Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 16 september 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Matfhías Johannessesi cand. mag, EG SEIVI FÆ EKKI SOFIÐ -1 SÉ ek, at þroski minn vill engi verða, en þat má vera, at ek hljóta gæfu af göfgum frændum mínum, sagði Víga-Glúmur við móður sína norska — og kvaðst Vilja „útan ráðast". Við íslend- jngar höfum löngum átt góð ekipti við frændur okkar á Norð- urlöndum og hafa þau aukið ©kkur þroska. Að visu höfum við ekki ætíð getað ráðizt utan, eins ©g Glúmur forðum og sótt frænd- ur okkar heim í löndum þeirra. Við höfum því orðið að kynnast jþeim á annan veg og þá gjarna með því að lesa bókmenntir þeirra, heillandi og lærdómsrík- ar. En bókmenntir Norðurlanda eru ekki aðeins Ibsen, Strindberg ®g Andersen, ekki aðeins raun- sæi og rómantík horfinna alda, jheldur líka nútími; þjáning og vonir atómaldar sem enginn veit, hvað ber í skauti sér og sumir óttast. Okkur hættir til að ganga á snið við þessar ungu bókmennt- ir nágranna okkar, seilast um Ihurð til lokunnar. Og svo vökn- tum við einn góðan veðurdag við þann vonda draum, að unga skáldið er orðið gamalt og frægt ©g við tókum ekki eftir því með- an það var ungt, frumlegt og leit- andi. Ástfangið, kvíðandi 'og ðttafullt. 'ík RÖDD ÞJÓÐARINNAR Við lifum á erfiðum tímum, segja menn og glotta framaní œskuna. Erfiðum tímum, satt er það. Æskan horfir nývöknuðum augum á upphaf kjarnorkualdar ©g þekkir ekkert nema stríð — og kalt stríð. Nú þegar einangrun landsins er loks rofin, stendur æskan, reikul og ráðvillt, and- epænis vígtrylltum heimi og vopn uðum friði. — Skáldin eru rödd þjóðarinnar, segja menn, sam- vizka hennar, gleði og þjáning. Ungu skáldin ættu því að túlka æskuna í landinu, skoðanir henn- ar og viðhorf. í kvæðum þeirra má ætla, að sál æskunnar spegl- ist. Þar leynist innsta hræring hjartans undir viðkvæmu -'fir- borði gáska og lífsgleði. í kvæð- um ungu skáldanna okkar er Öttablandið eirðarleysi og bölsýni stríðskynslóðar sem veit ekki, hvort hún á heldur að trúa á lífið .— eða dauðann. Hannes Sigfús- ,son byrjar Dimbilvöku sína, eitt fegursta og sannasta æskuverk fimmta tugs aldarinnar, á þessa leið: Eg sem fæ ekki sofiff . .. í þessum orðum skáldsins felst játning ungu kynslóðarinnar. Hún hefir að vísu ekki ástæðu til að örvænta, framtíðin er ekki vonlaus fyrst Bulganin og Eisen- hower geta ræðzt við. En hún þekkir samt litið annað en feigð -----„sem grípur fast um klukku strenginn/og fellir þungan hjálm að eyrum mér“. Æskan er sjálfri sér lík, hvar sem hún er; viðhorf hennar til lífsins er ails staðar svipað. En lífsreynsla hennar og þroski eru Skeypt misjafnlega dýru verði. — Æska Noregs hefir t.d. hert jþorska sinn í heitara eldi en við hér uppiá íslandi. Getur hún sofið? FYRIR RÉXTLÆTI SAGT hefir verið, að það hafi hvorki verið stjórnmálamenn né hermenn sem haldið hafa uppi heiðri Frakklands, heldur skáld og menntamenn. Þessu er líkt farið í ýmsum öðrum menningar- löndum heims, og þá ekki sízt í Noregi. Að vísu hafa Norðmenn átt gagnmerka stjórnmálaskör- unga og góða hermenn. En samt hefir það