Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. sept. 1955 Úli.: K.Í. Arvakur, Reykjavlk. Fmmkv.stj.: Sigfúj Jónsson. Ritstjérl: Valtýr Stefánsson (ábyrfSsrK.) Stjómmálsrltstjórl: SigurCur Bjaraason Crá Lesbók: Arnl Óls, jími 3041. Auglýiinfar: Árni GarSar Krlsttosaom. Ritstjórn, auglýsinfar og sfgreiðsl*: Aucturstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 i mánuði in*a»la»d’ 1 lausasölu 1 krán aintakiV. Nina Sæmundsson opnar listsýningu í Þjóðminjasafnimi ]. ©któbern.k. Bóssor haía ennþó öflngnr herstöðvnr ú finnsku landi Á sýningunni verða málverk, höggmyndir og teikningar — flest ný verk, sem listakonan hefir unnið að undanfarin tvö ár i 17'INN víðfrægasti listamaður af íslenzku bergi brotinn, mynd- L höggvarinn og málarinn Nína Sæmundsson er nú stödd hér á landi. Hyggst hún dveljast hér mánaðartíma og halda sýningu á listaverkum sínum. Sýningin verður opnuð í Þjóðminjasafninu 1. okt. n.k., og sýnir listakonan þar málverk, höggmyndir, tréskurð- armyndir og teikningar. EKKERT er eðlilegra en að nor- rænir menn fagni því, að Rússar hafa nú fengizt til þess að yfirgefa herstöðvar þær, sem þeir settu upp á Porkkalaskaga. Þær háfa allt frá upphaf i verið finnsku þjóðinni sérstakur þyrnir í aug- um. Frá þeim voru aðeins örfáir kílómetrar til höfuðborgar lands- ins. Ein þýðingarmesta samgöngu leið Finnlands lá um Porkkala Udd. Síðan Rússar hernámu svæðið hafa finnskar járnbrautar lestir orðið að fara þar um með hlera fyrir öllum gluggum. Rússneskir eimvagnar hafa verið spenntir fyrir hinar finnsku lest- ir á leið þeirra yfir þennan hluta Finnlands. Hin mesta leynd hef- ur verið höfð á öllum athöfnum Rússa þar. Hernám Porkkalaskagans var því sérstaklega niðurlægjandi fyr ir Finna. Auk þess urðu um 10 þúsund finnskir bændur að flytja þaðan svo að segja fyrirvaralaust. í raun og veru var þessi her- stöð alltaf tiltölulega þýðingar- lítil fyrir Sovétríkin. Hernám Rússa á þessu svæði hafði því fyrst og fremst þann tilgang að niðurlægja Finna og ógna höfuðborg þeirra, sem í styrjöldinni varð fyrir þung- um búsifjum af völdum rúss- neskra loftárása. Brottför Rauða hersins af Porkkalaskaga kostar Rússa því ekki neitt. Því fer víðsfjarri að þeir færi nokkra fórn með henni. Herstöðvar Rússa í Petsamo og á Kyrjálaeiði En í því felst stórfelld blekking þegar kommúnistar haida því nú fram, að með því að rýma Pork- kala hafi Rússar yfirgefið allar herstöðvar sínar á finnsku landi. Sannleikurinn er sá. að bæði í Petsamóhéraðinu og á Kyrjála- eiði hafa Rússar komið sér upp rammgerum herstöðvum. En þessa tvo landshluta lögðu Rúss- ar undir sig í árásarstyrjöldinni, sem þeir háðu gegn Finnum haust ið 1939 og með vopnahlésskilmál- unum 4. september árið 1944. Allur heimurinn veit að þetta er finnskt land og hefur alltaf verið finnskt. Þar bjuggu eingöngu Finnar og á Kyrjálaeiði voru ein beztu landbúnaðarhéruð Finn- lands. Petsamo var Finnum einn- ig mjög þýðingarmikil þar sem hún var eina höfn þeirra við fs- hafið. Rússar hernámu þessa lands hlusta fyrst og fremst með það í huga að koma þar upp herstöðvum. Þeir hafa síSan