Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 7
jTöstudagur 16. september 1955
MORGVNBLAÐIÐ
9 1
Um 6830 böm munu sækja
Barnaskóla Reykjavikur í vetur
I ráði er að byggja nýtt barnaskólshús vlð
Breiðagerði. — Gamli Iðnskélinii hefur
verið tekinn á leigu fyrir landsprófsdeiM-
irnar allar.
BARNASKÓLAR Reykjavíkur hafa nú hafið starfræksln sina i
bekkjardeildum yngri barnanna, sjö, átta og níu ára. Bráð-
lega hefst einnig kennsla fyrir eldri börnin, og framhaldsskólar
verða settir innan skamms. Enn sem áður eiga forráðamenu í
Skólamálum bæjarins við örðugleika að etja I húsnæðismáhm*
skólanna, og hefir m. a. verið horfið að j»ví ráði að taka gamla
Iðnskólann á leigu fyrir landsprófsdeildirnar allar. t ráði er einn-
Ig að byggja nýtt barnaskólahús við Breiðagerði, er fjárveitínga-
leyfi fæst.
Kennsla hófst 1. sept. í bekkjar-
deildum yngri bamanna, en eldri
börnin hefja skólagöngu 1. okt. —
Eins og kunnugt er, ákvað fræðslu
málastjórn, að kennsla í fram-
haldsskólum, að Háskólanum und-
anteknum, skyldi ekki hefjast,
fyrr en 15. okt. sökum ótíðarinn-
ar í sumar, ef notazt mætti þann-
ig betur vinnukraftur unglinga í
sveitunum.
★ ★ ★
ÁætlaS er, að ails nitini um
6830 börn sækja barnaskóla
Reykjavíkur í vetur. Samkvæmt
Jtví, sem fræðslufulltrúi Reykjavík
urbæjar, Jónas B. Jónsson, skýrði
blaðamönnum frá i gær, fer því
minnkandi aukningin á fjölda
barna á barnafræðslustigi í Rvík.
Sækja nú skólana tini 250 börnum
fleira en á fyrra vetri, og er sú
aukning minni en verið hefur á
undanförnum árum.
Enn eru bekkir yngstu barn-
anna ekki fullskipaðír, þar sem
fjöldi barna er enn í sveit, og er
það af skólanna hálfu látið óátalið,
þó að börnin dveljist um kyrrt í
sveitinni fram eftir mánuðinum.
★ ★ ★
Gert er ráð fyrir, að í Miðbæjar
barnaskólanum verði um 950 börn,
í Austurbæjarbamaskólanum um
1560, í Laugarnnesskólanum um
1220, í Melaskólanum 1520, í
Langholtsskólanum 900, í Eskihlíð
arskólanum 200, í Háagerðisskól-
anum 420 og í Árbæjarbarnaskól-
anum 60.
Undanfarin ár hefur skortur á
húsnæði fyrir bamaskólana verið
mjög tilfinnanlegur, og valdið for-
ráðamönnum þessara mála hér í
bænum miklum erfiðleikum. En þó
hefur oft horft verr um húsnæðis
mál barnaskólanna en í ár.
S. 1. vetur var þrísett í um 40
kennslustofur í barnaskólunum. —
Voru þá alls 235 bekkjardeildir,
en nú í vetur er tala bekkjardeilda
244.
★ ★ ★
Árbjarbarnaskólinn starfar nú í
fyrsta skipti í vetnr. Verður hon-
um koniið á stofn samkvæmt
bciðni íbúðanna í Selás og Árbæj-
arblettum og munu sækja hann
sjö, átta og níu ára börn. —
Verður skólinn til húsa í búsnæði
Framfarafélags Selás og Árbæjar-
bletta. Árbæjarbletti 32. Tilgang-
urinn með stofnun þessa skóla er,
að yngri börnin eigi ekki langt að
sækja í skólann.
Ibúamir í Smálöndum hafa
einnig farið þess á leit, að settur
yrði á stofn slíkur skóli í þeirra
hverfi, en ennþá eru börnin þar
of fá til að fræðslumálastjóm bæ i
arins sjái sér kleift að verða við
þeirri beiðni.