ætíð verið hin vaska breiðfylking andans, túlkendur gamallar menningar og boðberar um. Þeirra heimur er stríð — og! kvikmyndahúss: — Ég geng í hring/í kringum allt, sem er, — dettur manni ósjálfrátt í hug. kalt stríð: Vinur, ég hef vakað! — segir Gunvor Hofmo í nýjustu bók sinni, Á vökunótt. Og við spyrjum: — Hvernig á annað að vera? Frá Noregi nýs tíma, sem helzt hafa gert garðinn frægan: — Ibsen, Kiel- land, Grieg, Vigeland, Garborg og Munch, — eða hvernig væri umhorfs í sögu Noregs, ef þessi nöfn, og ótal fleiri, vantaði? Það var því vitað mál, hverjir fyrst mundu skera upp herör gegn nazistunum í Noregi, hverj- ir mundu taka forystuna á erfið- um tímum, stappa stálinu í fólkið og breyta þjáningunni í sigur- vilja. — Þegar Sigurd Hoel sagði: — Skáldskapurinn kennir mönn- um að berjast fyrir réttlæti og hata ranglæti, var honum áreið- anlega hugsað til norskra óud- vegisskálda síðustu aldar. Þessi orð hafa verið grunntónninn í norskum bókmenntum margra áratuga, allt frá því Ibsen og Kielland sögðu þjóðfélagsmein um samtíðar sinnar stríð á hend- ur og börðust í verkum sínum fyrir betra heimi og meira rétt- læti. Norðmenn höfðu því betri bakhjarl í styrjöldinni en sumar þjóðir aðrar; þeir voru ekki vopnlausir, þótt þá skyrti bæði bryndreka og fallbyssur. — Þeir börðust hetjulegar en dæmi eru til — með orðsins list eina að vopni. Skáld þeirra höfðu nefni- lega gert sér grein fyrir því, að hver sem reynir að lifa og láta eftir þeirri kenningu, að listin sé yfir stjórnmál hafin, hann gerist pólitískur hjólparkokkur óvin- anna, eins og Sigurd Hoe komst að orði. Slík orð hljóta að verða guðspjall hernumdrar þjóðar í styrjöld, þótt þau séu vafasöm á friðartímum. ★ ENGINN HJÁLPAR- KOKKUR Ekkert norskt stórskáld gerð ist „pólitískur hjálparkokkur“ Þjóðverja í styrjöldinni — nema Hamsun. Norðmenn gátu því ósk- að öllum svikurum norður og nið- ur með glöðu geði, að bonum einum undanskildum. í þeim var enginn missir, enda urðu þeir ekki margir. Undir forystu Arn- ulfs Överlands, Nordals Griegr. og Johans Borgens gekk norsk alþýða í berhögg við þýzka inn- rásarherinn og sagði honum stríð á hendur. Allir þekkja þá sögu. Hún færði mönnum heim sann- inn um, að fámenn þjóð með traustan bókmenntaarf að baki, lítil þjóð mikillar menningar, verður aldrei marin undir járn- hælum fjölmennrar stríðsþjóðar. Verður aldrei að velli lögð. — Sagt er, að Stalín hafi eitthvert sinn storkað páfa með því að spyrja um herstyrk hans. Páfi svaraði því til, að hann skyldi bíða; hann mundi hitta hersveit- ir sínar á himnum. Sennilegt er, að Hákon Noregskonungur hefði Fyrri grein _ 2 - svarað þessum volduga fulltrúa efnishyggjunnar: Hersveitir mín- ar eru fámennar, en fyrir þeim eru Wergeland, Ibsen og Nordal Grieg. Eg sem fæ ekki sofið — —, segir íslenzka æskuskáldið við samtíð sína. Överlar.d sagði aftur á móti: Þú mátt ekki sofa. Þá var á annan veg umhorfs í heiminum en nú er og dauðasynd að sofna á verðinum. Grínífangelsið var einn helzti alþýðuháskóli Norð- manna í það mund: — Överland orti þar stálvilja í þjóð sína, Francis Bull flutti þar um 1300 