búist þar um af kappi. Missir þessara landsvæða var hrika- legt áfall fyrir finnsku þjóð- ina. Hún missti stóran hluta af landi sínu. Hundruð þúsunda af finnsku fólki varð að flýja hýli sín og borgir. Viborg á Kyrjálaeiði var ein stærsta borg landsins. Þannig var þá það „göfug- lyndi“, sem kommúnistastjórnin sýndi Finnum. Hún hrakti nær hálfa milljón Finna af finnsku landi og setti þar upp fallbyssu- hreiður, herflugvelli og aðrar vígvélar. Og þessum herstöðvum ætla Rússar sér að haida um ald- ur og ævi. Og nú láta þeir leppa sína um víða veröld þrástdgast á því að Kyrjálaeiðið og Petsamó- héraðið sé rússneskt land. Þessir sömu leppar eru jafnframt látnir halda því fram, að með brottför Rússa frá Porkkala hafi þeir yfir- gefið allar herstöðvar sínar á finnsku landi!! Þannig treysta kommúnistar sífellt á mátt blekkinganna. Nú þora kommúnistar að tala Það er athyglisvert, að áður en Rússar ákváðu að yfirgefa víg- hreiður sitt á Porkkalaskaga töldu kommúnistar hér á landi og annarsstaðar sjálfsagt að Sovét- ríkin héldu þessari herstöð sinni. Þeir vörðu dvöl Rússa þar í líf og blóð. Nú eftir að Moskva hefur talað þykist „Þjóðviljinn" ævinlega hafa verið þess hvetjandi að Finn ar fengju þennan skika af landi sínu aftur. fslenzku kommúnist- arnir minnast heldur ekki á það, að Rússar hafa ennþá öflugar her stöðvar á finnsku landi. Þeim finnst það sjálfsagt, að þeir haldi Kyrjálaeiði og Petsamo fyrir finnsku fólki, sem hefur hyggt þessi landssvæði um aldir, rækt- að þau og byggt þar upp býli og borgir. Þannig dansa hinir fjar- stýrðu flokkar ævinlega eftir pípu hinnar rússnesku kúgun arstjórnar. Hver getur svo tekið mark á þessum vindhönum þegar þeir þykjast fagna því, að Rússar hafa skilað Finnum örlitlu hroti af þeim ránsfeng, sem þeir kúguðu út úr þeim að loknu viðbjóðslegasta árásar- stríði sögunnar? Að Peron föHnum Þá er Peron fallinn. Það var ekki vonum fyrr. Hann var bú- inn að ríkja sem einræðisherra í landi sínu um níu ára skeið, í byrjun vinsæll, en óvinsæll og hataður um það er yfir lauk. Hann fylgdi ferli flestra annarra einræðisherra vorra tíma, söls- aði undir sig allar þrjár greinar ríkisvaldsins með ofbeldi í byrj- un og hélt völdunum síðan í skjóli hersins. Merkileg er sú staðreynd hvernig hann treysti völd sín með því að ná undirtökunum í verk- lýðshreyfíngunni, rétt eins og þeir Mússolini og síðar Hitler gerðu með góðum árangri. En nú er hann faliinn, og hef- ir hlotið þau örlög, sem allra einræðisherra bíða fyrr eða seinna. Þjóðir heims láta ekki lengur kúgast sem áður fyrr; þær vita að betri heimur býr utan við mörk lögregluríkisins, fangabúð- anna og herveldisins. Alræðið hefir brátt sungið sitt síðasta vers í veröldinni, og vera má að fleiri einræðisherrum verði steypt úr stóli fyrr en varir. Það eru takmörk fyrir því hve hægt er að undiroka þjóðir lengi, gamlar menningarþjóðir, sem átt hafa betri daga og þekkja önnur örlög, en blóði roðinn hamar og sigð. Hefir Nína meðferj^is 130 olíu- málverk, 30 höggmyndir, nokkr- ar svartlitamyndir og teikning- ar (fantasi-myndir), sem dregn- ar eru með gull- og