★ ★ ★
Á ýmsan hátt hefnr nú verið end
urbætt húsnæði barnaskólanna, t,
d. hefur Miðbæjarbamaskólinn
verið málaður, bæði utan og inn-
an. Er allur frágangur þar hinn
smekklegasti og skólastofurnar
málaðar í björtum litum. — Hafin
verður bygging nýja skólahússins
við Breiðagerði undir eins og fjár
festingarleyfi fæst. Teikningar
liggja fyrir af þessu fyrirhugaða
[ skólahúsi. Verða þar níu kennslu-
stofur, og mun skólinn rúma um
540 nemendur.
Þó að skóli þessi verði mun
stærri en tveir nýjustu skólamir,
Eskihliðarskólinn og Háagerðis-
skólinn, sem notaðir eru fyrir
yngri börnin, verður Breiðagerðis
skólinn samt með svipuðu sniði,
þannig að sérstök forstofa er ætl-
uð fyrir hverja skólastofu. Verð-
ur það þó með þeim hætti, að
gengt er milli forstofanna í nýja
skólanum.
★ ★ ★
Skýrði fræðslufullírúi svo frá,
að kennarar væru sannnála um,
að þetta fyrirkomulag væri rojóg
hagkvæmt. Eskiblið'arskólinn og
Háagerðisskólinn eru enn ófull-
gerðir að utan, en allur frágangnr
innanliúss er hinn vandaSastí og
meS nýtízku sniSi.
ViS BreiSagerSisskólann verSa
sérstök leiksvæSi fyrir yngri börn-
in — sjö, átta og níu ára, en þenn
an fyrirhugaSa skúla munu sækja
börn allt frá 7 npp í 12 ára gömul.
SagSi fræSsInfuIItrúi, aS þróunin
væri í þá átt, aS barnaskólahúsin
yrSu minni nmfangs, og teldu
framamenn í kennslumáhim þaS
vera hentugra fyrirkomulag.
★ ★ ★
Hefur einnig verið unnið að því
að bæta húsakost skólanna á gagn
fræðastiginu. Fræðslumálast.jórn
bæjarins hefur nú tekið á leigu
gamla Iðnskólann við Vonarstræti
og er nú unnið að þvi að endur-
bæta það húsnæði. Verða þar sex
kennslustofur.
Staðsetningin er að ýmsu leyti
óheppileg, þar sem húsið stend-
ur á götuhorni og ekkert leik-
svæði er við það, hins vegar er
það mjög miðsvæðis í bænum. Var
það m. a. ástæðan til þesa, að á-
kveðið var að flytja allar lands-
prófsdeildir í þetta húsnæði, þar
sem um er að ræða 15—16 ára
unglinga í frjálsu námi — frem-
ur en ætla þetta nýja leiguhús-
næði yngri hörnum á skyMunáma-
stígi. Mætti ætla eðlilegt að hafa
landsprófsdeildimar allar undir
sama þaki, þó að örugg reynsla
hafi ekki fengizt enn fyrir því.
★ ★ ★
Á gagnfræðastíginu munu um
2380 nemendur sækja skóla i vet-
ur — af þeim fíölda eru um 1710
unglingar á skyldunámsstíginu eða
í fyrsfca og öðrnm bekk. AIIs munu
iim 8540 nemendur í skyldunámi
sækia skóla í vetur og er það mik-
il fiölgun frá því fyrir 15 árum,
er 4200 nemendur voru í skyldu-
námi.
í vetur verða, um 630 nemendur
<-r.gn frK-ðasti'ffsina til húsa í Gagn
fræð' ■! 'Ia Arrsturhæiar, 260 í
gagnfræðftskðla Vesturhæiar, 260
í gagnfvæðftskólanum við Hring-
braut. 220 í gagnfræðaskólanum
við Lindargötu, 300 í gagnfræða-
deildum Laugarnessskólans, 160 í
Miðbæiarskólanum, 150 verða í
landsorófsdeíldnnum í gamla Iðn-
skólanum og 160 f verknámsskól-
anum að Brautarholti 18. Um 220
námsmeyjar verða í Kvennaskól-
anum.
Vei’knámsskólinn við Bnautar-
T holt var tekinn í notkun um s. 1.