fyrirlestra og erindi og vann eitt mesta bókmenntaafrekið í Nor- egi á stríðsárunum, og Johan Borgen skrifaði smáletursgreinar í Dagblaðið undir nafninu Mumle GSsegg. Aldrei hefir jafnmargt verið skrifað milli línanna og í smáletursgreinum Borgens: — Vetri lýkur, vonir gróa, sagði hann á einum stað. Og hvaða Norðmaður gat misskilið það? Úr þessum jarðvegi styrjaldar og mannvonzku, en jafnframt hugrekkis og karlmennsku eru ungu norsku skáldin sprottin. — Þau standa ekki andspænis líf- inu slypp og snauð, vanþroska og reynslulaus. Síður en svo. Þau hafa gott veganesti frá árum sem allir reyna að gleyma og fáir tala IBSEN lætur doktor Stockman segja: — Sá er sterkastur sem stendur — einn. Þessi lína hefir bersýnilega ekki farið fram hjá ungu skáldunum norsku. Þau eru oftast ein með kvæðum sínum. Ein og yfirgefin horfa þau á ver- öldina í kringum sig, en þó fyrst og fremst í eigin sál. Hana reyna þau að kanna til hlítar, ef það gæti orðið til þess að opinbera þeim leyndardóm lífsins. „Eg“-ið er því eitt aðalyrkisefni ungu norsku skáldanna. Það getur ver- ið óskemmtilegt yrkisefni, satt er það; óskemmtilegt og þreytandi. En getur ekki öll lýrikk verið óskemmtileg og þreytandi — og 1 hefir nokkurt skáld ort gott kvæði um annað en sín eigin ör- lög? Hér er enginn lífvana boð- skapur um stéttabaráttu og al- heimskommúnisma, engin niður- drepandi félagshyggja. Kannaðu sjálfan þig, þekktu sjálfan þig, þá fyrst skilurðu heiminn og með bræður þína. Allt og sumt. Þú ert að vísu einn á báti, verður að leita í einveru eigin sálar og hír- ast þar einn, hvort sem þér líkar betur eða ver. En það er þroska- vænlegast — og einn ertu líka sterkastur. Þetta er einfaldur boðskapur en dýrmætur, ef hann er skilinn og túlkaður í anda Ib- sens. ★ BETRI FRAMTÍÐ? Sál skáldsins er í brenni- depli. Og draumurinn og þján- ingin eru á næstu grösum, Þján- ingin er einkasár, en hún er sönn fyrir þá sök, að skáldin hafa orð- ið fyrir vonbrigðum: — í gegnum svartnætti styrjaldaráranna heyrðust raddir um betri fram- tíð. Og það var meira að segja verið að tala um frið á jörðu. Hvílík fásinna. Hvílíkt vanmat á sögunni. Var þá ekki betra að vera einn með sjálfum sér, einn og tortrygginn, í hæfilegri fjar- lægð, en berast þó með straumi tímans og erli dagsins. Einn og yfirgefinn. Þá yrði maður þó fyr- ir minni vonbrigðum, ef illa færi. ★ ÞJÁNING — OG ÞRÁ Til þess svo að fylla þessa ófullkomnu heildarmynd skulum við bæta þránni við. Hún tekur við af þjáningunni. Hún blæs að glóðum ástríðunnar. knýr ungu skáldin til að leita að friði — og guði. Eða kannski við ættum held ur að segja: guði —: og friði. - 3 - MARGT hefir breytzt frá stríðs- lokum. Eitt af því er áhugi manna á Ijóðlist. Norska þjóðin drakk í sig ljóð skáldanna á her- námsárunum, eins og fyrr getur. Drakk þau í sig. Hverja ljóðlínu, hvern staf. Nú mega ungu skáld- in þakka fyrir, ef þau selja 300— 400 eintök af bókum sínum. — Menn hafa um annað að hugsa en ljóð. Spenna kalda stríðsins og hraði nútímans valda því, að allir eru á eilífum þönum í leit að ein- hverju sem e.t.v. væri hægt að finna í litlu