silfurbleki. Óvíst er, hvort rúm verðúr fyrir öll þessi, verk á sýningunni. — Flest eru þetta ný verk, sem aldrei hafa verið sýnd áður. ★ ★ ★ Tiltölulega stutt er síðan Nína tók að fást við málaralist — um tólf ár. Áður hafði hún svo að segja eingöngu helgað sig högg- myndalistinni. Nú eru liðin átta ár, síðan Nína sótti ísland heim, en þá hélt hún sýningu í Listamannaskálanum hér í júní 1947. Enda varð lista- konunni fyrst að orði, er hún ræddi við fréttamenn í gær, að indælt væri að vera komin heim til gamla Frónsins. ★ IIEFUR SÝNT VÍÐA í BANDARÍKJUNUM Hún hefir verið. búsett í Bandaríkjunum s.l. 28 ár — 22 ár í Hollywood í Kaliforníu cg 6 ár í New York, og hefir hún haidið sýningar á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, síðast fyrir tveim árum í Hollywood. Nína heíir mjög fá verk af þessari síð- ustu sýningu meðferðis, þar sem flest verk hennar á þeirri sýn- ingu seldust. ★ ★ ★ Sum verkin á sýningu Nínu hér á landi verða til sölu, en lista- konan sjálf telur, að nokkur þess- ara listaverka eigi aðeins heima á söfnum — einkum tréskurðar- myndirnar, sem gerðar eru úr mjög sérkennilegum og dýrmæt- um trjáviði. — Teikningarnar (fantasi-myndirnar), sem ætlað- Uia andi áhripar: VELVAKANDI fór að hiusta á Delta Rhythm Boys um helg- j ina og skemmti sér hið bezta. Söngskemmtunin stóð yfir frá klukkan 11,15 til 1 um nóttina, en það væri synd að segja, að undirritaður hafi ekki verið „vel- vakandi“ á hljómleikunum, þótt seint væri. Fullir af fjöri. ÞEIR félagar eru mjög glaðlegir og fullir af fjöri, svo að gam- ! an er að horfa á þá, auk þess sem ! þeir syngja ljómandi vel. — Þeir ‘eru hér á vegum Flugbjörgunar- ! sveitarinnar sem hefir ágætt mál á stefnuskrá sinni: — björgun manna úr lífsháska. Er full Íástæða til að styrkja þessa starf- semi og þá menn sem af áhuga einum vilja hjálpa náunganum, ef illa stendur á. Að vísu vonum við, að það komi aldrei til, að þeir þurfi að hjálpa uppá sak- irnar, — en samt er betra að vera viðbúinn hinu versta. Það skað- ar aldrei. Eins og drumbar ANNARS ætlaði ég að minnast á svolítið annað sem mér datt í hug, þegar ég sá þá * félaga. Hvernig stendur á því, að þeir íslendingar sem syngja létt lög fyrir almúgann geta aldrei lært létta og skemmtilega framkomu á sviðinu. Þeir eru yfirleitt svo þungir og þumbaralegir, fram- koman svo drussaleg (þótt þeir séu auðvitað kurteisir), að ómögu legt er að sætta sig við það. Geta þeir í þessum efnum lært mikið af þeim erlendu söngvurum sem hingað slæðast öðru hvoru — og þá ekki sízt Delta Rhythm Boys. Framkoman á sviðinu skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt, að þeir sem hyggjast „koma fram“ til að skemmta almenningi temji sér rétta hegðan, látlausa, óþvingaða og skemmtilega. Drumbar eru alltaf leiðinlegir á sviði. Nál og endi. SAUMAKLÚBBURINN Nál og endi sendi mér bréf nýlega, undirritað af ritara hans Að því er bezt verður séð hefir sauma- klúbbur þessi aðalbækistöðvar inni í Laugarnesi, en það er víst aukaatriði. Þær stöllurnar spyrja mig, hver hafi skreytt gluggana í nokkrum verzlunum hér í bæ — og eftir talsverðar