1 áramót. Er enn unnið að innrétt-
ingu húsnæðisins, sem tekið var
á leigu með það fyrir augum, að
heppilegra væri að fá reynslu fyr
ir rekstri slíkra skóla, áður en
byggt væri yfir þá, Verknámsdeild
irnar eru, eins og kunnugt er, til-
tölulega ungar í skólaskipulaginu.
Áður hafði verknámsskólinn ver-
ið til húsa á tveim stöðum.
Unnið er að því, að fullgera hús
búnað í Verknámsskólanum. Verða
þar 3 kennslustofur fyrir bóklegt
nám, ein trésmiðastofa, salur fyrir
jájmsmíðanám og vélvirkjun, þrjár
fyrir handavinnu stúlkna og ein
stofa fyrir frjálst nám. Húsnæði
fyrír kennslu í matreiðslu er ann-
ars staðar.
★ ★ ★
Ákveðið hefur verið að foreldra-
vika fyrir barnaskólana verði hald
in í lok nóvembermánaðar. — Er
skólavika þessi ætluð til þess að
foreldrar barnanna geti heimsótt
skólana og kynnt sér hver háttur
er hafður á um kennslu barnanna,
nám og starf.
Hffur slík skólavíka veriS hald-
ia einu sinni áður — í nóvember
1953, og kveður fræSslufulltrúi
þaS hafa gefiS mjög góSa raun.
Konm þá un» 4000 nianns til aS
hlusta á kennsluna í skólununi, og
voru einnig haldnar kvöldvökur og
reynt aS koma á viSræSum milli
kennara og foreldra.
★ ★ ★
Hefur einnig komið til tals að
hafa sams konar skólaviku í fram-
haldsskólunum, en ekki hefur ver-
ið gengið endanlega frá því máli.
BíKskur
óskast til leigu Uppl. í síma
5178 milli 12—1 á daginn.
HERBERGI
Ungur, danskur maður ósk-
ar eftir herbergi sem næst
Eiríksgötu. Helzt með inn-
byggðum skápum. Uppl. í
síma 4699.
Reibhjól Reiðhjól
Sem nýtt karlmannsreiðhjól
til sölu á Bústaðaveg 61,
eftir klukkan 18,00 á föstu-
og laugardagskvöld. Verð
kr. 600,00. *
Ford 1954
* Til sölu eða í skiptum fyrir
eldra model þó ekki eldra en
1947. Tilboð sendist Mbl.
fyrir 20. þ.m. merkt: „Ford
— 1047“.
GÆFA FYLGIR
trúlofunarhringunum frá Sig-
arþór, Hafnarstræiá. ■— Sendir
gegn póstkröfu. — Sendið ná-
tvsamt mál.
momíúB^
ERA ERHS^.
CTTRON
APPELSIN
ANANAS "feipl
ROM /•
MOCCA f f y
S0NDAGSMAD TIL HVERDAG!
Þér fáið allar tegundir
: ■
af þessum ijúffenga ■
■
ábæti hjá okkur. — Þér !
■
eigið allt af leið um I
m
Laugaveginn.
Clausensbúb
Bifreiðaskipti
Óska eftir FORD ’55, sendiferðabifreið í skiptum
fyrir 6 manna NASH ’55.
Bílasalinn
VITASTk* 10 — sími 80059.
Tií sö/u
■«
S
5
3ja herbergja íbúð í ofanjarðarkjallara i vestur-
bænum (við Lynghaga). Stærð 90 ferm. auk sam-
eiginlegra þæginda. íbúðin er tilbúin undir tréverk
og málningu. Verð kr. 205.000.00. Lán að upphæð
kr. 50.000.000 með jöfnum afborgunum á 5 árum
fylgir íbúðinni.
Nánari upplýsingar gefur
Fasteigna & verðbréfasalan
(Lárus Jóhannesson hrl.)
Suðurgötu 4.
Símar: 3294 og 4314.
5
3
♦
BE/.T AÐ AUGLYSA
1 MORGUNBLAÐIM
Verðlækkun á
REIÐHJÓLUM
#9
PILTA
m e ð
I Úr
] kr. 995,00
s 1
kr. 890.00
mr
UOSATÆKJUM
BÖGGLABERA
PUMPU og
EYKLASETTI
Búsáhaldadeild
Skólavörðustíg 23,
Sími: 1248
nooaMXKiLx* •
■ ■UUUl