonna mótorbát á reknetaveiðar. Uppl. á skrifstofu Baldurs Guðmundssonar, Hafn- arhvoli, sími 6021. HLSEIGENDUR Vantar 2—3 herbergja íbúð. Árs fyrirfram greiðsla. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 5155, Guðjón Jónsson. KEMISK HREINSUN G UFUPRE SSUN FNARSTRÆTf' 5 LAU FASVEGI 19 Vil kaupa einbýlishús eða 2 rúmgóðar íbúðir á góðum stað. Mikil útborgun. Get ef til vill látið góða 6 herb. íbúð í skiptum. Tilboð merkt: „Hús — 1041“ send ist Mbl. 2 hœða steinhús í Ytri-Njarðvík til sölu. — Húsið er allt laust til íbúðar strax. Neðri hæð hússins getur verið hentug fyrir verzlunarrekstur. Hagkvæmir greiðsluskilmálaSr. Eignasalan, Framnesvegi 12 Símar 566 og 49. OSklLAMUNIR Framvegis fer afgreisðla óskilamuna fram hér í skrifstofunni á Fríkirkjuvegi 11, einungis kl. 2—4 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. Sakadómari. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 24., 25. og 26. tbl. Lögbirtingablaðsins 1955 á húseigninni Langagerði 104, hér í bænum, eign Björgúlfs Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl., bæjargjaldkerans í Reykjavík og tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. september 1955, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.