rannsóknir eru niðurstöðurnar þessar: Egil Jakobsen og Kápubúðina skreyt- ir íslenzkur maður, Lárus Ágústs son, KRON á Skólavörðustíg og Herrabúðina skreytir Finninn Henrik Ormo, Martein Einarsson & Co. skreytir Daninn O. Toge, og Flóru skreytir Ron Ringelberg frá Hollandi. — Fleiri verzlanir verða hér ekki nefndar, enda ekki spurt um þær. Aftur á móti vil ég bæta því við, að víða eru gluggar skreyttir af smekkvísi í öðrum búðum bæjarins og er verf að þakka það. Af vel skreyttum verzlunargluggum er menningar bragur og eiga þeir kaupmenn þakkir skildar sem hugsa einnig um þessa hlið málsins. Prýði og ánægja. EG vil að lokum bæta því við, að mér hefir oft fundizt Mark aðurinn á Laugavegi prýðilega skreyttur, af frumlegri smekk- vísi. Er mér sagt, að Kristján Davíðsson málari hafi stundum verið þar að verki. Mættu fleiri verzlanir gjarna fara að dæmi Markaðsins og gefa ungu málur- unum okkar kost á að skreyta verzlanir bæjarins, a.m.k. við og við. Að því yrði mikil prýði og ánægja. Nina Sæmundsson ar eru til þess að útfæra þær sem veggskreytingar, og eru að- eins seldar eftir pöntunum. Héðan fer Nína áfram til meg- inlandsins. Fer hún fyrst til Dan- merkur og hyggst hún halda þar sýningu. Meðal verka hennar þar verður brjóstmynd af málaran- um Kaj Nilsen. Gerði listakonan styttuna í leir, en hún áformar að láta steypa hana í bronz. Var þetta síðasta verkið, sem hún vann að, áður en hún fór frá Hollywood. Frá Danmörku fer hún áfram til Frakklands eða Spánar. 1 ★ ÆTLAR A® MÁLA HÉR NÆSTA SUMAR Næsta vor áformar hiín að koma aftur til íslands og mála hér næsta sumar, en hverfa síð- an heim til Hollywood með haust inu. Nína er víðförul og hefir áður dvalizt í Danmörku, en þar stundaði hún fyrst nám við Kunst akademíið, — í Frakklandi, ítal- íu og Afríku, þar sem hún lagði stund á „frumstæða“ list. Nína hyggst ekki halda sína eigin sýningu í París, en hins- vegar á hún rétt á að sýna þrjár myndir árlega í Grand Palais i París. Ávann hún sér þessa við- urkenningu fyrir myndina „Móð- urást“, sem öllum íslendifigum er kunn og stendur nú í garðin- um við Lækjargötuna. ★ „FRAMKVÆMDAHUGI7R“ Flestir íslendingar, er komið hafa til New York, þekkja einnig eitthvert frægasta verk Nínu, „Framkvæmdahugur“ (Spirit of Achievement) ,sem stendur í for- salnum í Waldorf Astoria-gisti- húsinu. Gerði listakonan þessa styttu, skömmu eftir að hún sett- ist að í Bandaríkjunum. Stofnaði Waldorf Astoria til alþjóða sam- keppni um höggmynd til að skréyta forsalinn. Margir fræg- ustu höggmyndarar heimsins tóku þátt í samkeppninni, meðal þeirra sænski myndhöggvarinn. Carl Milles, en Nína varð hiut- skörpust. Waldorf Astoria hefir nú látið gera smá eftirlíkingar í hronzi af þessu verki Nínu, og verða þær gefnar helztu viðskiptavin- um gistihússins á afmælishátíð þess á næSta ári. Frummyndin er um tólf feta há, en eftirlíking- arnar eru um 9 þumiungar á hæð. ★ ★ ★ Á s.l. vori vann Nína fyrstu verðlaun á Madonnuhátíðinni, listasamkeppni, sem haldin er ár- lega í Hollywood. G. St. Merklð, sem klæðir landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.