ljóðakveri. Enginn hefir lengur tíma til að staldra við stundarkorn: ■— sálin er farin að dragast afturúr. Og það sem verra er: enginn; nennir að bíða eftir henni! Jafnvel dagblöðin eru hálflesin —- og vestur í Banda ríkjunum getur fólk meira að segja farið í útibíó; sennilega til að spara óþarfa ráp milli bíls og ★ íHNOTSKURN En svona er heimurinn orð- inn, afskræmdur og óeðlilegur af vanmati á sannri lífsnautn. Svona kemur hann ungu skáldunum fyrir sjónir, hvort sem þau eru íslenzk eða norsk. Svona kemur hann okkur öllum fyrir sjónir í góðu tómi. Þegar ég var í Berlín fyrir tveimur árum, þessari und- arlegu borg á mörkum Austurs og Vesturs, fannst mér ég sjá heiminn í hnotskurn. Hvílíkt eirðarleysi. Hvílíkur hraði. Hví- lík spenna. Það var eins og allir væru að keppast við að drekka í botn. Enginn hefði tíma til neins nema skemmta sér — og flýta sér. Það var eins og að koma á hæli, þar sem enginn á sér lífs- von og allir reyna að kreista hvern dropa úr augnablikinu: Drekkum í kveld/iðrumst á morgun. ★ SÍÐARI hluti greinarinnar fjallar um ungu skáldin norsku, bæði þau, sem yrkja á nýnorsku og bók- máli. — Sú grein birtist í blaðinu á morgun. Galliip-köEinun á Akureyri AKUREYRI, 15. sept.: — Þessa dagana fer fram Gallupskoðana könnun á Akureyri og nálægum sveitum. Fulltrúi Gallup-stofnun- arinnar hér fyrir norðan er Kristján Aðalbjörnsson, viðskipta- fræðinemi. Hefur hann lagt spum ingar fyrir um 80 manns hér í bænum undanfarna daga. Þá hef- ur hann einnig lagt spurningar fyrir fólk í Glerárþorpi og í sum- um hreppum Eyjaf jarðarsýslu. — Er fólk valið á þann hátt, að nöfn eru dregin út úr manntalinu, og fæst með því sönn heildarmynd af skoðunum fólks á hverjum stað. Um ýmis efni er spurt, svo sem varnarmál, leikhús- og útvarps- mál, þekking á erlendum þjóðum, hve menn lesi mikið, sæki oft kvik myndahús og fjölmargt fleira. — Fólk hér fyrir norðan bregst yfir leitt vel við heimsóknum Gallup- mannsins, og svarar spurningum. hans skýrt og greiðlega. Sams konar skoðanakönnun mun fara fram þessa dagana viða annars staðar á landinu. Er þetta önnur umferð Gallupkönnunarinn- ar og undirbúningur undir frekari skoðanakannanir og stofnun ís- lenzkrar Gallup-skrifstofu. — Er starfað að þessu eftir norskri fyrirmynd. Ný gufubaðsfofa í Mývafnssveif AKUREYRI, 15. sept.: Svo sem kunnugt er, eru óvíða betri skil- yrði til gufubaða á. landinu en £ Mývatnssveit, þar sem hveraguf- ur heitar og megnar spretta ó- stöðvandi úr iðrum jarðar. Þessa dagana eru Mývetningar að ljúka við byggingu stórrar og fullkominnar gufubaðstofu í sveitinni. Er baðstofa þessi einlyft steinhús með risi. E-ru í henni prýðijeg hveragufuböð fyrir marga menn og góðir búningsklef ar. Gufubaðstofan stendur uppi á svokölluðum Hithól, skammt frá Reykjahlíð. Áður var þarna lítil og hrörleg gufubaðstofa, sem féll fyrir nokkrum árum. Er þetta mik il endurbót og ágæt skilyrði nú fyrir fei'ðamenn og aðra til þess að njóta þarna heilsusamlegra gufubaða. I ráði er að komið verði upp aðstöðu til þess að stunda þama leirböð síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.